Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 EFNI Tillaga um lokun grunnslóðar Siglfírðinga „Verið að taka frá okkur lífsbjörgina“ HAFRANNSÓKNASTOFNUN mun eftir helgi leggja til við sjávarút- vegsráðuneytið að grunnslóðinni frá austurkanti Skagafjarðar og í Eyjafjarðarál og tíu mílur út verði með reglugerð lokað fyrir línuveið- um. Kynntu þeir smábátamönnum á Siglufirði þetta í fyrrakvöld. Sjó- menn hafa mótmælt þessari lokun, segja að með henni sé verið að loka nánast öllum hefðbundnum veiðisvæðum þeirra og. taka frá þeim lífsbjörgina. Sveinn H. Zophaniasson á Siglu- fírði sagði í samtali við Morgunblað- ið að veiðieftirlitsmenn hefðu byijað að mæla fiskinn í haust um það leyti sem smábátar voru að byija á línu. Forstöðumaður veiðieftirlits Fiski- stofu og fiskifræðingur hefðu síðan kynnt smábátasjómönnum á Siglu- firði fyrirhugaða mikla lokun á fundi með þeim fyrir norðan í fyrrakvöld. Lagt væri til að allt veiðisvæðið út af Siglufirði og Fljótum yrði lokað. Reglur Hafrannsóknastofnunar kveða á um að loka beri svæðum ef fjórðungur af aflanum er 55 sm eða smærri fiskur og varð það niðurstað- an úr mælingum. Sveinn sagði að mælingamenn hefðu ekki sést á þess- um slóðum fyrr en í fyrrahaust og síðan hefðu verið skyndilokanir á nokkrum hólfum og reglugerðarlok- un á takmörkuðu svæði. Skyndilokun stendur yfir í viku en með reglugerð er hægt að banna veiðar til lengri tíma. Dæmigerður „Norðlendingur" Sveinn sagði að fískur væri nokk- uð smár á þessum veiðisvæðum, frá 40 og upp í 80 sentímetrar að lengd. Þetta væri dæmigerður „Norðlend- ingur“, hvorki smærri né stærri en hann hefði verið frá öndverðu og menn sæju ekki fram á breytingar í þeim efnum. Smábátamenn fóru fram á það í haust að fiskurinn yrði aldursgreindur, ekki aðeins lengdar- mældur. Var það gert í nóvember og þá unnið úr sýnum af austurhluta svæðisins, ekki Fljótagrunninu sem Sveinn segir að sé aðal veiðisvæðið. Hann segir að niðurstaðan hafi verið sú að 40-50% af fiskinum væri fjög- urra ára og yngri og afgangurinn væri því „hægvaxta" 5-6 ára fískur, samkvæmt orðum fiskifræðinga. Taldi Sveinn að þetta sýndi að norð- lenski þorskurinn yxi hægar og þyrfti því að hafa önnur viðmiðunarmörk við ákvarðanir um lokanir. Tíu smábátar með kvóta róa með línu frá Siglufirði, auk þess sem tíu krókaleyfísbátar til viðbótar byija á iínu að loknu veiðistoppinu í desem- ber og janúar. Sveinn sagði að þess- ir bátar kæmust ekkert á sjó ef öllu þessu svæði yrði lokað. Sjómennirnir og beitningafólkið hefði ekki að neinni annarri atvinnu að hverfa og ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Valdið sem fískifræðingarnir hefðu væri því skelfilegt. Sjómennirnir hafa lagt til við Hafrannsóknastofnun að þeim hluta svæðisins þar sem stærsti fiskurinn veiðist verði haldið opnu og þeir hafa einnig sent sjávarút- vegsráðherra bréf með ósk um að hann beiti sér fyrir minnkun svæðis- ins. Morgunblaðið/Kristinn í eina gámafrystihúsi í heiminum GUNNAR Magnússon og Rússinn Dimitri eru hér að vinna að lokafrá- gangi á eina frystihúsi sinnar tegundar í veröldinni. Um er að ræða færan- legt frystihús í átta samliggjandi gámum, sem komið verður fyrir um borð í rússnesku verksmiðjuskipi í eigu útgerðarfyrirtækisins UTRF í Petropavlovsk á Kamtsjatka. Það er fyrirtækið IeeMac sem gerði samning um smíði frystihússins síðastliðið vor og er um að ræða eitt af stærri útflutningsverkefnum íslendinga á sviði tækni og hugvits fyrir erlendan sjávarútveg. Samningsupphæð er 3,1 milljón dollara, um 225 milljónir króna. Smíði frystihússins og hönnun er alíslenzk og eru flest tæki í því íslenzk. Helztu undirverktakar eru Landssmiðjan, Kæling og Sigurplast, en meðal annars má nefna að vogir eru frá Marel og fískikör frá Sæ- plasti. Frystihúsinu fylgir svo afkastamikil ísvél, en verksmiðjuskipið stund- ar ekki veiðar, heldur tekur aðeins físk frá fískiskipum á miðunum og mun sjá þeim fyrir ís til að kæla fiskinn. Hveragerði reyk- laus um aldamótin BÆJARSTJÓRN Hveragerðis hefur ákveðið að stefna að því að bærinn verði reyklaus árið 2000. Að sögn Hallgríms Guðmundssonar bæjar- stjóra þýðir það ekki að þeir sem reykja verði ekki velkomnir í bæinn en að viðhorfið gagnvart því að reykja ekki verði hins vegar mjög jákvætt. Þessi ákvörðun tengist uppbyggingu bæjarins sem heilsubæjar en til að hægt verði að markaðssetja hann sem slíkan er æskilegt að lífsstill íbúanna sé sem heilsusamiegastur. Heilsuráðstefna var haldin í Hveragerði um síðustu helgi þar sem hugmyndir um uppbyggingu bæjar- ins sem heilsubæjar voru kynntar íbúum í bænum. Forsvarsmenn bæj- arins taka mið af þeim kröfum sem gerðar eru til heilsubæja í Þýska- landi, þar sem heilsubær er skil- greint hugtak og verður að uppfylla ströng skilyrði, en ráð er fyrir því gert að flestir gestir Hveragerðis sem heilsubæjar muni koma frá Morgunblaðið/RAX Litli trommuleikarinn SJÁLFSTÆÐIR plötuútgefendur héldu á föstudagskvöld tónleika og köll- uðu Aðventurokk. Á annað þúsund manns kom saman á Hótel íslandi til að hlýða á listamennina. Á myndinni flytur Sigrípur Beinteinsdóttir lagið um litla trommuleikarann með aðstoð frænda síns, Ásgeirs Vals Einarssonar. Þýskalandi. Þá er einnig haft til hlið- sjónar átak Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Að sögn Hallgríms Guðmundssonar á Hveragerði langt í land í sumum efnum með að uppfylla skilyrði þau sem sett eru en í öðru tilliti er bær- inn vel settur. Reykingar eru eitt þeirra mála sem taka þarf á. Áhersla lögð á yngstu íbúana Hallgrímur segir að reykingaátak- ið verði unnið í samvinnu við félög og fyrirtæki í Hveragerði. Þeir sem standa að því eru dvalarheimilið Ás, heilsustofnun Náttúrulækninga- félags íslands, Lionsklúbbur Hvera- gerðis, íþróttafélagið Hamar og Hót- el Örk auk Hveragerðisbæjar. Mark- miðið sem sett verður er að árið 2000 verði ekki fleiri en 15% Ibú- anna sem reykja. Áhersla verður lögð á að brýna fyrir fólki að taka tillit til bama. Leitað verður eftir samstarfi við þá sem vinna með börn- um, í leikskóla, grunnskóla og íþróttastarfi. Bærinn styður markmið Strax milli jóla og nýárs verður efnt til opins námskeiðs fyrir þá sem vilja hætta reykja um næstu áramót og síðan verður fylgst með árangri á eins til tveggja ára fresti og fræðslu og markmiðasetningu breytt með tilliti til niðurstaðna. Bæjarstjóm Hveragerðis sam- þykkti samhljóða í gær að bærinn yrði reyklaus sem vinnustaður og að bærinn myndi styðja þau mark- mið sem félagasamtök í bænum taka upp á eigin vegum til að draga úr reykingum. -------»-■» ♦------- Amsterdam Islenskar myndir hjá Sotheby’s TVÆR myndir eftir Sigurð Guð- mundsson, myndlistarmann i Hollandi, verða boðnar upp hjá Sotheby’s í Amsterdam hinn 9. desember nk. Hér er um að ræða ljósmynd sem er stækkuð á gelatin silfurpappír og stærð hennar 82 x 90 sm. Mynd- in er frá árinu 1979 og matsverð hennar er 6.000 til 8.000 hollensk gyllinni eða um 230-305 þúsund krónur. Verkið hefur verið sýnt á ýmsum listasöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal á Listasafni íslands árið 1991. Einnig verður á þessu uppboði boðin upp grafíkmynd eftir Sigurð frá 1987 sem heitir Landslag. Matsverð er um 5.700 til 7.800 krónur. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur hjá Sotheby’s á íslandi verður unnt að bjóða í myndimar frá skrifstofu uppboðsfyrirtækisins hér á landi. Auglýsingablaðinu Kjarabót, sem Okkar sérsvið gefur út, er dreift með Morgunblaðinu i dag. Unglingar fá ekki vinninga nema í fylgd fullorðinna FRAMVEGIS verða vinningar í spilakössum Rauða kross íslands ekki greiddir út til unglinga undir 16 ára aldri nema þeir séu í fylgd fullorð- inna. Um er að ræða þá kassa, þar sem vinningsupphæðin kemur fram á miða, sem framvísa á til afgreiðslufólks. Hæsti vinningur er 3.000 krónur. Þá hefur verið ítrekað við eigendur söluturna, þar sem eru spilakassar, að kassarnir séu ekki ætlaðir unglingum undir 16 ára aldri. Að sögn Sigrúnar Ámadóttur framkvæmdastjóra Rauða kross ís- lands, hefur eigendum söluturnanna verið ritað bréf og þeir beðnir um að sjá til þess að vinningar séu ekki greiddir út til þeirra sem eru yngri en 16 ára, en söluturnar sjá um að greiða út alla vinninga. Þá hefur verið ítrekað, að spila- kassar séu ekki ætiaðir unglingum 16 ára og yngri. „I raun er það ekki ný regla,“ sagði Sigrún. „Kassamir hafa alltaf verið og eru merktir þar sem fram kemur að þeir séu ekki ætlaðir unglingum undir 16 ára aldri en vegna þeirra umræðna sem verið hafa þá þótti ástæða til að undir- strika þessa reglu enn frekar." Jafn- framt hefur verið sett upp stærra og meira áberandi skilti á þeim stöð- um sem spilakassarnir eru, þar sem fólk er áminnt um aldurstakmarkið. Kvótabraskið illræmda ►Fjórir sjómenn segja frá reynslu sinni af þátttöku í kvótakaupum og afleiðingum þess að neita að vera með./lO Hallarbylting hluthafanna ► Samruni Volvo og Renault er úr sögunni eftir söguleg átök innan sænsku bílaverksmiðjanna./12 Hjúkrun á krossgötum ►Hvort eiga læknar eða hjúkrun- arfræðingar að bera ábyrgð á rekstri sjúkradeilda?/14 Annar hugsunarháttur ► Halldór Briem er hótelstjóri Hil- ton-hótelsins í Peking og glímir þar við annan menningarheim./16 Þýsk harka ►Kristín Maija Baldursdóttir, höfundur Buddu-pistla sunnudags- blaðsins, heldur áfram rannsókn- um sínum á þýskri hagsýni./18 B ► l-32 íslenskar athaf nakonur ►Ekki alls fyrir löngu veitti Fé- lagsmálaráðuneytið nokkrum litl- um og tiltöluiega nýstofnuðum fyrirtækjum styrk til að hleypa styrkari stoðum undir starfsemina. Fyrirtækin eiga það öll sameigin- legt að vera í eigu og rekin af konum. Morgunblaðið beinir eink- um athyglinni að Hörpu Vilberts- dóttur, sem er ein þessara kvenna, 25 ára að aldri og rekur ígul hf., sérstætt sjávarútvegsfyrirtæki á Hvammstanga./l Séðog lifað ►Jet Black Joe hefur hangið sam- an gegnum þykkt og þunnt og sendi fyrir skemmstu frá sér nýja plötu sem virðist ætla að seljast jafn vel og fyrri metsöluplata./8 Segi meiningu mína við Pétur og Pál ►Einsetumaðurinn og bóndinn Þórður Runólfsson í Haga sóttur heim./12 "““zxsívx '.'Si.Æísais't"'" BÍLAR S- 4 __hnl «H»r«4 siitna kvcn- fcyns vióskiplnvinum betur tsiit.. nr BILAR ► 1-4 Ford og konurnar ►Bandarísku bílaverksmiðjurnar ætla að sinna kvenkyns viðskipta- vinum betur./l Reynsluakstur ►Rúmgóður aldrifs BMW með nægu afli./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykj avikurbréf 26 Minningar 32 Menning 36 íþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Gárur 5j Mannlífsstr. lob Dægurtónlist I8b Fólk f fréttum 20b Kvikmyndir 23b Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bió/dans Bréftilblaðsins 28b Velvakandi 28b Samsafnið 30b 24b 24b 24b 24b 25b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.