Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 26

Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Hóta árásum * á Israela FÉLAGAR í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Frels- issamtaka Palestínumanna (PLO), sögðust í gær ætla að hefja að nýju árásir á ísraela til að mótmæla drápi á Palest- ínumanni, sem ísraelsk stjórn- völd höfðu heitið sakaruppgjöf. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngu á Gaza-svæð- inu í gær vegna dráps á 23 ára félaga í Fatah-hreyfingunni, Ahmed Abu al-Reesh. Palest- ínskir heimildarmenn segja að Abu al-Reesh hafí orðið fyrir skoti á sunnudag þegar hann fylgdist með skotbardaga milli óeinkennisklæddra hermanna og tveggja eftirlýstra her- manna sem flúðu. Vísindamenn skutu á lík BYSSUKÚLUM var skotið í höfuð, fætur og þjóhnappa mannslíka á háskólasjúkrahúsi í Hamborg vegna vísindarann- sókna í tengslum við morðmál á áttunda áratugnum, að sögn embættismanna í Bonn í gær. Mótmæli í Rúmeníu RÚMLEGA 40.000 Rúmenar efndu til mótmæla í Búkarest og fleiri borgum í Rúmeníu í gær vegna óánægju með efna- hagsástandið í landinu og kröfðust þess að stjórn landsins og Ion Iliescu segðu af sér. Pawlak velur fegurðardís WALDEMAR Pavlak, forsætis- ráðherra Póllands, tilnefndi í gær 23 ára gamla fyrrverandi fegurðardrottningu sem frétta- fulltrúa sinn og hunsaði mót- mæli þeirra sem sögðu hana of reynslulitla fyrir starfið. Konan varð Ungfrú Pólland í fyrra og komst í úrslit alþjóð- legu fegðurðarsamkeppninnar Ungfrú Heimur sama ár. Fjölskylda Escobars heim STJÓRN Þýskalands ákvað í gær að senda fjölskyldu kólombíska eiturlyfjabarónsins Pablos Escobars aftur til Kólombíu. Fjölskyldan hafði óskað eftir hæli í Þýskalandi sem pólitískir flóttamenn. Reuter. Umsetinn flokksleiðtogi CHRISTOPH Bergner, leiðtogi CDU á þingi Sachsen-Anhalt, ryðst í gegnum hóp fréttamanna til að komast á flokkstjórnarfund CDU í Bonn í gær. Sviss 6,5% virðis- aukaskattur samþykktur Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helg- ina að 6,5% virðisaukaskattur verði lagður á neysluvörur og þjónustu frá og með 1995. Þjóðin hefur fellt tillögu um virð- isaukaskatt þrisvar sinnum frá 1977 en í þetta sinn greiddu 66,7% kjós- enda atkvæði með virðisaukaskatti og 33,3% á móti. 44% þjóðarinnar tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Tillaga um bann á tóbaks- og áfengisauglýsingum var felld með tæpum 75% atkvæða. Ríkisstjórnin var á móti tillögunni og ráðherrar tóku þátt í kosningaáróðrinum gegn henni. Helstu röksemdir með tóbaks- og áfengisauglýsingum voru að mikl- ar og nytsamar tekjur fengjust af þeim. Allir ráðherrar í Sachsen-Anhalt í Þýskalandi láta af embætti Sakaðir um að taka sér hærri laun en leyfílegt er FJÓRIR helstu ráðherrar ríkisstjórnar sambandslandsins Sac- hsen-Anhalt, í austurhluta Þýskalands, sögðu af sér embætti um helgina og í kjölfar þess ákvað öll stjórn sambandslandsins að láta af embætti. Meðal þeirra sem sögðu af sér í upphafi var Werner Miinch forsætisráðherra. Hafði ríkisendurskoðun Þýska- lands gert athugasemd við að ráðherrarnir fjórir hefðu greitt sér hærri laun en leyfilegt er á undanförnum árum. Ráðherrarn- ir sögðust ekki telja sig hafa gerst brotlega við lög en að þeir hefðu samt sem áður tekið ákvörðun um afsögn. Kristilegir demókratar fara með völdin í Sachsen-Anhalt og var málið tekið fyrir á flokk- stjórnarfundi í Bonn í gær. Var því lýst yfir að honum loknum að ekki yrði efnt til kosninga í sam- bandslandinu þrátt fyrir afsagnir ráðherranna þar sem til stæði að kjósa á næsta ári. Samstarfs- flokkur CDU f Sachsen-Anhalt, Frjálsi demókrataflokkurinn, gaf þó í skyn að hugsanlega myndi hann telja kosningar nú þegar betri kost en að bíða fram í júní. Ráðherrarnir fjórir voru allir vestur-þýskir að uppruna og gagnrýndu fréttaskýrendur úr austurhluta landsins stjórnmála- menn úr vesturhlutanum harðlega fyrir að láta greipar sópa um al- mannafé á sama tíma og þeir skæru niður útgjöld til allra ann- arra málaflokka. „Ríkisendur- skoðun hefur gert opinbert að Werner Munch og vestrænu ráð- herrarnir hans eru ekkert annað en fégráðugir braskarar,“ sagði Berliner Zeitung í leiðara á fors- íðu. Blöð í vesturhluta landsins voru líka gagnrýnin. Die Welt sagði Munch hafa fallið í þá djúpu gjá sem enn skildi að austur- og vest- urhluta Þýskalands og Frankfurt- er Ailgemeine Zeitung sagði það vera hneyksli þegar stjórnmála- menn reyndu að lifa hátt, ekki síst í augum íbúa austurhlutans. Þetta er annað áfallið fyrir CDU á innan við viku en síðastliðinn fimmtudag tilkynnti Steffen Heit- mann, forsetaefni flokksins, að hann gæfi ekki kost á sér í forseta- kosningum á næsta ári. Þing- kona ofsótt FYRSTA kon- an sem kjörin hefur verið á þing Jórdaníu hótaði í gær að höfða mál gegn jórdönskum dagblöðum ef þau héldu áfram að birta skopteikningar af henni létt- klæddri. Mynd- in var tekin af konunni, Touj- an al-Faisal, í þingsalnum. Frakkar að mildast í GATT-málunum París, Kuala Lumpur. Reuter. TILKYNNING TIL TEKKAREIKNINGSHAFA Hinn 6. desember 1993 tekur samtímabókun tékka gildi, sem er nýr áfangi í tékkamálum hér á landi. Samtímabókun tékka hefur það í för með sér að bókun tékka, sem innstæða eða heimild er fyrir, verður endanleg þegar tékka er framvísað í banka eða sparisjóði. Samkvæmt núverandi bókunaraðferð bókast tékkar í lok dagsins í tékkanúmeraröð þar sem lægsta númer hefur < forgang, þótt sá tékki kunni að hafa verið innleystur síðastur allra I tékka dagsins. Þess er vænst að samtímabókun tékka mælist vel | fyrir hjá viðskiptamönnum banka og sparisjóða. x Samvinnunefnd banka og sparisjóða ALAIN Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sem hefur verið harð- línumaður í GATT-málum og í andstöðunni við Bandaríkjamenn, hefur nú snúið við blaðinu að sumu leyti og segir, að Frakkar muni hagnast meira en tapa á nýjum GATT-samningum. Búist er við, að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, leggi hart að Francois Mitterr- and, forseta Frakklands, og Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, að samþykkja GATT og hætta andbandarískum áróðri, sem er farinn að valda einangrun Frakka innan Evrópubandalagsins. I viðtali við fjármálablaðið Les Echos lagði Juppe áherslu á holl áhrif GATT-samnings á staðnað efnahags- lífið í Frakklandi og í allri Evrópu og kvaðst vera farinn að hafa áhyggjur af andevrópskum og vemdarstefnutil- hneigingum í landi sínu. Sagði hann, að koma yrði bændum í skilning um, að Frakkar sem þjóð gætu ekki ann- að en tapað á því að múra sig inni. Eina sneiðin til Bandaríkjastjómar var sú, að ætti GATT-samningum að ljúka fyrir 15. desember, yrði hún að fallast á stofnun sérstakrar eftirlits- stofnunar með þeim. Juppe er aðal- samningamaður Frakka í GATT-við- ræðunum og framkvæmdastjóri Gaul- listaflokksins, sem hingað til hefur verið hvað andsnúnastur GATT. Kohl þrýstir á Frakka Kohl, kanslari Þýskalands, mun í dag fara til fundar við franska ráða- menn og er yfirlýstur tilgangur hans að efla samstöðu Þjóðveija og Frakka í lokahrinu GATT-viðræðn- anna. Eftir heimildum er hins vegar haft, að Kohl ætli að leggja hart að þeim Balladur forsætisráðherra og Mitterrand forseta að fallast á nýjan GATT-samning. Franskir embættismenn hafa síðustu daga lagt áherslu á, að samstaða sé nú innan EB í GATT-málum en sagt er, að leggi Bandaríkjastjórn fram tilboð í Iandbúnaðarmálum nú í vik- unni, sem önnur ríki en Frakkland vilji fallast á, þá muni Frakkar ein- angrast á nýjan leik. Richard Need- ham, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í Malasíu í gær, að yrði stífni Frakka til að koma í veg fyrir GATT-samninga, myndi það alvar- leg áhrif innan Evrópubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.