Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 Afdrif NAFTA sögð lykillinn að framtí ðarskipan heimsmála „TRUVERÐUGLEIKI“ Bandaríkjanna er í húfí þegar fulltrúa- deild Bandaríkjaþings gengur til atkvæða um Fríverslunarsátt- mála Norður-Ameríku (NAFTA) á miðvikudag, ef eitthvað er að marka Bill Clinton, forseta landsins. Ross Perot hamrar þráfald- lega á „soghljóðinu mikla“, sem muni heyrast verði sáttmálinn samþykktur þvi að Mexíkómenn muni þá soga til sín atvinnu frá Bandaríkjamönnum. Leiðarahöfundar tímaritsins The New Republic gengu svo langt að segja að atkvæðagreiðslan gæti skipt sköpum um „að móta bandarísku þjóðina í kjölfar kalda stríðsins". ar. Deilt um NAFTA Auðjöfurinn Ross Perot (t.h.) og A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, deildu ákaft um ágæti NAFTA-sáttmálans í sjónvarpsþætti Larry King í síðustu viku. Varaforsetinn þótti standa uppi sem sigurvegari en andstaða við samninginn er mikil og óvíst að hann verði staðfestur á þingi. Öll þessi stóryrði eru vegna þess að Mexikó myndi bætast við fríverslunarsvæði það sem Banda- ríkjamenn og Kanadamenn mynd- uðu með sér árið 1988. Mikilvægi atkvæðagreiðslunnar hefur hins vegar verið blásið upp þannig að nú snýst nið- urstaða henn- ar ekki lengur um áhrif á efnahagslíf og tölur heldur táknrænt gildi. Samkvæmt frétta- skýringu í dagblaðinu The New York Times á fimmtudag mun Bandaríkjaþing skera úr um það 17. nóvember hvort „Bandaríkja- menn ætli í kjölfar kalda stríðsins að reyna að auka efnahagsleg og pólitísk áhrif sín í heiminum eða draga sig inn fyrir eigin landa- mæri og fara einfari." Afnámtollaog ^ viðskiptahindrana NAFTA kveður á um afnám allra tolla og viðskiptahindrana milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. 360 milljónir manna búa í þessum þremur ríkjum og yrði fríverslunarsvæðið hið stærsta í heimi með samanlagða þjóðar- framleiðslu að andvirði sex bil- ljóna Bandaríkjadollara (sex millj- ónir milljóna). Verði sáttmálinn samþykktur tekur hann gildi 1. janúar á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings gengur til atkvæða 17. nóvember og öldungadeildin, þar sem and- staða er minni, mun fylgja í kjöl- farið. Öldungadeild Mexíkóþings hefur enn ekki gengið til at- kvæða, en þar hefur Salinas de Gortari forseti tögl og hagldir. Kanadamenn gætu einnig veitt fyrirstöðu. Jean Chrétien, hinn nýi forsætisráðherra landsins, hefur lýst yfír því að hann gæti dregið staðfestingu NAFTA þar til gerð- ar hafí verið einhverjar breyting- Ráðgert er að tollar verði af- lagðir á fímm árum. Nú er málum þannig háttað að Bandaríkjamenn leggja um 4% toll á mexíkóskar vörur að meðaltali, en tollar Mexí- kómanna á bandarískar vörur eru 10% að með- altali. Samkvæmt hliðarsamn- ingum verða settar upp milliríkjanefndir til að fýlgjast með því að vinnu- og umhverfis- löggjöf verði framfylgt. Munu þær geta gripið til refsiaðgerða fram- fylgi viðkomandi ríki ekki eigin lögum. Með og á móti Andstæðingar NAFTA hafa verið stimplaðir verndarhyggju- menn og stuðningsmenn eru kall- aðir fylgisveinar viðskiptafrelsis. Hvorn hópinn um sig skipa aðilar sem ekki virðist sjálfgefíð við fyrstu sýn að séu bandamenn. Stéttarfélög fara ásamt fjölda þingmanna úr röðum demókrata og Ross Perot og samtökum hans, Sameinuð stöndum sér (United We Stand) fremst í flokki and- stæðinga sáttmálans, en þar er að fínna kynlega skoðanabræður á borð við blökkumannaleiðtog- ann Jesse Jackson, hægri mann- inn Pat Buchanan og Ralph Nad- er, formann bandarísku neytenda- samtakanna. Andstæðingum NAFTA hefur vaxið fískur um hrygg vegna þess að almenningur í Bandaríkjunum óttast það að sáttmálinn muni enn saxa á Iífskjör sem hafa farið versnandi undanfarna áratugi. Rödd kjósenda getur öðlast afl þegar hægt er að samstilla hana. Dick Gephardt, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeildinni, var á báðum áttum um NAFTA, en snerist gegn sáttmálanum þegar honum var afhentur listi með áskorunum tíu þúsund kjósenda úr kjördæmi hans. Stjórnendur fyrirtækja, banda- rískir auðmenn að frátöldum Pe- rot, eigendur fjölþjóðafyrirtækja, bankamenn á Wall Street, ný- frjálsir demókratar og skoðana- bræður Bush meðal repúblikana styðja NAFTA að ógleymdum Bandaríkjaforseta. Þannig gerðist það að þegar A1 Gore varaforseti og Perot deildu í sjónvarpi á þriðjudag stóð Bob Dole leiðtogi öldungadeildarþingmanna repú- blikana að því að halda með þeim fyrmefnda og í síðustu viku hældi ónefndur stjómarliði Clintons Newt Gingrich, siðameistara repúblikana í fulltrúadeildinni, fyrir frábæra frammistöðu í að afla NAFTA fylgis. í raun má segja að þessar fylk- ingar séu að kljást um illa skil- greindan málstað. Erfitt er að halda því fram að NAFTA stuðli að viðskiptafrelsi og mætti fremur færa rök að því að sáttmálinn ýti undir stofnun afmarkaðra við- skiptasvæða og þar sem iðnríki Ameríku, Asíu og Evrópu reisi aðflutningsmúra sín á milli. Andstæðingar sáttmálans halda því fram að valdamestu stéttimar í Bandaríkjunum séu með NAFTA að svíkja almenning. Bandaríkjamenn njóta ekki lengur þeirra yfírburða í heimsviðskipt- um sem þeir höfðu upp úr síðari heimsstyijöld. Perot heldur því fram að NAFTA sé aðeins liður í því að draga úr mætti Banda- ríkjamanna til að eigendur og stjómendur fyrirtækja geti leitað lágra launa þar sem þau er að finna og framleitt vöru sína þar sem reglur um aðbúnað á vinnu- stöðum og umhverfisvernd em hvað slakastar. Hér em í raun komnar upp þær áhyggjur sem Danir höfðu af framtíð velferðarþjóðfélags síns þegar greitt var þjóðaratkvæði um Maastricht-samkomulagið. Ralph Nader skrifaði Clinton bréf þar sem hann bendir á að aðilar NAFTA (og þeim gæti fjölgað því að fleiri ríki Ameríku, þar á með- al Kólumbía, hafa lýst yfír áhuga) geti stefnt á forsendu óréttmætra skilyrða til samkeppni. Þannig gæti bandarískt öryggisákvæði reynst viðskiptahindmn og dæmst til að verða afnumið. Röksemdafærslu á borð við þessa kalla stuðningsmenn NAFTA stjómspeki óttans. Þeir viðurkenna að meðallaun í Mexíkó séu ekki nema fímmtungur launa í Bandaríkjunum, en benda á að bandarískur verkamaður sé fimm- falt framleiðnari en sá mexíkóski og jafnist dæmið því út og fyrir- tæki í Bandaríkjunum hafí því enga ástæðu til að flytja. „Okkar verkamenn em þeir framleiðnustu í heimi,“ sagði Clinton. „Við getum sigrað ef við höfum aðgang að mörkuðum. Það gefur NAFTA okkur." Áróðursmeistarar og fjáraustur Ekki geta andstæðingar NAFTA þó haft alrangt fyrir sér. Aldrei nokkru sinni hefur ríkis- stjórn varið jafnmiklu fé til að hafa áhrif á ákvörðun og stjórn Mexíkó til að tryggja að NAFTA nái fram að ganga. Nú þegar hefur stjórn de Gortaris varið 30 milljónum Bandaríkjadollara og til samanburðar má nefna að út- lagastjórn Kúveit pungaði aðeins út tíu milljónum til að greiða fyr- ir ákvörðun Bush um að hrinda írökum brott úr landi sínu. Mexíkómenn hafa keypt sér aðstoð áróðursmeistara Was- hington-borgar til að beita þing- menn og stjórnarliða þrýstingi. Leiguliðar Mexíkómanna voru í' kosningaherbúðum Clintons og meðal þeirra sem undirbjuggu valdatöku hans. Mexíkómenn hafa boðið aðstoðarmönnum fjölda þingmanna í upplýsinga- ferðir til Mexíkó. Fyrirtæki hafa ekki látið sitt eftir liggja. Helsti fulltrúi þeirra nefnist USA*NAFTA, stofnað af forkólfum Kodak og American Express. Ekki er vitað hvað miklu fé fyrirtæki hafa eytt til að beita þingmenn og stjórnvöld þrýstingi. Þrátt fyrir allt þetta er talið að Clinton vanti enn um 20 at- kvæði upp á til að NAFTA nái fram að ganga á þingi og líkt og undanfama daga hugðist hann nota helgina til atkvæðaveiða. Úrslit atkvæðagreiðslunnar gætu skipt sköpum fyrir flokk Salinas, sem Mexíkómenn hafa á orði að sé fyrsti forseti sinn sem kosið hafí verið um tvisvar á sama kjör- tímabili, fyrst í Mexíkó og nú á Bandaríkjaþingi. Úrslitin ættu hins vegar ekki að skipta sköpum fyrir Clinton nema hann hafí gert þau mistök að leggja svo mikið undir að pólitísk framtíð hans sé í húfí. Hins vegar er undarlegt að ætla að viðskiptasamningur við ríki, þar sem þjóðarframleiðsla er ekki nema fjögur prósent af heild- arframleiðslu NAFTA-ríkjanna, varði framtíð Bandaríkjanna, eða ráði úrslitum um skipan heims- mála í kjölfar kalda stríðsins. BAKSVIÐ Karl Blöndal skrifar frá Boston Finnsk matvœlakynning Finnska útflutningsráðið og sendiráð Finnlands bjóða velkomna alla kaupmenn, innflytjendur og stórmarkaðseigendur, ásamt öðrum á sviði matvæla, til kynningar á finnskum mat- og drykkjarvörum. Kynningin verður haldin þann 22. nóvember í salarkynnum Félags ísl. stórkaupmanna á 6. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst kl. 10.00-16.00. Um er að ræða bæklingasýningu og munu fulltrúar sex fyrirtækja vera á staðnum og GÆÐAFLISAR A GOÐU VERÐI 4 rtix11 * Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 XJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! sem J>ú getur ekki hafnað! Við bjóðum upp á 5 vikna námskeið með jóladansleik, þar sem þið lærið þá dansa, sem dansaðir eru á almenn- um dansleikjum, árshátíðum, þorrablótum o.s.frv. Allt að 20% afsláttur. Kennsla hefst föstudaginn 19. nóv. kl. 20. Einnig 5 vikna námskeið með jóladansleik fyrir 3-6 ára börn á laugardögum. Kennsla hefst laugard. 20. nóv. Innritun í síma 39600 eftir kl. 17.00 daglega.___ ÚAIIISS Grensásvegi 12. POTTURINNj OG ~ PflNB HELGARTILBOO ÞRIGGJARETTA MALTTÐ FRÁKR690 SÁLFRÆÐISTOFA Höfum opnaö sálfræðisloíu á Klapparslíg 25-27, 4. hæö Veitum almenna, sálfræðilega ráðgjöf og meðferð. Tímapantanir í síma 19550 kl. 17-18 alla virka daga, í heimasíma eftir kl. 20. Ása Guðmundsdóttir, hs. 28712 (áður Skipholti 50). Hörður Þorgilsson, hs. 682751 (áður Skipholti 50). Jakob Smári, hs. 688218. Júlíus Björnsson, hs. 650426. Margrét Bárðardóttir, hs. 35240 (áðurSuðurgötu 12).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.