Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
Jorunn Guðmunds-
dóttír — Minning
Fædd 21. nóvember 1903
Dáin 4. nóvember 1993
Lítill strákur, nýkominn vestan úr
Súðavík, stendur við giuggann í
blokkinni á homi Lönguhlíðar og
Miklubrautar og horfir agndofa á
umferðina fyrir utan. Þetta er
snemma á 6. áratugnum og hvorug
gatan malbikuð. En fyrir snáða úr
Súðavík, sem lítur á ísafjörð sem
stórborg, eru það undur og stór-
merki að sjá alla þessa umferð: og
strætisvagnamir. Sá stutti er kominn
í heimsókn til ömmu sinnar í Löngu-
hlíð. Hún sér hvað hann er spenntur
og því býr hún um hann undir stofu-
glugganum, svo að hann geti látið
strætóniðinn vekja sig snemma og
horft forviða á bílastrauminn fyrir
utan. Og svo kemur amma með
Moggann og þá bíður hans hið
ábyrjgðarmikla starf að lesa upphátt
fyrir afa, sem er rúmliggjandi eftir
heilablóðfall. Amma hjúkrar honum
heima í áratug.
Heimsóknir vestan úr Súðavík í
Lönguhlíðina (það er aldrei talað um
að fara til Reykjavíkur) em stórvið-
burðir, þótt farið sé nokkuð reglulega
þrátt fyrir heldur bágan fjárhag. í
Lönguhiíðinni má finna merkilega
^^^hluti á borð við heila vínbeijatunnu,
TTsem afa er færð um hver jól. Fyrir
utan að amma áttar sig fljótt á því,
að stráknum þykir afar gott hangi-
kjöt og súkkulaðikökur, en kann
ekki að meta ijómatertur. Og fátt
er heimilislegra en að sitja við litla
borðið í eldhúsinu, á kollinum við
stóra Westinghousinn og láta ömmu
bera í sig kræsingarnar. Það ritúal
er haldið i heiðri i heil 40 ár og er
jafn mikilvægt í safni minninganna
eins og að stilla sér við stóra stofu-
gluggann og horfa á umferðina.
Seinna, þegar Vestfirðingar eru
fluttir suður á Akranes, fjölgar heim-
sóknum í Lönguhlíðina. En þær em
alltaf spennandi. Stundum situr þar
föðurbróðir og hlustar á jazz og spil-
ar með, kannski á flautu, kannski
með trommuburstanum á borðplötu.
Stráknum er kennt að hlusta á Ge-
orge Shearing, Errol Gamer og Osc-
ar Peterson. Amma hlustar ekki á
jazz, hún hlustar á útvarpið, en
umber þetta útlenska gaul með þolin-
mæði. Föðursystumar em ímynd
heimsdömunnar á augum stráksa.
Það er oft margt í heimili og oft
glaðvært, grínið mikið byggt á útúr-
snúningum og sögum af skrítnu
fólki, t.d. frá þeim tíma er fjölskyld-
an bjó á Laugaveginum. Amma seg-
***'ir aldrei slíkat sögur, til þess er hún
of grandvör, en skýtur inn athuga-
semdum hér og þar og getur ekki
setið á sér að hlæja, því að húmor
hefur hún. Og börnin em mjög mót-
uð af henni. Pálmi afí sjómaður
lengst af og síðan seinasta áratug
ævinnar rúmliggjandi. Hún elur þau
upp með þessu fræga augnaráði sínu,
þarf aldrei að byrsta sig, horfír bara
á þann sem tiital á skiiið og það
dugir. Og hún hefur reisn. Er ekkert
að væla, þótt oft sé bæði hart og
þröngt í búi og hún þurfí að horfa
á eftir eiginmanni og fjórum börnum
sem öll látast langt um aldur fram.
En það em einnig margar gleðistund-
imar, bamabömin verða bæði mörg
*—og mennileg og fylgist hún vel með
þeim öllum.
Súðavíkurstrákurinn, fluttur á
Skagann, heldur áfram að heim-
sækja hana reglulega. Stundum
hleypur hann til hennar, þegar hann
er staddur i höfuðborginni til að
keppa í fótbolta, og fær eftir atvikum
hanigkjötsbita eða súkkulaðitertu og
verður af miklu betri í fótbolta.
Seinna er sótt til hennar húsaskjól,
þegar táningurinn vili skemmta sér
í stórborginni. Og seinna meir komið
í huggulegar sunnudagsheimsóknir
með eiginkonu. Þannig er um flest
'*böm hennar og bamaböm, hjá þeim
verður íbúðin hjá ömmu í Lönguhlíð
hinp sjálfsagði miðdepiil í Reykjavík.
Árin líða, hún er orðin ein og loks
getur hún ekki lengur búið í Löngu-
hlíðnni. Það er mikil ákvörðun að
taka að flytjast á Hrafnistu. En þeg-
ar ákvörðunin er tekin þá er ekkert
verið að líta til baka, það er skorið
u strenginn og flutt með sófasettið
með púðunum og hekluðu armhiífun-
um suður í Hafnarfjörð. Og þar hitti
strákur hana fyrir skömmu. Hún er
að verða níræð, en les Moggann og
bækur um andleg málefni með helj-
armiklu stækkunargleri, hlustar á
útvarpið, þótt heyrnin minnki undir
lokin, og fylgist með öllu sem gerist.
Hún heldur fullri andlegri heilsu til
hins hinsta og man í hvert sinni sem
við hittumst frá hvaða skrítnum stað
hún fékk póstkort seinast. Og það
er einmitt á skrítnum fjarlægum stað
á bökkum Malawivatns, að mér berst
andlátsfregnin. Ég horfi út á vatnið,
þar sem fískimenn stunda veiðar,
rétt eins og afí Pálmi, og velti vöng-
um yfir því, að á bakkanum er ein-
hver afrísk kona að ala upp átta
börn, líkt og amma í Lönguhlíð.
Nú er þessari för lokið og ekkert
eftir nema að þakka fyrir samfylgd-
ina manneskju, sem var svo sterkur
persónuleiki, að hún hafði veruleg
áhrif á alla sem umgengust hana,
afgerandi á suma. En þó hún hafi
verið stíf og ströng á stundum, þá
er það samt dillandi hláturinn sem
eftir situr í minningunni.
Engilbert.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Mig langar að minnast hennar
Jórunnar minnar, þessarar heiðurs-
konu sem mér þótti svo vænt um.
Ég minnist allra veitinganna sém ég
naut hjá henni í Lönguhlíð og síðar
á Hrafnistu, en það fór enginn svang-
ur frá henni Jórunni enda hafði hún
stýrt stóru heimili og hjartað var
stórt. Hún eignaðist góðan mann og
átta mannvænleg böm.
En sorgin knúði dyra hjá henni.
Hún mátti sjá á eftir eiginmanni og
fjórum af bömum sínum, fólki á
besta aldri, en Jórunn mín lét ekki
bugast og var máttarstólpinn sem
hélt fjölskyldunni saman. Heimilið í
Lönguhlíð varð miðstöðin sem allir í
fjölskyldunni og aðrir sóttu og var
ómissandi. Þar stýrði hún búi fram
yfir áttrætt, en þá fluttist hún á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leið
henni vel, en hún saknaði alltaf
Lönguhlíðar, þó að hún kvartaði ekki.
Það var ekki hennar eðli.
Elsku Jórann mín, þegar ég nú
kveð þig með söknuði veit ég að nú
líður þér vel. Far þú í friði. Elsku
Anna, Jagga, Mummi, Helga og aðr-
ir aðstandendur, ég votta ykkur öll-
um samúð mína.
Góð kona hefur kvatt, en minning
hennar mun lifa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
G.H.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
Mig langar að minnast með nokkr-
um orðum ömrhu minnar Jórunnar
Guðmundsdóttur sem jarðsungin
verður á morgun frá Fossvogskirkju.
Það myndast ákveðið tómarúm
þegar svo sterkur persónuleiki eins
og hún Jórunn amma hverfur af sjón-
arsviðinu og margar góðar minning-
ar streyma fram í hugann.
Amma og afi, Pálmi Vilhjálmsson,
komu upp átta börnum og kominn
er af þeim mikill og föngulegur hóp-
ur. Afa Pálma kynntist ég ekki enda
lést hann á fæðingarári mínu og
hafði hann þá iegið lamaður á heim-
ili þeirra í tíu ár. Spor ömmu vora
mörg á langri ævi og sum hver býsna
erfíð og flókið fyrir okkur nútíma-
fólk að skilja þau. En umönnun afa
sýndi kannski best sálarstyrk hennar
og manngæsku.
Gamla heimilið hennar ömmu í
Lönguhlíð 21 var miðstöð fjölskyld-
unnar. Það var griðastaður í tilvera
okkar og hjá ömmu mættum við
skilningi lífsreyndrar konu sem alltaf
gaf sér tíma til að hlusta á það sem
okkur lá á hjarta og veitti okkur
andlegan stuðning sinn. Þar hittust
meðlimir fjölskyldunnar og aðrir
ættingjar. Við sem áttum heima utan
borgarinnar gistum þar oft. í Löngu-
hlíðina til hennar ömmu var sérstak-
lega gott að koma og allir muna eft-
ir græna homskápnum í eldhúsinu
sem hafði alltaf eitthvað gómsætt
að geyma, kleinumar með kanil-
bragðinu, pönnukökurnar, harðfísk
og annað góðgæti. Margar góðar
stundir áttum við með henni við
laufabrauðsgerð og kleinubakstur
fyrir jólin, en hjá ömmu var alltaf
mikil stemmning fyrir jólin.
Amma var bókhneigð og las mjög
mikið, sérstaklega nú seinni árin, og
einnig hafði hún yndi af að hekla
og heklaði meðal annars mjög falleg
rúmteppi. Amma Jórunn hefði orðið
90 ára nú í nóvember, en kvaddi
þetta líf hinn 4. þessa mánaðar, södd
lífdaga og sátt við guð og menn eft-
ir erfíð veikindi síðustu dagana.
Mig langaði með þessum línum
að þakka ömmu samfylgdina og gef-
andi samverustundir. Blessuð sé
minning hennar, sem mun hlýja okk-
ur um hjartaræturnar um ókomin ár.
Guðný.
Hinn 4. nóvember sl. lést amma
okkar, Jórunn Guðmundsdóttir, á St.
Jósefsspítalanum í Hafnarfirði.
Amma í Lönguhlíðinni, eins og hún
hét í okkar huga, var fædd í Neðra-
Hauganesi í Fljótum í Skagafirði 21.
nóvember árið 1903. Hún hefði því
orðið níræð innan fárra daga.
Amma minntist ávallt æsku sinnar
í Fljótum með hlýhug og ánægju,
enda eru Fljótin falleg sveit, tignar-
leg fjöll og grösugir dalir, en snjó-
þung að vetri. Þessir snjóþungu vet-
ur gáfu líka tilefni til ánægjustunda
á skíðum og minntist amma þess oft
með söknuði hve gaman hefði verið
að bregða sér bæjarleið á skíðum í
stilltu veðri. Þessar skíðaleiðir ömmu
lágu stundum til Siglufjarðar að hitta
vini og ættingja og var þá farið um
Siglufjarðarskarð.
Amma fór innan við tvitugt úr
foreldrahúsum, fyrst í vist að Hraun-
um í Fijótum, en síðan lá leiðin til
Akureyrar í vinnustúlkustörf og rúm-
lega tvítug leggur hún leið sína til
Reykjavíkur og ræðst í vist til Páls
Einarssonar fyrrum borgarstjóra
Reykjavíkur. Þar er hún þar til hún
giftist afa okkar, Pálma Vilhjálms-
syni sjómanni, árið 1927.
Amma og afi eignuðust átta börn
sem öll komust til fullorðinsára. í
mörg ár bjuggu þau á Laugavegi 27a
i lítilli tveggja herbergja kjallaraíbúð.
Oft hefur amma þurft að viðhafa
mikla útsjónarsemi til að láta fara
vel um tiu manna fjölskyldu í ekki
stærra rými, með litlum nútíma þæg-
indum.
Árið 1948 flytjast amma og afí í
nýtt húsnæði sem þau festa kaup á
í Lönguhlið 21. Það urðu mikil og
góð umskipti fyrir þau að komast
með allan hópinn sinn í þessi vönd-
uðu húsakynni.
Tveimur árum síðar verður fjöl-
skyldan fyrir miklu áfalli, afí okkar
veikist alvarlega, lamast og verður
rúmfastur. Amma brást við þessum
aðstæðum af einstökum dugnaði,
fórnfýsi og trygglyndi. Meðfram því
sem hún veitir heimilinu forystu,
hjúkrar hún afa heima næstu 11
árin, eða allt þar til afi deyr árið
1960. Svo vel var afa hjúkrað, að
öll þessi 11 ár fékk hann aldrei legu-
sár.
Amma var einstakiega gestrisin.
og var alltaf gestkvæmt mjög á
heimili hennar. Helstu eðliskostir
ömmu okkar voru ' sérstök prúð-
mennska, hjartahlýja og tillitssemi,
en að baki bjó sterkur vilji, ákveðni
og æðruleysi. Heimili sínu hélt amma
ætíð fáguðu og með hlýjum andblæ.
Þangað var alltaf gott að koma.
Amma þurfti að bera þá þungu sorg
að horfa á bak fjóram börnum sínum
á röskum áratug. Þessum áföllum
tók hún af mikilli stillingu og æðru-
leysi og leitaði styrk í trú sinni .og í
fullvissu þess, að lokinni jarðvist
tæki við annað tilverusvið. Og nú
hefur amma hitt horfna ástvini að
nýju. Amma bjó í Lönguhlíð 21 í 42
ár, en síðustu þijú árin dvaldist hún
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Og nú er okkar góða amma í
Lönguhlíðinni farin til annarra heim-
kynna, þar sem örugglega verður
tekið vel á móti henni. Söknuður
okkar er mikill, er við kveðjum
ömmu, en þakklætið er meira fyrir
allar samverustundimar sem við átt-
um saman.
Blessuð sé minning ömmu okkar,
Jórannar Guðmundsdóttur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Hjördís og Bryndís
Sævarsdætur, Helgi og
Sverrir Þór Sævarssynir,’
Pálmi Gunnarsson, Eric
Wilkes.
Á morgun, mánudaginn 15. nóv-
ember, kveðjum við hinstu kveðju
kæra móðursystur okkar, Jórunni
Guðmundsdóttur. Jórunn var fædd
21. nóvember 1903 og hefði því orð-
ið níræð í þessum mánuði. Hún var
fædd í Neðra-Haganesi í Fljótum í
Skagafírði, dóttir hjónanna Aðal-
bjargar Önnu Pétursdóttur og Guð-
mundar Halldórssonar bónda þar.
Auk Jórunnar eignuðust Aðalbjörg
amma og Guðmundur afí þijú börn,
Jón, f. 3. sept. 1900, d. 30. jan.
1988, sem lengst af var bóndi á
Molastöðum í Fljótum; Halldóru
(móður þeirra sem þetta skrifar), f.
5. okt. 1906, d. 14. sept. 1985, var
húsmóðir Reykjavík, og Petra
Björgu, f. 18. sept. 1913, húsmóður
sem býr í Reykjavík. Einnig ólu þau
upp fósturdóttur er þau tóku til sín
fjögurra ára gamla, Sigríði Bene-
diktsdóttur, f. 9. júlí 1896, d. 18.
júlí 1980, og systkinin litu alla tíð á
sem systur sína.
Jórunn fór ung í síldina á Siglu-
fírði og þar kynntist hún myndarleg-
um sjómanni, Pálma Vilhjálmssyni,
ættuðum frá Akrapesi. Hann var
fæddur 13. desember 1896. Hann
lést 23. desember 1960. Jórann og
Pálmi gengu í hjónaband 27. septem-
ber 1927 og byijuðu búskap á Kára-
stíg í Reykjavík. Þar fæddust elstu
drengimir, en alls urðu böm þeirra
átta talsins. Á Akranesi bjuggu þau
í u.þ.b. tvö ár, þaðan sem Pálmi sótti
sjóinn, en stefnan var aftur tekin á
Reykjavík og þar bjuggu þau allar
götur síðan, m.a. á Laugavegi 27a,
en fluttust árið 1948 í eigin ibúð í
Lönguhlíð 21 og þar stóð heimili
Jórannar þar til fyrir tæpum þremur
árum. Þá fluttist hún inn á DAS í
Hafnarfirði. Þegar Jórunn og Pálmi
fluttust í Lönguhlíðina voru börnin
orðin átta eins og áður segir. Einn
sonanna var fluttur að heiman, en
sjö vora enn í foreldrahúsum.
Böm Jórunnar og Pálma eru: Vil-
hjálmur Pálmason, f. 6. desember
1927, d. 4. mars 1986, maki Mar-
grét Sigurðardóttir; Guðmundur
Pálmason, f. 15. júní 1929, maki
Sólrún Engilbertsdóttir; Sverrir
Pálmason, f. 4. október 1930, d. 19.
júlí 1973; Haraldur Pálmason, f. 26.
janúar 1932, d. 15. febrúar 1986,
maki Guðrún Ólafsdóttir (látin); Jak-
obína Pálmadóttir, f. 19. október
1934, maki Guðmundur M. Jónsson;
Sigurlaug Pálmadóttir, f. 15. október
1935, d. 21. júlí 1977, maki Gunnar
I. Jónsson; Ánna Pálmadóttir, f. 6.
september 1938, maki Bonner T-
Wilkes; Helga Pálmadóttir, f. 31,
júlí 1940, maki Sævar Helgason.
Barnabörnin eru 22 og bamabarna-
bömin eru orðin 33.
Það fer ekki á milli mála að oft
hefur verið þröng á þingi, bæði á
Laugaveginum og síðar í Lönguhlíð-
inni. Það voru ekki bara afkomendur
Jórannar og Pálma sem þar áttu
athvarf. Það eldra okkar, Ingibjörg,
átti sitt annað heimili hjá þeim, ein-
birni fram yfír níu ára aldur og sótt-
ist því mikið eftir félagsskap þessa
stóra frændsystkinahóps. Það virtist
aldrei vera vandamál að hola niður
einni lítilli stelpu í viðbót í koju hjá
einhverri frænkunni. Þær minningar
tengjast Laugaveginum. Þær voru
einnig margar ljúfar stundir sem
Guðmunaur átti njá Jórunni rrænku
og góðar minningar bundnar Löngu-
hlíðarárunum.
Jórann varð fyrir mörgum og
þungum áföllum í lífinu. Stuttu eftir
að hún og Pálmi fluttust í Lönguhlíð-
ina fékk hann heilablóðfall og lá eft-
ir það rúmfastur heima i tæp 11 ár.
Annaðist Jórunn hann allan tímann
af óþijótandi dugnaði og þolinmæði
jafnframt því að sjá um barnahópinn
og heimilið. Kom þá vel í ljós fórn-
fýsi hennar og hetjulund. Þessi
óvæntu veikindi voru reiðarslag fyrir
fjölskylduna og breyttu veralega
högum hennar. Börnin komu til
hjálpar hvert af öðru og fóra flest
beint úr skyldunámi út í atvinnulífið
til að afla heimilinu tekna. Öll þessi
ár vék Jórunn helst ekki frá Pálma,
þó að einstöku sinnum tækist systr-
um hennar að fá hana með sér á
mannamót. Pálmi lést eins og áður
er getið 23. desember 1960.
Jórunn átti enn eftir að reyna
mikið. Fjögur barna sinna, Sverri,
Sigurlaugu, Harald og Vilhjálm,
missti hún öll á besta aldri. Það var
henni þung raun og þar var hún
næst því að bugast þegar hún sá á
eftir fjórða barni sínu, Vilhjálmi,
aðeins 17 dögum eftir að Haraldur
dó. En styrkur hennar var einstakur.
Henni var gefínn innri kraftur sem
hélt henni uppi þrátt fyrir öll þessi
áföll. Hún fann huggun í trúnni og
trúði á endurfundi ástvina, líf eftir
þetta líf.
Heimili Jórannar frænku var fal-
legt og hlýlegt og bar snyrtimennsku
hennar gott vitni. Þar var alltaf opið
hús, alltaf hægt að seðja svanga
munna. I gegnum tugi ára leið varla
sá sunnudagur án þess að við systk-
inin, ásamt mömmu og Petra, færam
í Lönguhlíðina. Þar var mikið líf og
flör, sungið, spilað og hlegið og þrátt
fyrir veikindi fylgdist Pálmi með öllu.
Það var ótrúlegt hvernig Jóranni
tókst alltaf að töfra fram kaffihlað-
borð um hveija helgi og eftir því sem
árin liðu bættist við stór hópur
tengdabama og barnabama. Hjá
henni sannaðist að þar sem er hjarta-
rúm er húsrúm.
Jórann var hlédræg og vildi sem
minnst láta á sér bera, heimakær
og lifði fyrir sína nánustu. Hún gat
verið ákveðin og föst fyrir en glað-
vær og hláturmild. Hún hafði fallegt
bros og frá henni stafaði mildi og
hlýja sem umlukti þá sem í kringum
hana vora. Okkur systkinunum var
hún alla tíð mjög góð og fylgdist vel
með okkur og fjölskyldum okkar.
Eftir að heilsuleysi fór að gera
vart við sig hjá Jórunni nokkra eftir
fráfall Pálma, studdu börnin hana
sem áður fyrr. Lengst voru hjá henni
Sigurlaug og Anna. Haraldur sonur
hennar var heidur aldrei langt und-
an. Síðustu árin hafði hún Helgu
dóttur sína á næstu grösum, Jagga
og Mummi, sem bæði eru búsett á
Akranesi, fylgdust vel með henni og
á hveiju ári eftir að Anna fluttist til
Baltimore í Bandaríkjunum hefur
hún komið í nokkurra vikna heim-
sókn til mömmu sinnar, henni til
mikillar gleði.
Þegar Jórunn fluttist á DAS varð
heimili Helgu og Sævars í Hafnar-
fírði miðstöð fjölskyldunnar. Jórunn
hafði þar einnig í næsta nágrenni
Pálma dótturson sinn, sem alltaf
reyndist ömmu sinni vel, uppalinn
hjá henni og var henni einkar kær.
Öll hafa bamabömin sýnt henni
ræktarsemi og bar hún hag þeirra
mjög fyrir bijósti.