Morgunblaðið - 14.11.1993, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
43
)
i
)
)
i
I
I
)
I
)
)
J
)
)
b
KÖRFUKNATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
Risinn hiá 76ers æfir af gífurlegum krafti
Borðar
og
borðar
en
þyngist
ekki...
HVERNIG tilfinning ætli það sé
að geta borðað það sem mann
langar í, og meira en það, án
þess að þyngjast um eitt ein-
asta gramm? Engir megrunar-
kúrar, engin lyf. Shawn Bradley,
nýjasti risinn hjá Philadelphia
76ers í NBA-deiidinni íkörfu-
bolta, hefur borðað um 7.000
hitaeiningar á dag síðustu mán-
uði en þyngist samt ekki.
Þegar 76ers valdi hann fyrr á
þessu ári var það vegna þess
að strákur kann að leika körfubolta
og hann er stór, 229 sentimetrar,
en vandamálið er að hann vantar
styrk og til að bæta úr því verður
hann að þyngja sig verulega. En þar
stendur hnífurinn í kúnni; þrátt fýrir
að hafa borðað mjög vel í hvert mál
og mikið þess á milli þyngist kappinn
ekkert. Hann var 122,5 kíló þegar
veislan byijaði í júlí og hann er enn
jafn þungur. •
Bradley er mormóni og býr hjá
hjónum úr söfnuðinum í Philadelp-
hiu. Þau eiga fimm litlar stelpur sem
kalla Bradley Shawn frænda og biðja
hann sí og æ um að lyfta sér upp í
loft; „fljúga“ eins og þær kalla það,
skiljanlega. Stúlkurnar gera sér
grein fyrir að Bradley er óvenju há-
vaxinn og dag einn spurði kennari
einnar þeirra hvort hún hefði aldrei
séð alvöru gíraffa. „Nei, en við höfum
Shawn frænda!" svaraði sú stutta.
Pat Croce, þrekþjálfari hjá 76ers,
segir að Bradley hafí verið hroðalega
illa á sig kominn líkamlega, þegar
hann kom til félagsins. Hjartsláttur-
inn var 80 slög á mínútu þegar hann
hvíldist, miðað við 40 hjá Croce sjálf-
um og hann var lítils megnugur í
lyftingum og öðrum kraftaæfíngum.
Menn hafa efast um hvort forráða-
menn félagsins hafí gert rétt að gera
átta ára samning við Bradley. Aðrir
halda því fram að hann eigi eftir að
ná langt. „Ég á ekki von á að gera
neina merkilega hluti í vetur. Mark-
miðið hjá mér er að bæta mig í vet-
ur og koma svo sterkur til leiks
næsta ár,“ segir Bradley.
Áður en Bradley kom til 76ers
dvaldist hann í tvö ár við mormóna-
trúboð í Ástralíu. Flestir kunna vel
við strákinn og hafa blaðamenn í
Philadelphiu sagt að rétt sé að gefa
honum tíma; hann sé að reyna að
breyta sér úr hjólandi trúboða í
körfuknattleiksmann, og til þess
þurfi tíma.
Æfíngamar hjá honum eru að
skila sér og nú er hann farinn að
lyfta mun meiru en þegar hann byij-
aði, en það gengur erfiðlega að
þyngja kappann. Þjálfarinn hefur
fundið út að með því að láta hann
borða sex sinnum á dag sé hægt að
koma meiru í drenginn, en hann seg-
ir að „borðhaldið" sé farið að fara
svolítið í taugarnar á sér.
Þjálfarinn vill ólmur að Bradley
verði tæp 140 kíló, og segir að nái
hann að þyngjast svo mikið þá verði
ógerningur að stöðva hann undir
körfunni; það verði svipað og að
reyna að dekka vindmyllu. „Hann
er ekki stór strákur sem leikur körfu-
bolta fyrir tilviljun. Hann er körfu-
knattleiksmaður sem svo heppilega
vill til að er stór,“ segir Bill Walton,
sá kunni leikmaður á árunl' áður, sem
var gífurlega sterkur í fráköstum,
og veit því hvað hann er að segja.
Bradley er hreykinn af stærðinni
og það sést á göngulagi hans. Stórum
Matartími
BRADLEY hefur fengið mikið að
borða undanfarið, en þyngist ekki
þrátt fyrir 7.000 hitaeiningar á dag.
mönnum hættir til að vera hoknir
en hann gengur tignarlega og þegar
hann gefur eiginhandaráritun skrifar
hann 7’6” undir, en það er hæð hans
í fetum.
Bradley er staðráðinn í að nýta
hæð sína, og æfír nú sveifluskotin
vel og stúderar myndbönd af Kareem
Abdul-Jabbar, sveifluskotakóngnum
gamalkunna sem lék lengst með Los
Angeles Lakers, en hann var, vel að
merkja, ekki nema rétt um 100 kíló
þegar hann tók fyrstu skrefín í NBA-
deildinni með liði Millwaukee Bucks
á sínum tíma.
Ekkert mál
ÞAÐ er ekki erfíðleikum bundið fyrir
Shawn Bradley að teygja sig upp í
körfuhringinn.
Bekknum hjá Haukum
líkt við stoppistöð
Morgunblaðið/Kristinn
Páll Olafsson á hlaupabrettinu, en hjónin Hildigunnur Hilmarsdóttir íþrótta-
kennari og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari fylgjast með.
Meira sjálfstraust
- segir Páll Ólafsson, leikstjómandi Hauka
Páll Ólafsson, leikstjórnandi Hauka, hefur sjaldan leikið betur en
að undanförnu. Hann þakkar breyttum áherslum á æfingum
að mörgu leyti.
„Álagið er minna og allt miklu léttara, sem gerir það að verkum
að ánægjan á æfingum er meiri en áður. Ég geri það sem mér er
sagt að gera og þegar maður sér árangurinn svart á hvítu verður
allt auðveldara. Ókkur gekk strax vel í æfingamótum í haust og
fyrir bragðið var sjálfstraustið meira, þegar Islandsmótið bytjaði,
en það hefur hjálpað okkur mikið í fyrstu umferðunum."
Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari
Ánægjaner
ífyrirrúmi
HAUKAR í Hafnarfirði hafa verið
á fleygiferð í handboltanum síð-
an síðsumars og vakið athygli
í 1. deild karla fyrir hraðan,
markvissan og árangursríkan
leik. Leikgleðin skín úr hverju
andliti og einstaklingarnir hafa
fengið að njóta sín, en í því
sambandi hefur varamanna-
bekknum verið líkt við stoppi-
stöð, þar sem menn koma og
fara með stuttu millibili.
ó nokkur umræða um þjálfun
byggða á vísindalegum grunni
varð á miðju sumri í kjölfar heim-
sóknar þýska pró-
fessorsins Heinz
Steinþór Liesens, sem flutti
Guðbjartsson fyrirlestur um kenn-
ingar sínar varðandi
mikilvægi þess að haga þjálfun í
samræmi við niðurstöður mjólkur-
sýrumælinga, að byggja á lífeðlis-
fræðilegri þekkingu. Heimsmeistar-
ar Þjóðverja í knattspyrnu náðu
áfanganum eftir að hafa fylgt leið-
beiningum Liesens, Guðjón Þórðar-
son hafði kenningar Þjóðveijans að
leiðarljósi þau þijú ár, sem hann
þjálfaði Skagamenn, með kunnum
árangri og Haukar tóku upp breytt
vinnubrögð í sumar að frumkvæði
Jóhanns Inga Gunnarssonar, þjálf-
ara, og Gauta Grétarssonar, sjúkra-
þjálfara og aðstoðarmanns Jóhanns
Inga.
Fræðslan kemst illa til skila
Gauti starfar sem sjúkraþjálfari
og aðstoðaði KSÍ ásamt eiginkon-
unni Hildigunni Hilmarsdóttur við
mælingar á leikmönnum framtíðar-
innar ekki alls fyrir löngu, en auk
þess hefur hann prófað keppendur
í öllum greinum íþrótta, skokkara
og sjúklinga. „Margir koma í með-
ferð vegna álagsmeiðsla og yfírleitt
er rangri þjálfun um að kenna, of-
þjálfun," sagði Gauti, sem hefur
kannað ástand Haukamanna reglu-
lega síðan í sumar og hefur þjálfun
þeirra verið sniðin eftir niðurstöð-
unum. „Mjólkursýrukönnunin segir
til um æskilegt álag og hentar því
öllum. Við byijuðum með þolpróf hjá
Haukunum í fyrra, en fylgdumst
ekki eins vel með ástandi hvers og
eins samanborið við það sem við
höfum verið að gera núna.“
Margir samverkandi þættir hafa
áhrif á getu manna í íþróttum og
er álag byggt á mjólkursýrumælingu
einn þeirra. Þeir sem til þekkja vita
að of mikið álag skemmir fyrir upp-
byggingunni, en Gauti sagði að ís-
lensku íþróttafólki hætti til að of-
bjóða Iíkama sínum og væri ekki
síst við þjálfara að sakast. „Vísindin
virka oft fráhrindandi og því miður
standa margir í þeirri trú að því
meira álag, þeim mun betra. Fólki
hættir til að ætla sér um of, hvort
sem það er í almenningsíþróttum eða
landsliði, sem sýnir að nægileg
fræðsla kemst ekki til skila.“
Betri tími á að nást í 4x100 m
hlaupi en 400 m hlaupi
í handboltanum hefur lengi verið
áberandi að þjálfarar hafa fyrst og
fremst byggt á byijunarliðinu, en
örar skiptingar hafa átt sér stað hjá
Haukum í vetur. Gauti sagði að
málið væri einfalt. „Það leikur eng-
inn handbolta á fullu í 60 mínútur.
Hins vegar getur leikmaður, sem er
í góðri þjálfun, keyrt sig út, hvílt sig
í smá tíma og komið aftur með sama
krafti og áður. Með þessu fyrirkomu-
lagi næst meira útúr hveijum manni
sem ætti að skila sér í betri árangri
fyrir liðið. í þessu sambandi má líkja
handboltanum við hlaup. Áður var
sem um langhlaup að ræða, en nú
hefur spretthlaupið náð yfirhönd-
inni. Því fleiri sem hlaupa sprettinn
því betri árangur samanber það að
samanlagður tími í 4x100 metra
hlaupi á að vera betri en einstakl-
ingstími í 400 metra hlaupi."
Jóhann Ingi Gunnarsson er
reyndasti handknattleiks-
þjáifari landsins. Hann hefur
ávallt gert sér far um að fylgj-
ast vel með því sem er að gerast
erlendis og skilið kjarnann frá
hisminu.
„Miklar framfarir hafa orðið
í mælitækjum og nú er auðveld-
ara að fylgjast með ásigkomulagi
einstaklinganna. Þó ekki sé um
nein galdratæki að ræða stað-
festa mælingarnar það sem gert
er, en þetta er einn af þáttunum,
sem þarf að huga að. Þegar vel
gengur uppskera menn laun erf-
iðisins og framhaldið verður létt-
ara, ánægjan situr í fyrirrúmi."
Jóhann Ingl Gunnarsson