Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 19 Þorsteinn Gylfason Þarfagjöld Það hefur verið hljótt um skeið um ráðagerðir Háskóla íslands og fleiri líknarstofnana um að afla fjár með rekstri spilastofa um allt land. Að sjálfsögðu fer bezt á því að góðgerðarstarfsemi fari fram í kyrrþey þannig að hægri höndin viti ekki hvað hin vinstri gerir. Allt um það komu fram fróðleg and- mæli við spilastofurnar í blöðum á dögunum. Andmælin voru þau að með stofunum væri verið að skapa með þjóðinni nýjar þarfir fyrir fjár- hættuspil sem hafa hingað til verið svo fjarri henni að hún hefur bann- að þau hljóðalaust með lögum. Slík- ar nýskapaðar þarfir væru ekkert annað en gerviþarfir, og þar með forkastanlegar. Þeir sem fordæma gerviþarfir gleyma því öftar en ekki að þær hafa reynzt einkar ábatasamur skattstofn svo lengi sem elztu menn muna. Nú er löngu búið að féfletta inn að skyrtunni okkur sem reykjum og drekkum í landinu. Hvað er þá athugavert við að æsa upp í fólki nýjar gerviþarfir og skattleggja þær? Slík þarfagjöld hafa ævinlega talizt hinar sanngjörnustu álögur á almenning. Þeim er aldrei andmælt. En þeim sem reykja og drekka er aldrei þakkað fyrir framlög sín í ríkissjóð. Enginn þeirra fær fálka- orðu fyrir örlæti sitt. Gerviþarfir hafa nefnilega aldrei þótt fínar, og ég skal ekki ögra almenningsálitinu með því að bera blak af þeim. Þess vegna leyfi ég mér að minna á að fólk hefur líka náttúrulegar þarfir. Síðan legg ég til að líknarstofnanir, með Háskólann í broddi fylkingar, hafi framvegis fé af fólki í krafti náttúrulegra þarfa þess í stað hinna lítilsvirtu gerviþarfa. Meðal nátt- úrulegra þarfa fólks eru þarfir kynj- anna fyrir náin gagnkvæm kynni. Til þessara kynna stofnast nú með næsta óskipulegum hætti, svo að enginn veit hvað snýr upp og hvað niður. í stað þeirrar ringulreið- ar yrðu settar á laggirnar stofur þar sem piltar gætu fundið stúlkur eða stúlkur pilta. Aðgangseyrir yrði hóflegur, en þegar inn væri komið færu fram uppboð sem vísast er að gæfu mikið af sér. Hluti af starf- seminni gæti líka farið fram á vín- veitingahúsum í ljósi þess að þau eru af einhverjum ástæðum sælu- reitir náttúrulegra þarfa. Stofurnar mættu heita leikstofur. Smekkvís- legt gæti verið að auðkenna þær aðeins með látlausum rauðum lukt- um. Eftir því sem ég þekki til mundi þörfin fyrir slíka starfsemi reynast einkar rík meðal háskólastúdenta. Þeir mundu því láta meira af hendi rakna til leikstofanna en flestir aðrir, ekki sízt um helgar. Þessi skipan mála kemur því til móts við alla þá sem telja að stúdentar eigi sjálfir að standa straum af aðhlynn- ingu sinni í Háskólanum. Svo er annað. Girndarráð eins og tíðkazt hafa meðal landsmanna undanfarna áratugi, við þá ringul- reið sem fyrr er getið, hafa ekki gefizt vel. Hjá sumu fólki fer hálf ævin í hjúskaparslit. Á leikstofun- um mundi girndin víkja fyrir lög- málum framboðs og eftirspurnar. Þar yrði ekki spurt „Er ég hrifinn af henni þessari?" heldur „Hef ég nóg til að bjóða í hana?“ Þá yrði þess skammt að bíða að brúðkaup verði réttnefni á ný. Og vitaskuld Þorsteinn Gylfason. mundu hjón hika við að skilja ef annar makinn hefði þurft að gjalda hálfa aleiguna fyrir hinn. Ég hef heyrt því fleygt víða að hér yrði um ekkert annað en vændi að ræða, og leikstofurnar mundu ekkert vera anpað en hóruhús und- ir nýju nafni. Þetta er mikil firra. Vændi er í því fólgið að selja sig eða blíðu sína. Líknarstofnanirnar eru ekki að selja sig á leikstofunum, og þaðan af síður blíðu sina að svo miklu leyti sem hún er yfirhöfuð fyrir hendi, enda væri það langt fyrir neðan virðingu þeirra. Starf- semi leikstofanna væri ekki vændi heldur happdrætti. Hún væri meira að segja happdrætti þar sem hver dráttur er sannkallað happ fyrir alla aðila. Enginn skyldi ætla að starfsemi þessa happdrættis sé stefnt gegn spilavítum. Svo er ekki, fremur en henni er stefnt gegn reykingum og drykkjuskap. Spilavíti mætti sem bezt reka sem flest í landinu, jafn- vel í tengslum við leikstofurnar, í ágóðaskyni fyrir Hæstarétt. Danskt jótahlaðborð út í eyju í Viðeyjarstofu bjóðum við nú danskt jólahlaðborð að hætti matreiðslumeistara Hótels Óðinsvéa fyrir minni og stærri hópa. Ekkert hús á íslandi er betur til þess fallið að skapa andrúms- loft friðar og hátíðleika en Viðeyjarstofa. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari flytur jólahugvekju ef óskað er. Sigling með Maríusúð út í Viðey tekur aðeins 5 mín. Verð: í hádegi 1.850 kr. og á kvöldin 2.450 kr. VIÐEYJARSTOFA Umlýsingar og borðapantanir hjá Hótel Oðinsvéum í síma 28470 og ÁHUGAVERÐAR BÆKUR FRÁ SKÁIHOLTSÚTGÁFUNNI HVAÐ TEKUR VIÐ ÞEGAR ÉG DEY? Spumingar um kristna trú, dauðann og eilífa lífið, eftir sr. Karl Sigurbjömsson. Spumingar um dauðann em óteljandi en einatt fátt um svör. Þetta litla kver leitast við að varpa ljósiásvör kristinnar trúarvið áleitnum spumingum andspænis ráðgátum dauðans. LEIÐSÖGN UM NÝJA TESTAMENTIÐ eftir skoska rithöfundinn William Barclay í þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar. Bókin er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér rit Nýja testamentisins á hraðfara öld. Bókin veitir fróðleikunt hvert rit Nýja testamentisins, um tilurð þess og sögu. Lipurt rit sem opnar heim Nýja testamentisins nánast á svipstundu. BARN Á ÞROSKABRAUT eftir norsku rithöfundana Dag Hallen og Oddbjöm Evenshaug. Að ala upp böm og unglinga í dag er erfitt og krefjandi starf en um leið ákaflega mikilvægt og gefandi. Bók þessi er hjálp fyrir foreldra til að rækja foreldrahlutverk sitt betur. Framlag útgáhinnar til Árs fjölskyldunnar 1994. FÁST í KIRKJUHÚSINU KIRKJUHVOLI, SÍMl 21090 OG í BÓKAVERSLUNUM TÁKNMÁL TRÚARINNAR Leiðsögn um tákn og myndmál kristinnar trúar og tilbeiðslu eftir sr. Karl Sigurbjömsson. Þessari bók er ætlað að vera handbók og leiðarlýsing. Hún er kærkomin hjálp til að auka næmi og innsýn í leyndardóma fagnaðarerindisins um Jesú Krist. Hún vill hjálpa okkur að verða læs á þann boðskap sem fluttur er í helgihaldi og listum kirkjunnar að fomu og nýju. tSkálholtsútgáfan Útgáfufélag þjóðkirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.