Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Bókin um mennsku Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Francois Rabelais: Gargantúi og Pantagrúll. Erlingur E. Halldórs- son þýddi. Mál og menning 1993. Gargantúi og Pantagrúll eftir Francois Rabelais (1483-1553) er verk sem hefur fyrir löngu verið skipað í röð helstu afreka heims- bókmenntanna og vegur þess er enn mikill. Eins og fleiri slík verk var það í upphafi umdeilt og for- dæmt, einkum fyrir guðlast og bersögli. Vera má að einhveijir líti Gargantúa hornauga á okkar tímum, en það er þá fólk sem ekki vill láta segja sér sögur af mergjaðra tagi. Milan Kundera hefur minnt á Gargantúa í athyglisverðri grein. í henni ber hann saman sagna- meistarana' Rabelais og Salman Rushdie sem báðir guldu hugar- flugsins og hinnar sérkennilegu „fyndni“ sem er vissulega hrika- leg. Þetta sýnir hve Gargantúi er nálægur í samtímanum, stendur okkur nærri þrátt fyrir aldirnar sem skilja menn að. Gargantúi og Pantagrúll er 907 blaðsíður í íslensku útgáfunni og er þá allt talið, sagan eða sögurn- ar (bækurnar), athugasemdir og skýringar og fleira. Það er mikil vinna sem hér liggur að baki. Þýðandinn, Erlingur E. Halldórs- son, hefur að dómi þeirra sem gerst þekkja náð góðum tökum á stíl og frásagnarhætti Rabelais. Hann minnir sjálfur á það í eftir- mála að Rabelais launi þeim vel sem fara til móts við hann. Án fræðilegs samanburðar sem ekki er kostur á í þessari umsögn má fullyrða að þýðandanum heppnast að koma til skila þeirri blöndu hátíðlegs orðfæris og hversdagsmáls (slangurs á köfl- um) sem einkennir Rabelais og gerir verk hans kjammikið og skemmtilegt aflestrar. Í Gargantúa og Pantagrúl rúm- ast margt. Sögumar um hina mannlegu risa og ferðir þeirra flokkast kannski helst undir ævin- týri, en í þeim er umræða um ólík- legustu efni. Þær era ádeila á flest það sem gerir manninn hégómleg- an, ekki síst þá sem hátt era sett- ir eða vilja láta líta á sig sem slíka. í sumum þeirra svarar Rabelais fyrir sig, m.a. árásum guðfræðing- anna í Sorbonne sem bannfærðu Gargantúa og Pantagrúl oftar en einu sinni. Rabelais sendi verk sitt frá sér í nokkram bókum og hafði því tíma til að gaumgæfa „glópsku" heims- ins og húðfletta samtíðina. Það má reyndar þakka honum fyrir að hann gerði það í anda þeirrar skynsemi sem kallar á vopn gam- anseminnar og kætinnar. Ævin- týrin urðu eins konar dæmisögur sem þeir skildu sem til þekktu, en flest þeirra eru sígild vegna þess að þroski háir mönnum ekki að marki. í formálum hverrar bókar nýtur háðfuglinn sín. Algengt ávarp er drykkjuraftar, stór-ágætu drykkjumenn, óþreytanlegu drykkjumenn og fleira í líkum anda. ísmeygilegur stíllinn leiðir í ljós tilgang höfundar. Ég býst við því að Rabelais höfði til flestra lesenda þegar hann gengur hvað lengst í ýkjusagna- gerð sinni. Af nógu er að taka í þeim efnum. Nefna má Hvernig Francois Rabelais Gargantúi launaði Parísingum góðar móttökur, og hvernig hann tók stóru klukkurnar úr Vorrar- Frúar kirkju, Hvernig Gargantúi át sex pílagríma með salati, Hvernig. Panúrg drekkir kaup- manni og kindum hans í sjónum, einnig öll ferðalögin og framandi slóðir sem lesandinn kynnist. Sérstaklega áhrifarík er frá- sögnin af því þegar þeir hittast fyrst Pantagrúll og Panúrg, ekki er þar aðeins leikið á strengi marg- víslegra tungumála og orðaleikja heldur verður umræðan um hvort Panúrg eigi að kvænast eða ekki ein hin skoplegasta sem finna má í sögum. ESSO ímyndaðu þér, að þú sért nú að taka fyrstu sporin út í lífið, -eða, að þú fáir einn þessara stórgóðu vinninga f endurhæfingar- happdrættinu. Spennandi, ekki satt? NISSAIM NISSAN Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra ^Heimilistæki Heimsborgir Flugleiða flugleiðirfmr Helgarferðir Flugleiða flugleiðir/mr Bensínúttekt hjá Olíufélaginu hf. risana Rabelais var mjög upptekinn af tungumálum og orðaleikjum, kjarnyrtu máli fyrst og fremst. Margt hjá honum er hvað það varðar brautryðjandastarf í rit- mennsku. Sumt getur minnt á súrrealískt ljóð eða ranu, annað er ekki fjarri absúrd leikritagerð. Þiðnuð orð og frosin orð eru með- al þess sem Rabelais leikur sér að. Lofstafir um fíflið Triboulet og þátturinn um orðtæki hins mæta Pantagrúls eru meðal þeirra skringilegu uppátækja sem höf- undurinn tekur upp á ölvaður af orðum. Álíka dæmi era mörg. Rabelais var munkur, læknir og prestur og svo margt annað. Hann gekk fram af kristnum mönnum og kirkjuhöfðingjum með grótesk- um skrifum sínum þar sem hið lága var metið til jafns við hið háa. Að því hafa verið leiddar lík- ur að fyrirmyndin sé karnívöl mið- alda. Vissulega þekkti Rabelais einnig gamlar furðusögur og nýtti sér þær. Rabelais fann gleðina í mót- sögnum lífsins sjálfs þar sem menn gátu gert það sem þeim datt í hug, það sem þeir vildu í raun og veru. Sú hugmynd er hans trúar- brögð og boðun. Hann átti því ekki aðeins hlut í að benda mönn- um á fegurð óskapnaðarins heldur varð hlutverk hans ekkert minna en að opna skáldsögunni dyr, evr- ópsku skáldsögunni sem við freist- umst til að kalla svo samkvæmt skilgreiningu fræðimanna. Sú skáldsaga sýnir okkur á skemmt- inn hátt flækjur lífsins og dæmir ekki þótt hún kryfji heldur lifir sjálfstæðu lífi í frásögninni, text- anum sem stendur fyrir sínu. Nýjar bækur Afmælisdagabókin, afmælis- dagar, brúðkaupsafmæli og minnisstæðir dagar. Afmælisdagabókin er komin út, uppflettibók, sem skrá má í afmæli, brúðkaupsdaga og aðra merkisdaga. í hverri opnu eru ljós- ^ myndir af blómu, vöndum og skreytingum. Þar að auki eru upp- skriftir að hátíðarréttum, sætind- | um og drykkjum. í bókinni er sér kafli um kín- verska stjörnuspeki, ásamt skrá yfir heiti brúðkaupsafmæla og táknmál eðalsteina. Þá er og lyk- ill yfir hvernig megi segja saman skilaboð með blómum, ásamt orða- lykli að baki hveiju blómi. í bókinni er íslenskur málshát- urr við hvern dag og skýrt frá minnisstæðum atburðum er tengj- ast ákveðnum dögum. Útgefandi er Krydd í tilver- una. Bókin er 160 bls og er bókin sett í Prentsmiðjunni (j Odda og prentuð í Singapore. Þórdís Bachmann þýddi. Bókin kostar 2.450 krónur. Svona er líkaminn, ferð_ um vefi og líffæri. Þýðing Örnólfur f Thorlacius. í kynningu útgefanda segir: „Einstæð kynning á mannslíkam- anum. í þessari „gegnsæju" bók er hann kynntur á óvenjulegan hátt. Líffæri mannsins birtast hvert af öðru eftir því sem bókinni er flett. Litglærur sem leggjast hver yfir aðra veita ásamt prentuð- um myndum og glöggum texta greinargott yfirlit um gerð og störf mannslíkamans. “ Setberg gefur út. Bókin kost- ar 1.395 krónur. Nýjar bækur Barnabók eftir Guð- rúnu Helgadóttur Komin er út ný barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur og nefnist hún Litlu greyin. Litlu greyin er fímmtánda bók Guðrúnar Helgadóttur, en fyrri bækur hennar hafa notið vinsælda barna og einnig fullorðinna. Margar bækur Guðrúnar hafa komið út á erlendum málum. Undan illgresinu kom nýlega út í Noregi og er vænt- anleg innan skamms í Danmörku. Fyrir hana fékk Guðrún Norrænu barnabókaverðlaunin. Leikrit Guð- rúnar, Óvitar, verður sett upp í Þrándheimi næsta haust. I kynningu útgefanda segir: „í bókinni Litlu greyin segir frá þremur systkinum, þeim Trausta, Tobbu og Tinnu, sem fara í sumar- bústað ásamt móður sinni. Þar ger- ist margt sögulegt. Amma kemur í heimsókn og týnist - Trausti kemst í kynni við dularfullan draug - og ýmislegt kemur í ljós sem engan hefði órað fyrir.“ Útgefandi er Iðunn. Gunnar Karlsson myndskreytti bókina Guðrún Helgadóttir sem prentuð er í Prentbæ hf. Bókin kostar 1.590 krónur. EUROBATEX PIPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.