Morgunblaðið - 14.11.1993, Side 18

Morgunblaðið - 14.11.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 Herbergi drottningar, 1. hæð Ferhyrndi garðurinn 2101M Louvre safniö mun fá helmingi stœrra rými vid aö álman sem næst er á myndinni veröwr nú tekin undir sýningar á 3 hæö- um. Ilndir Tuileriesgörö- unum, frá höllinni eg út aö Concord torgi, veröur nú aökoma eg nútima- safnaþjónusta á 35 ha svæöi neöanjaröar. SAFNIÐ STÆKKAÐ UM HELMING OG AÐKOMURYMIÐ TÍFALDAÐ NEÐANJARÐAR eftir Elínu Pálmadóttur DAGINN sem Louvre-safnið í París heldur hátíðlegt 200 ára afmæli sitt 18. nóvember, mun Francois Mitterand Frakklandsforseti opna nýja safnálmu í gömlu sögufrægu höllihni, sem tvöfaldar sýningarrým- ið (úr 30 þúsund fermetrum í 60 þúsund áður en yfir lýkur). Og jafn- framt verður aðkoman og móttökurýmið tífaldað við opnun jafn stórs neðanjarðarrýmis sem höllin er öll, undir Tuileries-görðunum að Conc- ordtorgi. Að þessu hefur verið unnið af kappi og miklum fjárveitingum undanfarin ár. Stækkunin hófst með Glerpýramídanum fræga yfir aðkomusvæðinu í Louvre garðinum. Er mál manna að þetta eigi að verða ein stærsta fjöðrin í hatt forsetans. Ekki veitir af stækkun og greiðari aðkomu, því árleg aðsókn að safninu hefur aukist úr 2,5 millj- ónum gesta 1981 í 5 milljónir nú. Napoleon kom fserandi hendi úr herferðum sinum meö lista- verk ■ Louvre, en hann rak lifandi listamenn þaóan út og hélt þar brúékaup sitt með mikilli viðhöfn. Hér hylla hersveit- ir brúðhjðnin á svölunum. etta stórvirki á sér þó nokkum að- draganda. Lengi höfðu menn reynt að koma á brott fjármála- ráðuneytinu sem verið hafði til húsa í Riehelieu- væng Louvrehallarinnar í 120 ár, en það öfluga ráðuneyti streyttist við. Loks var byggt glæsilegt hús yfír ráðuneytið á Signubökkum og þá opnuðust geysilegir möguleikar til endurskipulagningar og stækkunar. M.a. að endurvinna nýtt 35 ha svæði undir görðunum út að Concordtorgi. Neðanjarðar verður hægt að taka á móti 80 stórum ferðamannabflum og 600 einkabflum. Svæðið undir litla Sigurboganum frá Napoleonstíman- um verður á 7.500 fermetrum. Fjórir stórir salir til listakynningar verða þar auk lúxusbúða, veitingastofa, hringleikahúss með 600 sætum fyrir Louvreskólann og 3.000 ferm rann- sóknastofu til skoðunar og rannsókna á meistaraverkunum í Louvre. Allt neðanjarðar, en Tuileries garðurinn yfir verður allur endurskipulagður. Kostnaður við þetta er 5-6 milljarðar franka, 60-72 milljarðar ísí. króna. Richelieu álman í Louvre höllinni verður líka opnuð eins og fyrirhugað var 18. nóvember. Hún hefur verið algerlega endurgerð, fyrir utan sögu- legar minjar á borð við Napoleons III. salinn, Lefuelstigann og Cobert- stigann. Listaverkin verða sýnd á þremur hæðum. Vegna þyngdar sinnar verða á neðstu hæðinni högg- myndir og austurlenskar fomminjar, á fyrstu hæð verða miðaldalistmunir, teppi og uppgrafnir dýrgripir frá Sa- int Denis og loks verða á þriðju hæð- inni málverk, norðurálfuskólinn og frönsk málverk. Raunar sýnist Norð- urálfuskólinn ná lengst norður til Beneluxlandaög Norður Þýskalands. En þessi verk verða upplýst að ofan með einhverri sérstakri aðferð sem veitir náttúrulegu ijósi á veggina með flóknum tilfæringum, úthugsuðum af arkitektinumn Ieoh Ming Pei, höfundi glerpíramídans, en hann er höfundur breytinganna ásamt Jean Michel Wilmotte. Frakkamir leggja þó áherslu á að arkitektúrinn megi ekki skyggja á aðalmarkmiðið með öllu þessu, sem sé að Louvre safnið geti haldið áfram að vera eitt mesta listasafn í heimi sem það var hreint ekki orðið fyrir 1980 með sínum rykföllnu sölum og erfiðri aðkomu og umferð um safnið. 1992 var orðin mikil breyting, þar sem gestir gátu þegar kynnst 39 nýjum sölum með frönskum málverkum. Og í næstu viku á afmælinu bjóðast gest- um 10 þúsund ný listaverk á alveg endunýjuðu 21.500 fermetra iými í Richelieuvængnum, en það eitt hefur kostað álíka mikið og Orseysafnið allt fyrir fáum árum. Dýrasta listaverkið Til að uppfylla metnaðinn hefur Louvre jafnframt lagt kapp á undan- farin 10 ár að eignast fræg listaverk, einkum þar sem safnið taldi sig veik- ast, í þýskum og hollenskum kyrra- lífsmyndum, erlendum 19. aldar mál- verkum og spönskum málverkum, að ógleymdu frönskum meisturum. Og á sama tíma hefur safnið fengið stórfyr- irtæki í Frakklandi til þess að kosta rándýrar viðgerðir á frægum lista- verkum eins og Brúðkaupinu í Cana eftir Véronese o.s.frv. Meðan á end- umýjuninni stóð hafa 1.717 verk bæst við listaverkaeign safnisins og hafa þar ýmsir aðilar lagt hönd á plóginn. En árið 1992 verður í minn- um haft fyrir það að þá keypti safnið sjálft Kristsmynd Antonellos Messi- nes fyrir hærra verð en nokkru sinni áður, 42 milljónir franka eða yfir 500 milljónir ísl. króna. Safnið átti enga mynd eftir þennan 15. aldar málara og var ákveðið að kaupa verkið hvað sem það kostaði á uppboði hjá Cristie. Nú á 200 ára afmæli safnsins er gamla Louvre semsagt orðið að stór- kostlegu nútímasafni með öllu því sem til þarf og reiðubúið til að taka við öllum gestum sem koma vilja, fræða þá og sýna þeim listadýrð fýrri tíma. Viðburðarík saga 1190-1993 Louvre á sér miklu lengri sögu en safnið og býsna merkilega. Upphaf- lega var þetta virki, sem þróaðist hratt upp í að verða tákn konungs- valdsins. Allt frá Í4. öld er það í hugum manna Grand Louvre, Louvre hið mikla. í 800 ár er það leiksvið stórra atburða sögunnar. Hver ko- ungur og hver þjóðhöfðingi vill þar skilja eftir sig merki. .Sumir byggja við og setja skjaldarmerki sín þar á, aðrir afla listaverka, frá Nílarbökk- um, Mesopótamíu, úr ijöllum Grikk- lands og Iran og þannig verður Lo- uvre smám saman að einu stærsta safni heims. Líklega hefur Filipus Ágústus verið hræddur um París, enda höfðu víkingar hetjað þar, því áður en hann heldur í krossferð um 1190 ákallar hann borgarana um að reisa um borgina vamarvirki. Og voldugt virki er reist þama á bökkum Signu, sem m.a. geymir dýrgripi krúnunnar, vínbirgðir og fanga í dyflissum. 1528 skrifar Frans I. bréf þar sem hann fer fram á að Louvre verði gert þannig úr garði að „það geti hýst oss“, þ.e. verði glæsihöll á við hliðina á Fontainbleau og Saint Germain. Byggt er við og þetta verð- ur höll, þar sem veislur eru haldnar og tekið á móti öðmm kóngum. Frans I. er verndari menningar og lista og við dauða Leonardis de Vinci, sem hann hafði kallað til Frakklands, eign- ast hann verk hans, Heilaga Önnu, Heilagan Jóhannes skírara og gott ef ekki Monu Lisu, ásamt verkum eftir Rafael og marga aðra fræga listamenn. Hann lætur byggja heila álmu í renaisans stíl. Hinrik 4. gaf upp öndina 1610 í höllinni sem hann hafði heitið að byggja svo glæsta og svo stóra að slík væri ekki til í heimin- um og var kominn á veg með það. Sú nær 500 m langa álma tók 17 ár í byggingu, Grand Galerie, þar sem geyma ætti bestu listaverk eftir mestu listamenn og þeir áttu að geta búið og unnið í þessari nýju höll. Louvre er orðin listamannahöll, þar sem allar listaakademíur settust að. En líka mikill veislustaður. Lúðvík 14. hélt með stuðningi Colberts ráðgjafa síns áfram að safna að listaverkum þótt hann kysi að búa í Versölum. En hann átti sér leikhúskvöld og kom til að hlæja þegar leikrit Moliers voru frumsýnd í Louvre. Þegar franska stjórnarbyltingin hélt innreið sína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.