Morgunblaðið - 14.11.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
KVIKM YNDIR/LAU GARÁSBÍ Ó OG HÁSKÓLABÍÓ hafa tekið til sýninga
bandarísku spennumyndina Hættulegt skotmark, Hard Target, eftir kínverska
leikstjórann John Woo með belgíska vöðvaQallinu Jean Claude Van Damme í
aðalhlutverki. Myndin er ekki ætluð börnum.
Hollywood með
kínversku lagi og
belgískum hreim
HObL¥WOOÐ=»ppnmimyi«Up gepwt nkki öllu nl|ijðð=
leflrri en Hiettulegt nkotmnrk, hánponnumynd nem frnm=
leldd er i Hollywood og gerlst nð stðrum hlutn i fenjnhér-
uðum Louisiana; i aðalhlutverki er belgiska bardagahetj-
nn Jean-Clnude Van Dnmme en leikstjórinn John Woo
kemur frá Hong Kong en þar hefur hann undanfarin
ár lelkstýrt hverri kvikmyndinni á fœtur annarri við
mikinn orðstír sem borist hefur tli Evrópu og Bandaríkj-
anna, þangað sem Woo er nú fluttur.
Jean-Claude Van Damme
á a,m.k. þrennt sameiginlegt
með Arnold Schwartzeneg-
ger. Báðir tala ensku með
erlendum hreim (eins og við
er að búast af Evrópumönn-
um), eru vöðvastórir ( meira
lagi og lifa sældarKfí af þvl
að leika í bandarískum bíó-
myndum. í Hættulegu skot-
marki miðar sviðssetning og
umgjörð myndarinnar að því
að gera Van Damme að trú-
verðugri hetju í bandarískri
mynd þrátt fyrir hreiminn.
Þetta er hægt með því að
láta myndina gerast að hluta
til í New Orleans-borg — hið
fræga franska hverfí þeirrar
borgar var jú ekki nefnt út
í loftið — en þegar dregur
til verulegra tíðinda færist
leikurinn út í Louisiana-fen-
in, the Bayou, á slóðir hinnar
frönskuskotnu menningar
þeirra íbúa Louisiana sem
kallaðir eru cajun. Þar verð-
ur hreimur Van Dammes
ekki framandi heldur undir-
strikar þvert á móti að í fenj-
unum í miðri Ameríku er
hetjan með hreiminn á
heimavelli en amerísku ill-
mennin á útivelli.
Van Damme leikur
Chance, áhyggjulausan og
ístöðulítinn farmann af Caj-
un-kyni sem heldur til í New
Orleans en fær ekki pláss á
skipi nema hann útvegi sér
peninga til að greiða skuld
við verkalýðsfélagið sitt.
Meðan þau vandræði eru að
vefjast fyrir Chance kemur
hann að þar sem ung kona
er ( háska. Hann skerst í
leikinn og beitir kunnáttu
sinni í austurlenskum sjálf-
varnarlistum til þess að
bjarga stúlkunni úr bófa-
höndum. Yancy Butler leikur
Natasha Binder. Hún er lög-
fræðingur frá Detroit sem
er að leita að týndum föður
sínum í New Orleans. Hún
veit ekki að miskunnarlausir
morðingjar hafa drepið
hann. Eftir þeirra fyrstu
kynni ræður Natasha
Chance fyrir 217 dollara til
að gæta sín og hjálpa sér
að leita. Chance vantar pen-
ingana og tekur því að sér
verkið en þegar þau komast
skömmu síðar að því hver-
slags fólk við er að eiga
gleymir Chance peningunum
og gerir baráttu Natöshu að
sinni.
Andstæðingamir eru sa-
dískir mannaveiðarar, sem
hafa það að sporti að drepa
heimilislausa uppgjafarher-
menn. Að baki skepnuskapn-
um standa tveir fyrrum
málaliðar sem hafa haslað
sér völl í þessum jaðargeira
bandarlskrar ferðaþjónustu
(leit að skjótfengnum gróða.
Ástæðan fyrir því að þeir eru
komnir til New Orleans er
sú að gjörvallt lögreglulið
borgarinnar er í verkfalli og
þess vegna er borgin nú kjör-
íendi þessa veiðiskapar.
Þegar Chance og Natasha
komast að því hvað er á seiði
sver Chance þess dýran eið
að leggja að velli þessa menn
og hinn siðblinda foringja
þeirra, Fouchon (Lance
Hendriksen). Hatrömm bar-
átta andstæðinganna berst
frá strætum skuggahverfa
New Orleans út á heimavöll
Chance í fenjunum. Þegar
þangað er komið er ekki
jafnljóst og áður hver er
bráðin og hver veiðimaðurv
inn.
Handrit Hættulegs skot-
marks skrifaði maður að
nafni Chuck Pfarrer og út-
færði það nánar í samvinnu
við framleiðandann, James
Jacks, sem ásamt félaga sín-
um Sean Daniel bauð svo
kínverska leikstjóranum
John Woo að flytjast frá
Hong Kong til að taka að
sér verkið.
í aðaihlutverkið var valinn
Jean Claude Van Damme,
belgíski leikarinn og slags-
málameistarinn, sem hafði
þegar getið sér orð I mörgum
spennumyndum. Hér bauðst
honum þó tækifæri til að
vinna sér inn meiri peninga
en nokkru sinni fyrr og stíga
um leið stórt skref í átt að
fyrstu deild hasarmyndanna
þar sem hasarhetjumar
Schwartzenegger, Stallone
og Willis hafa ráðið ríkjum.
Van Damme (sem er stund-
um kallaður „vöðvafjallið frá
Brussel", The Muscles from
Brussels) hefur í um 10 ár
búið vestanhafs; hann flutt-
ist þangað í leit að frægð
og frama eftir að hafa iagt
stund á ballett, vöðvarækt,
bardagaíþróttir og leiklist í
fæðingarborg sinni hérna
megin Atlantshafsins. Eftir
að hafa um hríð unnið sem
þjónn og útkastari í Los
Angeles komst hann í kynni
við Menachem Golan sem
útvegaði honum rullur og nú
þegar Van Damme er orðinn
31 árs hefur hann leikið í
níu spennumyndum, sem
flestar hafa halað inn mun
meiri peninga en lagðir voru
í þær. Þessar myndir heita
Cyborg, Bloodsport,
Kickboxer, Death Warrant,
Lionheart, Double Impact,
Universal Soldier og Now-
here to Run, auk þeirrar sem
hér er til umfjöllunar.
Belginn er í sjöunda himni
með nýju mymlina »fna og
segir að hið fjölþjóðlega
samstarf bandartskra fram-
leiðenda, kínversks leik-
stjóra og belgísks ielkara
hafí (alla staði lekist prýðls-
vel, „Þetta er eitt af þvf sem
mér líkar best við Ameríku.
Hér getur allt gerst," segir
Jean Claude Van Damme,
„Það kom á daginn — sem
ég hafði talið víst frá upp-
hafi — að það er gott að
vinna með John Woo, Hann
er frábært leikstjóri, snilling-
ur í hasaratriðum eins og
allir vita en ég hafði líka
tekið eftir því í myndum
hans að þar fengu leikararn-
ir góða meðferð. Hann fer
vel með leikara," segir Van
Damme.
Handritshöfundurinn
Chuck Pfarrer lét sér ekki
nægja að leggja til söguna
við gerð þessarar myndar'
Hann er sjálfur gamall félagi
í víkingasveitum bandaríska
flotans, Navy Seals, og
ásamt félaga sínum úr þeim
hópi, Mark Stephanick,
stjórnanda áhættuatriða í
myndinni, fékk hann það
verkefni að þjálfa þá sem
léku illmennin í þeirri sér-
grein þeirra féiaganna að að
sitja um, króa af og fella
mennska bráð. Þeir þjálfuðu
einnig leikarana í vopna-
burði og skotfimi. Framleið-
endurnir eru ánægðir með
útfærslu þessara atriða í
myndinni og telja áhættuatr-
iðin og skotvopnanotkunina
með meiri raunveruleikablæ
en algengt er í spennumynd-
um.
Hættulegt skotmark er
ekki í flokki dýrustu kvik-
mynda vestanhafs á þessu
ári en hún hefur borgað sig
og gott betur. Seinni part
sumars hafði hún tekið inn
röskar 30 milljónir Banda-
ríkjadala vestanhafs, tæpa 2
milljarða króna, og þrátt fyr-
ir að hún sé ekki ein af
mest sóttu myndum ársins
eru þær fáar sem hafa í ár
skilað framleiðendum sínum
jafnmiklum hlutfallslegum
arði. Þetta þakka margir
leikstjóranum.
John Woo fæddist í Kan-
ton héraði í Kína árið 1946
en flutti ásamt fjölskyldu
sinni til Hong Kong árið
1960, þegar Maó og félagar
höfðu tekið völdin. 22 ára
gamall fór hann að vinna hjá
Cathay kvikmyndafélaginu
og ári síðan komst hann að
sem aðstoðarleikstjóri og
varð flótlega sérlegur að-
stoðarmaður mesta hasar-
myndaleikstjóra Hong kong.
1973 gafst Woo fyrst tæki-
færi til að leikstýra sjálfur.
Ástæðan var einföld: „Vini
mínum græddist mikið fé og
hann ákvað að fjárfesta í
kvikmyndum," segir Woo.
Það reyndist viturleg fjár-
festing og sagt er að strax
i þessari mynd, sem á ensku
heitir Young Dragons, hafi
Heitt í kolunum
ÞAÐ hitnar undir Jean Claude Van Damme í viðureigninni við mannaveiðarana í
Louisiana.
Illþýði
Andstæðingar
vöðvafjallsins
frá Brussel eru
ekki árennileg-
ur hópur.
i . i * 13
sést greinileg merki hins
persónulega stíls sem ein-
kenni myndir John Woo; ein-
stakt auga fyrir hraðri at-
burðarás og dramatískri
spennu. Myndir á borð við
þær sem á ensku nefnast
The Killer (1988), Bullet in
the Head (1990), Once a
Thief (1991), og Hard Boiled
(1992) hafa verið sýndar á
kvikmýndahátíðum og í list-
rænum kvikmyndahúsum
um víða veröld og leikstjórar
á borð við Oliver Stone,
Martin Scorsese og Walter
Hill hafa rómað verk Woos..
Á síðasta ári gafst Woo
tækifæri til að flytja sjálfur
vestur um haf og láta gami-
an draum sinn um að vinna
í Hollywood rætast. „Eftir
1997 hefði ég átt á hættu
að lenda í miklum vandræð-
um í Hong Kong vegna
myndanna minna,“ segir
Woo og vísar þá til þess að
árið 1997 sameinast Hong
Kong Kínverska alþýðulýð-
veldinu þar sem tjáningar-
frelsið er ekki í hávegum
haft. I raun er hann því í
annað skipti á ævinni iagður
á flótta undan kínverskum
kommúnistum.
Woo hefur gengið vel að
koma sér fyrir vestanhafs
og er kominn í félagsskap
við Quentin Tarantino, höf-
und Reservoir Dogs og
myndarinnar True Romance
sem um þessar mundir er
verið að frumsýna vestan-
hafs. Tarantino skrifar
handritið að mynd sem Woo
er nú að vinna að og þarf
vart að fara í grafgötur um
að sú verður ekki við hæfí
ungra bama og viðkvæms
fólks frekar en fyrri verk
þeirra félaga.
Gamla brýnið og nýliðinn
GAMLA brýnið Wilford Brimley er meðal leikenda í
myndinni og hér sést hann ásamt Yancy Butler, sem
leikur Natöshu, konuna sem Van Damme kemur til hjálp-
ar. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Yancy Butler en
Brimley hefur leikið í þeim ófáum.
Balletdansari
VAN Damme er víst balletdansari að mennt og tróð upp
sem slíkur í Belgíu áður en hann flutti til Hollywood.
Hér er hann í kröppum dansi við illmenni f Hættulegu'
skotmarki.