Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
þá er betra að vera þolinmóður. Þolinmæði
og aftur þolinmæði er það eina sem dugar.
í fjóra daga hef ég verið að betjast við að
fá menn til að hreinsa eftir sig í heilsuræktar-
stöð hótelsins svo að hægt verði að taka hana
í notkun en það hefur ekki gengið ennþá.
Þeir segja að hún sé hrein en það eru máln-
ingarslettur um öll gólf og á öllum skápum
og ég tek ekki við henni svona. Þeir eru loks-
ins farnir að hreinsa sletturnar en þvílík
vinnubrögð. Þeir skilja ekki um hvað málið
snýst og fyrir þeim er þetta alger óþarfi
miðað við þeirra eigið húsnæði. Annað dæmi
get ég nefnt og það er að þeim finnst allt í
Iagi þó svo þeir stífli rör og lagnir með steypu.
Ég trúði heldur ekki mínum eigin augum
þegar búið var að setja lítinn og aumingjaleg-
an eldhúskrana ofan við stórt marmarabaðk-
ar í heilsuræktinni. Það þótti í lagi; það kom
þó vatn í karið.“
Spennandi tímar
En þrátt fyrir alla erfiðleika þá sagði Hall-
dór að tímarnir væru mjög spennandi. Kín-
vetjar væru mjög ákafir í að tileinka sér sem
flestar nýjungar og það sem fyrst. Sú stað-
reynd að umsókn þeirra um Ólympíuleikana
var hafnað hafi orðið þeim talsverð vonbrigði
en þeir myndu ekki gefast upp. í þeirra huga
væri það spurningin um að halda andlitinu
en það sé eitt af þjóðareinkennum Kínveija.
Þeir ættu því eftir að leggja hart að sér til
að ná því takmarki að taka við leikunum.
íslendingurinn
Halldór Briem
rekur Hiltonhótelið
í Peking og glímir
þar við annan menn-
ingarheim
að versla þar miðað við Vináttuverslanirnar
sem reknar eru af ríkinu. Þangað eiga útlend-
ingar ekkert erindi nema þeir hafi sérstakan
áhuga á að verða móðgaðir. Starfsfólkið er
í einu orði sagt hræðilegt. Enginn lyftir hendi
fyrir þig eða sinnir þér á nokkum hátt. Al-
geng afsökun er að þeim sé ómögulegt að
standa upp vegna skyndilegrar þreytu.“
Hvert sem litið er má sjá merki breyting-
anna í átt að opnara þjóðfélagi í Peking.
Enginn skortur er á vörum og sagði Halldór
að áður en hann tók við hótelinu hafí hann
verið búinn undir að þurfa að sækja öll að-
föng til Hong Kong ef miða ætti við vestræn
hótel en sú hefur ekki verið raunin. „I Peking
fæst allt sem til þarf og er mikil breyting
frá því sem áður var. Þetta eru örar breyting-
ar, sem við fylgjumst með frá degi til dags,“
sagði hann. „Sumir Kínveijar taka þessum
breytingum vel og ræða málin opinskátt en
aðrir þora ekkert að segja. Og annað sem
▲
Halldór ásamt konu sinni Líðu og syninum
Magnúsi Dimitri. Magnús er á leið á skóla
í Bandaríkjunum en þau hjónin sjá loks
fram á eigið húsnæði í Peking eftir 16
mánuði á hóteli.
◄
Halldór Briem hótelstjóri í anddyri
Hótel Hilton í Peking, sem opnað
var 23. september síðastliðinn.
ég hef tekið eftir er að hér er að myndast
nýr aðall. Aðall með fullar hendur fjár.“
Fyrir Kínveija eru þetta miklar breytingar
á skömmum tíma og tók Halldór sem dæmi
að hann sæi að kínverskt starfsfólk hótelsins
ætti erfitt með að skilja þennan vestræna
heim sem það kemst í kynni við. „Að vísu
greiða hótelin og önnur erlend fyrirtæki
hærri laun en almennt þekkist í Kína en svo
sjá þeir auðlegð gestanna sem koma með
fullar hendur fjár. Sjá þá skipta um föt oft
á dag, borða á veitingastöðum, koma úr versl-
unarleiðangri hlaðnir varningi sem greitt er
fyrir með árslaunum nokkurra verkamanna.
Peningar virðast ekki skipta nokkru máli.“
Halldór sagði að þetta væri Kínveijunum
óskiljanlegt. Að vísu hefðu þeir kynnst þeirri
nýlundu að ef vel væri unnið og spart farið
með þá tækist þeim að spara fyrir hlutum
sem áður voru ófáanlegir. „Þetta sést best á
stórmörkuðum á sunnudögum þar sem gefur
að líta haf af Kínveijum sem eru að skoða
innfluttan varning sem þeir hafa ekki ráð
á. Það finnst þeim sárt.“
Eftir að stjórnvöld ákváðu að taka upp
samskipti við erlend ríki í ríkari mæli hefur
þeim fjölgað verulega sem læra erlend tungu-
mál önnur en rússnesku. Er það sérstaklega
unga fólkið sem leggur stund á málanám
enda slást hótelin og erlendu samstarfsfyrir-
tækin um að ráða það til vinnu. „Það þykir
mjög eftirsóknarvert að komast í málaskóla
til að geta talað við okkur þessa útlendu djöfla
eins og þeir stundum kalla okkur,“ sagði
Halldór.
Þolinmæði
„Að koma upp fyrsta flokks hóteli í landi
eins og Kína er ómetanleg reynsla sem ég
hefði ekki viljað missa af,“ sagði Halldór.
„Kínverskir verkamenn eiga oft erfitt með
að skilja hvernig ganga á frá hlutunum og
ANNAR
HUGSUNAR
HÁTTUR
- ÖNIMUR MENNING
eftir Kristínu Gunnarsdóttur
ÍSLENDINGURINN Halldór Briem er
hótelstjóri á Hótel Hilton í Peking, sem
opnað var i lok september. Halldór kom
til Peking í byrjun júní á síðasta ári og
tók til við að undirbúa opnun hótelsins.
Hann hefur starfað víða um heim síðastlið-
in tuttugu ár, meðal annars á eynni Guam
í Kyrrahafi og á Hawaii, en hótelið í Pek-
ing er fyrsta hótelið sem hann tekur við
og byggir nánast upp frá grunni. „Það
tókst að opna hótelið þann 23. september
en í Kína er það trú manna að tölurnar
tveir og þrír boði jafna og stöðuga vel-
gengni," sagði hann i samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins, sem nýlega var þar
á ferð, um leið og hann býður okkur inn
á barinn. Þar er hátt til lofts og vítt til
veggja sem ýmist eru klæddir rauðvið eða
silki og hátt uppi hanga listilega vel gerð
gömul veggspjöld af kínverskum dans-
meyjum, sem fundust á fornsölu. „Þetta
er búið að vera ævintýri líkast. Hér ríkir
allt annar hugsunarháttur, allt önnur
menning sem við skiljum ekki alltaf sem
búum í vestri eins og sagt er frekar en
þeir okkur. Við erum ekki á sömu bylgju-
lengd en ég er ekki að halda því fram
að þeirra sé verri en okkar,“ sagði Hall-
dór. „Við verðum að reyna að setja okkur
í þeirra spor og mæta þeim á miðri leið
en það kostar gífurlega þolinmæði."
Hilton hótelið í Peking er eitt dæmi
af fjölmörgum um samstarfsverk-
efni milli Kínveija og erlendra að-
ila. Undirbúningur og framkvæmdir hafa
staðið yfír í mörg ár en allar framkvæmdir
lágu niðri um tíma í kjölfar atburðanna á
Torgi hins himneska friðar árið 1989 og var
ekki hafíst handa fyrr en árið 1991. Hótel-
byggingin er í 'eigu tveggja aðila, kínversks
fyrirtækis eða réttara sagt ríkisins og Hong
Kong „Real Estate“; en Hilton hótelkeðjan
sér um reksturinn. A hótelinu eru 365 her-
bergi, starfsmenn eru 720, þar af 30 erlend-
ir. Þar eru fimm veitingastaðir með áherslu
á mismunandi matseðla, kínverska, vestræna,
japanska og austurlenska. Sagði Halldór að
hann hefði óskað eftir heimíld til að ráða 45
erlenda starfsmenn en eigendur hefðu ekki
gefið samþykki fyrir því. I Kína er hefð fyr-
ir að vinnuvéitandi, sem er ríkið í flestum
tilfellum, sjái fólki fyrir tryggri atvinnu, hús-
næði, læknisþjónustu, menntun barna og ör-
yggi í ellinní. „Við erum í nýja Kína og þetta
er að breytast," sagði hann. „Áður var fólki
séð fyrir öllu frá fæðingu til grafar. Þá var
engum leyft að skipia um vinnustað þó svo
vilji væri til þess. Stjórnvöld ákváðu hveijum
og einum stað í lífinu. Nú er þetta breytt og
fólk getur ákveðið sjálft við hvað það vinnur
og jafnvel skipt um vinnustað.“
Breytingar og framfarir
Sextán mánuðir eru síðan Halldór kom til
Peking og sagði hann að miklar breytingar
og framfarir hafi átt sér stað á þeim tíma.
„Þegar ég kom voru flestir gráklæddir í Pek-
ing, en eins og þú sérð þá er fólk vel klætt
og komið í litrík föt,“ sagði hann. „Á þessu
eina og hálfa ári hafa sprottið upp allir þess-
ir útimarkaðir sem einstaklingar standa að
og einkareknar verslanir. Er mikill munur