Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
13
Kaupmannasamtök íslands
og samstarfsaðilar gegn gjaldtöku af notkun
debetkorta:
Kaupmannasamtök íslands:
Félag blómaverslana
Félag byggingarefna- og húsmunakaupmanna
Félag dagvöruverslana
Félag ísl. bóka- og ritfangaverslana
Félag raftækjaverslana
Félag sérvöruverslana
Kaupmannafélag Akureyrar
Kaupmannafélag Austfjarða
Kaupmannafélag Suðurlands
Kaupmannafélag Vestfjarða
Kai^pmannafélag Vesturlands
Félag kaupsýslumanna Suðurnesjum
Félag kaupsýslumanna Vestmannaeyjum
Stórmarkaðir:
BYKO
Bónus
Fjarðarkaup
Hagkaup
Húsasmiðjan
IKEA
Nóatún
Kaupfélög:
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Kaupfélag Borgfirðinga
Kaupfélag pýrfirðinga
Kaupfélag Uyfirðinga
Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar
Kaupfélagið Fram
Kaupfélag Héraðsbúa
Kaupfélag Húnvetninga
Kaupfélag ísfirðinga
Kaupfélag Rangæinga
Kaupfélag Skagfirðinga
Kaupfélag Steingrímsfjarðar
Kaupfélag Suðurnesja
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
Kaupfélag Vopnfirðinga
Kaupfélag Þingeyinga
ll-ll búðirnar
Og auk þess:
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
Apótekaralelag íslands
Bílgreinasambandið
Félag fsl. stórkaupmanna
Fríhöfnin í Keflavík
Flugleiðir
Hárgreiðslumeistarafélag íslands
Landssamband iðnaðarmanna
Meistarafélag hárskera
Olíufélagið hf.
Olíuverslun íslands hf.
Skeliungur hf.
Samband veitinga- og gistihúsa
Aðilar í verslun og þjónustu:
Sýnum samstöðu.___________________________________________________________________
Frá og með I. desember
íslenska bankakerfið hefur ákveðið að setja fyrstu debetkortin í umferð á morgun, I. desember.
Ávinningur eða tap?
Debetkortið er nýjung sem getur markað framfaraspor í tilhögun greiðsluviðskipta. Ávinningur af upptöku debetkorts verður hins
vegar enginn hér á landi ef áform bankanna um gjaldtöku vegna notkunar debetkorta hækka verðlag á vöru og þjónustu.
Snúumst gegn verðhækkunum
- Viðstöndum vöroumlægra verðávöruogþjónustu meðþvíaðhafnaþjónustugjöldum til bankavegnanotkunarádebetkortum
eins og þau eru ákveðin einhliða í síðustu tilkýnníngu framkvæmdanefndar bankanna um debetkort.
Bankamir spara allt að l,3 milljörðum króna
Debetkort munu koma að verulegu leyti í stað greiðslna með ávísunum og draga allnokkuð úr notkun kreditkorta. Að sögn
bankanna er kostnaður við ávísanakerfið um l,5 milljarðar króna. Reynsla Dana sýnir að kostnaður við debetkort er um einn tíundi
af kostnaðinum við ávísanakerfið. Kostnaður við debetkort hér á landi gæti því orðið um I50 milljónir króna og upptaka
debetkorta sparað íslenska bankakerfinu allt að 1,3 milljarða króna. í þessu sambandi bendum við á að í Danmörku greiða hvorki
korthafar né þjónustuaðilar lyrir debetkort.
Grelðslumiðill en ekki lausn á fortíðarvanda
íslendingar hafa fengið nóg af kostnaðarhækkunum. Við mótmælum þeim áformum íslenska bankakerflsins að nota debetkort,
greiðslumiðil framtíðarinnar, til þess að leysa vanda fortíðarinnar.
Styrkur okkar felst í samstöðu
Bankamir hafa ákveðið að reyna að þröngva debetkortinu inn í íslenskan viðskiptaheim með því að afhenda öllum
bankastarfsmönnum debetkort endurgjaldslaust. Með samstöðu okkar, sem stundum verslun og þjónustu, er þessi aðgerð
íslenska bankakerfisins dæmd til þess að mistakast.
Kaupmenn og aðrir þjónustuaðilar á íslandi: gerið ekki samning við kortafyrirtæki bankanna um
þjónustugjaldtöku vegna debetkorta fyrr en náðst hefur samkomulag milli kortafyrirtækjanna og
samráðshóps KÍ gegn gjaldtöku vegna debetkorta.
Stöndum saman gegn korti og klóm.
Höfnum þjónustugjöldum af debetkortum.