Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Bók himinblámans Bókmenntir Jenna Jensdóttir KRISTJANA Emilía Guðmunds- dóttir: Ljóðblik. Myndir: Grímur Marinó Stein- dórsson. Ásútgáfan Akureyri 1993. Það er fáséð að ljóðabækur séu jafn veglega útgefnar og Ljóðblik. Himinblár, vandaður pappír er flöt- ur ljóða og mynda. Á blámann slær fölvum dularblæ á hverri síðu og sveipar skrautletur ljóðanna fjar- hrifum. Flest ljóðin eru byggð á heimspekilegum ígnandunum með trúarlegu ívafi. Hinir ýmsu þræðir tilveru og lífsferli eru brotnir upp í myndrænum ljóðum sem einkenn- ast af góðvild og ákveðnum lífs- skilningi. Trú, von og kræleikur Eins og stjaman. lýsir í myrku - himinhvolfinu lýsir trúin í myrkri angistar okkar. Eins og fræið liggur í moldinni og vaknar að vori lifir voninn í djúpi sálar okkar. Stundum virðist andleg tekja ljóðanna rýrari en sjónin nemur í myndunum. Þó yrkisefnin séu í eðli sínu eins og höfundur nái ekki allt- af flugi í tjáningu sinni: Vefurinn II Vorsins kuldi vekur hjá mér kvíða vont mér þykir vera ein og bíða... Ef til vill skortir þó á vand- virkni. Góð er ferskeytlan: Skvetta Aldan kyssir úfinn stein er á þönum flesta daga þarablöð og þang á grein þarf hún býsna oft að laga. Myndverkin við ljóðin eru unnin úr málmi, gijóti og striga. Hand- Krisljana Emilía Guðmundsdóttir bragð og margræði myndanna heilla augað og hreyfa við tilfinn- ingaskyni. Þetta er eiguleg bók, bæði vegna mikils góðleika er frá efni hennar streymir og glæsilegrar útgáfu. íslenskir listamenn álykta AÐALFUNDUR Bandalags íslenskra listamanna var haldinn 13. nóvember síðastliðinn. A fundinum var forseti BÍL, Hjálmar H. Ragnarsson, einróma endurkjörinn til næstu tveggja ára. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þessum aðalfundi Bandalags íslenskra listamanna: Ályktun til ríkisstjórnar íslands vegna virðisaukaskatts á bækur „Aðalfundur Bandalags ís- lenskra listamanna, haldinn í Reykjavík 13. nóvember 1993, skorar á stjómvöld að fella þegar í stað niður 14% virðisaukaskatt sem lagður var á bækur frá 1. júlí síðastliðnum, áður en skatt- heimta þessi hefur valdið íslensk- um bókmenntum og bókaútgáfu óbætanlegu tjóni.“ Ályktun til ríkisstjórnar íslands vegna Salman Rushdie „Aðalfundur Bandalags ís- lenskra listamanna, haldinn í Reykjavík 13. nóvember 1993, beinir þeim tilmælum til íslensku ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að rík- isstjórn írans verði þvinguð til að draga til baka morðhótanir í garð rithöfundarins Salmans Rushdies og láta af stuðningi við þá sem ofsækja Rushdie og þýðendur hans og útgefendur víðs vegar í heimin- um.“ Ályktun til stjórnvalda vegna Listdansskóla Islands „Aðalfundur Bandalags ís- lenskra listamanna, haldinn 13. nóvember 1993, skorar á stjóm- völd að gera Listdansskóla íslands fjárhagslega kleift að starfa sam- kvæmt reglugerð." Ályktun til leikhúsa um eflingu listdans „Aðalfundur Bandalags is- lenskra listamanna, haldinn 13. nóvember 1993, skorar á stjórn- endur Þjóðleikhússins og Borgar- leikhússins að stuðla að eflingu íslensks listdans, með því að hafa listdans sem fastan lið á sinni efn- isskrá.“ Meitlað Bókmenntir Erlendur Jónsson í ANDÓFINU. Pólsk nútímaljóð. 74 bls. Geirlaugur Magnússon þýddi. Hörpuútgáfan 1993. Fáir íslendingar eru mæltir eða læsir á pólska tungu. Ekki er sá, er þetta ritar, í hópi þeim. Geir- laugur Magnússon hefur dvalist í Póllandi pg fengið mætur á pólskri Ijóðlist. Árangurinn er þessi Iitla bók með þýðingum á ljóðum tólf pólskra nútímaskálda. Sum em áður vel þekkt hérlendis, önnur miður. Heiti bókarinnar er lýsandi fyrir innihaldið. Þetta er andófs- ljóðlist, bitur vitnisburður um grá- glettni þjóðar sem búið hefur við styijaldir og annars konar óáran meiripart aldarinnar, meitlaður skáldskapur, hamraður og upp- mna sínum trúr. Fagurfræði og pólitík eiga sjaldan samleið, annað hvort verður að víkja. Hér er það skrautið sem víkur fyrir alvöru málsins. Skáldin hafna innantómu orðskrúði. Sum eru einnig spör á líkingar. Fyrir koma ljóð sem minna einna helst á dulmál og skeytastíl. Andófsljóð era gjarnan gagnorð og beinskeytt. Svo er um þessi. Hins vegar era þau sönn ef svo má að orði komast um skáldskap, það er að segja borin uppi af sárri Metsölublad á hverjum degi! Fallegnr og lifandi söngur er aðalsmerki Hamrahlíðarkórsins ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Hamrahlíðarkórinn hélt tón- leika í Listasafni Islands sl. laug- ardagskvöld, undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Á efniskránni voru verk eftir madr- igalsnillingana á 16. og 17. öld en þar í flokki voru Jeep, Hassl- er, Lasso, Passereau, Marenzio og ensku snillingarnir Byrd, Ben- nett, Weelkes, Farnaby, Morley, Wilbye og Tomkins. Auk söngv- erkanna flutti Arngeir Heiðar Hauksson, efnilegur gítarleikari, fjögur lútuverk, tvö eftir Mud- arra og önnur tvö eftir Dowland. Hamrahlíðarkórinn hefur á valdi sínu hin fínlegri blæbrigði og leikur þar inná djúpsvið til- fínninganna en einnig með græskulausa gleði æskurtnar, sem Þorgerði tekst að varðveita og hlúa að hjá kórnum, þrátt fyrir kröfuna um góðan og vand- aðan flutning. Madrigalar eru margir hveijir erfið tónlist og það var aðeins í þeim lögum, þar sem kontra- punkturinn var mest ráðandi, að söngfólkið unga réði ekki yfir þeim þrungna söngtóni, sem gef- ur verkunum sérstaka tónræna spennu og gætti þessa raddlega aflleysis helst í verkum eins og Madonna mia gentil, eftir Mar- enzio, Haec dies, eftir Byrd og í Fire, fire, eftir Morley. Þá gætti þess nokkuð að tónninn í kórnum var stundum of hogginn, eins t.d. í tveimur fyrstu lögun- um, Musica eftir Jeep og Tanzen und springen eftir Morley. Glaðleikinn blómstraði í lögum eins og II est bel et bon, skemmti- legu lagi eftir Passereau og fín- leikinn sem var víða nærri í ensku lögunum, var sérlega fal- lega útfærður í Adieu, sweet Amaryllis eftir Wilbye. Það sem er aðalsmerki Hamrahlíðarkórs- ins, er fallegur og lifandi söng- ur, gæddur gleði og undursam- legum fínleik æskunnar og þar er Þorgerður snillingur í leik. og kaldhamrað reynslu og ósvikinni tilfinningu sem skáldin leitast við að tjá um- búðalaust. Málstaðurinn liggur í, með og undir þessum ljóðum. Tad- eusz Rózewicz er skipað fremst. Vel fer á því. Hann er kunnur ís- lenskum ljóðalesendum vegna fyrri þýðinga. Sama máli gegnir um Zbiegniew Herbert. En hann skipar langmest rúm í bók þess- ari. Eftir hann eru tuttugu og fimm ljóð. Zbiegniew Herbert er ef til vill listfengast þeirra skálda sem Geirlaugur hefur tekið sér fyrir hendur að kynna. Hjá honum blandast klassísk skírskotun sam- an við nöturiega kaldhæðni sem þá vísar til samtímans. Eða hvort mundi ekki ljóð hans, Kalígúla, minna lævíslega á pólitík liðinna ára í Austur-Evrópu? Tomasz Jastrun er yngsta skáldið í bókinni, fæddur 1950. Vera má að í ljóðinu Ber lýsi hann nokkuð Vel sálarástandi landa sinna eins og það var á tímum herlaga og neðanjarðarstarfsemi. í ljóðum hans koma fyrir orð eins og ótti, einangrunarklefi, fangels- isgarður, gaddavír og rimlar, allt kunnugleg orð úr umræðu andófs- áranna. Karlar eru þarna í meirihluta. Meðal skáldkvenna er Wieslawa Szymborska sem Geirlaugur telur þekktasta pólskra skáldkvenna í nútímanum. Þrjú ljóð eru þarna eftir hana, eitt þeirra Brautarstöð. Með ísmeygilegu en augljósu lík- ingamáli minnir skáldkonan þar á glötuð tækifæri þjóðar sinnar og þar með »fjarveru« sína frá skap- andi lífi. Um þýðingarstarfið sjálft verð- ur ekki dæmt hér; til þess skortir kunnáttu í frummálinu sem fyrr segir. Hitt er óhætt að fullyrða að texti Geirlaugs sýnist vel og samviskusamlega unninn. Sem heild er bókin samstæð og má af því ráða að þýðandinn hafí sjálfur lagt sinn ómælda skerf til ljóða þessara; í raun bera þau öll keim- líkt svipmót. Hrífandi né minnisstæð getur bók þessi varla talist. Miklu frem- ur er hún dapurlegur vitnisburður um liðna tíma sem buðu upp á fátt nema þjáning og vonbrigði. Ljóðlist andófsáranna, bæði austan tjalds og vestan, varð til vegna ástands sem var. Með nýj- um tímum verður hið liðna fljótt að gleymast. Þá lifir það eitt sem hefur varanlegri skírskotun en til líðandi stundar. Enn er of snemmt að spá hvort þarna leynist eitthvað sem höfða muni til framtíðarinn- ar. Því má telja hyggilegt að birt- ingu þessara ljóða skyldi ekki frestað mikið lengur. Kynslóðir næstu aldar munu vafalaust hafa um annað að hugsa en glímu geng- inna höfunda við úreltar kenni- setningar og steindauðar forynjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.