Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 10

Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 Fjórir sjómenn segja f ró reynslu sinni af þátttöku i kvótakaupum og af leióing- um þess aó neita aó vera meó : > , : •.. . mmmm eftir Friðrik Indriðason KVÓTAKAUP sjómanna eða það sem þeir kalla „kvóta- brask“ hefur verið mjög í umræðunni undanfarið ár. Mik- ill hiti er í sjómönnum vegna þessa máls og forystumenn þeirra hafa sagt að sjómannasamtökin séu reiðubúin að fara í hart til að stöðva þvingaða þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum og séu verkföll þar inni í myndinni. Fyrsta kvótakaupamálið sem Sjómannasambandið kærir til dómstóla hefur verið dómtekið hjá Hér- aðsdómi Reykjaness og fimm önnur slík mál munu verða dómtekin á næstunni. Sjómannasam- tökin hafa þar að auki staðið fyrir viðamikilli fundaherferð víða um land þar sem þessi mál hafa verið rædd. Sjónarmið útgerðarmanna eru aftur á móti þau að verið sé að bjóða sjómönnum upp á valkost að vinna áfram þótt kvóti bátsins sé búinn í stað þess að vera á tekju- tryggingu í landi. í flestum tilfellum hafí sjómenn skrifað undir samn- inga þess efnis að þeir taki þátt í kvótakaupum útgerða og enginn sé neyddur til að vera með. Sjómenn aftur á móti benda á að kvótakaup- in séu klárt brot á kjarasamningum og þeir hafa aðra skoðun á því að menn séu að skrifa undir fyrr- greinda kvótakaupasamninga af fúsum og fijálsum vilja. Staðreynd- in sé sú að ef menn skrifi ekki undir sé þeim sagt að taka pokann sinn og fara í land. Þar að auki eigi viðkomandi mjög erfitt með að fá annað pláss ef hann hefur einu sinni neitað að vera með í kvóta- kaupum. Einn verkalýðsforinginn sem Morgunblaðið ræddi við í þessu sambandi gekk svo langt að segja að þetta væru ekkert annað en „gestapo-aðferðir" sem útgerðar- menn beittu. Er Morgunblaðið ræddi við nokkra sjómenn sem lent hafa í því að vera þátttakendur í kvótakaup- um kom fljótlega í ljós að nær eng- inn sem er nú með pláss á bát vildi tjá sig um málið undir nafni. Greini- legt var að menn óttast mjög um atvinnuöryggi sitt undir slíkum kringumstæðum en þeir sem hér er rætt við eiga það sammerk að hafa tekið þá ákvörðun að hætta á sjó eða eru að vinna í landi og gera sér litlar vonir um að komast á sjó í bráð sökum þess að þeir mót- mæltu þátttöku sinni í kvótakaup- um. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands- ins segir að hann sé klár á því að ef menn opna á sér munninn til að mótmæla missi þeir pláss sitt. Um slíkt séu mörg dæmi. Lamdi hnefanum í borðið Þór Jóhannsson hafði unnið á sjó í 43 ár er útgerð bátsins sem hann var á um síðustu áramót ákvað að láta mannskapinn taka þátt í kvóta- kaupum. „Ég var sá eini um borð sem lamdi hnefanum í borðið og sagðist ekki taka þátt í þessu,“ segir Þór. „Síðan fór ég frá borði og tók þá ákvörðun að hætta alfar- ið í sjómennskunni." Þór var háseti á línubátnum Sig- urði Þorleifssyni í Grindavík er þetta mál kom upp. Hann segir að þátttaka mannanna um borð í kvótakaupum hafi verið ákveðin í túr um jólin er hann var í fríi. „Þeg- ar ég kom aftur um borð í janúar og frétti af þessu var ég sá eini sem þorði að opna á mér kjaftinn og mótmæla og ég fann að þar með þótti ekki æskilegt að hafa mig um borð.“ í þessu tilfelli hafði útgerðin ákveðið að mennirnir myndu borga 20 krónur af hverju þorskkílói af keyptum kvóta. Þór segir að hann hafí kært sína þátttöku í kaupunum til Sjómannasambandsins en af honum höfðu verið dregnar 40.000 krónur í janúar til kvótakaupa. „Ég fékk þessa upphæð síðan ehdur- greidda frá útgerðinni en útgerðar- maðurinn sagði mér að fyrra bragði að ég myndi ekki fá meðmæli frá þeim svo ég ætti auðveldara með að fá aðra vinnu.“ Þór hóf vinnu á sjó 14 ára gam- all og byijaði feril sinn á síðutogur- unum. Aðspurður um afstöðu sína ■ „Ég var sá eini um borö sem lamdi hnefanum i boröiö og sagöist ekki taka þátt i þessu." ■ „Ég hef aldrei kynnst öörum eins óþverraskap á mín- um ferli . . ." ■ „En svona fram- koma felur i sér aö þaö œtti aö set ja sjóræningjafána á bátinn öórum til vióvörunar." ■ „Þetta var mikill feluleikur sem sióan fór i gang enda um ólöglegt athæfi aó ræóa og máttu aórir ekki vita af þessu né kom þetta fram sérstaklega i upp- gjörum okkar." til þátttöku sjómanna í kvótakaup- um segir hann slíkt vera út í hött að sínu mati. „Ég heyrði á mann- skapnum um borð að allir voru óánægðir með að þurfa að taka þátt í þessu en enginn þorði að mótmæla af ótta við að missa pláss sitt,“ segir Þór. „Hins vegar hitti ég einn af fyrrum skipsfélögum mínum um daginn og mér skildist á honum að nú væru þeir allir að gera kröfu um að fá hlut sinn í kvótakaupunum endurgreiddan.“ Þór er búsettur í Reykjavík og segir að hann sé atvinnulaus í augnablikinu og í leit að vinnu í landi. „Ég er búinn að sætta mig við það að fara ekki að vinna aftur á sjó og ég tel að margir séu í svip- aðri stöðu og ég í dag. Að minnsta kosti hef ég heyrt af því að þeir sem hafa neitað að taka þátt í kvótakaupum fái ekki vinnu hjá öðrum útgerðum þótt þeir leiti eftir slíku.“ Aldrei kynnst öðrum eins óþverraskap Oddgeir Gestsson sjómaður í Keflavík var rekinn af bátnum Al- bert daginn eftir að hann mótmælti því að vera látinn taka þátt í kvóta- kaupum útgerðarinnar. „Ég hef aldrei kynnst öðrum eins óþverra- skap á mínum ferli og ég lenti í þama því þeir tóku af hlut okkar til kvótakaupa án þess að leita eft- ir samþykki okkar og þegar ég mótmælti fékk ég uppsagnarbréfið um hæl,“ segir Oddgeir en hann hefur stundað sjómennsku um hátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.