Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1993 23 4 konur efstar í miðstjómarkjöri Formaður ABR baðst afsökunar á orðum sínum KOSNINGAR ritara og gjaldkera landsfundar Alþýðubandalagsins fór fram án átaka á landsfundinum á laugardag og tillaga kjörnefnd- ar um kosningu 9 manna í framkvæmdasljórn var samþykkt sam- hljóða á fundinum. Nokkur átök urðu aftur á móti fyrir kosningu til miðstjórnar og kom fram hörð gagnrýni á formann Alþýðubanda- lagsfélagsins í Reykjavík við utandagskrárumræður á sunnudag vegna ummæla hans um hveija ætti að fella út af tillögu kjörnefndar. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Elín Björg Jónsdóttir voru kosnar ritari og gjaldkeri flokksins en Anna Kr. Sigurðardóttir og Unnur Kristjáns- dóttir báðust undan endurkjöri. Kvaðst Unnur hafa ákveðið að víkja úr embætti til að stuðla að sam- komulagi en hún var síðan kosin í framkvæmdastjórn. Guðbjartur Hannesson, formaður framkvæmda- stjórnar, vék úr framkvæmdastjórn en auk Unnar var Árni Þór Sigurðs- son kosinn nýr fulltrúi í fram- kvæmdastjórn. „Ekki eitt óvarlegt orð“ Kjörnefnd gerði tillögu um 32 fulltrúa í miðstjórn og 16 tii vara. Á fundi félaga í Alþýðubandalags- félagi Reykjavíkur fyrir miðstjórn- arkjörið á laugardag lýsti formaður félagsins Einar Gunnarsson yfir hverja hann teldi að ætti að kjósa og sagði að óæskilegt væri að kjósa Svein Allan Morthens Sauðárkróki og Kjartan Valgarðsson formann Birtingar sem kjörnefnd gerði tillögu um sem aðalmenn og Björn Guð- brand Jónsson félaga í Birtingu en kjörnefnd stillti honum upp sem varamanni í miðstjórn. Þegar úrslit lágu fyrir síðdegis á sunnudag kom í ljó.s að Sveinn Allan og Kjartan náðu þó báðir kjöri til miðstjórnar og Björn Guðbrandur sem varamað- ur en Einar Gunnarsson sem einnig var tilnefndur af kjörnefnd náði ekki kosningu heldur var kjörinn vara- maður. Við upphaf landsfundar á sunnu- dag kvaddi Sveinn Allan sér hljóðs utan dagskrár og gagmýndi um- mæli Einars og krafðist þess að hann bæðist afsökunar. Einar kom þá í ræðustól og bað Svein afsökun- ar á ummælum sínum sem hann sagði að hefðu verið mistök. Arthur Morthens, fulltrúi í Birtingu, lét sér þessa afsökunarbeiðni ekki nægja og sagði að í raun og veru væri um pólitíska yfirlýsingu að ræða af hálfu Alþýðubandalagsfélagins í Reykja- vík sem væri mjög alvarlegt vegna þess samstarfs og undirbúnings sem menn væru að fara í vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Svavar Gestsson kom þá í ræðu- stól og sagði sagði ekki skrítið að erfiðleikar í flokknum næðu hámarki í Reykjavíkurfélögunum. Sagði hann að hægt væri að ná samstöðu um framboð vegna borgarstjórnarkosn- inganna en þá mætti ekki eitt óvar- legt orð falla sem gæti spillt þeim möguleikum. Fjórar konur urðu efstar í mið- stjórnarkjörinu; Guðrún Ágústsdóttir fékk flest atkvæði eða 223, Sigríður Stefánsdóttir fékk 192 atkv., Stefan- ía Traustadóttir 186 atkv. og Anna Kristín Sigurðardóttir 183 atkv. Næstir komu Benedikt Davíðsson með 179 atkv., Guðbjartur Hannes- son 179, Svanfríður Jónasdóttir 172 og Sveinn Allan Morthens 163. ------» ♦ ♦---- Kj ördæmamálið Persónu- bundið val eða forval „LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins vill árétta nauðsyn þess að skoða þarf kjördæmamálið sem hluta af heildarumræðunni um stjórnsýslu landsins. Kanna þarf hvernig gefa má kjósendum kost á að hafa aukin áhrif á það hverj- ir kosnir eru, annað hvort með persónubundnu vali eða sam- ræmdum ákvæðum um forval,“ segir í ályktun landsfundar. Sérstök umræða fór fram um kjör- dæmamálið og í ályktun sem sam- þykkt var segir að mikiivægt sé að um leið og stefnt sé að því að jafna atkvæðisrétt og gera úthlutunarregl- ur einfaldari verði áfram tryggður jöfnuður milli flokka. Er forystu flokksins falið að hafa frumkvæði að umræðum um breytingar á kjör- dæmaskipan. Ólafur Ragnar að loknum landsfundi Dýrmætur stuðning- ur við mína vinnu „ÉG ÆTLA ekki að njeta mína eigin stöðu innan flokksins, en ég kvarta ekki undan því hver hún er,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Morgunblaðið að loknum landsfundi. „Þvert á móti fagna ég því að geta í samvinnu við flokk- inn átt hlut að því að móta nýjan grundvöll umræðunnar um efna- hags- og atvinnumál á íslandi. Að fá þá staðfestingu á fundinum við þeirri meginstefnu er dýrmæt stuðningsyfirlýsing við þá vinnu sem ég hef lagt í það verk. Öll atburðarás hér á fundinum sannar, að fullyrðing mín í setningarræðu um að armaskipting í Alþýðubandalag- inu heyrði sögunni til, er rétt,“ sagði Ólafur Ragnar. „Ég er mjög ánægður með niður- stöðu fundarins um útflutningsleið- ina. í sérstakri ályktun er lýst yfir stuðningi við þá meginstefnu sem kemur fram í útflutningsleiðinni. Landsfundurinn fagnar þeirri um- ræðu sem farið hefur fram um hana og í stjórnmálaályktuninni er kynnt rækilega að Alþýðubandalagið muni á næstunni boða útflutningsleiðina sem grundvöll nýrra hugmynda í hagstjórn á Islandi," sagði hann. „í skjalinu sem við lögðum fram upphaflega voru nær 300 sjálfstæð- ar hugmyndir sem mynda ákveðna heild og við báðum flokkinn um að ræða þær og koma með tillögur og athugasemdir og það var gert. Margar þeirra eru mjög góðar við- bætur. Nú munum við vinna að nýrri útgáfu sem verður grundvöllur víð- tækrar umræðu í þjóðfélaginu á næsta ári. Og við ætlum okkur að mæta með þennan efnivið til við- ræðna um nýja landsstjórn á ís- landi," sagði Olafur Ragnar. ... i ASTRA OPEL AS' þf metsöIubUH Evrópu, frafmleiddur í Þýékalandi, VERÐ FRA KR. 1.497d)00.- / CTRA Fosshóisi 1, Reykjavi ySÍmi 63400Q/ OPEJ/CORSA er/faanlegur megf vökvastýri og sjálfskiptin / a4rð FRA KR. 899.000/ y er vel búinn bíll með s^mlæsingum ng þjófavörn. VERÐ FRÁ KR. k095.000.- / / VECTRA <«»:» SENNILAGA ERU HVERGI BETRþVERÐ Á OPEL BÍLUM ENÁTSLANDI. GÓp/jÓNUSTa/g MIKiyBNDING TRY^GJA GÓÐA EKÍDURSÖLiy r/nsluakid' opel ogpínnið mumnn, kíkið SÉÐAN á VERÐIN. PEL - KQMINN TIL AÐ VERA O0 TIL1 Munid úrvaln no
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.