Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
29
frá því — og viti menn, einn af
svörtu steinunum var krosslaga!
Nú var ekki beðið boðanna held-
ur flogið í kröppum hring og tekin
dýfa niður að þessu afbrigðilega
„grjóti" og, jú, þama var litla flug-
vélin innan um stórgrýtið. Sjá mátti
rák eftir hana á ísnum og hafði hún
staðnæmzt örskammt frá stórum
kletti. Við hlið hennar stóð flugmað-
urinn og veifaði ákaft til okkar.
Við hringsóluðum þar yfir meðan
við vorum að ná nægilegri hæð til
að komast í talstöðvarsamband við
flugvöllinn og tilkynna fund okkar.
Eftirleikurinn var eins og í ótrú-
legustu skáldsögu. Eftirlitsbátur úr
danska flotanum var af tilviljun
þama á næstu grösum og brunaði
nú undir okkar leiðsögn að landi
til að sækja flugmanninn, sem gekk
þurrum fótum um borð. Katalína
lenti síðan hjá bátnum og flutti flug-
manninn til Narsarsuaq og lenti þar
um það leyti sem við voram að
ganga frá Sólfaxa inni í flugskýli.
Þegar líða tók á kvöldið varð ég
dálítið undrandi yfir því að Conrad
skyldi ekki hafa haft neitt samband
við okkur sem höfðum fundið hann
— enginn vafí var á því að hann
átti okkur líf sitt að þakka. Hann
hafði haft orð á því við flugmenn
Katalinu-flugbátsins að ef ekki
hefði verið búið að fínna hann fyrir
myrkur hefði hann áformað að
leggja af stað fótgangandi og
freista þess að komast til byggða.
Ég get hiklaust staðhæft að úr slíku
ævintýri hefði hann aldrei komizt
lífs af. Hann var á algjörri eyði-
strönd, og hefði orðið að ganga
hundrað kflómetra yfír íjöll og
jökla, og krækja fyrir djúpa fírði
til að komast til næsta mannabú-
staðar. Það hefði tekið vel útbúna
göngugarpa marga daga að ferðast
þessa leið. Conrad var nestislaus,
klæddur rykfrakka og lágum götu-
skóm!
Ég leitaði hann uppi á hótelinu
því að mér lék forvitni á að líta
þennan bjartsýnismann. Ég fann
hann í herbergi sínu og var hann
genginn til náða. Ekki fór hann
fram úr rúminu, en þegar ég hafði
kynnt mig rétti hann mér hönd sína
og þakkaði mér fyrir veitta hjálp.
Nokkram vikum seinna fékk ég
hjartnæmt þakkarskeyti frá konu
hans."
Endalokin
Þorsteinn segir í kaflanum frá
fleiri ævintýrum í Grænlandsflug-
inu á Sólfaxa en hér verður aftur
gripið niður í niðurlagi kaflans
„En nú styttust óðum dagar hans
Sólfaxa okkar. Það var á laugar-
degi síðla hausts á sama ári, sem
hann varð eldinum að bráð. Um
eftirmiðdaginn höfðum við farið í
ískönnunarflug og að því loknu
ekið honum inn í skýlið. Þar vora
fyrir tveir Katalínu-flugbátar
danska flughersins, og síðar bættist
í hópinn lítil tveggja hreyfla flug-
vél, sem var í ferjuflugi. Um kvöld-
ið var stjörnubjartur himinn, vest-
angola eða kaldi og töluvert frost.
Vegna þess að Katalína hafði
komið frá Syðra-Straumfirði þenn-
an dag voru þama tvær áhafnir úr
flughemum, og efnt var til gleð-
skapar í Katalínu-bamum um
kvöldið. Að venju var okkur íslend-
ingum boðin þátttaka. Ekki varð
gleðskapur þessi langlífur. Um tíu-
leytið skrapp ég út á hlað til að
kasta af mér vatni. A heiðskírum
himni tindraðu stjörnur og frostið
beit andlit mitt í vestangolunni. En
nú tók ég eftir annarlegum bjarma
í náttmyrkrinu í átt til flugvallar-
ins. íbúðarblokk bar í milli svo að
ekki sást til flugskýlisins, en enginn
vafí lék á að eldur var laus þar í
nánd. Ég flýtti mér inn á „krána"
og tilkynnti hvað væri á seyði.
Uppi varð fótur og fít og nú raku
allir út í bíla sína til að athuga
þetta nánar. Það var ógnvekjandi
sjón, sem blasti við okkur þegar við
komum fyrir homið — flugskýlið
stóð í ijósum logum gaflanna á milli.
Flugskýli þetta höfðu Banda-
ríkjamenn reist á stríðsáranum, og
var það smíðað eingöngu úr timbri.
Þar sem það hafði alla tíð verið
upphitað var viðurinn skraufþurr
og fuðraði því upp eins og pappír.
Slökkvistöðin var ekki nema í um
50 metra fjarlægð frá skýlinu, og
unnu slökkviliðsmenn af kappi við
að dæla vatni á eldinn, en réðu
ekki við neitt. Þótt átakanlegt væri
að horfa upp á þessa miklu eyði-
leggingu var þetta óneitanlega stór-
fenglegt sjónarspil. Öðra hvora
urðu sprengingar þegar eldur komst
í eldsneytisgeyma flugvélanna, og
einnig var „flugeldasýning" þegar
kviknaði í merkjabyssuskotum og
neyðarblysum. Ékki leið á lörigu
unz grindin ein stóð uppi, og að
lokum féll hún eins og spilaborg
og þyrlaði upp geysilegu neista-
flugi. Hitinn frá báli þessu var svo
mikill að málningin flagnaði af
slökkvistöðinni. Við íslendingar,
störðum þögulir og sorgmæddir á
þessi hörmulegu endalok Sólfaxa,
og í huganum kvöddum við „góðan
vin“ sem hafði reynzt okkur svo vel.
Nokkra síðar sá ég fyrirsögn í
dönsku blaði: „íslenzki flugstjórinn
grét þegar hann horfði á flugvél
sína brenna“. Þetta var að vísu
satt. Af völdum vinds og frosts
rannu tár niður kinnar mínar — en
í huganum felidi ég mörg tár af
söknuði."
Bókartitill: Viðburðarík flug-
mannsævi
Höfundur: Þorsteinn E. Jónsson
Útgefandi: Setberg
Útgáfudagúr: Komin út
Verð: 3,350 kr.
UTTU EKM FUKKM.YKT 06
RAKA VALDA ÞÉR EtGNATJÓNI!
SAHARA rokagleypirinn er ódýi rakavöm sem vemdar
húsnœíi og eígnir. Hver áfyBng dugar 2 - 3 mánuði á
hvefja 50 m3
NOTKUNARMÖGULEIKAR:
-á öllum stöðum sem em illa loftrœstir svo sem:
kjöUumm, þvottahusum, baöherbergjum, geymstum,
vönrhús, sumarbústaðum, hjáftýsum, tjaldvögnum
bátum, bátaskýlum, sklpum ofl. ofl.
EIGINLEIKAR:
-dregur i sig raka og þurrkar andrúmslott.
-kemur í veg fyrir fúaskemmdir og fúkkatykf.
-kemur í veg fyrir myglu og rakaskemmdir.
Heildsölubirgöir: sími: 9i-á7 07 80
Sölustaðir
Sumarhús Hátelgsvegl,
Esso afgrelöslur a höruöborgarsvœðlnu,
Húsasmiðjan Skútuvogi,
Ellingsen Ananaustum,
Vélar og Jœkl Tryggvagötu,
Vélorka Ananaustum,
B.B. Bygglngavönjr Hallarmúla,
S.G. Búorn Selfossi.
N Y
HANDBOK F Y R 1 R SÆLKERA
Matreiðslubók
35 ára afmæli
smjörsölunnar sf.
I þessa bók höfum við
valið úrval uppskrifta,
sem hafa verið marg-
reyndar í tilraunaeldhúsi
Osta- og smjörsölunnar.
Það er von okkar,
að sem flestir geti fundið
eitthvað við sitt hæfi
OSTA- OG SMJÖRSALAN SF
Ævar