Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 28
;8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 28 pitrgmnMaliií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Lífskjör og lækkun matarskatts rjú aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafa undirritað kjarasamninga við hið opinbera, sem eru hlið- stæðir þeim samningum, sem gerðir voru milli Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands í vor. Eru tvö stærstu félög BSRB, Starfs- mannafélag ríkisstofnana og Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar, meðal þeirra félaga sem hafa samið, og er búist við að önnur félög BSRB gangi frá samningum á næstu dögum. Ein af forsendum kjarasamn- ingsins í vor var sú ákvörðun ríkisstjómarinnar að lækka veru- lega virðisaukaskatt á matvæli eða úr 24,5% í 14%. Morgunblað- ið gagnrýndi þá ákvörðun harð- lega með þeim rökum að ekki væru forsendur fyrir því að hið opinbera legði fram þetta mikla fjármuni í tengslum við kjara- samninga. Er talið að kostnaðurinn við lækkun virðisaukaskattsins muni nema á þriðja milljarð króna á næsta ári og á fjórða milljarð króna árið 1994. Til að mæta þessu tekjutapi verða aðrir skatt- ar hækkaðir, þar á meðal tekju- skattur. í byijun mánaðarins bauð ríkisstjórnin aðilum vinnu- markaðarins viðræður um aðrar aðgerðir í skattamálum en lækk- un matarskatts. Því var hins vegar hafnað af launanefnd ASÍ og vinnuveitenda og ákveðið að endurnýja kjarasamninga á óbreyttum grunni. í ljósi þessa vekur það athygli að í tengslum við gerð kjara- samnings Starfsmannafélags ríkisstofnana við fjármálaráð- herra gaf félagið út yfirlýsingu, þar sem það segir sig reiðubúið „til að endurskoða grundvöll kjarasamningsins þannig að í stað lækkunar virðisaukaskatts á matvæli komi aðrar ráðstafan- ir sem tryggi betur kjör launa- fólks“. Sigríður Kristinsdóttir, for- maður SFR, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að samn- inganefnd félagsins teldi að „lækkun á þessum matarskatti komi ekki að því gagni, sem von- ast er til. Við heyrum það frá því fólki sem vinnur í skattkerf- inu og er okkar félagar að það segir að það sé mikil hætta á undanskotum og skattsvikum þegar um tvö virðisaukaskatts- þrep er að ræða.“ Segir Sigríður jafnframt að barnabætur og húsaleigubætur hefðu komið að betra gagni fyrir launafólk en lækkun virðisaukaskatts á mat- væli. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, segir einnig við Morg- unblaðið að þessi yfirlýsing SFR endurspegli það viðhorf, sem al- mennt ríki innan raða félags- manna BSRB og Starfsmann- afélags Reykjavíkurborgar. Vissulega myndi lækkun matar- skatts gagnast láglaunafólki. „Hins vegar ef þú ferð að skoða hvernig þessir peningar koma að gagni þá fara fleiri krónur til hátekjufólks en lágtekjufólks og við hefðum talið að það hefði átt að nota þessa peninga á markvissari hátt fyrir láglauna- fólk. Það hefði til dæmis mátt gera með húsaleigubótum, barnabótum eða öðrum mark- vissum ráðstöfunum,“ segir for- maður BSRB. Þessir forystumenn ríkis- starfsmanna hafa margt til síns máls. Samkvæmt útreikningum, sem gerðir voru í stjórnarráðinu m.a. í tengslum við síðustu kjarasamninga, og Morgunblað- ið greindi frá sl. sunnudag, skil- ar lækkun virðisaukaskatts á matvæli tekjuhærri fjölskyldum meiru í krónum talið en þeim tekjulægri. Lækkun virðisauka- skatts á matvæli er því ekki tal- in skilvirk leið til tekjujöfnunar og að auki kostnaðarsöm í fram- kvæmd og opni leið til skatt- svika. Einnig voru reiknuð út áhrif þess á meðalútgjöld fjölskyldna ef virðisaukaskattsþrepið væri lækkað úr 24,5% í 23%. Var nið- urstaðan sú að meðalútgjöld myndu lækka að meðaltali um sama hlutfall og ef virðisauka- skattur á matvæli væri lækkaður í 14%. Kemur fram í gögnunum að sá munur, sem sé á þessum tveimur leiðum, sé svo óveruleg- ur að það geti hvergi réttlætt það að taka upp tveggja þrepa kerfi og fórna þannig grundvall- arkostum íslenska virðisauka- skattskerfisins. Þá var loks kannað hver yrðu áhrif þess ef öllum fjölskyldum væru greiddar jafnháar bætur, 22.800 krónur, til dæmis með því að hækka persónuafslátt eða barnabætur. Var útkoman sú að það myndi skila fjölskyldum með undir tveimur milljónum í árs- tekjur 30% meira en ef virðis- aukaskattur á matvæli yrði lækkaður. Fjölskyldur með þriggja milljóna árstekjur eða meira myndu aftur á móti fá um 20% meira í sinn hlut en ef virðis- aukaskattur yrði lækkaður. Samkvæmt þessu má ljóst vera að lækkun virðisaukaskatts á mat er ekki sú leið sem skilar láglaunafólki mestu kjarabótinni en jafnframt sú leið, sem óhag- kvæmust er fyrir ríkissjóð. Það er því að koma æ betur í ljós hversu mikil mistök það voru að halda fast við þessa leið. Yfirlýs- ingar formanna BSRB og SFR sýna líka fram á svo ekki verður um villst að ekki ríkir einhugur um málið meðal aðila vinnu- markaðarins. Fróði hf. kaupir tímarit Samútgáfunnar Korpuss hf. Tímaritum útgáfimn- ar fjölgar úr 12 í 18 BÓKA- og blaðaútgáfan Fróði hf. keypti í gærmorgun útgáfurétt á tíma- ritum Samútgáfunnar Korpuss hf. Magnús Hreggviðsson stjórnarformað- ur Fróða hf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að aðdragandi kaup- anna hefði verið nokkur og hefðu þau verið gerð í hagræðingarskyni fyrir Fróða. Hann sagði kaupverð tímaritanna vera trúnaðarmál. Fróði hefur gefið út 12 tímarit til þessa, sem mun fjölga i 18 með kaupunum á tímaritum Samútgáfunnar-Korpuss, auk þess hefur Fróði gefið út tíma- ritið Heilsuvernd frá í sumar. Rúmlega 20 manns voru í vinnu hjá Samút- gáfunni. Magnús sagði að Fróði þyrfti að ráða 8 starfsmenn vegna út- gáfu nýju tímaritanna og hefði fyrirtækið hug á að ráða þá flesta frá Samútgáfunni, þar á meðal Þórarin J. Magnússon ritstjóra og einn af aðaleigendum Samútgáfunnar. Forsvarsmenn Samútgáfunnar Korpuss vildu engar upplýsingar gefa um málið í gær. Tap á bóka- og tímaritaútgáfu Magnús Hreggviðsson sagði kaup- in vera lið í að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins enda hafi bóka- og tímaritaútgáfa í landinu verið rekin með tapi undanfarin tvö til þijú ár. Fjórtán prósenta virðis- aukaskattur á bækur og tímarit 1. júlí sl. hefði aukið tapið og því hefði orðið að leita hagræðingar. Aðspurð- Kambur hf. vill leigja fiskvinnslu Hjálms hf. Stefnt að því að allir heimamenn haldi vinnu sinni ur um markaðshlutdeild sagði Magn- ús að Fróði gæfí út meirihluta tíma- rita á hefðbundnum markaði en ekki væri auðvelt að átta sig nákvæmlega á hlutdeild fyrirtækisins. Hann sagði jafnframt að fyrst um sinn yrði út- gáfa tímarita Samútgáfunnar Kor- puss með sama sniði en i framtíðinni yrði eitthvað dregið úr framboði, í það minnsta yrði tölublöðum fækkað. Mikill fjöldi tímarita Fyrir kaupin gaf Fróði hf. út eftir- talin tímarit: ABC barnablað, Á veið- um, Bíllinn, Fiskifréttir, Fijáls versl- un, Gestgjafinn, Gróður og garðar, íþróttablaðið, Mannlíf, Nýtt líf og Sjónvarpsvísir. í kjölfar kaupanna á tímaritum Samútgáfunnar Korpuss hf. mun Fróði einnig gefa út'Vikuna, Samúel, Hús og híbýli, Bleikt og blátt, Eros og Sannar sögur. Fróði hf. gerði jafnframt samning við Náttúrulækn- ingafélagið um mitt ár um útgáfu á tímaritinu Heilsuvernd. I síðustu viku var síðan samið við Stangaveiðifélag Reykjavíkur um samruna tímarits Fróða, Á veiðum, og tímaritsins Veiði- mannsins, og mun nýtt sameinað tímarit þeirra heita Veiðimaðurinn. | FRÓÐI Fnóöi gaf áöur út: • ABC barnablað • Á veiðum* • Bíllinn • Fiskifréttir • Frjáls verslun • Gestgjafinn • Gróður og garðar • Heilsuvernd • íþróttablaðið • Mannlíf • Nýtt líf • Sjónvarpsvísir Fnóði heyptl af Samútgáfunni Knrpus: •Vikan • Samúel • Hús og híbýli • Bleikt og blátt • Eros • Sannar sögur • Sameinað Veiðimanninum sem Stangveiðifélag Reykjavíkur gaf út. Nýja blaðið heitir Veiðimaðurinn. Lækkun virðisaukaskatts á matvörur kostar ríkissjóð þrjá milljarða Telgulægstu fjölskyldum- ar fá aðeins fjórðunginn Afgangurinn fer til tekjuhærri fjölskyldna, milliliða og skattsvikara EINUNGIS um fjórðungur til þriðjungur þeirra fjármuna sem ríkissjóð- ur tapar á að lækka virðisaukaskatt á matvælum mun skila sér til fjöl- skyldna með minna en meðaltekjur, sem er eðlilegur markhópur telqu- jöfnunarinnar sem lækkun skattsins á að skila. Um % til 3/i hlutar munu renna til tekjuhærri fjölskyldna, framleiðenda matvöru, milliliða og skattsvikara. Þetta kemur fram í gögnum sem unnin voru í stjórnar- ráðinu í tengslum við síðustu kjarasamninga og að nokkru leyti í tengslum við neyslukönnun Hagstofu íslands. í gögnunum kemur fram að ef lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% leiði til þess að verð vörunnar lækki um 8,4% þýði það að heildarneysluútgjöld fjölskyldna lækki um 0,8-0,9%. Hins vegar er talið ólíklegt að þetta gerist. Sé skattur lækkaður á vöru, sem selst hefur fyrir tiltekið verð, borgi sig í flestum tilfellum fyrir seljanda vör- unnar að hækka álagninguna. Og þar sem álagning á vörum er fijáls verði að reikna með því að vörusalar hagi verðlagningu með tilliti til þess hvað hagstæðast sé fyrir þá miðað við eftirspurn. Þar sem í þessu til- felli sé um nauðsynjavöru að ræða sé eftirspurnin vís og því verði sterk tilhneiging til að hækka vöruverðið á móti lækkun skattsins. Þetta verði til þess að tekjutilfærslan verður ekki frá ríkinu til neytenda heldur til milliliða og framleiðenda. Dregin er sú ályktun í gögnunum, meðal annars með sænska athugun til hliðsjónar, að hagur neytenda af lækkun virðisaukaskatts á matvæli kunni að verða nær 0,5% af neysluút- gjöldunum en 0,8-0,9%. Mismunur- inn sé hagnaður framleiðenda og milliliða. 500 milljóna skattsvik Reiknað er með þvi í gögnunum að við lækkun virðisaukaskatts á matvæli lækki tekjur ríkissjóðs um Ögmundur Jónasson formaður BSRB um fyrirhugaða lækkun vsk. á matvæli Hverju skHar lækkun VSK fjðlskyldu? Almenn lækkun VSK Lækkun VSK á matvæli — 35.000 kr. Jöfn greiðsla i stað lækkunar \/SK <1 m.kr. 1-2m.kr. T E K J U R 2-3 m.kr. 3-4 m.kr. >4 m.kr. FJÖLSKYLDU Á þessari mynd sést hvernig lækkun virðisaukaskatts á matvæli, lækk- un almenna virðisaukaskattshlutfallsins í 23,1% eða beinar fjölskyldu- bætur eru taldar koma út fyrir fjölskyldur með mismunandi háar tekjur. Útreikningarnir eru í gögnum sem unnin voru í stjórnarráð- inu. Samkvæmt þessu myndu beinar bætur skila tekjulægri fjölskyld- um meiri ávinningi í krónum talið en lækkun virðisaukaskattsins. FORSVARSMENN fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri eiga í viðræð- um við fulltrúa Hjálms hf. og sveitarfélagsins vegna hugsanlegrar þriggja mánaða leigutöku á húsnæði og tækjabúnaði Hjálms. Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs hf., segir að stefnt verði að því að allir heimamenn haldi vinnu sinni. Hann segir að áhugi sé fyr- ir því að taka við vinnslunni í þessari viku. Nota átti peningana á mark- vissari hátt fyrir láglamiafólk Aðildarfélög BSRB ganga til samninga við ríkisvald og sveitarfélög ÞRJÚ aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þar af tvö langstærstu félögin; Starfsmannafélag ríkisstofnana og Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar, hafa gengið frá kjarasamningum við við- semjendur sína. Viðræður standa yfir við önnur félög og er gert ráð fyrir að þau gangi frá samningum á næstu dögum. Samningarnir eru hliðstæðir þeim samningum sem gerðir voru síðastliðið vor milli Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda. Gengið var frá samning- um eftir að fjármálaráðherra hafði gefið út yfirlýsingu um samráð við BSRB um ýmis mál sem snúa að þeim og segir Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, að hún feli i sér grundvallarstefnubreytingu rikisvaldsins gagnvart samtökunum og viðurkenningu á því að ekki sé vitlegt að ganga fram hjá þeim. Hinrik sagði að forsvarsmenn fyr- irtækisins hefðu gengið til viðræðn- anna að ósk sveitar- og verkalýðsfé- lags. „Við höfum gengið heilir til þessara viðræðna og með því að all- ir leggist á eitt er von til þess að hlutirnir gangi upp. En ennþá eru nokkrir endar lausir," sagði hann og kvaðst vonast til þess að málið skýrð- ist betur í dag eða á morgun. Sjúkur sjó- maður sótt- ur með þyrlu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í togarann Sléttbak og flutti hann á Borgarspítalann í gær. Landhelgisgæslunni barst hjálpar- beiðni klukkan tæplega 14 í gær en togarinn var þá staddur 70-80 mílur vestnorðvestur af Bjargtöngum. Þyrlan tók eldsneyti á Rifi á leið sinni út á miðin, sótti sjómanninn og flaug með hann að Borgarspítalanum þangað sem komið var klukkan tæp- lega 17 í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 36% fylgi, en Framsóknarflokk- ur með 20% fylgi. Kvennalisti fær 19% fylgi, og er þettá þriðja Gallups- Hliðarbúgrein í athugun Aðspurður sagði Hinrik að til umræðu væri þriggja mánaða leigu- samningur og yrði framhaldið vænt- anlega skoðað í ljósi þessa tímabils. Hann kvað ljóst að ekki fengju allir starfsmenn Hjálms hf. áframhald- andi vinnu, m.a. vegna þess að ekki þyrfti jafnmarga yfirmenn. „En við- leitnin verður sú að skapa öllum heimamönnum vinnu. Vonandi tekst það en slíkt byggist m.a. á því hversu trygg hráefnisöflunin verður," sagði Hinrik. Hann sagði að Kambur hefði tvö hús til umráða. Gert væri ráð fyrir að annað yrði nýtt í aðgerð og ef til vill einhveija hliðarbúgrein. Vinnsluhúsnæðið myndi hins vegar trúlega standa autt. Hvað væntanlega þátttöku sveit- arfélagsins varðaði kvaðst Hinrik annars vegar gera ráð fyrir að það hefði milligöngu um fjármögnun kvótakaupa og hins vegar væri hugs- anlegt að það kæmi til móts við fyrir- tækið vegna þeirra greiðslna sem því bæri, s.s. fasteignagjalda. Á bil- inu 16-18 manns starfa við fisk- vinnslu Kambs hf. Rúmlega 50 hafa hins vegar starfað við fiskvinnslu Hjálms. könnunin í röð sem flokkurinn fær í kringum _20% fylgi. Aiþýðuflokkur- inn bætir heldur við sig frá fyrri könnun og er hann nú með rúm 9%, Starfsmannafélag ríkisstofnana, stærsta aðildarfélag BSRB með tæp- lega 5.000 félagsmenn, lýsti því yfir við gerð samninganna að félagið sé reiðubúið til að endurskoða grundvöll kjarasamningsins þannig að í stað virðisaukaskatts á matvæli komi aðr- ar ráðstafanir sem tryggi betur kjör launafólks. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir að ríkisstjórnin stæði að sjálfsögðu við yfirlýsingu sína um lækkun virðisaukaskatts á matvæli, sem gefin var út við gerð sem er þó langt undir kjörfylginu 1991. Alþýðubandalagið tapar hins vegar fylgi og mælist flokkurinn nú með tæp 14% sem er nálægt kjör- fylginu 1991. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur auk- ist mikið frá því í október samkvæmt könnun Gallups, en nú segjast 39% styðja ríkisstjórnina á móti 32% sem þá sögðust vera stuðningsmenn rík- isstjðrnarinnar. samninga ASÍ og VSÍ fyrr á árinu og út frá því væri gengið í tekjuöflun- arfrumvörpum stjómarinnar. Hins vegar hefði ríkisstjórnin lýst því yfir að hún væri tilbúin til viðræðna, ef forysta ASÍ breytti um afstöðu. Samningurinn gildir til ársloka 1994 og í honum er kveðið á um sömu launahækkanir og í samningi ASÍ og VSÍ, þ.e.a.s orlofsuppbót og láglaunabætur, þó þannig að þær hækkanir sem félagar í ASÍ höfðu fengið fyrr á þessu ári koma einnig til félaga í BSRB í desember. Ekki er kveðið á um neina almenna launa- hækkun frekar en í samningum á almennum vinnumarkaði. Ekki um annað að ræða Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, sagðist ekki geta sagt að hún væri beint glöð yfir þessum samning- um, en það hefði ekki verið um ann- að að ræða í stöðunni. Yfirlýsing fjármálaráðherra væri lykilatriði og á þeim forsendum hefðu þau gengið frá hliðstæðum samningum og á al- mennum vinnumarkaði nema yfirlýs- ing hefði verið gefin varðandi lækk- un virðisaukaskatts á matvælum og að aðrar ráðstafanir komi í staðinn sem tryggi betur kjör launafólks. Þessi yfirlýsing væri gefin í fram- haldi af samþykkt þings BSRB og samninganefnd SFR væri einnig samþykk þessu. „Við teljum að lækk- un á þessum matarskatti komi ekki að því gagni sem vonast er til. Við heyrum það frá því fólki sem vinnur í skattkerfínu og eru okkar félagar að það segir að það sé mikil hætta á undanskotum og skattsvikum þeg- ar um tvö virðisaukaskattþrep er að ræða,“ sagði Sigríður. Hún sagði að þau teldu að barna- bætur og húsaleigubætur hefðu komið að betra gagni fyrir láglauna- fólk heldur en lækkun virðisauka- skattsins. Samkomulagið varðandi lækkun vsk. væri gert við Alþýðu- sambandið og það væri þeirra að taka það til endurskoðunar ef þeir teldu annan kost betri. Þau vildu með þessu koma sinni afstöðu á framfæri, jafnframt því að leggja áherslu á að það væri ekki nóg að semja við hluta launþega. Þegar um jafn stórar og víðtækar breytingar væri að ræða þyrfti að vera algjör sátt um þær og í þessu tilviki væri ekki um það að ræða. Ríkisstjórnin hefði í vor ekki viljað að BSRB kæmi að þessu máli. Aðspurð hvort þau hefðu í vor verið til viðræðu um samning án launahækkana í eitt og hálft ár, sagði hún að þau hefðu vilj- að viðræður á sínum forsendum. Með yfirlýsingu fjármálaráðherra væru þau að fá fram umræðu um ýmis mál sem þyrfti að ræða og þau væntu góðs af samstarfi við ríkisstjórnina í framhaldi af því. Hún sagði að allsheijaratkvæða- greiðsla yrði um samningana og væri undirbúningur hennar þegar hafinn. Tæplega fimm þúsund manns eru í félaginu, þar af um eitt þúsund úti á landi. Endurspeglar viðhorf félaga í BSRB Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að yfírlýsing ríkis- stjórnarinnar væri mjög mikilvæg, þar sem því væri ekki að leyna að reynt hefði verið að sniðganga sam- tökin á undanförnum misserum í umræðu um mikilvæg mál, eins og varðandi atvinnumál, skattkerfis- breytingar og skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera. „Eg lít svo á að með þessari yfirlýsingu sé gefið fyr- irheit um að hverfa af þessari braut enda er það að renna upp fyrir mönn- um að þetta er ekki mjög hyggilegt. Núna sitja menn uppi með lausnir sem voru sniðnar fyrir samfélagið allt, en samfélagið er alls ekki ánægt með og er ég þar til dæmis að tala um ákvörðunina að breyta virðis- aukaskatti og fleira mætti nefna,“ sagði Ögmundur. Ógmundur sagði að yfirlýsing Starfsmannafélags ríkisstofnana um lækkun vsk. á matvæli endurspegl- aði það viðhorf sem væri almennt innan raða félagsmanna BSRB og Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar hefði sett fram sama sjónarmið munnlega við gerð samninganna. Hann hefði trú á því að allfelst félög- in muni setja fram þetta sjónarmið. Hvað muni gerast í framhaldinu geti hann ekkert sagt um. Þessar breytingar hafi ekki orðið fýrir til- verknað BSRB. Það væri góðra gjalda vert að ná niður tilkostnaði heimilanna og þá sérstaklega með því að lækka matarverð. Það mætti til sanns vegar færa að það gagnað- ist lágtekjufólki vel í þeim skilningi að lækkanir væru þeim mikilvægari en þeim sem hefðu mikla peninga á milli handanna. „Hins vegar ef þú ferð að skoða hvernig þessir pening- ar koma að gagni þá fara fleiri krón- ur til hátekjufólks en lágtekjufólks og við hefðum talið að það hefði átt að nota þessa peninga á markvissari hátt til hagsbóta fyrir láglaunafólk. Þetta hefði til dæmis mátt gera með húsaleigubótum, barnabótum eða öðrum markvissum ráðstöfunu m, “ sagði Ögmundur. Hann sagði að í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar væri tekið á ýmsum málum, svo sem lífeyrismálum og jafnréttismálum, auk þess sem þar væri að finna fyrirheit um úttekt á heilbrigðiskerfinu. 2.500 milljónir króna. Þar segir að gera megi ráð fyrir að með upptöku tveggja þrepa skatts verði ríkissjóður af töluverðum tekjum umfram það sem reiknað hefur verið með vegna færslu á veltu úr hærra skattþrepinu í það lægra. Annars vegar sé um fullkomlega lögleg og eðlileg við- brögð að ræða og hins vegar afleið- ingu nýrra leiða til að skjóta veltu undan skatti. Ekki sé ólíklegt að þessi tilfærsla geti orðið 5-10% heildarveltunnar sem þýði 350-700 milljóna tekjutap ríkissjóðs til viðbót- ar, þannig að heildartapið verði um þijú þúsund milljónir. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Fjölvaútgáfunni: í gagnrýni um Hringadróttins'- sögu i Morgunblaðinu 26. nóvember heldur gagnrýnandinn Siguijón Björnsson sálfræðingur því fram að heiti fornkonungs eins í sögunni sé ranglega stafað ísildur en hefði átt að vera ísildúr (með kommu yfir u-inu). Kveður gagnrýnandi svo að orði að höfundinum Tolkien „hefði áreiðanlega sárnað“ þessi „villa“ og bætir svo við: „Það á að vera ísildúr ef varðveita á merkingu forntungunnar eins og höfundur vildi að þýðendur gerðu.“ Við viljum taka fram að þetta er algjör firra hjá gagnrýnanda. Konungsheitið ísildur er ekki með kommu yfir u-inu á frummálinu ensku, né heldur á neinu öðru tungumáli sem okkur er kunnugt um. Að vísu setjum við íslendingar oft kommu yfir sérhljóða í manna- nöfnum eins og Frodo verður Fróði, en helst þarf að vera í áhersluat- kvæðum og hefði orðmyndin ísild- úr (með kommu) verið annarleg í íslensku, nema að breyta henni í ísildúri (sem enginn Hringadrótt- insunnandi hefði getað sætt sig við). Við komumst að þeirri niður- stöðu að ísildur væri eðlilegasta myndin með algengri karlkynsend- Reynt er að áætla hvernig þessir fjármunir skiptist á neytendur. Ef miðað er við að um 75% af skatta- lækkuninni skili sér til neytenda er niðurstaðan sú að um 800 milljónir renni til fjölskyldna í lægri tekju- helmingi, um 1.068 milljónir til fjöl- skyldna í hærri tekjuhelmingi, um 625 milljónir til framleiðenda og milliliða og um 500 milljónir séu undanskot frá skatti. Samkvæmt því fái markhópurinn, tekjulágar fjöl- skyldur, í sinn hlut einungis fjórðung af þeim þremur milljörðum króna sem lækkun skattsins kostar. ingu „ur“ sem er vel ásættanlegt. Það sem sker þó úr er að Fjölva- útgáfan hefur lagt nafngiftir á ís- lensku á öllum helstu sögupersón- um Hringadróttinssögu undir sér- stakt ráð ensku útgáfustjórnarinn- ar og erfingja Tolkiens, sem hafa farið vandlega yfir það allt og stað- fest þessa orðmynd. Hér er því um staðlausa stafí hjá gagnrýnanda að ræða og hann hefur enga heimild tii að gera Tolkien upp slíka af- stöðu, þar sem hann liggur í sinni gröf. En þetta er því miður eftir öðru í ritdómi hans, sem við teljum allan með endemum. Hann miðar næst- um allur að því að koma illu blóði milli Fjölvaútgáfunnar og tveggja manna, sem upphaflega tóku að sér þýðinguna, en drógu sig svo sjálfir út úr henni. Fjölvi hefur sýnt þess- um mönnum fullan sóma með sér- stökum þökkum í bókinni. Hinsvegar er fjarri því að gagn- rýnandinn sýni þýðanda eða útgáfu þann sóma sem þau eiga skilið fyr- ir sérlega vapdaða útgáfu á þessu verki. En það skýrist kannski af þeirri furðulegu yfirlýsingu Sigur- jóns sjálfs að ritdómur hans „bygg- ist svo til eingöngu á lestri þýðing- arinnar í nokkrum fljótheitum". Má segja um þetta að „Tolkien hefði áreiðanlega sárnað“ að lenda í höndunum á slíkum gagnrýnanda. Skoðanakönnun Gallups á fylgi stj órnmálaflokkanna Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn nú kominn með fylgi sem er nálægt því sem flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 1991. Fram- sóknarflokkurinn hefur hins vegar tapað miklu fylgi frá því í sumar, en hann mælist þó enn talsvert ofan við kjörfylgi 1991. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Um Hringa- dróttinssögu f í f *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.