Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 1
104 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 278. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Heimabrugg- arar þurrka upp vatnsból HEIMABRUGG í Engelsfors í Svíþjóð er orðið svo umfangsmikið að á stundum hefur legið við vatnsskorti í bænum. Hefur hreppstjórnin hótað að leita til Iögreglunnar, linni brugguninni ekki. Lagt hefur verið til að stækka vatns- veituna en hreppstjórnin þvertekur fyrir að greiða háar fjárupphæðir til slíks. Einfaldari og ódýrari lausn sé að bæj- arbúar hætti að brugga. „Lífræntu sjón- varp á markaðinn VIÐKVÆMIR sjónvarpsáhorfendur, pottablóm og skrautfiskar geta nú andað léttara því á næsta ári er von á „líf- rænu“ sjónvarpi á markaðinn. Það er suður-kóreski framleiðandinn Samsung sem hefur þróað sjónvarp sem gefur ekki frá sér innrauða geisla sem hafa áhrif á pottablóm og gullfiska. í tilraun- um lifðu prestafíflar (chrysantheum) góðu lífi í 45 daga fyrir framan sjónvarp- ið lífræna en aðeins 30 daga fyrir fram- an venjulegt sjónvarp. Fiskar, sem settir voru í búr fyrir framan sjónvörpin, syntu helmingi hraðar fyrir framan tæki Sams- ungmanna. Ónæmir fyrir kólesteróli VÍSINDAMENN í Atlanta í Bandaríkjun- um telja sig hafa fundið ástæðu þess að sumt fólk getur kýlt sig út af kólester- ólríkri fæðu allt sitt líf án þess að kenna sér meins. Segjast vísindamennirnir telja að fólk þetta sé fætt með erfðavísi sem geri það ónæmt fyrir þeirri tegund kól- esteróls, sem er að finna í mat. Helgispjöll í flugvélamatnum FRANSKIR farþegar í flugi British Airways milli Lundúna og Parísar hafa rekið upp ramakvein að undanförnu yfir matreiðslu breskra kokka flugfélagsins. Það sem gekk fram af farþegunum var sú hugdetta matreiðslumannanna að setja tómatfyllingu í hið nánast heilaga „croissant" eða hveitihom. „Þegar ég leit á matarbakkann ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum. Aðeins Bretum gæti dottið annað eins í hug,“ var haft eftir einum frönsku farþeganna, sem líkti matargerðinni við heigispjöll. Eitt bresku dagblaðanna lagði til við mat- sveina flugfélagsins að gera enn frekari tilraunir í eldhúsinu og stakk upp á nautabuffi með vanillusósu og rabar- baragraut með sinnepi. Snjónum fagnað Morgunblaðið/Ragnar Axelsson UNGA kynslóðin tók snjónum sem féll á Suðvesturlandi í vikunni fagnandi. Þessi hópur skellti sér á sleða í Ártúnsbrekkunni um leið og fyrsta tækifæri gafst. Bili Clinton um kjarnorkuvopnaáætlanir kommúnista í N-Kóreu Vill komast hjá átökum við stjórnina í Pyongyang Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst í gær mundu sýna festu gagnvart Norður-Kóreumönnum þótt hann vonaði í lengstu lög, að ekki þyrfti að koma til átaka vegna hugsanlegra kjarnorkuvopnaáætl- ana þeirra. Stjórnin í Pyongyang svaraði í gær kröfum Bandaríkjastjórnar um eftir- lit með kjarnorkuverum og rannsókna- stofnunum í Norður-Kóreu og gaf nokkuð eftir en þó er langt í frá, að svörin teljist fullnægjandi. Víetnam hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja, sem leggja hart að Norður- Kóreustjórn að standa við samninginn um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Að sögn bandaríska dagblaðsins The New York Times hefur Norður-Kóreustjórn fallist á að veita eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar aukinn aðgang að þeim kjamorkustöðvum, sem þeir hafa á()ur skoðað, en bannar sem fyrr aðgang að öðrum. Án þess að skoða þær geta eftirlitsmennirnir ekki komist að þvi hve mikið plútóníum hefur ver- ið notað til hugsanlegrar kjarnorkuvopna- smíði. Þetta boð er talið algerlega ófullnægj- andi en bandarískir embættismenn benda á, að það viti þó á gott, að orðalagið var miklu hófsamara en áður og laust við áróðurskennd- ar upphrópanir. Víetnam skorar á N-Kóreu Clinton Bandaríkjaforseti sagði í Albuqu- erque í Nýju Mexíkó, að aldrei yrði liðið, að Norður-Kóreumenn kæmu sér upp kjarnorku- vopnum en hann kvaðst vona, að þeir sæju að sér og tækju upp samstarf við aðrar þjóð- ir. Stjórnvöld í Víetnam hafa ákveðið að skora á stjórnina í Pyongyang að fylgja samningnum um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Víetnam og Norður-Kórea hafa nokkur tengsl sín í milli en ekki er þó talið, að þau séu náin. Kommúnistum spáð sigri Róm. Reuter. ÁTTA milljónir ítala, um 20% kjósenda, ganga að kjörborðinu í dag í síðari umferð borgarstjórnarkosninganna á Ítalíu. Kosið verður í 124 borgum þar sem ekki náðist hreinn meirihluti í fyrri umferð kosning- anna. Síðustu skoðanakannanir bentu til sigurs kommúnista á nýfasistum og Norð- ursambandinu. Mest spennan er í Napólí og i Róm. Ales- sandra Mussolini, frambjóðandi nýfasista í Napólí, hefur 8% minna fylgi en frambjóðandi kommúnista í skoðanakönnunum og Francesco Rutelli, frambjóðandi vinstrimanna og græn- ingja í Róm, hefur 7% forskot á nýfasistann Gianfranco Fini. Kommúnistum er spáð sigri yfir Norðursambandinu í Genúa og Feneyjum. KVOTABRASKIÐ IURÆMDA 14 HJUKRUN Á KROSSGÖTUM MEÐ HAGSYNUM ÞJÓÐVERJUM ÞÝSKHARKA 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.