Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
47
aðprótestera
Samtaka nú! Þetta orðskrípi
fann einhver npp á að kenna
útlendingum undir þeim for-
merkjum að þetta segðu íslend-
ingar í kór þegar þeir lyftu
glasi. Ljótt er að vera með rövl
þegar okkar fólk vill vera sam-
taka um eitthvað. Ýkjur? Sjálf-
sagt, en munið þið eftir ein-
hverju sem að undanförnu hef-
ur ekki snarlega kallað á hávær
mótmæli ef fram hafa komið
raddir um að sameina okkur
um að „gera eitthvað í okkar
málum“, eins og það heitir á
nútímamáli þegar allt er komið
f klandur. Enda má það ekki
minna vera í lýðræðislandi eins
og Káinn orti svo laglega:
Ef þessir háu herrar á vom hluta gera
ekki má það minna vera
en maður fái að prðtestera.
Þannig fúnkerar lýðræðið.
Maður velur og kýs einhvetja,
sem auðvitað gera ekki neitt
eða þá allt vitlaust, og getur
svo ailtaf prótesterað. Þó það
nú væri. Ekki liggur ljóst fyrir
hvernig þetta fimmtuga lýð-
veldi fór að því að koma hlutun-
um í slíkt klandur eða líklega
öllu fremur að láta öll vítin til
varnaðar fram hjá sér fara. Og
lendir svo nú með leiðréttingu
á öllum skekkjunum á kúrsin-
um ofan í þessari nauðsynlegu
afréttingu vegna breytinga á
heimsmyndinni og lífsmáta. En
nú er líka víða verið að taka
til hendi hjá okkur í grunntil-
högun. Allir að hagræða og
endurskipuleggja og margt að
minnsta kosti komið í háværa
umræðu með meðfylgjandi and-
mælum og sárauka eins og í
öllum uppskurðum, sem þó er
ætlað að bæta líf, heilsu og líð-
an. Þessa dagana ber hæst
hagræðingu í skipulagi sveitar-
félaganna svo þau megi lifa af
í kröfuheimi hinum mikla.
Samvinna og sameining
gengur eins og rauður þráður
um allan heim sem viðbragð
við mannfjölgun, samfara æ
meiri lífskröfum og gífurlega
breyttri tækni með nábýli gegn
um samgöngur og tæknisam-
skipti. Hér á mínum vinnustað
hefur maður mátt hafa sig allan
við að halda í við þær gífurlegu
breytingar, þar sem allt verkið
að búa til blað er nú samunnið
af skrifurum og öllu tæknifólki
í náinni samvinnu, skilin milli
deilda útþurrkuð. Samtímis
fylgt eftir samgöngubótum á
þann veg að á nóttunni bíða
nú bílarnir fyrir utan þegar
vélarnar þeyta úr sér tölvutöld-
um plastblaðapökkum og eru
búnir að aka þeim til blaðbera
og á alla staði austur á Hvols-
völl og upp f Borgarnes svo
blaðið megi berast kaupendum
kl. 7 að morgni. Það hefur gerst
af því að hér hafa forustumenn
séð fyrir og jafnóðum hvað er
að gerast í heiminum og berst
á okkar búsvæði, Raunar man
ég ekki eftir að neinn hafi prót-
esterað oft á tíðum harkalegum
breytingum í starfí og háttum.
Hvarvetna í heiminum er nú
unnið að nálgun þjóða og lands-
hluta í stærri og starfhæfari
einingar, sums staðar með
skelfdegum vaxtarverkjum.
Víðast unnið að óhjákvæmilegri
sameiningu bæjar- og sveit-
arfélaga til að ráða með hag-
ræðingu við þær kröfur sem
nútímafólk gerir. Þær kröfur
eru komnar að eða fram yfir
endimörk vaxtar og fólk stend-
ur einfaldlega andspænis því
að draga úr kröfunum eða
leggjast sameiginlega í öflugri
einingum á árar. „ Um þetta
snýst málið. Og eins og sjálf-
sagt er í lýðræðissamfélagi
stendur hver sveitarfélagi nú
andspænis því að velja. Víða
stendur valið milli þess að
mynda nógu stóra einingu til
að möguleiki sé á að reka þjón-
ustuna nær, á heimaslóðum,
eða meta meira litla samfélagið
og minni áhrif og þjónustu.
Tæplega hægt að ganga út frá
að einhver annar muni gera
þetta fyrir mann. Allir hafa nóg
með sig og sitt fólk. Augljós-
lega er þróunin í þá átt að allar
einingar verða að borga þá
þjónustu sem þær sækja til
annarra. Um það eru heima-
menn í rauninni að velja á lýð-
ræðislegan hátt. Eftir valið er
liðin tíð til að kveina eða prót-
estera.
Á þingum og fundum að
undanfömu hefir vakið athygli
hvemig menn taka afstöðu.
Byijaði eiginlega þegar skynd-
iupphlaupið varð út af spila-
kössunúm og þingmenn voru
fyrirvaralaust boðaðir með
hraðskeyti til að meðtaka boð-
skap annars aðilans á ijölmenn-
um æsingafundi. í sjónvarpi
sama kvöld sáum við hvað sum-
ir eru ofboðslega fljótir að taka
afstöðu án þess að kanna fleiri
hliðar. Andstæðan blasti svo
við á þingi um málaflokk þar
sem ráðherra lagði fram stefnu
sem í áraraðir hefur verið í far-
vatninu í þessum hópi. Þá allt
í einu lýstu einmitt þeir sem
lengi, jafnvel í áratugi, hafa
unnið með málið því yfir að
ómögulegt væri að taka afstöðu
á tveimur dögum, ekki einu
sinni jákvætt eða neikvætt. Bar
mest á þingvönu fólki sem, af
langri reynslu sinni f mála-
flokknum eða embættisforustu,
maður hefði talið hafa þekkingu
og geta best áttað sig á heild-
arlínum.
Hvernig er svo hægt að
krefjast þess að einstaklingar
geti séð mikið út fyrir sína
heimahaga hvað þá inn í fram-
tíðina? Auðvitað verða þeir rag-
ir við allar breytingar. Finna
visst öryggi í því sem er.
tmm
Aðgerðarrannsóknafélag (slands
UKIKIU OKKM TéHA
Gæðastjómunarfélag (slands
Stefnumótun og gæðastjórnun í menntakerfinu
24. nóvember 1993 í Háskólabíói, sal 2
Dagskrá:
13:00 Skráning.
13:15 Setning ráðstefnu: Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson.
Reynsla af gæðastjómun I skólum
13:25 Kynning á gæðastjórnun, Davíð Lúðvíksson, formaður Gæðastjórnunarfélagsins
13:50 Reynsla af gæðastjórnun I verkfræðiháskólum, Pétur K. Mack, prófessor í verkfræðideild
Háskóla íslands.
14:10 Stutthlé.
14:20 Gæðastjórnun og stefnumótun (Iðnskólanum f Reykjavík, aðferðir og reynsla, Gísli Bachmann,
gæðastjóri Iðnskólans.
14:50 Fyrirspurnir og athugasemdir.
15:00 Kaffihlé.
Hvað er aö gerast í stefnumótun og gæðastjómun I menntakerflnu?
15:20 Mótun menntastefnu, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður nefndar um mótun menntastefnu.
16:36 Stefnumótun og gBeðastjórnun (Háskóls Islands, Svainbjörn Björnsson, rektor.Háskóla (slands._
1 §:I0 itefnumótun og gæöagtjórnun (Tæknlskóla lalands, Frlörlk Eystalnason, lekter I Tækniakólanum.
16:05 Qæðaatjómun I grunnakólum, Stefán Baldursaen, skrifstefustjórl I manntamálaréðunaytinu.
16:20 itutthlé,
Framtlðarsýn
16:30 Pallborðsumreeður með þátttöku úr aal,
Stjórnandl: Snjólfur Ólafason, formaður Aðgerðarannsóknafélagslns, Aðrlr þátttakendur: Slgrlður
Anna Þóröardóttir, Sveinbjörn Björnsson, Börkur Hansen, lektor I Kennaraháskóla Islands og
Smári Sigurðsson, lektor I Háskólanum á Akureyri,
17:10 Samantekt, Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur, KPMG Sinnu hf.
17:20 Ráðstefnuslit.
Fundarstjóri: Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins,
Vlnsamlegast tilkynnlð þátttöku tlmanlega ( síma 621066. Þátttökugjald er kr. 1.600,
Ráðstefnan er haldin með stuöningi eftirtalinna aðila:
HH
Hagræðingaríélag íslands
<Q>
NÝHERJI
Stjórnunarféiag
Islands
Spiliö þar sem allt getur gerst!
* Hvort skyldi nú vera betra að kaupa Kringluna eða Laugaveg?
■ í hvaða stórfyrirtæki er arðvænlegast að kaupa hlut I?
■ Hvers vegna ekki að kaupa Suðurlandsbrautina eða Logafoldina I Grafarvogi!
■ Hver ætli hreppi risavinningana I happdrættinu?
Hraði, spenna, klókindi, heppni og brask!
Fyrirtæki, götur, verslanamiðstöðvar, banki, hús og hótel.
- þú getur eignast það allt í M0N0P0LY.
Fæst í bóka-, spila- og leikfangaverslunum um land allt.
Dreifing: Eskifell hf., sími 670930.