Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
Frá afhendingunni. Frá vinstri: Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra,
Viktor Guðbjörnsson, tæknilegur framkvæmdastjóri ístex hf., Kristján
Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts hf., Sjöfn Stefánsdóttir,
skrifstofustjóri Kjötbankans hf., Guðgeir Einarsson, framkvæmda-
sljóri Kjötbankans, og Kristinn Jóhannesson, framkvæmdasljóri Kjöt-
bankans.
Viðurkenning fyrir
gott starfsumhverfi
VINNUEFTIRLIT ríkisins, Landssamband iðnverkafólks og félag ís-
lenskra iðnrekenda mynduðu samstarfsnefnd árið 1991 til að undirbúa
úttekt á starfsumhverfi í verksmiðjuiðnaði og fylgjast með framvindu
þess. Uttektin var unnin af Vinnueftirlitinu og miðaði i senn að þvi
að kanna ástand vinnustaða í matvæla, vefjar- og efnaiðnaði og bæta
það. Hún náði til samtals 130 fyrirtækja með 2.700 starfsmönnum.
Eftir að niðurstöður höfðu verið dregnar saman og gefnar út í skýrslu
ákvað samstarfsnefndin að veita viðurkenningu einu fyrirtæki í hverri
þeirra greina sem úttektin náði til.
Biblía sem
bömin geta
lesið sjálf.
Fæst í næstu bókaverslun.
Viðurkenningin var veitt fyrir-
tækjunum fyrir afbragðsárangur
við að byggja upp gott starfsum-
hverfi. Það matvælaiðnaðarfyrir-
tæki sem hlaut viðurkenningu er
Kjötbankinn hf. í Hafnarfirði, í
vefjariðnaði ístex hf. í Mosfellsbæ
og í efnaiðnaði var það Sæplast
hf. á Dalvík. Viðurkenningin var
afhent af Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra 26. nóvember
á kynningarfundi um úttektina
sem fulltrúum fyrirtækjanna, sem
hún náði til, var boðið á.
t
Faðir okkar,
SIGGEIR BLÖNDAL GUÐMUNDSSON,
Sólheimum 23,
lést á heimili sínu föstudaginn 3. desember.
Garðar Siggeirsson,
Sigrún Siggeirsdóttir,
Ómar Siggeirsson,
Erna Kristín Siggeirsdóttir,
Snorri Siggeirsson
og tengdabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SALOME ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
er lést 1. desember sl., verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðju-
daginn 7. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar
leyfi Hrafnistu að njóta þess.
Ágúst Hálfdánarson, Bente Jensen,
Kristján Þór Hálfdánarson, Margrét Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
LEIFUR GUÐMUNDSSON
bryti,
Hvannhólma 20,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudagínn 7. desember
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands.
Steinunn Gfsladóttir,
dætur, tengdasynir og barnabörn.
t
Systir okkar,
GUÐMUNDA J. JÓHANNSDÓTTIR
kennari frá Kirkjubóli,
Brekkuhvammi 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju þriðjudaginn 7. desember kl.
13.30.
Systkinin og aðstandendur.
Ásthildur Erlings-
dóttir — Minning
Fædd 17. mars 1938
Dáin 22. nóvember 1993
Föstudaginn 3. desember var til
moldar borin, langt fyrir aldur fram,
frú Ásthildur Erlingsdóttir, lektor í
dönsku við Kennaraháskóla íslands.
Það var fyrir um það bil 13 árum
sem undirrituð kynntist Ásthildi.
Voru kynni okkar með þeim hætti
að hún var prófdómari við dönsku-
deild Háskóla íslands þar sem ég
stundaði nám. Vegna þeirra
kringumstæðna, að ég var „eksam-
inant“ og hún „censor“, hefði mér
efiaust átt að standa ógn af þessari
konu, en því fór víðs fjarri. Ásthild-
ur var afar glæsileg kona og fas
hennar og framkoma vingjarnleg
um leið og frá henni stafaði ákveðni,
festa og myndugleiki. Á þeim árum
var Ásthildur oftast í broddi fylk-
ingar, þegar danskir menningarat-
burðir áttu sér stað hér á landi,
hvort sem um rithöfunda, leikara,
prófessora eða konungborið fólk var
að ræða.
Þar sem leiðir okkar Ásthildar
lágu oft saman vegna verkefna sem
tengdust dösnkukennslu sem og
kynningu á danskri menningu hér á
landi, kynntumst við betur eftir því
sem árin liðu. Ásthildur var mörgum
kostum búin, og nokkrum árum
seinna, þegar ég gerðist stunda-
kennari við Kennaraháskóla íslands,
kynntist ég mannkostum hennar enn
betur. Sem yfirmanneskja og stjórn-
andi var hún með eindæmum sam-
viskusöm og nákvæm. Allt sem var
í hennar umsjón var skipulagt þann-
ig að ekkert brygðist; haldið í alla
þræði og utan um alla þætti. Fyrir
stundakennara var þetta ómetanlegt
öryggi og vissuelga líka þægindi.
Árlega Danmerkurför kennara-
nema, próf, verkefni og allt sem að
náminu sneri undirbjó hún af kost-
gæfni og tillitssemi því alltaf var
mannlegi þátturinn í fyrirrúmi.
Sjálf met ég samfylgdina við Ást-
hildi Erlingsdóttur mikils; samfylgd
sem svo gjarnan hefði mátt vera
lengri. Fyrir hönd stundakennara í
dönsku við Kennaraháskóla Islands
votta ég fyölskyldu Ásthildar Erl-
ingsdóttur innilega samúð.
Fari hún i Guðs friði.
Auður Leifsdóttir.
Bíömastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,-einnig um heigar.
Skreytingar við öii tilefni.
Gjafavörur.
Það var í maí fyrir ellefu árum
að Ásthildur lét undan þrábeiðni
okkar félaga hennar í Launamála-
ráði ríkisstarfsmanna í BHM, sem
síðar nefndist BHMR, og gaf kost á
sér til formannsstarfsins. Hún var
kjörin einn sólbjartan vordag í hús-
inu númer 3 á orlofssvæði BHMR í
Brekkuskógi.
Ásthildur var reyndust okkar á
þessum vettvangi og var formaður
í tvö ár þegar mjög á reyndi. Strax
eftir að hún tók við fór í hönd um-
fangsmikil samningalota og vel
heppnað samstarf aðildarfélaganna
í henni gat af sér aukinn kraft til
að efla sjálfstæði ríkisstarfsmanna
innan BHM og loks til stofnunar
BHMR.
Þótt hópur manna sitji saman er
ekki alltaf um hnitmiðað samstarf
að ræða. í Launamálaráðinu sátu
tveir tugir fulltrúa — einn frá hveiju
félagi háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna. í störfum sínum í ráðinu
fann hver maður fljótt að allir hinir
áttu við sama vanda að etja og þess
vegna gátu menn hiklaust þegið og
gefið ráð og sótt styrk hver til ann-
ars. Oft hafði hins vegar skortur á
upplýsingum og samræmingu
smækkað árangurinn þegar upp frá
samningum var staðið. Undir forystu
Ásthildar var lögð mikil áhersla á
að vinna á þessu bót.
Flestum þykir eðlilegt að meta
störf til launa eftir vinnuframlagi
og þannig að því meir sé greitt sem
meira er unnið. Þetta á ekki við um
forystu innan launþegahreyfinga.
Öll kjarabarátta er hjaðningavíg þar
sem örlítill árangur næst — kannski
— og þá_ fyrir ótrúlega mikla vinnu.
Þegar Ásthildur tók að sér for-
mennskuna vissi hún sem var að
vinnuálagið varð meira en tvöfalt.
Það varð lágt tímakaupið hennar við
undirbúning funda, gagnaöflun,
fundarsetur, málafylgju, samræm-
ingu milli samninganéfnda aðild-
arfélaganna, stefnumótun og
greinaskrif auk þess sem á henni
hvíldi sú kvöð að sinna erlendu sam-
starfi um leið og mikið gekk á hér
heima. Ekki var heldur hægt að telja
til launa það hefðbundna viðhorf sem
félagsmennirnir yfirleitt hafa til for-
ystumanna að ef ekki tekst það sem
alla dreymir um eru engin gífuryrði
of stór en þegar eitthvað tekst er
það svo sjálfsagt að umtai er óþarft.
Slík viðhorf fengu á Ásthildi.
I hjaðningavígum er sjaldgæft að
árangur náist — en það kemur fyr-
ir. Sumarið 1982 var Ásthildur í
sleitulausu samræmingarstarfi með
samninganefndum allra aðildarfé-
laganna og þannig var hægt að
tryggja að upplýsingar bárust jafn-
harðan á milli. Samstaðan var mun
meiri en nokkru sinni og það ríkti
gagnkvæmt traust manna í milli.
Niðurstaðan varð sú að í október
það ár var skrifað undir samninga
við ríkisvaldið þar sem öll félögin
voru sátt að kalla við niðurstöðuna
og þau voru fullkomlega sátt hvert
í annars garð.
Þessi árangur styrkti samstarf
félaganna. Þau tóku enn upp þráðinn
að móta sameiginlega stefnu ríkis-
starfsmanna innan BHM. Það fyrsta
var að þau stóðu saman um að taka
til sín rekstur orlofshúsanna í
Brekkuskógi sem verið hafði á hendi
BHM. Aukið sjálfstæði Launamála-
ráðsins innan BHM leiddi af sér
+
Systir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR,
Sigtúni 41,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. desember kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Guðrún Þorgeirsdóttir,
Þorgeir Baldursson, Ragna Gunnarsdóttir,
Eyþór Baldursson, Gyða Ólafsdóttir,
Hildur Baldursdóttir, Bjarni Finnsson,
Hilmar Baldursson, Vigdís Hauksdóttir,
Sólveig Baldursdóttir, Gunnar Hrafnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.