Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1993 Guðbjartur Magna- son — Minning „Ég heiti Guðbjartur, en er alltaf kallaður Bjartur." Þessi orð eru mörgum okkar minnisstæð sem fyrstu kynnin af Bjarti. í fyrstu vakti það athygli okkar að einhver svo dökkur yfirlitum væri kallaður Bjartur. En við komumst fljótt að raun um að nafnið hæfði honum vel, því það var alltaf svo létt og bjart yfír honum og því sem hann tók sér fyrir hendur. Við kynntumst Bjarti þegar við hófum nám í iðnrekstrarfræði í byijun árs 1990. í bekknum voru 70 ólíkir einstaklingar hvaðanæva af landinu og í svo stórum hópi verða menn misáberandi og eftir- minnilegir. Bjartur var svo sannar- lega eftirminnilegur. Það sem okkur er hvað efst í huga, er hversu hlýr hann var og léttur í lund. Hann virtist alltaf vera í góðu skapi og átti auðvelt með að sjá broslegar hliðar á tilverunni. Bjartur hafði svo mikla persónutöfra að fólk laðaðist ósjálfrátt að honum. Samt var hann ekki krefjandi á athygli, en ef Bjart- ur sagði eitthvað þá vildi enginn missa af því. Hann var vel máli farinn og kom okkur iðulega til að hlæja með hnyttnum athugasemd- um og tilsvörum, það var allt svo fyndið eins og hann sagði það. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Bjart og þegar við gerðum okk- ur glaðan dag lagði hann sitt af mörkum til að gera stundimar eftir- minnilegar. Sem dæmi má nefna útskriftarferðina til London þar sem þeir félagamir, Bjartur og Gaui, léku á als oddi og skemmtu okkur hinum eins og þeim einum var lagið. En nú er Bjartur horfínn sjónum okkar og þegar við kveðjum hann í hinsta sinn megna engin orð að lýsa harminum. Við fáum ekki leng- ur notið húmorsins og hlýjunnar sem einkenndi hann. Þegar hópur- inn kemur saman næst verður Bjarts sárt saknað, en minningin um góðan félaga mun lifa í hugum okkar. Við þökkum ógleymanleg kynni af góðum dreng. Guð styrki unnustu hans, fjölskyldu og aðra ástvini í sorginni. Þeirra missir er mikill. Bekkjarfelagar í iðnrekstrarfræði. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur í minningu vinar míns Guðbjarts Magnasonar er lést við störf sín 17. þessa mánaðar. Persónuleg kynni mín af þessum ljúfa dreng hófust er hann var umsjónarmaður knatt- spymuskóla Þróttar sumarið 1991, en áður hafði hann um árabil glatt margan með leik sínum á knatt- spymuvellinum. Sonur minn var einn þeirra lán- sömu að vera í þeim hópi sem hann þjálfaði. Fljótlega varð mér ljóst að Bjartur náði sérstaklega vel til krakkanna. Hann var ekki bara þjálfari heldur líka mikill vinur og ég minnist þess að oft sá maður ansi mörg glaðbeitt andlit í bílnum hjá Bjarti. En oftar en ekki fór hann margar ferðir innan af velli út í bæ, því að ekki gat hann hugs- að sér að skilja einhveija eftir. Þetta sumar varð Bjartur fyrir því óhappi að fótbrotna í leik með Þrótti, en ekki lét hann það á sig fá, því nokkmm dögum seinna stóð hann á hækjunum í roki og rign- ingu og stjómaði liði sínu til sigurs. Ein ferð sem ég fór með hópnum er mér þó ofar í huga en aðrar, en það var þegar við fómm í úrslita- t Móðir mín, tengdamóðir og amma, KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR, Sólvallagötu 2, lést 28. nóvember. Lárus Sigurðsson, Valdís Atladóttir, Karólína Lárusdóttir og Sigurður Hólm Lárusson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR GUÐMUNDSSON bryti, Hvannhólma 20, Kópavogi, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 28. nóvember. Steinunn Gísladóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, ÞORLEIFUR SIGURÞÓRSSON rafvirkjameistari, Brekkubraut 3, Keflavík, lést 26. nóvember 1993. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. desember 1993 kl. 14.00. Þeim, sem viidu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Margrét Karlsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVU PÁLMADÓTTUR, sem lést á Droplaugarstöðum 19. nóvember, fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, þriðjudaginn 30. nóvember, kl. 15.00. Erla Eliasdóttir, Ágúst H. Eliasson, Halldóra Elfasdóttir, Sveinn H. Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. keppnina í íslandsmótinu sem hald- in var á Laugarvatni. Farið var héðan á föstudagskvöldi og gist í íbúðinni þeirra Bjarts og Þóreyjar í Reykjavík. Það var eftirminnileg sjón þegar hópurinn var genginn til náða, en svo þétt var legið að vart varð fæti niður stigið. Þá hreiðraði gestgjafínn um sig á eld- húsgólfínu með púða undir brotna fætinum og það er ég viss um að ekki fór sérlega vel um hann þó að hann segði annað. Með sama hætti var svo gist á sunnudags- kvöldið, eftir að búið var að fara með allan hópinn í bíó. Þetta þótti Bjarti svo sjálfsagt og eðlilegt, að hann var bara að spara fyrir litlu vini sína og Þrótt, félagið sem hann unni svo mjög. í dag er söknuðurinn og sorgin mikil þegar við sjáum á bak eins af drengjunum okkar sem lagt hef- ur svo hart að sér við að haida nafni Þóttar og bæjarfélags síns hátt á lofti. Við sem eftir stöndum munum reyna að halda áfram á þeirri braut og gefast ekki upp, það hefði hann ekki viljað, það var ekki í hans anda. Þegar soriur minn spyr mig með tárvotum augum: Af hveiju þurfti þetta að koma fyrir Bjart, hann sem alltaf var svo skemmtilegur og góð- ur? Þá get ég aðeins sagt að hann skuli vera þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast honum og reyna að taka hann sér til fyrir- myndar, vera ávallt jákvæður og hress jafnt í leik sem starfí og ef sem flestir gera það þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka okkar kæra vini allar ánægjustundimar sem hann gaf okkur, við erum miklum mun ríkari eftir. Nú þegar sorgin er svo þung- bær og söknuðurinn svo sár bið ég almáttugan guð að veita unnustu hans, fjölskyldu, tengdafjölskyldu og ástvinum öllum styrk og guðs blessun. Halldór Asgeirsson. Hann Bjartur er dáinn. Þegar ég heyrði þessi orð í símanum að kvöldi 17. nóvember sl. voru mín fyrstu viðbrögð vantrú sem breyttist fljótt í reiði. Hvað gengur örlögunum til? Að hrifsa til sín ungan, efnilegan mann í blóma lífsins? Að endingu hugsaði ég með mér að það hlyti að vera einhver æðri tilgangur með slíku brottnámi, þó að ég skildi hann ekki. Kynni okkar Bjarts, eins og hann var ávallt kallaður, hófust í janúar 1990 er við hófum báðir nám við Tækniskóla íslands. Hátterni og framkoma þessa snaggaralega ná- unga fyrsta kennsludag var þannig að ég hugsaði ósjálfrátt með mér að þama væri á ferð fjörkálfur hinn mesti. Enda kom það á daginn, því að við nánari kynni komst ég að því að eitt af einkennum hans var gott skap og einnig mikill húmor sem hann beitti óspart í góðlátlegu gríni að sér sjálfum jafnt sem öðr- um. Enda var hann vel liðinn og vinsæll jafnt á meðal nemenda sem kennara. Þrátt fyrir að ávallt væri stutt í glensið tók Bjartur samt námið al- varlega og var gott að vinna með honum að hinum ýmsu verkefnum. Ég átti þess kost að vinna með honum að gerð lokaverkefnis okkar við tækniskólann og sá ekki eftir því. Slíkur var metnaður hans og vandvirkni við gerð verkefnisins. Vegna þessara vinnu vorum við mikið hvor heima hjá öðrum og það er lýsandi fyrir Bjart og hans per- sónuleika að eftir aðeins eina eða tvær heimsóknir til mín var fjög- urra ára sonur minn strax farinn að kalla hann vin sinn og þó var hann töluverð mannafæla á þeim árum. En svona var Bjartur, fljótur að ávinna sér traust fólks með lát- lausri en þó hressilegri framkomu. Enda var vina- og kunningjahópur- inn_ stór. Ég vil með þessum fáu orðum kveðja góðan vin minn og félaga sem þrátt fyrir stutt kynni, á mæli- t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona INGIBJÖRG NJÁLSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 24 nóvember. Bjarni Þór Bjarnason Vigdís Stefánsdóttir, Sara Björg Bjarnadóttir, Björn Þór Bjarnason, Fríða Þorsteinsdóttir, Klara Njálsdóttir, Þórdís Njálsdóttir, Marteinn Njálsson, Dóra Líndal Hjartardóttir, Steinunn Njálsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Sveinbjörn Markús Njálsson, Guðbjörg Vésteinsdóttir, Hjalti Njálsson, Valdís Valdimarsdóttir, Smári Njálsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristin Njálsdóttir, Sæunn Njálsdóttir, Hallgrímur Hilmarsson Kúld. Bróðir minn, t JENS JÓNATAN BJÖRNSSON, Njálsgötu 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 1. desem- ber kl. 15.00. Guðmundína Björnsdóttir. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR V. EINARSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Heiðargerði 9, Akranesi, verður jarðsett frá Akraneskirkju miðvikudaginn 1. desember kl. 14.00. EinarTjörvi, Gunnar H. Elfasson, Hreinn Elíasson, Ólafur T. Eliasson, Edda Elíasdóttir, Iðunn Elíasdóttir, Guðrún Elíasdóttir, Sigríður Elíasdóttir, Inger J. Elíasson, Guðjónfna Sigurðardóttir, Rut Sigurmonsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Willy Blumenstein, Jón Leósson, Guðmundur Magnússon, Eiríkur Valdimarsson. kvarða heillar ævi, var búinn að skapa sér varanlegan sess hjá mér og fjölskyldu minni. Elsku Þórey mín. Víð Hafdís og Ámi Stefán sendum þér okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Foreldrum, systkinum og öðmm ættingjum og vinum sendum við einnig samúðarkveðjur. Guð biessi minningu Guðbjarts Magnasonar. Guðjón Árnason. Það er átakanlegt til þess að hugsa að ég eigi aldrei eftir að sjá hann Bjart aftur. Þó að kynni hafí ekki tekist með okkur fyrr en vetur- inn sem við hófum nám í Tækniskól- anum man ég vel eftir Bjarti heima á Norðfirði. Eg minnist þess sterk- ast að hann var alltaf að leika sér með fótbolta, hlutur sem ég hef aldrei kunnað. Það var vegna skorts á þeirri hæfni og þeirrar staðrejmd- ar að Bjartur var nokkram áram yngri en ég, að leiðir okkar lágu ekki saman fyrr. Við áttum saman mörg skemmti- leg samtöl á leiðinni í skólann, því að við höfðum þann háttinn á að ef annar okkar gat ekki verið á bíl fékk hann far með hinum.' Oftar en ekki var það ég sem þáði farið enda held ég að Bjartur hafí verið óvenju greiðvikinn. í fyrrnefndum samtölum kom það glöggt í ljós hvert var helsta áhugamál Bjarts. Það var líkt og heima á Norðfírði, íþróttir og aftur íþróttir. Ég hef nefnt einn kost Bjarts en annan kost hafði hann til að bera sem meira bar á og erfítt er að gleyma. Það var alltaf bjart yfir honum og því bar hann nafn sitt með reisn. Sem dæmi um hversu góð áhrif han hafði á þá sem voru samvistum við hann ætla ég að segja sögu af syni mínum sem þá var á fyrsta ári. Ég, Bjartur og nokkrir félagar okkar úr skólanum áttum að vinna verkefni saman sem skila átti dag- inn eftir. Okkur samdist svo um að verkefnið yrði unnið heima hjá mér þar sem ég átti illa heimangengt vegna drengsins. Sonurinn átti að sofa meðan þeir eldri væru að vinna. Ekki fór það þó betur en svo að drengurinn hágrét þegar verkið átti að heijast. Nú vora góð ráð dýr því að faðirinn gat ómögulega huggað barnið og verkefnið að fara í vask- inn. Þá bauðst Bjartur til að reyna að róa drenginn og eins og hendi væri veifað róaðist barnið. Eftirmál- in vora þau að Bjartur sat og lék sér við drenginn meðan við hinir unnum verkefnið. Sagan er sögð til að sýna að svo jákvæður var Bjart- ur að jafnvel ungbörn gátu ekki verið í fýlu nálægt honum. Eftir að skólagöngu lauk lágu leiðir okkar Bjarts sín í hvora áttina eins og oft vill verða með skólafé- laga. Ég hitti hann síðast á Norð- fírði fyrir um ári og eins og fyrri daginn lá vel á honum, en: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! (Matth. Joch.) Þórey, Sigríður, Magni, Bryndís, Kiddi, Matta og Halli, ég votta ykkur sem og öllum vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð. Tryggvi Þór Herbertsson. Bjartur er dáinn. Þessi frétt kom sem þrama úr heiðskíra lofti. Okkur setti hljóð. Tár féllu, reiðin bloss- aði, spumingar vöknuðu en engin svör fengust. Sorgin varð mikil. Guðbjarti eða Bjarti, eins og hann var ávallt kallaður, og Þóreyju unn- ustu hans kynntumst við fyrir nokkram áram er ég, Þóra Björg, og Þórey sátum saman í bekk í háskólanum. Við munum ekki hve- nær við hittum Bjart fyrst því að okkur fínnst við hafa þekkt hann alla ævi. Þannig var Bjartur svo opinn og hlýr og gott að kynnast honum. Bjartur er einmitt orðið sem lýsir best hans innri manni. Við höfum sjaldan hitt jafn samhent og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.