Morgunblaðið - 14.11.1993, Page 24

Morgunblaðið - 14.11.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Ný vígstaða sljórn- arfiokkanna Stuðningsmönnum ríkisstjómar- innar hefur íjölgað og and- stæðingum hennar hefur fækkað skv. nýrri skoðanakönnun um fylgi stjómmálaflokkanna, sem Féiags- vísindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega frá því að Fé- lagsvísindhstofnun gerði sams konar könnun í maímánuði sl. eða um átta prósentustig. Hins vegar hefur Alþýðuflokkurinn heldur tapað fylgi, ef miðað er við maí- könnun Félagsvísindastofnunar en bætt stöðu sína frá febrúarkönnun. Athyglisvert er, að bæði Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag tapa fylgi skv. þessari könnun, hvor flokkur um sig um fjórum prósentustigum en þriðji stjómar- andstöðuflokkurinn, Kvennalist- inn, bætir verulega við sig fylgi. Það hefur gerzt áður í slíkum könnunum á milli kosninga, að Kvennalisti hefur náð Iangt en ekki haldizt á því fylgi. Telja má víst, að batnandi staða Sjálfstæðisflokksins í könnun Fé- lagsvísindastofnunar endurspegli það gjörbreytta andrúm sem er í landinu eftir aðgerðir ríkisstjómar- innar í vaxtamálum. Það er á hinn bóginn umhugsunarefni fyrir for- ystumenn Alþýðuflokksins, hvers vegna flokkur þeirra nýtur ekki góðs af þeim nýja byr, sem ríkis- stjómin hefur fengið. Ekki sízt þar sem Sighvatur Björgvinsson, við- skiptaráðherra Alþýðuflokksins, var einn helzti hvatamaður aðgerð- anna í vaxtamálum. Er hugsan- legt, að þrátt fyrir allt sé varkárni almennings svo mikil, að kröfur Alþýðuflokksins um róttækar breytingar á ýmsum grandvallar- þáttum þjóðfélagsins eigi takmark- aðan hljómgrann? Eða er það rétt, sem haldið var fram á flokksstjórn- arfundi Alþýðuflokksins fyrir skömmu, að embættaveitingar flokksins hafi veikt stöðu hans mjög? Allt er þetta umhugsunarefni fyrir forystusveit Alþýðuflökksins. Og enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi bætt stöðu sína mjög í þess- ari könnun mundi slík útkoma í kosningum hins vegar ekki vera viðunandi fyrir flokkinn. Fyrir þremur mánuðum var staða ríkisstjómarinnar mjög veik og ástæða til svartsýni um útkomu stjómarflokkanna í sveitarstjórn- arkosningum næsta vor. Sam- kvæmt könnun, sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir ríkissjón- varpið og skýrt var frá í fyrradag mundi Sjálfstæðisflokkurinn halda meirihluta sínum í borgarstjómar- kosningum í Reykjavík við óbreytt- ar aðstæður í framboðsmálum minnihlutaflokkanna. Það út af fyrir sig er mikilsverður árangur í ljósi erfiðrar stöðu flokksins á landsvísu á undanfömum mánuð- um og misserum. Hins vegar er ekki ólíklegt, að sú niðurstaða þessarar könnunar, að sameigin- legt framboð vinstri flokkanna tryggi þeim meirihluta verði til þess að hleypa nýju lífi í þær um- ræður. Meginniðurstaða þessara kann- ana beggja er sú, að nú er lag fyrir stjórnarflokkana til þess að hefja nýja sókn. Þeir hafa byrinn með sér þessa stundina og eiga að grípa það tækifæri, sem nú hefur gefizt til nýrra átaka. HELGI Af* ÞEGARÉGVARÍ tlO.] .Þýzkalandi 1973 þýddi ég i Lesbók nokkur nútímakvæði úr þýzku, >• <> þ.á m. „konkret“-ljóð eftir SPJQ.ll Helmut Heissenb?íttel, Samtímamenn. En við eig- um ekki þróaða ljóðlist í þeim stfl. Ljóð af þessum skóla reyna á þanþol tungunnar til hins ítrasta og era einatt gjörsamlega óskiljanleg. En samt - og þráttfyr- ir órökvísina og sundraða framsetningu - má finna merkingu sem er öllum augljós þegar töfralykli hefur verið brugðið í skrána, ef svo mætti segja. í Lesbók nefni ég dæmi þess og ástæðulaust að vega í þann knérann. En ég sé nú við nánari athugun að í einu þessara kvæða sem ég snaraði á sínum tíma og er eftir Wilhelm Szabo, Ég hitti orð mitt, hlutgerir skáld- ið orð, hugrekki, kraft og kærleika, ekki ólíkt því sem Jóhann Siguijónsson og Steinn gerðu: Ég mætti orði mínu á munni lygara. Það þekkti mig ekki. Það snerist gegn mér. Ég hitti hugrekki mitt. Það jók andúðina á mér. Mundi ekki það var frá mér komið, en vakti fjandmanni mínum gleði. Ég sá kraft minn aftur í athöfn ofsækjandans. Ég þekkti hann ekki lengur. Hann reif hús mitt af grunni. Ég fann kærleika minn. Óafvitandi þjónaði hann böðlinum. Ég var honum löngu ókunnur. Rólega reiddi hann til höggs. í ljóði Hans Dieter Scháfer, Póstkort frá Kairó, eru nokkur fræðileg einkenni þess módernisma sem hér er til umræðu: Mig langar að lesa eitthvað um kúbismá. Svölurnar syngja á þökunum. Hér eru engin tré. Skrifaðu mér hvort snjór sé í N?ímberg. Hægt mjakast sólin. Skugginn hreyfir sig. inniskósmiðurinn vinnur fyrir græna stjörnu. í þekktasta ljóði sinu, Seint, segir Elisabeth Borchers: Vindurinn er orðinn bitur og lemur fuglana þeir syngja ekki lengur Jörðin er orðin grá skip þjökuð af svefni og stöðvast ekki Borschers er á svipuðum aldri og fyrrnefnd skáld, fædd 1926. Fræg er ljóðlína hennar: Eia wasser reg- net schlaf... og minnir á þekkt íslenzkt ljóð, miklu eldra, eiaperlur... Þetta orð, eia, rakst ég stundum á í alpaskáldskap. Einnig anímönur(l) Eins og sjá má af ljóði Borschers hefur skáldkonan ekki farið varhluta af súrrealistískum áhrifum. Tog- streita milli draums og veruleika er einkenni á mörgum ljóðum hennar og talað um „flótta hennar inní draum- inn“. Orð sem era dæmigerð fyrir súrrealista einsog vindur og fuglar og virðast sprottin úr draumsvefni era fléttuð inní samhengi raunverulegrar reynslu. I Seint er einsog skáldkonan vakni af svefni og sigli inní veraleikann. Söngurinn er þagnaður og vindurinn lemur fuglana; svefnskip skáldkonunnar stefnir inní sterkan vind áþreifanlegrar skynjunar. En módemisminn í kvæðinu Að degi til eftir Paul Celan var mér þó mest að skapi. Og samt var þetta líklega enginn módernismi! Héraskinnshiminn. Enn skrifar stór vængur greinilega. Einnig ég, minnstu þess fugl, kom eins og trana. Célan lézt 1970 í París, þá kominn í forystusveit þýzkra ljóðskálda. Hann var þá um fimmtugt. Móðir hans dó í útrýmingabúðum nazista og Celan hefur minnzt þess í stuttu og ódauðlegu kvæði. Hann lærði af frönskum symbólistum og súrrealistum og þýddi ljóð eftir Rimbaud og Valéry á þýzku. Celan sagði einhveiju sinni, Ljóðið er einmana. En fjórða ljóðabók hans hét Sprachgitter, 1959, eða: Talrimlar, þ.e. fang- elsisrimlar, en svo voru þeir örlitlu gluggar nefndir í miðaldaklaustrunum þarsem nunnurnar gátu talað við umheiminn. Celan vill minna á hversu erfitt er að komast í samband við veraleikann með tungunni einni. Milli hennar og umheimsins eru talrimlar. Skáldið er einsog miðaldanunna sem situr í kláustri sínu og hvísl- ar útum gluggann. Betur er ekki hægt að lýsa Celan og Verkum - og raunar þeim módernisma sem Örn Olafsson fjallaði um. Celan leit svo á að súrrealisminn væri „gullgerðarlist Ijóðs og ástar og mun halda fram- tíðinni opinni fyrir okkur“. Einsog oft er um skáld, ekkisízt Jóhann Siguijónsson, var dauðinn Celan ónæðissamur nágranní. Og vegna þess að hugur hans var með þeim sem voru drepnir í Auschwitz er hann stundum nefndur í sömu andrá og Nelly Saschs sem Jóhannes úr Kötlum snaraði á islenzku. M (meira næsta sunnudag) u TGÁFUFÉLAG MORG- unblaðsins, Arvakur hf., hefur staðið að útgáfu þess mestan hluta þess tíma, sem blaðið hefur komið út. Hins vegar hafa for- ráðamenn útgáfufé- lagsins lítið gert af því að lýsa viðhorfum sínum og afstöðu til rátgáfu blaðsins á opinberam vettvangi. í afmælishófi, sem útgáfufélagið efndi til fyrir starfsmenn blaðsins og maka þeirra fyrir viku, í til- efni af 80 ára afmæli Morgunblaðsins, fluttu tveir af forráðamönnum Árvakurs hf., þeir Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins, og Hall- grímur Geirsson, stjórnarformaður Árvak- urs hf., stefnumarkandi ræður, þar sem viðhorf þeirra til blaðsins, útgáfu þess og framtíðarstarfsemi koma fram. Ékki er úr vegi, að lesendur Morgunblaðsins kynn- ist sjónarmiðum þeirra og þess vegna era kaflar úr ræðum þeirra birtir hér í Reykja- víkurbréfi. í ræðu sinni sagði Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, m.a.: „í dag minnumst við þess að fyrir nokkr- um dögum vora 80 ár liðin frá því að Morgunblaðið hóf göngu sína ... Allt það sem Morgunblaðið hefur viljað flytja hinni íslensku þjóð hefur staðið og mun standa á síðum þess. Morgunblaðið er ekki gefið út fyrir eig- endur Árvakurs, útgáfufélags þess. Morgunblaðið er ekki gefíð út fyrir rit- stjóra þess. Morgunblaðið er ekki gefíð út fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Morgunblaðið er ekki gefið út fyrir starfsfólk þess. Morgunblaðið er gefíð út vegna lesenda sinna. Þegar höfuðáhersla útgáfunnar er vegna lesendanna og íslensku þjóðarinnar gefur það okkar ágætu viðskiptavinum, auglýsendunum, hið besta tækifæri til að ná til meirihluta íslendinga. Menn hafa talið, að mikil átök hafí oft orðið um stefnu blaðsins. Svo er ekki. í meginatriðum hefur blaðið haft stefn- una frá þeim Vilhjálmi Finsen og Ólafí Björnssyni að leiðarljósi. Þótt stundum hafí aðeins komið hlykkur á vegferðina hefur okkur í meginatriðum tekist að halda stefnunni beinni. Sumir sem komið hafa til starfa á Morg- unblaðinu hafa ekki í byijun áttað sig á því hvemig starfað er á blaðinu. Um einn þeirra var sagt: „Hann kom á Morgunblað- ið til þess að breyta því. En þegar hann fór þaðan hafði Morgunblaðið breytt hon- um.“ Þetta er eins og við segjum í dag: Kjarni málsins. Við vitum öll, að hér hefur ávallt ríkt hinn sanni Morgunblaðsandi, allir starfs- menn reyna eftir megni að stuðla að því að gera blaðinu kleift að þjóna lesendum sínum sem allra best. Ég vona að okkur takist í framtíðinni eins og hingað til að halda forustunni í blaðaútgáfu á íslandi. Að fylgjast með stefnum og straumi í íslensku þjóðlífi, upplýsa og fræða þjóðina um allt það sem er efst á baugi innan- lands og erlendis hveiju sinni og kapp- kósta að allar fréttir séu sem sannastar óg öruggastar og blaðið njóti óskoraðs trausts ungra og aldinna íslendinga. Ég fullyrði, að með hinu ágæta sam- starfí aðila, útgefenda, ritstjóra og starfs- manna allra, hefur okkur tekist að skapa okkur traustan sess í íslensku þjóðlífí. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum starfsmönnum þeirra hlut í því að þetta hefur tekist. Með traustri efnahagslegri stöðu erum við engum háðir. Fjárhagslegt sjálfstæði þýðir um leið sjálfstæði til óháðrar afstöðu til manna ogmálefria. í ár tókst okkur að ná því langþráða marki að koma allri starfsemi blaðsins aftur undir eitt þak. Nýtt og hentugt húsnæði til þess að Metnaðar- málað fjölga út- gáfudögum bæta vinnuaðstöðu starfsfólksins er mikil- vægt. Eg vil færa öllum þeim sem stuðluðu að því að framkvæmdimar gengu hratt og vel fyrir sig hinar bestu þakkir. Sérstak- lega vil ég þakka Helgu Gunnarsdóttur arkitekt." í RÆÐU SINNI sagði Hallgrímur Geirsson, formaður stjórnar Árvakurs hf., m.a.: „Við fögnum nú 80 ára afmæli Morgun- blaðsins í nýjum húsakynnum sem tekin voru í notkun á afmælisárinu ... Á merkum tímamótum er við hæfí að horfa fram á veg. Það er eitt meginverkefni útgefenda Morgunblaðsins í samvinnu við starfsfólk þess að marka þróunarstefnu fjölmiðilsins til lengri tíma lifíð. í því felst ekki síst að taka mið af örri tækniþróun og nýta hana sem skynsamlegast eftir efnum og ástæð- um til að fullnægja þeim kröfum sem gerð- ar era til nútímaftölmiðils. Á 75 ára afmæli Morgunblaðsins var það stærst og brýnast verkefni að reisa nýtt húsnæði fyrir starfsemi blaðsins sem þá var á fjórum stöðum í borginni. Annars vegar töldum við að aukin arð- semi og hagræði fælist í því að sameina starfsemina á einum stað. Hins vegar og ekki síður töldum við áríðandi að skapa blaðinu skilyrði til fjölbreyttari og víðtæk- ari fjölmiðlunarstarfsemi en kostur var á að óbreyttu. Nú á 80 ára afmæli Morgunblaðsins er þessum áfanga náð og nú blasir líka við að nýta skilyrðin til nýrra átaka. Við hljótum áfram að vera vakandi fyr- ir þeim möguleikum sem felast í að til- einka okkur önnur tilbrigði ftölmiðlunar sjálfstætt eða í samvinnu við aðra og það er metnaðarmál að bæta þjónustu Morgun- blaðsins með fjölgun útgáfudaga. Svo er örri tækniþróun fyrir að þakka að vandinn er ekki skortur á möguleikum heldur öllu fremur að velja og hafna með hliðsjón af því hvemig blaðið megi sem best fullnægja þeim kröfum sem til þess eru gerðar. Tæknivæðing Morgunblaðsins er hins vegar ekkert markmið eitt og sér. Eftir sem áður er það efni og inntak þess sem miðlað er sem máli skiptir. Þegar við tileinkum okkur nýja tækni er því mikilvægt að við gæðum hana lífí og vitsmunalegu inntaki, verðum áfram herrar hennar en ekki þrælar. Gott Morgunblaðsfólk. Við byggjum á góðum grunni. Við eigum því láni að fagna að njóta þess veganestis sem framkvöðlar Morgunblaðsins, for- svarsmenn og starfsfólk hafa veitt okkur í 80 ár. Styrkur Morgunblaðsins hefur frá upp- hafi legið í vandaðri og yfirvegáðri þátt- töku í þjóðmálaumræðu og upplýsinga- miðlun reistri á þekkingu og aga. Styrkur Morgunblaðsins hefur ekki síð- ur falist í því afli sem valið og samtaka starfsfólk hefur leyst úr læðingi í þágu blaðsins. Útgefendur Morgunblaðsins era þakk- látir ykkur vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að sterk staða og hagur Morgunblaðsins byggist á því að þar er valinn maður í hveiju rúmi. Það er um leið metnaðarmál okkar og markmið að þeir sem að blaðinu starfa njóti velgengni þess eins og kostur er og aðstæður leyfa á hveijum tíma. Það er von okkar útgefenda og ósk að meðan okkur er falin forsjá Morgunblaðs- ins berum við gæfu til þess með ykkur að varðVeita og efla virðingu og reisn Morgunblaðsins til að skila eftirkomend- um.“ UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um menningarmál er enn til umræðu á síðum blaðsins um þessa helgi, eins og hina síðustu. Þá birtist í blaðinu hörð gagn- Umfjöllun um menn- ingarmál REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 13. nóvember + +.:+;■ +.+■;; ■ / - jgj p '■> g ggpgggl STORBROTNIR FJALLATINDAR Stöðvarfjörður gegnum Súlur, sunnan við fjörð á milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar. rýni á leikhúsgagnrýnanda og myndlistar- gagnrýnanda Morgunblaðsins ásamt at- hugasemd frá ritstjóram blaðsins. í Morg- unblaðinu í dag, laugardag, birtast enn greinar þar sem fjallað er um skrif tveggja áðurnefndra gagnrýnenda. í bók, sem út kom erlendis fyrir nokkr- um mánuðum um bókaútgáfu var komizt að orði eitthvað á þá leið, að bókaútgáfa án umsagna í dagblöðum og tímaritum um bækur væri vonlaus. Bókagagmýni væri eins konar lífæð bókaútgáfunnar. Það er áreiðanlega mikið til í þessu. Þeir, sem á annað borð fylgjast með útgáfu bóka í öðrum löndum þekkja það vafalaust af sjálfum sér, að þeir panta bækur ekki sízt eftir umsögnum, sem þeir lesa um bækurn- ar í dagblöðum og tímaritum. Það á við um þá, sem standa að menn- ingarviðburðum yfírleitt, að þeim er í mun, að umsögn birtist t.d. hér í Morgun- blaðinu. Það sama á áreiðanlega við um önnur blöð. Minna er um slíkar umsagnir í tímaritum, þó birtast þær bæði í Skími og Tímariti Máls og menningar. Enginn getur vitað fyrirfram, hver umsögn gagn- rýnanda er. Enginn getur fyrirfram búizt við góðri umsögn. Þrátt fyrir það er leitað stíft eftir því, að umsagnir birtist. Sem dæmi má nefna, að Morgunblaðið hugðist fella niður á þessum vetri umsagnir um sýningar áhugamannaleikhúsa. Viðbrögð- in við þeim áformum voru svo hörð, að blaðið féll frá þeim. Þó hafa leiksýningar áhugafólks oft fengið harða dóma hér í blaðinu. Morgunblaðið birtir ekki umsagnir um alla bókatitla, sem út koma á hveiju ári. Sennilega birtast umsagnir hér í blaðinu um tæplega helming þeirra bókatitla, sem út koma. Gagnrýni um bækur er stundum góð, stundum hörð, eins og gengur. Ekki er við öðra að búast. Þær bækur, sem gefnar eru út á íslandi era ekki allar góð- ar! Þrátt fyrir það, að oft birtist hörð gagn- rýni um einstakar bækur er bæði útgefend- um og höfundum í mun, að umsögn birt- ist. Stundum getur hörð gagnrýni um bók eða deilur, sem kvikna vegna harðrar gagnrýni orðið til þess að auka sölu bókar vegna þess, að slík umsögn og deilur geta vakið forvitni fólks um viðkomandi verk. Leikhús hefur verið starfrækt með myndarbrag hér á íslandi í heila öld. Starf- semi Leikfélags Reykjavíkur hófst seint á síðustu öld. Á heilli öld hafa birzt umsagn- ir um leiksýningar af ýmsu tagi, sumar sýningar hafa verið hafnar til skýjanna, aðrar sætt harðri gagnrýni. Sumar sýning- ar hafa gengið heilan vetur og jafnvel leng- ur, aðrar hafa fallið á skömmum tíma. Engu að síður stendur leikhússtarfsemi með miklum blóma. Fyrir hálfri öld var eitt leikhús í Reykjavík, í gömlu Iðnó. Nú eru rekin tvö glæsileg leikhús, Þjóðleikhús- ið og Borgarleikhúsið, myndarlegt at- vinnuleikhús er rekið á Ákureyri, auk starfsemi fjölmargra fijálsra leikhópa. Hörð gagnrýni um einstakar sýningar hef- ur ekki kippt fótunum undan þessari starf- semi, heldur hefur hún þvert á móti orðið til þess, að það hefur oft staðið stormur um íslenzkt leikhús og þegar upp er stað- ið hleypa slíkar sviptingar nýju lífi í leik- húsið. Myndlistarstarfsemi er ótrúlega blómleg hér á landi. Myndlistarsýningar era orðnar svo margar, að það er nánast ómögulegt fyrir áhugafólk að hafa yfírsýn yfír það, sem er að gerast í myndlist eins og hægt var t.d. fyrir aldarfjórðungi. Það er mikil grózka í myndlist. Það sama á hins vegar við um þessa listgrein eins og aðrar, að þeir sem að sýningum standa vilja ekki vera án myndlistargagnrýni. Þeir verða að sætta sig við niðurstöðu gagnrýnand- ans. En Morgunblaðið er að sjálfsögðu opinn vettvangur fyrir þá, sem hafa aðra skoðun en gagnrýnandinn. Deilur um ein- staka sýningar eða málefni, sem tengjast þeim era hins vegar líklegri til að auka aðsókn að sýningum en draga úr þeim. Með sama hætti og bæði listamenn og lesendur geta gert kröfur til gagnrýnenda um vönduð vinnubrögð og rökstudda um- sögn er hægt að gera sömu kröfur til þeftra, sem gagnrýna gagnrýnendur. Þeir tveir greinahöfundar, sem fjalla um mynd- listargagnrýni og leikhúsgagnrýni Morg- unblaðsins hér í blaðinu í dag, laugardag, gera það á þann veg, að við þá er ekki hægt að rökræða. Málflntningur þeirra byggist ekki á efnislegum forsendum. Hins vegar er mikill sannleikur fólginn í orðum Sigríðar Arnlaugsdóttur, sem einnig skrif- ar um þessi mál í laugardagsblað Morgun- blaðsins, en hún segir; „Hvers vegna má aldrei segja sannleikann um leiksýningar án þess, að allt ætli um koll að keyra? ... Gagnrýni, sem er ekkert nema kurteisleg lofsyrði eða þá að farið er í kringum veil- urnar eins og köttur í kringum heitan graut, er gagnrýni, sem ekki er mikið gefandi fyrir.“ Flugmynd: Jón Karl Snorrason „Hins vegar er mikill sannleikur fólginn í orðum Sigríðar Arn- laugsdóttur, sem einnig skrifar um þessi mál í laugar- dagsblað Morgun- blaðsins, en hún segir: „Hvers vegna má aldrei segja sannleikann um leiksýningar án þess, að allt ætli um koll að keyra?... Gagn- rýni, sem er ekk- ert nema kurteis- leg lofsyrði eða þá að farið er í kringum veilurn- ar eins og köttur í kringum heitan graut, er gagn- rýni, sem ekki er mikið gefandi fyr- ir.““ +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.