Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
Einfalt verk um
flóknar kenndir
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Kristján Þórður Hrafnsson:
Húsin og göturnar.
(64 bls.) AB 1993.
Miðlægt yrkisefnið í þessari
ljóðabók er gamalkunnugt og gæti
rúmast í setningunni: Fólk ferst
hjá. Þetta sambandsleysi persóna
er málað í ýmsum tilbrigðum, enda
kenndimar flóknar. Persónur
ganga til móts við einveruna (Hús
númer 18), allt deyr frá manni
herna minningamar (Minningar) og
sú tíð er liðin þegar eftirvæntingin
óx í hveiju þrepi stigans (Enduróm-
ur).
Samfara þessu almenna sam-
bandsleysi er lýst ástarsöknuði, eða
söknuði almennt, sem ýmist er lát-
inn beint í ljós eða er lítt dulinn.
Hér er því á ferðinni efni sem snert-
ir strengi í brjósti manna, einhvem
tíma ævinnar. Samt heyrir það til
undantekninga að ljóðin í þessari
bók kveiki hliðstæðar tilfinningar
hjá lesandanum og búa að baki
sjálfum ljóðunum. Með þessu eru
ekki bornar brigður á heilindi mæl-
andans heldur er yfirfærsla tilfínn-
inganna í listrænan búning einfald-
lega ekki nógu sannfærandi. Þótt
4.0G 5. DESEMBER
MILLI KL.I4:OOOG 17:00
28 BARNAKÓRAR
UMI000 BÖRN
SYNGJAjÓLALÖG
SAMSÖNGUR
LJÓSADÝRÐ
VIÐ MYRKVUM SALINN
EN LÝSUM UPP BÖRNIN
MEÐ JÓLALJÓSUM
ÓKEYPIS AÐGANGUR
Kristján Þórður Hrafnsson.
yrkisefni bókarinnar sé í heild knýj-
andi er of algengt að flöt framsetn-
ingin hamli því að textinn nái list-
rænu flugi. Alltof oft skortir stílinn
það listfengi sem efni ljóðanna ger-
ir tilkall til, alltof oft dregur þung-
lamalegur viðskeyttur greinir og
ómarkvisst orðalag úr þeirri spennu
sem ljóðin gætu búið yfir. Dæmi
um ljóð af þessu tagi em Minning-
ar, Með þér, Samverustund og
Metró.
En - dokum við.
Undantekningar frá reglunni
leynast sumstaðar. Auðvelt er að
benda á dæmi sem fela í sér skáld-
lega burði. Ljóðrænn styrkleiki
þessarar bókar felst t.d. í öflugu
myndmáli (Listaverk) og vel völdu
yrkisefni (Þessi veröld sem við höt-
uðum). Slík atriði sannfæra mann
um að Kristján Hrafn eigi eftir að
senda frá sér miklu betri ljóðabók.
Eftirminnilegustu ljóðin lýsa sem
leiftur ákveðnum augnablikum. 0g
eru gjaman stutt (Maríumynd):
Þrátt fyrir rayrkrið og frostið
kápuna hlýju og vettlingana
ljómar nekt þín
himneskt
þegar við kveðjumst
á homi Pósthússtrætis
og Austurstrætis
------»■■■♦' ♦----
50 íslensk
dægurlög
FÉLAG tónskálda og textahöf-
unda hefur sent frá sér nýtt
nótnahefti með 50 íslenskum
dægurlögum sem notið hafa vin-
sælda undanfarin ár.
Nýja heftið er gefíð út í tilefni
af 10 ára afmæli félagsins. Flest
laganna hafa áður birst í útgáfuröð
íslenskra dægurlaga en nokkur
koma nú í fyrsta skipti út á bók.
Tónlistin er útsett fyrir píanó eða
hljómborð, ásamt söng eða sóló-
hljóðfæraleik. Magnús Kjartansson
tónlistarmaður útsetti lögin og
hafði umsjón með útgáfunni. Um
40 höfundar eiga efni í bókinni.
Þetta er sjötta nótnahefti sem
FTT gefur út á jafnmörgum árum
og eru tvö af eldri heftunum upp-
seld. Fyrri á árinu kom út söngbók-
in 250 íslenskir dægurlagatextar.
50 úrvals íslensk dægurlög er
166 bls. að stærð, prentuð í Prisma
og kostar út úr búð með/vsk. 2.280
kr. íslensk bókadreifing annast
dreifíngu.
+
gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs.
Starfsfólk
tandsbanka Islands
Kópavogi
r \
'
til 21. ies.
sfötoiMfiuiwjiwí
lMm%\ítmíijhMh
silfrAnmmmðkrtoni
20% afsláttu
afeeisladiskumo:
snældum, 10% afsl. a
HANS PETERSEN HF
Islandsba
'og starfsfólk
senda viðskiptavinum
sínumbestuióla-02
HANNYRÐAVERSLUN
4