Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ATVIININA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 ATVIN NUAUGi YSINGAR SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Laus staða Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir starfsmanni til að veita fötluðu fólki frekari liðveislu skv. 25. gr. laga um málefni fatlaðra. Starfið felst í því að veita fötluðum einstakl- ingum, sem búa sjálfstætt í íbúðum, margvís- legan stuðning og miðar að því að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Starfið er í mótun og er krefjandi og um leið uppbyggilegt og spennandi fyrir þá, sem vilja taka þátt í skipulagi á nýrri þjónustu við fatlaða undir stjórn og handleiðslu fagaðila. Vinnutími er óreglulegur. Urusækjendur þurfa að hafa menntun á sviði uppeldis og fatlana og reynslu af starfi með geðsjúkum. Nánari upplýsingar gefur dr. Z. Gabriela Sigurðardóttir, sálfraeðingur, sími 621388. Umsóknir sendist sem fyrst til Svæðisskristofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Nóatúni 17. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. iHVOLSVÖLLUR Leikskólastjóri á Hvolsveíli Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra á Hvolsvelli. Leikskólinn flytur í nýtt glæsilegt húsnæði í mars 1994. Starfið felst m.a. í að sjá um og skipuleggja vinnu við dagleg störf í skóianum sem og almenn fóstrustörf. Hér er um heilsdagsstarf að ræða. Ráðningartími er frá næstu áramótum. Við leitum að leikskólastjóra sem: ★ Hefur menntun til starfsins. ★ Hefurfrumkvæði og stjórnunarhæfileika. ★ Á gott með að umgangast fólk. ★ Hefur áhuga á að byggja upp nýja starf- semi á gömlum grunni. Laun skv. launakjörum Fóstrufélags íslands og launanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga. Skriflegar umsóknir sendist til sveitarstjóra Hvolhrepps, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fyrir 20. nóvember nk. Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við hjúkrunar- og dvalarheimilið á Kirkjubæjarklaustri er hér með auglýst til umsóknar. Um er að ræða starf við nýja stofnun fyrir 20 vistmenn sem hefja mun rekstur í ársbyrj- un 1994 og felur starfið m.a. í sér undirbún- ing og skipulagningu starfseminnar í sam- ráði við rekstraraðila. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. janúar 1994. Laun ákvarðast samkv. kjarasamningi hjúkr- unarfræðinga við ríki og borg. Að Kirkjubæjarklaustri er 3ja klst. akstur frá Reykjavík á bundnu slitlagi alla leið vorið 1994. Þar er íbúðarhúsnæði á leigumarkaði og einnig margvísleg nauðsynleg þjónusta, s.s. grunnskóli, tónlistarskóli, leikskóli, verslun o.fl. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil sendist skrifstofu Skaftárnrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri, fyr- ir 10. des. nk. en þar verða veittar frekari upplýsingar ef óskað verður. Sími skrifstofunnar er 98-74840 milli kl. 9.00 og 17.00 alla virka daga. Oddviti Skaftárhrepps. Byrjar framtíðin hér? Umsvifamikið þjónustufyrirtæki í borginni óskar að ráða ungan og áhugasaman tækni- mann til starfa sem fyrst. Æskilegur aldur 20-30 ára. Starfið felst í viðhaldi og viðgerðum á Ijós- ritunarvélum, mest með heimsóknum til viðskiptavina. Starfsreynsla á þessu sviði er æskileg en ekki skilyrði. Þjálfun fer fram hér heima og erlendis. Leitað er að traustum og snyrtilegum einstaklingi, sem á auðvelt með að umgangast fólk og hefur í sér þjón- ustuiund. Góð framtfð gæti byrjað með þessu starfi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Passamynd fylgi umsókn. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. Gijðnt Iónsson RÁÐCJÓF & RÁÐNINGARÞJÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Ritari á lögfræðistofu Vantar vanan ritara frá kl. 13-17. Góð ís- lenskukunnátta nauðsynleg, enskukunnátta æskileg. Kunnátta á Word Perfect, Windows, og bókhaldskunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist auglýsingadeild MbL. fyrir kl. 12 á miðvikudag, merktar: „R - 3787“. Tölvuþjónusta Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir starfsmanni til að sjá um rekstur og þróun tölvubúnaðar stofnunarinnar og leið- beina starfsmönnum um tölvunotkun. Krafist er staðgóðrar þekkingar á tölvubún- aði með sérstaka áherslu á PC tölvur, Windows hugbúnað og netkerfi. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 24. nóvember nk. Viðskiptafræði- menntað fólk Mig vantar viðskiptafræðimenntaðan starfs- mann. Hann þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu (Windows, Excel, Word fyrir windows....), þýsku- og enskukunnáttu, bókhaldsþekkingu og geta unnið við áætlanagerð og markaðsmál. Þarf að geta hafið störf í desember. r Sævar Karl Olason Bankastræti9, símar 13470, 689988. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „BOSS föt í hæsta gæðaflokki", fyrir 20. nóvember. Aðrar upplýsingar gefur Margrét í síma 13470 milli kl. 9 og 10 næstu daga. Mælingarog kortagerð Traustur aðili með veruleg umsvif í mæling- um og kortagerð óskar eftir að ráða starfs- mann. Starfið; mælingarstörf, útreikningar í tengsl- um við þær og kortagerð. Óskað er eftir verkfræðingi eða tæknifræð- ingi með áhuga fyrir mælingum og æskilegt er að hann hafi reynslu af þeim. Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússon frá kl. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Mælingar" fyrir 24. nóv- ember nk. RÁÐGAmjRhf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 Nordisk Industrífond Nordisk Industrifond er ein þeirra stofnana sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina. Markmið sjóðsins er að örva tækniþróun og nýsköp- un i norrænu atvinnulífi. Þetta er gert með því að koma af stað og fjármagna norræn rannsókna- og þróunarverkefni í atvinnulífinu. Sjóðurinn hefur yfir að ráða u.þ.b. 100 MNOK árið 1993. Sjóðurinn vinnur náið með þeim aðilum sem fjármagna rannsókna- og þróunar- verkefni á Norðurlöndunum. Norræni iðnaðarsjóðurinn hefur aðsetur sitt í Ósló. Starfsfólk sjóðsins er frá Norðurlöndunum fimm. FORSTJÓRI Ráðningartímabil núverandi forstjóra rennur út á næsta ári. Því er leitað að nýjum for- stjóra sem ber ábyrgð á daglegri starfsemi sjóðsins. Forstjórinn er ábyrgur gagnvart stjórn sjóðsins, en þar sitja tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Forstjórinn á að vera norrænn ríkisborgari. Æskilegt er að hann hafi starfsreynslu úr iðnaði og/eða þekkingu á rannsókna- og þróunarstarfi. Umsækjandi þarf að vera hug- myndaríkur og hafa góða samvinnuhæfileika. Boðið er upp á krefjandi og áhugavert starf sem felur í sér mikil samskipti við iðnfyrirtæki, rannsóknaumhverfið og aðila, er veita fjármagni til rannsókna á öllum Norðurlöndunum. Nýi forstjórinn verður ráðinn í fjögur ár með möguleika á framlengingu um fjögur ár, þ.e. hámark 8 ár. Laun samkvæmt samkomulagi. Sérstakur kaupauki er veittur ef forstjór- inn flytur frá öðru norrænu landi. Nánari upplýsingar veitir annar fulltrúa íslendinga í stjórninni, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands, sími 68 7000, eða núverandi forstjóri, Per Gjelsvik, sími 90 47 2241 6480. Umsóknir á dönsku, norsku eða sænsku með upplýsingum um nám og fyrri störf og æskileg launakjör, sendist til Nordisk Industrifond, Nedre Vollgt. 8, N-0158 ðsló, Noregi, fyrir 22. nóvember 1993. NORDISK INDUSTRIFOND V. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.