Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1993 Frímerki + glansmynd. Frímerki, hvað er það? Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Vafalaust fínnst mörgum og þá ekki sízt þeim, sem áhuga hafa á frímerkjum, óþarft að varpa þeirri spumingu fram, hvað sé frímerki. Ekki er samt víst, að allir gerir sér grein fyrir því, hvað felst í orðinu frímerki, þótt undarlegt sé. Nafnið frímerki mun fyrst hafa komið fyrir í íslenzku í umræðum um póstmál íslendinga á Alþingi árið 1855 sem tökuorð úr dönsku. Á þessum árum komu fram nokkur önnur nöfn, svo sem gjaldbleðill og borgunarmerki, en síðastnefnda nafnið segir einna gleggst, hvað felst í þessum litla bréfmiða. En svo fór, að heitið frímerki hélt eitt velli. Þessir miðar eru greiðsla fyr- ir þau bréf eða þær sendingar aðr- ar, sem pósturinn tekur að sér að flytja frá sendanda til viðtakanda. Því er verðgildið tekið fram á hveiju merki. Þetta er einmitt kjarni málsins. Frímerki er kvittun póstsins fyrir það gjald, sem hann tekur fyrir að flytja sendingar milli staða. Og því aðeins telst það frí- merki, að þar kom fram verðgildi þess til burðargjalds. Póststjómim- ar einar hafa leyfi til þess að gefa slíkar „kvittanir" út og nefna þær frímerki. Um það leikur enginn vafí. Jafnframt er með öllu óleyfí- legt, að einkaaðilar noti nafnið á einhveijar glansmyndir, sem þeir gefa út, jafnvel þótt þær séu lím- bornar og á stærð við frímerki póststjórnanna, að ég tali ekki um, ef verðgildistala er sett á. Mér kæmi ekki á óvart, þótt slíkt félli undir skjalafölsun, ef á reyndi. Ástæðan fyrir því, að bent er á þessa staðreynd er sú, að í Mbl. 12. nóv. sl. birtist greinarkorn, sem nefnist „Frímerki með mynd af þér eða mér“. Þar segir frá ungri konu, sem samkv. greininni er umboðs- maður sænsks fyrirtækis „sem býð- ur allnýstárlega þjónustu, frímerki með mynd af því sem hver og einn vill,“ eins og segir orðrétt. Ekki er svo sem verið að fara í launkofa með þessa „framleiðslu", enda er greinin bein auglýsing um það, hvemig menn geti eignazt þessi „frímerki". Menn eiga að greiða 1.150 kr. fyrir umslag, sem þeir setja í mynd af sjálfum sér eða t.d. gæludýri sínu, og koma því svo i næsta póstkassa. Nokkru síðar fá þeir 36 slíkar glansmyndir, eins og ég leyfí mér að nefna þessa fram- leiðslu. Nú eru jafnvel boðnar tvö- falt fleiri slíkar myndir fyrir sama verð fram að jólum. Tæplega verð- ur þetta skilið á annan veg en þann, að hér sér verið að benda mönnum á að nota þessar myndir á jólapóst- inn. Er þá ekki hér verið að setja á markaðinn glansmyndir, sem eiga að keppa við jólamerki alls konar líknarfélaga? Svo kemur fram í greininni, að menn geti jafn- vel haft þessi merki í lit og eins fengið settan texta inn á þau. Þá segir orðrétt í greininni: „Þessi nýjung hefur fengið góðan hljóm- grunn í Evrópu og einnig í Banda- ríkjunum." Þá er greint frá því, að umboðsmaðurinn hafí náð samn- ingi við virt ljósmyndafyrirtæki hér í borg til þess að annast sölu á umslögunum. Sjálfsagt er svo að geta þess, að tekið er fram í grein- inni, að Póst- og símamálastofnun- in taki þessi „frímerki" ekki gild sem greiðslu fyrir póstflutning. Ja, þótti engum mikið. Hitt þótti mér undarlegt og í raun ótrúlegt, þegar sagt er, að Póstur og sími muni frá næstu áramótum annast „dreif- ingu og umboðssölu á þessum per- sónulegu frímerkjum" hér á landi, eins og sænska póststjórnin geri í Svíþjóð. Því miður mun þetta vera satt. Ég segi því miður, því að ég veit ekki betur en ísl. póststjórnin hafi t.d. fram að þessu synjað öllum góðgerðar- og líknarfélögum að selja jólamerki þeirra á póststöðv- um sínum nema Thorvaldsensfé- laginu. Og hvar endar það, ef póst- stjórnin fer að taka þessa „fram- leiðslu" upp á arma sína? Þá er ein alvarleg hætta í sam- bandi við þessar glansmyndir. Menn geta auðvitað látið þær á bréf sín við hliðina á frímerki. Síð- an er mjög auðvelt fyrir aðgæzlu- leysi, að þær fái póststimpil jafn- framt frímerkinu, þótt þar standi hvorki ÍSLAND né verðgildi. Ekki er ólíklegt, að slíkt geti hent í jólaö- sinni, þegar allt er á fleygiferð. E.t.v. hefur þessi hugmynd kom- ið öðru og beinlínis sviksamlegu af stað. Ung listakona hælir sér af því í Pressunni 18. nóv. sl., að hún sé að gera „prakkarastrik í pósti“ og að mér skilst í þágu lista- gyðjunnar. M.a. hefur hún útbúið eða látið útbúa glansmynd af sjálfri sér, en gengur þó svo langt í að ofbjóða póststjóminni, að ég verð hissa, ef ekki verður gripið í taum- ana á viðeigandi hátt. Listakonan hefur í algeru purkunarleysi sett bæði nafnið ISLAND á merki sín og verðgildistölu, sem ég held, að varði beinlínis við lög, og svo að auki sitt eigið nafn og ártalið 1993. Svo eru óforskömmugheitin kórón- uð með því, að nota þessa glans- mynd á umslög og líma hana ein- mitt í hægra efra hornið, þar sem beinlínis er tekið fram í reglum, að frímerki póststjórnanna skuli vera. Hér breytir engu, þótt síðan séu sett frímerki með réttu burðar- gjaldi vinstra megin við glans- myndina. Síðan hefur glansmynd- in, trúlega í ógáti, fengið póstst- implun. Af sjálfu sér leiðir, að menn geta ráðstafað Tjármunum sínum eins og þeir vilja og vissulega er ekki verið að blekkja menn beinlín- is með þessum límbornu glans- myndum nema þegar heiti landsins og verðgildi er sett á þær. Ég á því ekki von á öðru en frí- merkjasafnarar sjái í gegnum þessa „framleiðslu" og láti hana ekki rugla söfnun sína. Öðru máli gegnir um allan almenning, sem gæti jafnvel af ókunnugleika látið duga að setja glansmynd af þess- ari gerð á bréf sem burðargjald. Hver ábyrgist, að slíkt slys geti ekki hent? Af þeim sökum ekki sízt hef ég viljað vekja athygli á þessum persónulegu glansmyndum og því, að þær eiga ekkert sameiginlegt við frímerki nema lím og tökkun. Því miður getur þessi „póstlist“ skaðað frímerkjasöfnun, en ég vona, að sá sé ekki tilgangur þess- ara framleiðenda. Hitt er lakast, ef póststjórnir taka sjálfar þátt í þessum vafasama leik. Camilla Söderberg Hljómdiskar Oddur Björnsson Telemann - Vivaldi. Camilla Söderberg, blokkflauta. Bachsveitin i Skálholti. RÚV - DADK - JAPIS. Barokktónlistin mildar skapið og hressir hugann. Gott ef hún bætir ekki meltinguna líka, svo maður tali nú í „barokkstílnum". í mjög góðri grein eftir Önnu M. Magnúsdóttur í bæklingnum sem hljómdiskinum fylgir er m.a. eftirfarandi tilvitnun í Quantz: „Það má líkja tónlistar- flutningi við málflutning mælsku- snillings. Mælskusnillingur og tón- listarmaður hafa þegar öllu er á botninn hvolft sömu markmið hvort sem litið er á undirbúning þess sem flytja skal eða á flutninginn sjálfan, nefnilega að verða herrar yfir hjört- um áheyrenda sinna, að kveikja og lægja ástríður þeirra, að bæta með þeim eina geðshræringu á fætur annarri. Því er það hvorum um sig til framdráttar að hafa nokkra þekk- ingu á skyldum hins.“ Ekki eru þessi orð alveg út í blá- inn þegar þú hlýðir á fremur rólega en líflega „röksemdafærslu" þess- arar tónlistar, þar sem fjölskrúðug jafnvægislistin, angurblíð eða hressi- leg, kallast á við fínlega skreytilist- ina. Og allt streymir áfram fyrir- hafnarlaust, eins og tært bergvatn sem skoppar á steinum eða dvelur í lygnum, jafnvel djúpum hyljum. Ekki ætla ég að gera upp á milli þessara ágætu samtímamanna og snillinga, Vivaldis og Telemans. Telemann er gott dæmi um fagur- fræðinginn mælska, jafnvægis- kúnsterinn og „dansherrann"; Vi- valdi í senn mildur og seiðmagnaður — stundum svolítið tregafullur, jafnt í blæbrigðum hljómsins sem sálar- innar. Konsertar hans þóttu að von- um frumlegir og höfðu gífurleg áhrif, m.a. á Bach. Camilla Söderberg lærði á blokk- flautu við Tóniistarháskóla Vínar- borgar og lauk þaðan einleikara- prófi (1970). Framhaldsnám stund- aði hún við Schola Cantorum Basili- ensis í Sviss, síðan hefur hún leikið á tónleikum hér heima og víðsvegar í Evrópu, þ.á.m. á Norðprlöndum. Hún hefur verið búsett á íslandi frá árinu 1980. Leikur hennar á þessum hljómdiski er mjög góður, eins og við var að búast, eða öllu heldur frábær. Að hafa slíkt vald á blokk- Camilla Söderberg flautu, í tóni og tækni, er undravert. Bachsveitin leikur á sín gömlu hljóðfæri eins og samvalinn engla- hópur. Allt ferskt og fínt! Hljóðritun hefur tekist með af- brigðum vel, en upptökur fóru fram í Laugarneskirkju undir stjórn Bjama Rúnars Bjarnasonar. Vigfús Ingvarsson og Þórir Steingrímsson önnuðust hljóðritun. -.-....♦ 4- ♦------- ■ / SAMÞYKKT aðalfundar Birtingar er skorað á stjórnarand- stöðuna í Reykjavík „að láta minni hagsmuni víkja fyrir hinum meiri og endurskoða fyrri ákvarðanir um framboðsmál í Ijósi nýrra upplýs- inga um afstöðu borgarbúa“. Þar segir einnig að kjósendur í Reykja- vík eigi heimtingu á raunverulegum valkosti við núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. ■ DREGIÐ var úr innsendum miðum úr júlí- og ágústdögum Staðarskála föstudaginn 19. nóv- ember. Fenginn var einn úr hópi gesta til að sjá um útdráttinn en ferðamálafulltrúi svæðisins sá um að allt færi eftir settum reglum. Vinningshafar urðu Selma Bjarna- dóttir, Selvogstungu, Mosfellsbæ og Sigurlaug Sveinsdóttir, Tjarn- argötu 4, Njarðvík, og hljóta þær í vinning mat fyrir tvo í Staðarskála. „Svo sannarlega" Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk og Ellen Kristjáns fara svo sannarlega á kostum á þessari frábæru geislaplötu í útsetningum Eyþörs Gunnarssonar. „Svo sannarlega“ andi fimmta áratugarinsl „Svo sannarlegá' kemur manni í gott skap! „Svo sannarlegá' kemur f verslanir í dag! KRINGLUNNISÍMI: 600930 - STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 - EIÐISTORGI SÍMI: 612160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.