Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1993 45 fallegt par eins og Þóreyju og Bjart, enda var alltaf talað um þau sem eitt. Því er það svo erfitt og sárt að sjá þau skilin að með svo sorgleg- um hætti, sem og sú tilhugsun að Bjartur sé horfinn okkur úr þessu lífi. Við viljum kveðja Bjart með því að gera orð Tómasar Guðmunds- sonar skálds að okkar: En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morpi lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tipu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í pllnu augnabliki. Þannig verður minningin um Bjart. Elsku Þórey, missir þinn er mik- ill og við óskum þess af heilum hug að þér veitist styrkur i sorg þinni. Foreldrum Bjarts, systkinum, tengdaforeldrum, ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Þóra Björg, Sigurður og Sindri. Kveðja frá íþrótta- félagi stúdenta Dagar koma og dagar líða, oft án þess að við veitum þeim sérstaka eftirtekt en með ótrúlegum hraða gerast atburðir sem kollvarpa dag- legu lífi okkar og fá okkur til að hugsa um lífið og tilveruna. Eins og hendi sé veifað skellur svart- nættið á okkur af fullum þunga og sorgin smýgur djúpt inn í hjarta okkar og sest þar að. í kjölfarið leitum við skjóls undan vágestinum sem engu eirir, ristir djúp skörð í raðir okkar og brýtur upp þá tilveru sem við þekkum þegar lögmál lífs- ins verða öfugsnúin. Þegar út spurðist að vinur okkar og félagi, iþróttamaðurinn Guð- bjartur Magnason eða Bjartur eins og hann var kallaður, væri allur þá setti menn hljóða. Þeir dagar sem áður var getið tóku við með nístandi sársauka og biturleika. Við félagar Guðbjarts í blakdeild Íþróttafélags stúdenta höfðum ávallt mikið af honum að segja enda einn af föstum punktum í til- veru okkar. Fyrst sem leikmaður með félaginu og síðan sem stuðn- ingsmaður og einstakur vinur, en Guðbjartur tengdist félaginu einnig órjúfanlegum böndum í gegnum unnustu sína, Þóreyju Haraldsdótt- ur, sem er leikmaður með kvenna- liði félagsins. Síðustu ár kom hann á flesta leiki félagsins og hvatti sérstaklega vel kvennalið félagsins og höfðu menn á orði að þar færi margra manna maki. Guðbjartur heitinn var vel kynnt- ur innan blakhreyfingarinnar enda fæddur og uppalinn á Neskaupstað þar sem hann steig sín fyrstu skref í blakíþróttinni en margir ungir og efnilegir leikmenn íþróttarinnar hafa einmitt komið þaðan. í svo lít- illi félagshreyfingu sem blakið er þekkja allir alla og ljóst er að það tómarúm sem myndast við fráfall Guðbjarts verður vandskipað. Hvatningaróp og stuðningur munu ekki lengur heyrast úr sæti hans og sá ískaldi veruleiki minnir okkur á hvernig lífsbrautin getur verið þyrnum stráð. Ekkert er öruggt og ekkert er gefið, nema tímahjólið sem heldur áfram að snúast inn óþekkta framtíðina. Eitt er þó víst að við sem stönd- um að Iþróttafélagi stúdenta mun- um heiðra minninguna um Guðbjart Magnason, hinn góða dreng, vin og félaga sem mun eiga pláss í huga okkar allra um ókomna framtíð. A þessari sorgarstundu sendum við foreldrum, ættingjum og Þóreyju, unnustu Guðbjarts, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð almáttugur varðveita ykkur og styrkja um framtíð alla. Guðmundur Helgi Þorsteinsson. Fleirí greinar um Guðbjart Magnason bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR I. SIGURÐARDÓTTIR, Langholtsvegi 16, Reykjavik, lést í Landspítalanum 20. nóvember 1993. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdís Þórðardóttir, Guðmundur Jón Albertsson, Ægir H. Þórðarson, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Inga Hildur Þórðardóttir, Pétur Þorgrímsson, Bjarni Þórir Þórðarson, Elín Katrín Rúnarsdóttir, Kristín Guðný Þórðardóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SAMÚEL JÓNSSON frá Snjallsteinshöfða, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 4. desember kl. 14.00. Hlíf Samúelsdóttir, Þórir Guðmundsson, Gunnur Samúelsdóttir, Pétur Kristjánsson, Guðjón Samúelsson, Guðrún Friðriksdóttir, Auður Samúelsdóttir, EggertWaage, Katrín Samúelsdóttir, Ólafur Helgason barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, sonur og tengdasonur, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Hamarsbraut 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. des- ember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjálparsveit skáta, Hafnarfirði. JónTrausti, Jökull, Ásgeir, Halldóra Sigurðardóttir, Jón E. Guðmundsson. Stella Vilhjálmsdóttir, Jón Valur Tryggvason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKAFTI JÓSEFSSON, Heiðmörk 39, Hveragerði, lést í Landspítalanum sunnudaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 3. desember kl. 14.00. Margrét Jónsdóttir, Jóhannes Finnur Skaftason, Hulda Sigurðardóttir, Jósef Skaftason, Elín Guðmundsdóttir, Hólmfríður Skaftadóttir, Gísli J. Gíslason, Auður Skaftadóttir, Þröstur Sigurðsson og barnabörn. t Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG HJÖRLEIFSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt laugardagsins 27. nóvember. Útförin ferfram frá Þorlákskirkju föstudaginn 3. desember kl. 14. Rútuferð frá BSl' kl. 12.45. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Orgelsjóð Þorláks- kirkju. Ingveldur Ámundadóttir, Magnús Brynjólfsson, Edda Rfkharðsdóttir, Hjörleifur Brynjólfsson, Gróa S. Erlingsdóttir, Vigdís Brynjólfsdóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Kolbrún Skúladóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA PETRA JENSDÓTTIR, Bárugötu 37, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunnunni í dag, þriðjudaginn 30. nóvember, kl. 13.30. Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigfús Guðmundsson, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Valdimar Runólfsson, Svanhildur Karlsdóttir, Þórður Jónsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, áðurtil heimilis í Lönguhlíö 13, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 1. desember, kl. 13.30. Guðrún Þ. Ólafsdóttir, Jón Kr. Ólafsson, Guðlaug Steingrfmsdóttir, Jóna G. Ólafsdóttir, Guðmundur Þ. Björnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föðurbróður míns, GUNNLAUGS KRISTJÁNSSONAR frá Lambanesi í Fljótum. Haraldur Árnason. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför HALLDÓRU ÓSKARSDÓTTUR Einar Sigurðsson, Erna G. Einarsdóttir, Dóra G. Einarsdóttir, Þuríður Einarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGFÚSAR SVEINSSONAR, Furugrund 48, Kópavogi. Guðrún Gissurardóttir, Sigrún Sigfúsdóttir, Ásgeir Ámundsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, Hörður Erlendsson, Björn Ásgeirsson, Jóhanna Jónsdóttir og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, bróður og afa, MAGNÚSAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR framfærslufulltrúa, Háaleitisbraut 54. Rebekka Magnúsdóttir, dr. Alexander Olbrich, Kristján Magnússon, Ester Magnúsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginkonu, dóttur, systur, mágkonu og frænku, HELGU JÓHÖNNU SVAVARSDÓTTUR. Einar Friðfinnsson, Arnbjörg Markúsdóttir, Ingvar Brynjólfsson, Svavar Guðmundsson, Guðmundur Svavarsson, Sævar Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guðrún Sævarsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÁLMARS KRISTINS HELGASONAR, Hofsvallagötu 17, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Elín Sumarliðadóttir, Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Baldur Aðalsteinsson, Helgi Hjálmarsson, Sesselja G. Pálsdóttir, Auður Hjálmarsdóttir, Rúnar Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.