Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Hóta árásum * á Israela FÉLAGAR í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Frels- issamtaka Palestínumanna (PLO), sögðust í gær ætla að hefja að nýju árásir á ísraela til að mótmæla drápi á Palest- ínumanni, sem ísraelsk stjórn- völd höfðu heitið sakaruppgjöf. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngu á Gaza-svæð- inu í gær vegna dráps á 23 ára félaga í Fatah-hreyfingunni, Ahmed Abu al-Reesh. Palest- ínskir heimildarmenn segja að Abu al-Reesh hafí orðið fyrir skoti á sunnudag þegar hann fylgdist með skotbardaga milli óeinkennisklæddra hermanna og tveggja eftirlýstra her- manna sem flúðu. Vísindamenn skutu á lík BYSSUKÚLUM var skotið í höfuð, fætur og þjóhnappa mannslíka á háskólasjúkrahúsi í Hamborg vegna vísindarann- sókna í tengslum við morðmál á áttunda áratugnum, að sögn embættismanna í Bonn í gær. Mótmæli í Rúmeníu RÚMLEGA 40.000 Rúmenar efndu til mótmæla í Búkarest og fleiri borgum í Rúmeníu í gær vegna óánægju með efna- hagsástandið í landinu og kröfðust þess að stjórn landsins og Ion Iliescu segðu af sér. Pawlak velur fegurðardís WALDEMAR Pavlak, forsætis- ráðherra Póllands, tilnefndi í gær 23 ára gamla fyrrverandi fegurðardrottningu sem frétta- fulltrúa sinn og hunsaði mót- mæli þeirra sem sögðu hana of reynslulitla fyrir starfið. Konan varð Ungfrú Pólland í fyrra og komst í úrslit alþjóð- legu fegðurðarsamkeppninnar Ungfrú Heimur sama ár. Fjölskylda Escobars heim STJÓRN Þýskalands ákvað í gær að senda fjölskyldu kólombíska eiturlyfjabarónsins Pablos Escobars aftur til Kólombíu. Fjölskyldan hafði óskað eftir hæli í Þýskalandi sem pólitískir flóttamenn. Reuter. Umsetinn flokksleiðtogi CHRISTOPH Bergner, leiðtogi CDU á þingi Sachsen-Anhalt, ryðst í gegnum hóp fréttamanna til að komast á flokkstjórnarfund CDU í Bonn í gær. Sviss 6,5% virðis- aukaskattur samþykktur Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helg- ina að 6,5% virðisaukaskattur verði lagður á neysluvörur og þjónustu frá og með 1995. Þjóðin hefur fellt tillögu um virð- isaukaskatt þrisvar sinnum frá 1977 en í þetta sinn greiddu 66,7% kjós- enda atkvæði með virðisaukaskatti og 33,3% á móti. 44% þjóðarinnar tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Tillaga um bann á tóbaks- og áfengisauglýsingum var felld með tæpum 75% atkvæða. Ríkisstjórnin var á móti tillögunni og ráðherrar tóku þátt í kosningaáróðrinum gegn henni. Helstu röksemdir með tóbaks- og áfengisauglýsingum voru að mikl- ar og nytsamar tekjur fengjust af þeim. Allir ráðherrar í Sachsen-Anhalt í Þýskalandi láta af embætti Sakaðir um að taka sér hærri laun en leyfílegt er FJÓRIR helstu ráðherrar ríkisstjórnar sambandslandsins Sac- hsen-Anhalt, í austurhluta Þýskalands, sögðu af sér embætti um helgina og í kjölfar þess ákvað öll stjórn sambandslandsins að láta af embætti. Meðal þeirra sem sögðu af sér í upphafi var Werner Miinch forsætisráðherra. Hafði ríkisendurskoðun Þýska- lands gert athugasemd við að ráðherrarnir fjórir hefðu greitt sér hærri laun en leyfilegt er á undanförnum árum. Ráðherrarn- ir sögðust ekki telja sig hafa gerst brotlega við lög en að þeir hefðu samt sem áður tekið ákvörðun um afsögn. Kristilegir demókratar fara með völdin í Sachsen-Anhalt og var málið tekið fyrir á flokk- stjórnarfundi í Bonn í gær. Var því lýst yfir að honum loknum að ekki yrði efnt til kosninga í sam- bandslandinu þrátt fyrir afsagnir ráðherranna þar sem til stæði að kjósa á næsta ári. Samstarfs- flokkur CDU f Sachsen-Anhalt, Frjálsi demókrataflokkurinn, gaf þó í skyn að hugsanlega myndi hann telja kosningar nú þegar betri kost en að bíða fram í júní. Ráðherrarnir fjórir voru allir vestur-þýskir að uppruna og gagnrýndu fréttaskýrendur úr austurhluta landsins stjórnmála- menn úr vesturhlutanum harðlega fyrir að láta greipar sópa um al- mannafé á sama tíma og þeir skæru niður útgjöld til allra ann- arra málaflokka. „Ríkisendur- skoðun hefur gert opinbert að Werner Munch og vestrænu ráð- herrarnir hans eru ekkert annað en fégráðugir braskarar,“ sagði Berliner Zeitung í leiðara á fors- íðu. Blöð í vesturhluta landsins voru líka gagnrýnin. Die Welt sagði Munch hafa fallið í þá djúpu gjá sem enn skildi að austur- og vest- urhluta Þýskalands og Frankfurt- er Ailgemeine Zeitung sagði það vera hneyksli þegar stjórnmála- menn reyndu að lifa hátt, ekki síst í augum íbúa austurhlutans. Þetta er annað áfallið fyrir CDU á innan við viku en síðastliðinn fimmtudag tilkynnti Steffen Heit- mann, forsetaefni flokksins, að hann gæfi ekki kost á sér í forseta- kosningum á næsta ári. Þing- kona ofsótt FYRSTA kon- an sem kjörin hefur verið á þing Jórdaníu hótaði í gær að höfða mál gegn jórdönskum dagblöðum ef þau héldu áfram að birta skopteikningar af henni létt- klæddri. Mynd- in var tekin af konunni, Touj- an al-Faisal, í þingsalnum. Frakkar að mildast í GATT-málunum París, Kuala Lumpur. Reuter. TILKYNNING TIL TEKKAREIKNINGSHAFA Hinn 6. desember 1993 tekur samtímabókun tékka gildi, sem er nýr áfangi í tékkamálum hér á landi. Samtímabókun tékka hefur það í för með sér að bókun tékka, sem innstæða eða heimild er fyrir, verður endanleg þegar tékka er framvísað í banka eða sparisjóði. Samkvæmt núverandi bókunaraðferð bókast tékkar í lok dagsins í tékkanúmeraröð þar sem lægsta númer hefur < forgang, þótt sá tékki kunni að hafa verið innleystur síðastur allra I tékka dagsins. Þess er vænst að samtímabókun tékka mælist vel | fyrir hjá viðskiptamönnum banka og sparisjóða. x Samvinnunefnd banka og sparisjóða ALAIN Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sem hefur verið harð- línumaður í GATT-málum og í andstöðunni við Bandaríkjamenn, hefur nú snúið við blaðinu að sumu leyti og segir, að Frakkar muni hagnast meira en tapa á nýjum GATT-samningum. Búist er við, að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, leggi hart að Francois Mitterr- and, forseta Frakklands, og Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, að samþykkja GATT og hætta andbandarískum áróðri, sem er farinn að valda einangrun Frakka innan Evrópubandalagsins. I viðtali við fjármálablaðið Les Echos lagði Juppe áherslu á holl áhrif GATT-samnings á staðnað efnahags- lífið í Frakklandi og í allri Evrópu og kvaðst vera farinn að hafa áhyggjur af andevrópskum og vemdarstefnutil- hneigingum í landi sínu. Sagði hann, að koma yrði bændum í skilning um, að Frakkar sem þjóð gætu ekki ann- að en tapað á því að múra sig inni. Eina sneiðin til Bandaríkjastjómar var sú, að ætti GATT-samningum að ljúka fyrir 15. desember, yrði hún að fallast á stofnun sérstakrar eftirlits- stofnunar með þeim. Juppe er aðal- samningamaður Frakka í GATT-við- ræðunum og framkvæmdastjóri Gaul- listaflokksins, sem hingað til hefur verið hvað andsnúnastur GATT. Kohl þrýstir á Frakka Kohl, kanslari Þýskalands, mun í dag fara til fundar við franska ráða- menn og er yfirlýstur tilgangur hans að efla samstöðu Þjóðveija og Frakka í lokahrinu GATT-viðræðn- anna. Eftir heimildum er hins vegar haft, að Kohl ætli að leggja hart að þeim Balladur forsætisráðherra og Mitterrand forseta að fallast á nýjan GATT-samning. Franskir embættismenn hafa síðustu daga lagt áherslu á, að samstaða sé nú innan EB í GATT-málum en sagt er, að leggi Bandaríkjastjórn fram tilboð í Iandbúnaðarmálum nú í vik- unni, sem önnur ríki en Frakkland vilji fallast á, þá muni Frakkar ein- angrast á nýjan leik. Richard Need- ham, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í Malasíu í gær, að yrði stífni Frakka til að koma í veg fyrir GATT-samninga, myndi það alvar- leg áhrif innan Evrópubandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.