Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 25
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 25 Hafsteinn Jóhannsson kafari og siglingakappi er maður sem lifir lífinu eins og hann vill og lætur engan segja sér fyrir verkum, stendur fastur á sínu og óttast hvorki ofsa úthafsins né átök við yfirvöld. Hann var fyrirferðarmikill villingur í bernsku en lærði síðar köfun og gat sér síðar frægðarorð sem helsti bjargvættur fiskiskipa á íslandsmiðum og var ætíð skjótur á vettvang á Eldingunni. Hafsteinn hefur siglt víða um úfin höf á nýrri Eldingu og vann fyrir nokkru það fáheyrða afrek að sigla einn umhverfis hnöttinn á heimasmíðaðri skútu án þess að hafa nokkurs staðar viðkomu á leiðinni. í nærri fimm mánuði sá hann hvergi til lands og hafði ekki samskipti við nokkra lifandi veru, nema sævardýr og fugla himinsins. Hafsteinn á Eldingunni er fjörmikil og ógleymanleg lýsing af sterkum og sérstæðum einstaklingi sem mætir hverri mannraun af djörfung og siglir ótrauður sinn sjó - einn á báti umhverfis hnöttinn. ev '-Jr >■ Hafborg - Snjöll og trúverðug lýsing á veruleika sjómannsins Hafborg eftir Njörð P. Njarðvík er snjöll lýsing á lífi og veruleika íslenskra sjómanna á öld síðutogaranna; skáldsaga sem leiðir hvern landkrabba inn í hrollkaldan heim sjómannsins sem á hið kaldranalega haf að ævilöngum veruleika og lýsir á lifandi hátt gráglettnum samskiptum skipverjanna og baráttu mannskepnunnar við náttúruöflin. „Samfélagið um borð verður einkar trúverðugt og sama má —I gegnir um lýsingar á athöfnum skipsfélaganna í landi. ... I athyglisverð lýsing á sérstökum þætti íslensks mannlífs, þætti sem hingað til hefur verið vanræktur f íslenskri sagnagerð." (Jón Þ. Þór, Tíminn) Fjórða hæðin - Margslungin og áhrifarík skáldsaga Fjórða hæðin eftir Kristján Kristjánsson er margslungin saga um mannleg samskipti og blekkingar minninganna, saga sem knýr lesandann áfram í leit að því sem undir býr. „Skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar er ákaflega vel heppnuð. Mikil natni er lögð í persónusköpun bræðranna, málnotkunin ríkulega raunveruleg. Bréf bræðranna eru til að mynda frábærlega gerð. Frásagnartæknin er þaul- hugsuð og vel útfærð í alla staði þannig að útkoman verður átakamikil saga og listilega trúverðug lýsing þess tíma og staðar sem hún fjallar um.“ (Ólafur Haraldsson, Pressunni) „... lýsingin er hrífandi dramatísk, myndræn og nákvæm, með áherslu á breytileikann." (Örn Ólafsson, DV) IÐUNN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.