Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 31 Hús dauðans kallaðist sá staður þar sem yfirheyrslur og réttarhöld Gestapo-lögreglunnar fóru fram. Þetta hús, sem er númer 11, er stað- sett úti í homi í Auschwitz-búðunum og þar var sannkallað fangelsi fang- elsisins. í kjallaranum em einangr- unarklefar og fjöldinn allur af tækj- um og tólum til pyntinga. Þegar kvölda tók og kyrrð komst á búðim- ar, mátti heyra kvalaóp þeirra sem yfírmönnum staðarins datt í hug að pína til að játa á sig einhvern glæp. Ein aðferðin var að láta fjóra menn standa saman í klefa sem var tæpur fermetri að flatarmáli. Þar vom þeir látnir dúsa svo dögum skipti í niðamyrkri án þess að geta beygt sig í hnjánum. Ef slík dvöl dugði ekki til að buga menn, var bmgðið á það ráð að binda hendur þeirra saman fyrir aftan' bak og hengja þá upp. Þeir sem játuðu vora leidd- ir út í lokaðan garð þar sem þeim var stillt upp við aftökuvegg og þeir skotnir. Talið er að um 400.000 manns hafí verið drepnir á þennan hátt, eða tæplega 300 manns á dag alian þann tíma sem búðirnar voru starfræktar. Skammt frá húsi dauðans er lík- brennslan sem var í gangi allan sólarhringinn og hafði ekki undan. Þegar nýjum föngum voru kynntar reglur staðarins gekk SS-foringi um fyrir framan þá og þmmaði yfír þeim að þeir væm komnir á stað þar sem eini möguleikinn á að sleppa væri um reykháf líkbrennslunnar. Snemma árið 1941 var fjöldi fanga í Auschwitz orðinn of mikill. Þar voru um 20.000 manns þegar mest var, en hundmð þúsunda vom í lokuðum gyðingahverfum víðs veg- ar um Evrópu. Yfirmenn nasista ákváðu því að auka afkastagetu útrýmingarbúðanna og byggðu Birkenau og Monowice. Birkenau er 175 hektarar að stærð og þar vom að jafnaði um 100.000 manns í rúmlega þijú hundmð timburhús- um. Til hagræðingar lögðu Þjóðveij- ar afleggjara á aðalbrautarteina landshlutans og inn um hlið Birken- au-fangabúðanna. Þannig var hægt að fiytja fjölda fólks hingað án mik- illar fyrirhafnar. Þegar gengið er inn eftir teinun- um er freistandi að reyna að gera sér í hugarlund hvemig hér var umhorfs fyrir fimmtíu árum. Við bregðum okkur inn í huga ungs lest- arstjóra sem hingað kemur með fólk illa á sig komið eftir margra daga ferðalag í lokuðum gripavögnum. Lestarstjórinn ungi þarf ekki að vera ákafur fasisti eða kynþáttahat- ari. Hann gæti hafa tekið að sér að aka þessari lest í þeirri trú að hann væri að þjóna föðurlandinu. Hann gæti verið sannfærður, á sama hátt og farþegarnir, að hann væri að flytja þá til fýrirheitna. landsins, þar sem betur færi um þá. Vissulega var hann meðvitaður um þá aðskilnaðarstefnu sem stjórnar- menn þjóðarinnar aðhylltust og hann gat jafnvel verið orðinn smit- aður af þeirri hugmynd að gyðingar gætu ekki þrifíst innan um annað fólk. En hann var ekki grimmur að upplagi. Hann trúði, eins og fjöl- margir landar hans, að þjóðarflutn- ingar gyðinga væm álitlegur kostur fyrir þá sjálfa jafnt sem aðra. Eflaust hafa því mnnið á hann tvær grímur þegar hann sá víggirt hliðið á Birkenau-búðunum fram- undan. Þýskir varðmenn gengu meðfram háum girðingunum með stóra varðhunda sér við hlið og köld haustrigningin gerði göngulag þeirra þunglamalegt. Nokkrir þeirra höfðu vaktaskipti við félaga sína, sem stóðu uppi í háum timburtum- um skimandi vökulum augum yfir búðirnar. Ungi maðurinn hægði á lestinni og fann til óhugnaðar þegar hann leið í gegnum hliðið undir stóra varðturninum. Fyrir innan vora enn fleiri hermenn á varðbergi. Beggja vegna teinanna vom lágreist hús sem minntu hann helst á hesthúsin á býlunum heima í Þýskalandi. Hann fylgdist agndofa með þegar hópur af homðum mönnum í fanga- klæðum birtist fyrir hornið á einu húsinu. Þeir gengu í einfaldri röð með keðju fasta um ökkla, en her- menn ráku á eftir þeim með hunda sér til aðstoðar. Ryðgaður gaddavírinn umhverfis Lestarstjórinn hrökk við þegar Gestapo-foringi í síðum leðurfrakka tók að veifa honum og hrópa á hann. Hann hafði ekki tekið eftir því að lestin hafði staðnæmst og greip nú óstyrkri hendi í stjómtækin svo hún kipptist áfram. Við teinana skammt undan var nokkur fjöldi hermanna saman kominn. Hann stöðvaði lest- ina og hermennirnir röðuðu sér við fyrsta vagninn. í augnablik varð hljótt svo heyra mátti' barnsgrátur úr einum vagnanna og kunnuglegan nið þegar rigningin buldi á þaki stýr- ishússins. Skammt framundan sá ungi lestarstjórinn hvar brautartein- arnir enduðu. Þar voru tvö stór og reisuleg steinhús sitthvommegin við teinana. Þau voru svartmáluð og úr háum reykháfnum liðaðist hvítur reykur. Þegar hann leit út um hliðar- gluggann á hermennina var búið að stilla farþegunum upp í raðir og maður í læknaslopp gekk á milli og hlustaði bak þeirra og glennti upp augu þeirra og rýndi í þau. Er hann hafði skoðað alla, var hópnum skipt. Veikburða fólki, bömum og gamal- mennum var bent á að fara aftur upp í vagninn, en hermenn fylgdu hinum í burtu. Fólk æpti örvænting- arfullt þegar það sá að verið var að slíta það frá ástvinum sínum og reyndi að-bijótast um, en slíkt dugði skammt, því við ofurefli var að etja. Eftir að hersveitin hafði gengið á alla vagnana á þennan hátt, kom Gestapo-foringinn upp f stýrishúsið. Lestarstjórinn var náfölur og spurði varfæmislega hvert aka ætti fólk- inu. Gestapo-foringinn brosti vina- lega til hans og sagði honum að þau Auschwitz-búðirnar ber ekki lengur þann háspennta straum sem forðum ógnaði föngunum. í Auschwitz fengu börn engu skárri með- ferð en fullorðnir. Þau voru látin vinna hörð- um höndum, en þoldu slíka meðferð að von- um illa og dóu því mörg hver úr næring- arskorti eða sjúkdóm- um. væra veik og þyrftu því að komast í bað og hrein föt í baðhúsunum skammt undan. Við þetta léttist brúnin á lestarstjóranum og þegar farþegarnir höfðu stigið úr lestinni við baðhúsin og Gestapo-foringinn hafði frætt hann um kosti slíkra vinnubúða sem hýstu fólk tímabund- ið þangað til framtíðardvalarstaður þeirra var fundinn, ók hann lestinni í burtu, jafn sannfærður og fyrr um ágæti þeirrar stefnu sem stjómend- ur föðurlandsins fylgdu. Það sem lestarstjórinn ungi vissi ekki, var að húsin tvö við endann á brautarteinunum í Birkenau vom ekki baðhús og að reykurinn stafaði ekki af því að verið var að hita baðvatn. Húsin tvö vora líkbrennsl- ur. Þau vora hönnuð af verkfræð- ingum til' hámarksafkasta. Fólkið sem leitt var úr lestinni stóð einnig í þeirri trú að það væri á leiðinni í bað. Þess vegna tíndi það möglunar- laust af sér hvetja spjör í búnings- klefum í kjallaranum. Ogþess vegna og gasgrímuklæddir hermenn hóf- ust handa við að flytja líkin upp til brennslu. Á meðan gasið virkaði, höfðu þeir tekið saman eigur fómar- lambanna og sent þær í birgða- geymslur. Nú var hvert einasta lík lagt á borð þar sem skartgripir vom hirtir af þeim og gulltennur dregnar úr. Að því búnu vom líkin brennd. Þegar morðin vom sem flest höfðu líkbrennslurnar ekki undan og því var bragðið á það ráð að henda lík- unum á opinn bálköst. Milljónir manna vom myrtar á þennan hátt og var ösku þeirra ýmist hellt í mýrarpytti í nágrenninu eða hún notuð til uppfyllingar á bökkum árinnar Vistula sem rennur þar skammt frá. Sú tilfinning er ólýsanleg sem vaknar við heimsókn í útrýmingar- búðimar í Auschwitz. Þegar staðið er á bökkum Vistula-árinnar, eða upp við vegg dauðans í Auschwitz, spyr maður um eðli mannskepnunn- ar. Hvemig verður slík grimmd til? Ef hún er geðveiki, hvernig getur hún hrifíð allan þennan fjölda af fólki með sér? Slíkum spumingum verður eflaust seint svarað, en nú á dögum þegar kynþáttahatur bloss- ar upp á nýjan leik um alla Evrópu er gagnlegt að hafa í huga það sem stendur ritað á vegg í minjasafninu í Auschwitz: „Sá sem gefur ekki gaum að sögunni, er dæmdur til að lifa hana aftur.“ Höfundur er heimspekinemi. Heimildir: Gögn pólska ríkisinitijasafnsins í Auschwitz- Birkenau. Gilbert, Martin: Auschwitz and the Allies. Lond- on 1981. Hermenn stóðu vakt allan sólar- hringinn í vaktskýlum og fylgd- ust með hverri hreyfingu. fór fólkið nakið í hundraðatali inn í stóran sal, þar sem sturtuhausar héngu neðan úr loftinu, og beið þar rólegt þangað til lokar opnuðust í loftinu og gífurlegu magni af eiturg- asinu silikon-B var dælt inn til þeirra. Eftir 15-20 mínútur voru allir í salnum látnir. Loftop vom opnuð Sýning sunnudag kl. 13-17 NÝJ A R SENDINGAR Sýningarafsláttur 15% stgr. FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT 686999 ■ _ ■■ . -, ■ ■ " . -N u.tl 'A«l i S,- , . A. ’ !, y-i ! i <V TTj| ,i,'| |E S ITRi 'C. .... -L - — ^ -U ----------------------------------- y .-C- -..w — | OPIÐIDAG SUNMJDAG KL. 2-5 Nýjar húsgagnasendingar, leðursófasett og homsófasett og hornsófar frá Ítalíu, áklæðasófasett og stakir sófar frá Ameríku og Danmörku. Verið velkomin. Valhúsgöpn Ármúla 8, símar 812275 og 685357.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.