Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 273. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utgjöld Bandaríkjamanna til vamarmála Viðræður um fram- tíð birgðastöðva í Noregi ráðgerðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipa nefnd fulltrúa norskra og banda- rískra stjórnvalda, til að ræða framtíðartilhögun birgðahalds í Nor- egi vegna flutninga á bandarískum orrustuþotum til iandsins á óvissu- eða hættutímum. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér í Noregi er gert ráð fyrir að niðurstaða nefndar þessarar liggi fyrir næsta vor. Um er að ræða breytingar, að kröfu Bandaríkjamanna, á COB- Sir Patrick Mayhew Skylda að svara IRA London. Reuter. BRESKA stjórnin varði í gær þau samskipti sem átt hafa sér stað frá í febrúar við fulltrúa Irska lýðveldishersins, IRA. Sir Patrick Mayhew Norður-írlandsmálaráð- herra sagði það hafa verið skyldu stjórnarinnar að svara samninga- umleitunum samtakanna og enn hefði engum dyrum verið Iokað. Sir Patrick gerði þinginu grein fyrir samskiptunum við IRA. Hann sagði að menn yrðu alltaf að taka áhættu til að leysa deilur og friður sem næðist með réttum aðferðum væri áhættunnar virði. Séra Ian Paisley, leiðtogi Lýðræð- islega sambandsflokksins á Norður- írlandi, sagði Sir Patrick hafa blekkt norður-írsku þjóðina með því að neita stöðugt að stjórnin hefði átt í viðræðum við IRA. Á endanum var Paisley rekinn úr þinghúsinu vegna framkomu sinnar. Sir Patrick sagði að það stæði upp á samtökin að útskýra hvers vegna þau hefðu ekki efnt fyrirheit- in sem þau hefðu gefið. „Lykillinn að friði liggur hjá IRA, hvergi ann- ars staðar," sagði Sir Patrick. Sjá „Major og Mayhew í vörn vegna . . .“ á bls. 27. samningnum svonefnda frá því í byijun áttunda áratugarins en hann kveður á um samnýtingu níu flugvalla í Noregi sem ætlað hefur verið að taka við orrustu- þotum frá Bandaríkjunum, reyn- ist nauðsynlegt að kalla til slíkan liðsauka. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins mun nefndin ræða framtíð birgðahalds í stöðv- um þessum og hversu margar þeirra er nauðsynlegt að starf- rækja í ljósi breyttra aðstæðna eftir lok kalda stríðsins. Að sögn eins viðmælanda Morgunblaðsins höfðu Bandaríkjamenn látið að því liggja að þeir vildu að mikill niðurskurður yrði ákveðinn á þessum vettvangi en hins vegar segjast Norðmenn nú verða varir við aukinn sveigjanleika af hálfu fulltrúa stjórnvalda í Washington. I birgðastöðvum þeim sem COB- sáttmálinn nær til eru geymd skot- færi og eldsneyti auk alls þess bún- aðar sem nauðsynlegur er til að geta veitt bandarískum orrustuþot- um viðtöku. Á hættutímum hefur verið gert ráð fyrir að um 200 banda- riskar orrustuþotur yrðu fluttar til Noregs. Efnahagsleg áhrif þess samdrátt- ar sem fyrirsjáanlegur þykir á þessu sviði ÍNoregi eru ekki talin stórvægi- leg. Á hinn bóginn munu Banda- ríkjamenn geta náð fram umtals- verðum sparnaði. í Noregi kveðast menn hafa fengið fram tryggingar fyrir því að ekki verði hróflað við birgðastöðvum vegna flutninga landhersveita til Noregs á hættutím- um, sem að mati viðmælenda Morg- unblaðsins, myndu hafa mun meiri efnahagsleg áhrif þar í landi. Loka landamærum Reuter ÞÚSUNDIR þýskra bænda lokuðu landamærunum við Holland í Ter Apel á sunnudagskvöld og sýndu þeir ekki á sér fararsnið síðdegis í gær. Með þessu voru bændurnir að mótmæla landbúnaðarstefnu Evrópubandalagsins og ráðstöfunum til að hefta útbreiðslu svínaveiki. EB-ríkin bjóða að slakað verði á viðskiptabanni á Serbíu Serbar neita að láta múslimum eí’tir land EVRÓPUBANDALAGIÐ, EB, lagði í gær frám tillögu um að Bosníu- Serbar afsöluðu sér meira landi í hendur múslimum gegn því að smám saman yrði slakað á viðskiptabanni á Serbíu. Ekki voru fyrstu viðbrögð þó hughreystandi því að Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, sagði áður en fundur hófst með deiluaðilum í Genf að ekki kæmi til mála að múslimar fengju meira land en áður hefði verið boðið í samningaviðræðum. Alija Izetbegovic Bosníuforseti sagði fyrir sitt leyti að herða bæri viðskiptabannið ef Bosníu-Serbar létu ekki meira land af hendi, en Serbarnir ráða nú meirihluta Bos- níu-Herzegóvínu. Ekki sama hvenær lyf eru tekin Stöðug lyfjagjöf í æð sjúklinga hefur ekki stöðuga verkun Lundúnum. The Daily Telegraph. LÆKNAR hafa lengi vitað að starfsemi flestra líffæra er mismun- andi eftir því hvaða tími sólarhrings er en fæstir hafa nýtt sér þá vitneskju við lyfjagjöf. Rannsóknir við Lyfjafræðistofnunina við Goethe-háskólann í Frankfurt benda hins vegar til þess að full ástæða sé til að gefa þessu gaum. Meðal þess sem komið hefur í ljós er það að best sé að gefa hjartasjúklingum lyf á morgnana, en þá er mest hætta á hjartaáföllum. Þeir sem eru með magasár, ættu hins vegar ekki að taka lyf inn fyrr en síðla dags. Rúm öld er liðin frá því að lækn- Enginn veit hins vegar hvers vegna ar uppgötvuðu að reglulegar breyt- ingar verða á hjartslætti og blóð- þrýstingi á hveijum sólarhring. Nýlegar rannsóknir sýna fram á svipaðar breytingar á hormónum í blóði, sem hafa meðal annars áhrif á lungu, lifur og nýru. Sjá læknar fram á möguleika á því að nýta sér þessa vitneskju í barátt- unni við fjölda sjúkdóma, svo sem asma og of háan blóðþrýsting. þessar daglegu breytingar verða á líkamsstarfseminni. Hjartaáföll algengnst á morgnana Algengasta orsök hjartaáfalls er skyndileg myndun blóðköggs sem hindrar blóðstreymi til hjart- ans. Flest hjartaáföll verða á morgnana, og nýlegar rannsóknir sýna fram á að blóðflögur festast helst saman á morgnana þegar hæfni líkamans til að takast á við það er í lágmarki. Þá er hjartslátt- ur og blóðþrýstingur meiri fyrri- hluta dags. Komið hefur í ljós að blóðþrýst- ingur er ævinlega hærri á daginn énn á næturnar, einnig í heilbrigðu fólki. Munur á bióðþrýstingi að degi og að nóttu er enn meiri hjá þeim sem eru með óeðlilega háan blóðþrýsting. Niðurstöður dr. Björns Lemmers við Goethe- háskólann, sem birtast munu í Clinical Pharmacology & Thera- peutics á næstunni, eru þær að best sé að gefa fólki með of háan blóðþrýsting lyf að morgni til að draga úr hættunni á hjartaáföllum. Þá framleiðir líkaminn mest af magasýru síðari hluta dags og hefur iyfjagjöf síðla dags við mag- asári gefist vel. Stöðug lyfjagjöf í æð sjúklinga hefur hins vegar ekki stöðug áhrif. Þekkt í 300 ár Vitneskjan um mismikil áhrif lyfja eftir því hvaða tími dags er, er ekki ný af nálinni en læknar hafa smám saman verið að tileinka sér hana. Sem dæmi um það er að læknar hafa allt frá árinu 1698 vitað að asmaköst eru algengari að nóttu en degi. Þrátt fyrir það eru ekki liðin mörg ár frá því að þeir fóru að segja til um það hve- nær dags asmasjúklingar ættu að taka lyf sín. Utanríkisráðherrar allra EB- ríkjanna taka þátt í Genfarfundin- um ásamt þeim Karadzic, Izet- begovic, Slobodan Milosevic Serb- íuforseta, Franjo Tudjman Króatíu- forseta og Mate Boban, leiðtoga Bosníu-Króata. Fulltrúar EB sögðu að bandalagið væri reiðubúið að veita fjárhagsaðstoð til uppbýgg- ingar í landinu ef deiluaðilar semdu frið. Hvorki hefur gengið né rekið í friðarviðræðum frá því í septem- ber. Milosevic gagnrýnir EB Milosevic réðst í gær harkalega á EB fyrir að halda uppi viðskipta- banni á Serbíu þótt það væru ein- göngu Króatar og múslimar sem nú berðust í Bosníu. Hann sagði bandalagið með þessu vera að fremja „síðasta þjóðarmorðið í Evr- ópu“. Harðar árásir Harðar sprengjuárásir voru gerðar á Sarajevo á sunnudags- kvöld og iteuters-fréttastofan hafði eftir talsmönnum Sameinuðu þjóð- anna í gær að hersveitir Bosníu- Serba notuðu í æ ríkara mæli eld- flaugavörpur í bardögum við Tuzla, norðarlega í landinu. Erfiðlega gengur að koma hjálpargögnum til þurfandi fólks vegna fannfergis, truflana af völdum herflokka og skrifræðis. Fulltrúar SÞ óttast að sveltandi fólk farí að ráðast á birgðageymslur samtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.