Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 11
MORGÚNBLÁÐIÐ SÚNNUDAGUR 5. DESEMÚER 1993 11 í 50 ára skeið eða frá 15 ára aldri. Mál þetta kom upp um miðjan ágúst sl. og segir Oddgeir að út- gerðin hafi dregið af honum 16.000 krónur eftir átta daga túr. Hann kærði málið til verkalýðsfélags síns og var rekinn daginn eftir. Aðspurð- ur um viðbrögð félaga hans um borð segir Oddgeir að hann hafi frétt að þeir væru flestir hættir núna. „En þegar ég ræddi við þá á sínum tíma sögðu nokkrir að þeir hefðu ekki efni á að missa plássið sitt um borð og það hafði ég raun- ar ekki heldur ef út í það er farið. En ég læt ekki svína svona á mér,“ segir Oddgeir. Oddgeir vinnur nú hjá Keflavík- urbæ og hefur vinnu þar fram að áramótum. Hann segist hafa svip- ast um eftir plássi er hann var rek- inn af Albert en ekkert fengið og síðan hætt þeim tilraunum þegar honum bauðst núverandi vinna. „En ég vil vinna áfram á sjó enda hefur það verið mín vinna allan minn fer- il,“ segir hann. „Og ég hef vonir um að komast á loðnuskip um ára- mót hjá skipstjóra sem ég hef þekkt lengi og unnið með áður.“ Oddgeir hefur enn ekki fengið 16.000 krónurnar endurgreiddar og hefur hafið málarekstur gegn út- gerðinni til að fá hlut sinn bættan. Aðeins fengið íhlaupavinnu Það eru ekki bara hásetar sem lent hafa í því að verða reknir fyrir að neita að taka þátt í kvótakaup- um. Ómar Jakobsson var stýrimað- ur á Albert er þetta mál kom upp og hann mótmælti eins og Oddgeir með þeim afleiðingum að hann var rekinn í land. Ómar segir að hann hafi aðeins fengið íhlaupavinnu síð- an hann var rekinn og það komi sér afar illa þar sem hann er fjöl- skyldumaður og tekjumissirinn hef- ur bitnað á heimilinu. Ómar hefur stundað sjómennsku í 27 ár og segir að hann hafi aldrei lent í neinum vandræðum í líkingu við þessi. „Það var hreint með ólík- indum hvernig þessi kaup okkar bar að því það var ekki talað við neinn um borð heldur kaupin einfaldlega dregin frá við uppgjörið fyrir júlí- rnánuð," segir Ómar. „Ég hef ekki reynt að útvega mér pláss annars staðar enda tel ég það ekki til neins þar sem þessi kvótakaup sjómanna eru orðin svo algeng hér um slóðir. Og menn láta bjóða sér þetta þar sem atvinnuleysi er í landi og lítið um vinnu. Útgerðin gengur á lagið við þessar kringumstæður.“ Ómar telur að þátttaka sín í kvótakaupunum hafi numið um 60.000 krónum í júlí og ágúst. Hann er ekki viss um nákvæma tölu þar sem hann hafi enn ekki fengið ágústuppgjörið í hendur. Lögfræðingur FFSÍ hefur gert kröfu um greiðslu á 600.000 krón- um honum til handa en þar inni í er uppsagnarfrestur sem Ömar hef- ur heldur ekki fengið greiddan. „Ef útgerðin hefði talað við mannskap- inn fyrirfram hefðu þeir sem ekki vildu vera með getað hætt og hinir haldið áfram. En svona framkoma felur í sér að það ætti að setja sjó- ræningjafána á bátinn öðrum til viðvörunar," segir Ómar. Hvað framtíðina varðar segir Ómar að hún sé óviss. Hann hafi tekið meiraprófið til að eiga betri möguleika á vinnu í landi en það sé bara ekki mikið um störf. í feluleik Gunnar Böðvarsson, búsettur í Vestmannaeyjum, hefur stundað sjó undanfarin þijú ár. Hann var þvingaður til þátttöku í kvótakaup- um á bátnum sem hann var á í sumar en hann vill ekki að nafn bátsins komi fram. „Þetta var lagt upp þannig fyrir okkur um borð að kvóti bátsins væri uppurinn og ann- aðhvort væri fyrir okkur að taka þátt í að kaupa viðbótarkvóta eða bátnum yrði lagt,“ segir Gunnar. „Menn sáu fram á að missa vinnuna ef þeir yrðu ekki með og því töldum við ekki um annað að ræða. En þetta var mikill feluleikur sem síðan fór í gang enda um ólöglegt athæfi að ræða og máttu aðrir ekki vita af þessu né kom þetta fram sérstak- lega í uppgjörum okkar. Ég er til dæmis alls ekki með það á hreinu hvað ég borgaði mikið af mínum hlut í kvótakaup." Gunnar segir að hann hafi fyrir nokkru tekið þá ákvörðun að hætta á sjó og leita að vinnu í landi. Þessi kvótakaup voru ekki undirrót þeirr- ar ákvörðunar en lögðu sitt á vogar- skálarnar. „Fyrir mig er dæmið þannig að launin á sjó eru ekki nægilega há miðað við erfiðið sem maður leggur á sig og ekki hækka launin ef maður þarf að kaupa kvót- ann líka með útgerðinni,“ segir Gunnar sem vinnur nú við netagerð í Eyjum. Aðspurður um afstöðuna til kvótakaupa sjómanna segir Gunnar að hann sé alfarið á móti þeim, ekki bara sökum þess að þau eru ólögleg heldur einkum sökum þess að sjómenn hafa ekki of góð laun fyrir og mega alls ekki við því að hluti af þeim sé dreginn frá á þenn- an hátt. Fataviðgerðir Fatabreytingar Ofiidfrákl. 7.30"- ogláugardaga ftákl. 10 - 1-f Garðatorgi 3, Garöabæ, stmi 636680. Mikið úrval af pilsum, blússum, jökkum, drögtum, peysum, jakka- peysum, vestum, slæðum o g treflum. sommermQnn Glugginn Laugavegi SAMmI 40 1 FORSÝNINGAR SUNNUDAG sirfff íii i . Iilll ,ISi;j)SS m mmm i 'lbuchstonc , l’iclurcf I Forsýning í Bfóborg kl. 9. CHARLIE KIEFER CHRÍS OLIVER TIM , . REBECCA SHEEN SUTHERLAND O’DONNELL PLATT CURRY * x DEMORNAY ARaMíS •\THOS IS D'ARTAGNAN IS rokmos IS kicmiiw IS MHADY ALL for one ANDy FORALI. ***** WALT#1 SÚEY PiCTURES ' u riUMNTS np i i 111 nr i i d c c ***** . * I I i tz, 1 Jrl rvJc Jc \A I I<sic PTFFR q WALIDBNEY RCTURES^. CHARUE SHEEN KIEFER SUTHERLAHD CHRBÖ'ÖúMNHI OUVERFLATT TIMCURRY rebecca m mm the three musketeers' k ™ osm pkmes , mm herek fc omm .« íulie mm “5 MICHAEL KAMEN & !0HN F. LLNK *$£ WOLF KTOEGER DEAN SEMLER, A.C.S. •,£ NED D0WD „ WÍLLÍAMtÉLSONII ftsKMN KERNER« p AV NET^MIÐ LOUGHERV ^ |0E ROTH « KXB WMM n STEPHENHREK ■ 1 -«£&£■»- a •.>e«««.RW,»e«aeK»*í . OMAM ocwwims*© Forsýning í Bíóhöll kl. 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.