Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
R AÐ AUGL YSINGAR
TILBOÐ - ÚTBOÐ W TJÓNASKOÐUNARSTÖÐ
ÚT
B 0 Ð »>
Eftirfarandi útboð eru til sölu á skrifstofu
Ríkiskaupa, Borgartúni 7, Reykjavík.
1. Útboð nr. 4022 stólar og borð fyrir
hjúkrunarheimili. Gögn seld á kr.
1.000,- m/vsk. Opnun 23.11. 1993
kl. 11.00.
2. Útboð nr. 4021 bílakaup. Gögn seld
á kr. 1.000,- m/vsk. Opnun 16. des-
ember 1993 kl. 11.00.
W RÍKISKAUP
Ú t b o ð % k i I a árangril
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
Tilboð
Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka
mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af
bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn-
um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land.
Upplýsingar í símsvara 91-671285.
Tiónaskoðunars.föðjri
• #
■ Drayhálsi 14-16, 110 Rcykjavik, simi 67i í 20, lelefax 672620
Utboð
Fyrir hönd stjórnar Sorpstöðvar Rangárvalla-
sýslu b.s. er hér með óskað eftir tilboði í
sorphirðu og rekstur móttöku- og flokkunar-
stöðvar á Strönd á Rangárvöllum.
Verkið felur í sér rekstur sorpmóttöku, flokkun
sorps og urðun að Strönd, sorphirðingu frá
heimilum og hirðingu frá gámavöllum á sam-
lagssvæði Sorpstöðvarinnar til næstu 5 ára.
Útboðsgögn verða seld á kr. 6.225 m/vsk á
skrifstofu Hönnunar hf., Síðumúla 1, Reykja-
vík, frá og með þriðjud. 16. nóvember nk.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Rangárvalla-
hrepps þriðjudaginn 7. desember 1993 fyrir
kl. 14.00, þar sem þau verða þá opnuð.
hönnun hf
$
Rádgjafarverkfræðingar FRV
Sfðomúla 1 108 Reykjavik Sfmi (91)814311
Utboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir-
talin tvö verk:
1. Brú á Skálm á Mýrdalssandi.
Um er að ræða byggingu bráðabirgða-
tengingar og bráðabirgðabrúar á Skálm,
rif gamallar brúar, sem er 45 m stálbita-
brú með timburgólfi í 4 höfum, auk smíði
44 m stálbitabrúar í 2 höfum. Brúin er
með 7,0 m breiðri steyptri akbraut á
steyptum undirstöðum. Verki skal lokið í
júní 1994.
2. Brú á Djúpabrest f Eldhrauni.
Um er að ræða byggingu bráðabirgða-
tengingar, rif gamallar brúar, sem er 14
m stálbitabrú í einu hafi með steyptri
akbraut, auk smíði 14 m steyptrar bitabrú-
ar í einu hafi. Brúin er með 7,0 m breiðri
akbraut. Verki skal lokið í maí 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík
(aðalgjaldkera), frá og með 16. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir
kl. 14.00 þann 6. desember 1993.
Vegamálastjóri.
Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur
Sími 683400 (símsvari utan opnunartíma) - Telefax 670477
Tilboð
óskast í bifreiðar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til
sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn
15. nóvember 1993, kl. 8-16.
Tilboðum sé skilað samdægurs.
Vátryggingafélag íslands hf.
- Tjónaskoðunarstöð -
^^^Forval
Brú á Jökulsá á Brú
Vegagerð ríkisins býður hér með þeim fyrir-
tækjum, sem áhuga hafa á að taka þátt í
forvali verktaka vegna byggingar brúar á
Jökulsá á Brú á Austurlandsvegi. Um er að
ræða steypta 120 m langa bogabrú með
tveimur akreinum og eru verklok áætluð í
september 1994.
Forvalsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera)
frá og með 16. þ.m. og skal skila þeim út-
fylltum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 29.
nóvember 1993.
Vegamálastjóri.
UT
B 0 Ð »>
Fjármálaráðuneytið, í samstarfi við Ríkis-
kaup, efnir til kynningarfunda um nýja
útboðsstefnu ríkisins og reglur um opin-
ber innkaup. Fundirnir verða á eftirtöld-
um stöðum og tímum:
Borgarnesi: Mánud. 15.11*93 kl. 15.00.
á Hótel Borgarnesi.
Selfossi: Þriðjud. 16.11*93 kl. 15.00 á
Hótel Selfossi.
Egilsstöðum: Miðvikud. 17.11*93 kl.
15.00 á Hótel Valaskjálf.
Á fundunum verður farið yfir inntak út-
boðsstefnunnar og reglnanna auk þess
sem þjónusta Ríkiskaupa verður kynnt.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, deildar-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, og Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Ríkiskaupa, kynna
og svara fyrirspurnum.
Þess er vænst að allir þeir, sem koma
að innkaupamálum ríkisins, seljendur og
fulltrúar sveitarstjórna, sjái sér fært að
koma og kynna sér þessi mikilvægu mál.
A RÍKISKAUP
U t b o b s k i I a órangril
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
HUSNÆÐl / BOÐI
Húsnæði til leigu
Bjart og rúmgott 180 fm húsnæði á jarðhæð
á besta stað í Skeifunni til leigu auk 140 fm
mjög aðgengilegs lagerpláss í kjallara. Kjall-
ari gæti einnig nýst undir aðra starfsemi.
Upplýsingar veitir Ari Guðmundsson í síma
812220.
Til leigu
nú þegar 3ja herbergja íbúð í Háaleitishverfi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
19. nóvember nk., merkt: „Háaleitishverfi -
10974."
Dansk-íslenska félagið
Árlegur „Julefrokost" félagsins verður hald-
inn laugardaginn 20. nóvember í Átthagasal
Hótels Sögu.
Ræðumaður kvöldsins verður Ólafur Haukur
Símonarson, rithöfundur.
Danska söngkonan Lone Kellermann kemur
fram ásamt píanistanum Jan Kaspersen.
Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst
kl. 20.00. Miðapantanir í símum 676794 og
624209. Verð kr. 2.600.
Tónleikar Lone Kellermann og Jan Kaspersen
verða í Norræna húsinu sunnudaginn
21. nóvember kl. 20.30. Aðgöngumiðasala á
tónleikana og „Julefrokost" verður í Norræna
húsinu þriðjudag og fimmtudag kl. 17-19.
Stjórnin.
w IÐNSKÓLINN í reykjavík
Innritun
nema á vorönn 1994
Innritað verður föstudag 19., mánudag 22.
og þriðjudag 23. nóvember kl. 15.00-18.00
í Iðnskólanum í Reykjavík.
Þetta nám er í boði:
1. Dagnám
Samningsbundið iðnnám
(námssamningur fylgi umsókn).
Grunndeild í málmiðnum.
Grunndeild í rafðnum (m.a. hraðdeild).
Grunndeild í tréiðnum.
Grunndeild í múrsmíði.
Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
Framhaldsdeild í bókiðnum.
Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
Framhaldsdeild í hárskurði.
Framhaldsdeild í húsasmíði.
Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvélavirkjun.
Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði.
Almennt nám.
Tölvubraut.
Tækniteiknun.
Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi).
2. Meistaranám (Sveinsbréf fylgi umsókn).
3. Öldungadeild
Grunndeild rafiðna (2. önn).
Rafeindavirkjun (4. og 6. önn).
Tölvubraut (2. önn).
Tækniteiknun.
Almennt nám.
Innritað er gegn gjaldi sem er kr. 10.600 í
dagnámi en kr. 2.500 á hverja einingu í
kvöldnámi, þó aldrei hærri upphæð en
kr. 19.600.
Verði einhver innritaður eftir 23. nóvember,
þarf hann að greiða 2000 kr. aukagjald.
Innritun á einstakar brautir er með fyrirvara
um þátttöku.
Nauðsynlegt er að umsókn fylgi staðfest
afrit af gögnum um fyrra nám.
„Cobb Family Fellowship14
Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi,
Charles E. Cobb jr., hefur stofnað námsstyrk
fyrir íslenskan námsmann til að stunda fram-
haldsnám við Miami-háskóla í Flórída.
Styrkurinn fyrir skólaárið 1994-’95 (um 6000
USD) er nú laus til umsóknar.
Tekið er við umsóknum um nám á flestum
sviðum.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 1993.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar
liggja frammi hjá Fulbright-stofnuninni,
Laugavegi 26, sími 10860.