Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 12

Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 Ekkert verður úr samruna Volvo og Renault HaHaraylting hluthafanna eftir Steingrím Sigurgeirsson TÆPRI VIKU áður en hluthafafundur átti að taka ákvörðun um málið var sameining Volvo við franska fyrirtækið Renault blásin af. Öll yfirstjórn fyrirtækisins lagðist gegn áformunum á stjórnarfundi og í kjölfarið sagði Pehr G. Gyllenhammar stjórnarformaður af sér ásamt öðrum stjórnarmönnum. Ovíst er hvaða afleiðingar þetta mun hafa fyrir rekstur Volvo. Til skemmri tíma litið líklega engar. Sam- starfið við Renault mun halda áfram í óbreyttri mynd að minnsta kosti fyrst um sinn. Til aðeins lengri tíma litið, þriggja til fimm ára, er hins vegar ljóst að annað hvort verður Volvo að efla samstarfið við Renault á nýjum forsendum eða þá að leita sér að nýjum sam- starfsaðila, hugsanlega með samruna í huga. Þá er komið að því að fyrirtækið verði að huga að endumýjun flestra fólksbifreiðateg- unda sinna og knýr hin gífurlegi hönnunarkostnaður við slíka end- umýjun nú flest bifreiðafyrirtæki veraldar í samstarf við önnur fyrirtæki. að var dagblaðið Göteborgs Posten sem hefur góð sambönd innan Volvo er á fimmtudagsmorgun greindi fyrst frá því sem koma skyldi. Samkvæmt heimildum blaðsins átti að halda stjómarfund þá um daginn þar sem helstu stjórnendur fyrirtæk- isins, með Sören Gyll forstjóra í far- arbroddi, ætluðu að lýsa yfir and- stöðu við sameininguna. Hermdu heimildir að Gyll hefði tryggt sér- stuðning andstæðinga sameiningar- innar úr röðum stórhluthafa og að þegar hefði náðst samkomulag um nýjan stjómarformann í stað Gyllen- hammars, nefnilega Marcus Storch, forstjóra fyrirtækisins AGA ab. Mik- il spenna ríkti fyrir' fundinn sem haldinn var seint á fimmtudeginum og birtu sænsku síðdegisblöðin Af- tonbladet og Expressen stríðsfyrir- sagnir á forsíðu, þar sem sagði að hallarbylting hefði orðið innan fyrir- tækisins. Hefur nú verið upplýst að allir helstu stjómendur fyrirtækisins komu saman á leynifundi á heimili Gylls á miðvikudag. Andstaða við sameininguna við Renault hafði smám saman farið vaxandi allt frá því að fyrst var til- kynnt um hana þann 6. september sl. og hafði stjóm Volvo þegar ákveð- ið að fresta hluthafafundinum einu sinni. Eftir á að hyggja telja margir fréttaskýrendur nánast óhjákvæmi- legt að svona skyldi fara að lokum. Strax í upphafi var stjórn Volvo og þá aðallega Gyllenhammar sökuð um að veita hluthöfum ekki nógu ítarleg- ar upplýsingar um samning Volvo við Renault. Gyllenhammar vísaði allri slíkri gagnrýni á bug tii að byija með og lýsti því jafnvel yfir að það myndi bara „mgla hluthafá í ríminu“ ef of miklar upplýsingar yrðu gefnar. Það var aðallega tvennt sem hlut- hafar gerðu athugasemdir við. í fyrsta lagi að mikil óvissa ríkti um hvort og hvenær Renault, sem er franskt ríkisfyrirtæki, yrði einka- vætt. Franska ríkisstjórnin hefur vissulega einkavæðingu fyrirtækis- ins á stefnuskrá sinni en engin tíma- setning hefur enn verið ákveðin. Leiddi þetta til að Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, ritaði kollega sínum í Svíþjóð, Carl Bildt, bréf þar sem hann sagði að Renault yrði að öllum líkindum selt á næsta ári. Ríkiseign fyrirtækisins skapaði samt sem áður mikla óvissu. Þar sem Renault er ekki skráð á hlutabréfa- markaði er erfitt að meta nákvæm- lega verðmæti fyrirtækisins. Margir sérfræðingar í Svíþjóð vildu halda því fram að verðmæti Renault hefði verið ofmetið í samningunum en eft- ir samrunann átti Renault að eiga 65% og Volvo 35% í hinu nýja fyrir- Trúlofuninni rift Gyllenharamar og Schweitzer er tilkynnt var um samrunasamninginn í septembermánuði. tæki. Þá var bent á að þótt fyrirtæk- ið yrði einkavætt hygðist franska stjórnin að öllum líkindum selja stóra hluta þess frönskum hlutabréfasjóð- um, sem að einhveiju eða öllu leyti eru í ríkiseign. Óttuðust Svíar að þegar á reyndi kynnu hugsanlega franskir þjóðarhagsmunir að reynast viðskiptahagsmunum yfirsterkari í framtíðinni. í öðru lagi kom í Ijós að Gyllen- hammar hafði samið við Renault um að franska ríkið héldi eftir sérrétt- indahlutabréfi eftir einkavæðinguna sem gæfi því úrslitavöld í ýmsum málefnum fyrirtækisins, t.d. hvað varðaði breytingar á eignarhaldi. Franska ríkið gæti því í raun þegar á liði ákveðið að eign Volvo í fyrir- tækinu yrði takmörkuð við 20%. í fyrmefndu bréfi Balladurs var því lýst yfir að hið „gyllta hlutabréf" yrði ekki notað til að takmarka eign- arhlut Volvo innan við 35%. í stuttu máli má segja að það hafi verið trúnaðarbrestur sem olli því að samruninn var felldur. Annars vegar á milli stjórnar fyrirtækisins og hluthafa og hins vegar milli stjórnar fyrirtækisins og starfs- manna, ekki síst framkvæmdastjórn- ar Volvo. Sumir vilja halda því fram að vandamálið hafi ekki síst legið í því hvemig eignarhaldi fyrirtækisins er háttað. f raun „á“ enginn Volvo. Stærstu hluthafamir eru stórfyrir- tæki, bankar og hlutabréfasjóðir sem ekki skipta sér af rekstrinum né eiga fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Segir í forystugrein í Svenska Dagbladet að það sé ekki síst mikilvægt fyrir sænska þjóðfélagsumræðu og efna- hagslíf að draga lærdóm af þessu máli. „Samrunahrakfarir Volvo vekja upp spurningar, sem lengi hafa verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að koma í veg fyr- ir að fyrirtæki sé „rænt“ af stjóm- endum þess? Hvemig er hægt að stuðla að sterku og virku eignar- haldi? Það er þetta vandamál sem liggur að baki deilunum í kringum Volvo. Fyrirtæki þar sem eigendurnir gegna miklu hlutverki hefði aldrei getað haldið jafn kæruleysislega á jafn risavöxnum samningi,“ segir í leiðar- anum. Viðskiptablaðið Finanstidningen sagði að hér væri sænsk „per- estrojka" að eiga sér stað. Samstarf nauðsyn í sjálfu sér er ekki deilt um að Volvo þurfi á samstarfsaðila að halda. Vissulega gengur rekstur fyr- irtækisins mjög vel þessa stundina og í október námu tekjur þess tæpum fjórum milljörðum íslenskra króna. Markaðsstaða fyrirtækisins hefur líka ekki síst styrkst vegna lágs gengis sænsku krónunnar undanfar- ið ár. Að því mun hins vegar koma innan fárra ára að hefja verði end- urnýjun þeirra bifreiðategunda, sem nú em seldar, og er kostnaðurinn við slíkt það mikill að jafnvel stærstu bifreiðafyrirtæki veraldar telja sig ekki ráða við hann sjálf. Sænskir sérfræðingar telja Volvo ráða við að endumýja dýrustu tegundir sínar, Volvo 850 og 900, upp á eigin spýt- ur. Þegar hins vegar kemur að end- umýjun annarra tegunda, einhvern tímann eftir aldamót, er staðan önn- ur. Þær tegundir munu þurfa að byggja á tækni, sem enn hefur ekki verið fyililega þróuð og mun Volvo óhjákvæmilega þurfa að eiga sam- starf við annan eða aðra bifréiða- framleiðendur. Það var einmitt þessi framtíðarsýn sem knúði fram samr- unaáformin. Hugsanlega verður samstarfinu við Renault haldið áfram. í yfirlýs- ingu sem franska fyrirtækið sendi frá sér eftir að niðurstaða stjómar- fundar Volvo lá fyrir sagði að sam- starfið væri enn í fullu gildi þó svo að krafturinn væri hugsanlega farinn úr því. Fyrirtækin tvö, sem átt hafa náið samstarf um margra ára skeið, em líka samningsbundin hvort öðru fram yfir aldamót. Þegar hefur verið ráðist í mörg sameiginleg verkefni og stórar pantanir verið gerðar. Re- nault pantaði meðal annars nýlega vörubifreiðavélar hjá einni verk- smiðju Volvo fyrir rúmlega hundrað milljarða íslenskra króna og Volvo hefur að sama skapi pantað díselvél- ar frá Renault. Það væri hvomgu fyrirtækinu í hag að gefa þessi sam- eiginlegu verkefni upp á bátinn. Vonbrigði í Frakklandi Samkvæmt heimildum Svenska Dagbladet eru Renault-menn kannski ekki eins slegnir yfír því hvernig fór og opinber yfirlýsing Gorbatsjov um uppsetningu NATO-flauga í Evrópu 1979 UPPHAHB AD EWALOK- IIH VRWS SOVÉTMMHA SÚ ÁKVÖRÐUN Atlantshafsbandalags- ins, NATO, árið 1979 að setja upp 572 meðaldrægar kjarnorkuflaugar í Evrópu olli geysilegum deilum á sínum tíma, friðarhreyfingar mótmæltu ákaft og Helmut Schmidt, þáverandi kanslari V- Þýskalands, var fordæmdur af mörgum flokksbróður sínum meðal jafnaðar- manna. Danska blaðið Berlingske Tidende segir að Schmidt hafi nú skýrt frá því að Míkhaíl S. Gorbatsjov, fyrrverandi Sovétleiðtogi, hafi heimsótt sig í mars í fyrra og sagt að ákvörðunin hafi komið mjög flatt upp á sovésku herstjórnina. Gaf hann í skyn að hún hefði gert hrun Sovétveldisins óumflýjanlegt. Frásögnin er birt í nýrri útgáfu af ævisögu Schmidts sem Bretinn Jonathan Carr skráði og er í kafla sem bætt hefur verið við ritið. Ákvörðun NATO, sem oft er nefnd „Tvíhliða ákvörðunin", átti rætur að rekja til ræðu sem Schmidt flutti 1977 í London. Um miðbik áttunda áratugarins komu Sovét- menn sér upp hundruðum nýrra SS-20 flauga sem voru meðaldræg- ar og því beint gegn V-Evrópu; að sögn Gorbatsjovs treysti Moskvu- stjórnin því að NATO myndi aldrei þora að gjalda í sömu mynt af ótta við áróður friðarhreyfinga og nei- kvæða afstöðu almennings til víg- búnaðar. í ræðu sinni lagði Schmidt til að bandalagið svaraði Sovétmönnum með því að setja upp bandarískar flaugar í Evrópu en fara jafnfranit fram á viðræður um að öllum meðal- drægum flaugum yrði eytt. Gorbatsj- ov sagðist hafa heimsótt eldflauga- stöð rétt hjá Moskvu og spurt yfír- manninn hvort til væru nokkrar varn- ir gegn nýju NATO-flaugunum. „Þvi Morgunblaðið /Sverrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.