Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 33 skilvirkari rekstur BHM og hreinni línur milli þeirra og annarra félags- manna BHM og stuttu síðar var nafni Launamálaráðsins breytt í BHMR. Ásthildur fór ekki til hlés úr form- annsstarfinu. Næsta lota hennar var í stjórn Orlofssjóðs BHMR. Þar þurfti að marka stefnu BHMR, reisa þjónustumiðstöðina sem kölluð er Brekkuþing, kaupa aðliggjandi land, skipuleggja það og reisa ný hús. Þá fór sjóðurinn einnig að taka virkan þátt í samstarfi annarra launþega- samtaka og Samvinnuferða/Land- sýnar um ódýrar orlofsferðir til út- landa auk þess sem boðið var upp á ódýrar úrvalsferðir innanlands. Það er sem í gær að Ásthiidur varð fimmtug. Við það yndislega tækifæri hélt ég henni litla tölu þar sem meðal annars sagði: „Um bráðum níu ára skeið hafa forlögin teymt okkur í einum hópi um nokkuð þröngan stíg. Við höfum verið þar nokkur saman — sum öðr- um lengur. Þetta hefur verið mikil lífsreynsla. Við höfum hlegið og við höfum grát- ið og oft hefur okkur verið þungt í hug. Oft var allt upp í loft og við körpuðum og kýttum eins og gerist aðeins meðal þeirra sem eru bundn- ir saman. Og við vorum öll bundin saman af sameiginlegum markmið- um, sókninni eftir bættum kjörum félaga okkar og allra ríkisstarfs- manna í BHM. Það er margs að minnast. Á dög- um Kjaradóms — megi hann hvíla í friði og ekki ganga aftur — var ekki algengt að samningar næðust um kaup og kjör okkar félagsmanna. Þess vegna minnist ég sérstaklega haustsins 1982 þegar Ásthildur, sem þá var formaður Launamálaráðs BHM, og fjármálaráðherra skrifuðu undir kjarasamning. Það var svona heldur viðunandi samningur eftir aðstæðum, fram kominn eftir ötult starf í Launamálaráðinu og góða samstillingu allra hinna rúmlega 20 stéttarfélaga sem þar áttu aðild. Það er ánægjulegt að líta til þessa tíma þegar verkstjórnin gekk upp og vel tókst til. En lífið er ekki bara leikur. Árið 1984 gerði Launamálaráðið samning við annan fjármálaráðherra um sér- staka rannsóknarnefnd til að kanna kjör sambærilegra stétta á almenn- um markaði og leggja óyggjandi gögn fyrir Kjaradóm. Það var erfið ákvörðun. Hún var ekki erfið vegna þess að við, fulltrúarnir í iaunamála- ráðinu, værum ósamstillt. Nei, fjarri fór því. Þar sögðu menn: þetta er hinsta tilraunin til vísindalegrar kjarabaráttu. Og menn bættu við: með þessu móti verður Kjaradómur annaðhvort nýtur eða sprengdur í loft upp. Nei, þetta var ekki erfitt af þeim sökum. En um þær mundir voru margir félagsmenn okkar á þeirri skoðun að okkur bæri að hafa hljótt um okkur á meðan „herrarnir tala“. ASI var nefnilega á tali við VSI. Nokkr- ir þeirra skvettu þá heldur hressilega yfir okkur. Við tókum þetta öll nærri okkur. Mér eru þær þrengingar minnisstæðar og hversu Ásthildur var þá döpur. Það leið auðvitað ekki langur tími þar til allir vildu þessa Lilju kveðið hafa. Ári síðar var niðurstaða nefnd- arinnar burðarásinn í viðmiðunum og kröfugerðum félaganna og eftir næsta árið var Kjaradómur sprung- inn í loft upp. Samanburðarnefndin reyndist hinn mjói rauði tundurþráð- ur: hún opinberaði þann launamun sem Kjaradómur heyktist á að 1eið- rétta. Þeir — vinir okkar og félagar — sem í upphafi stungu okkur ótt og títt með orðsins brandi — þeir komu ekki til okkar að taka orð sín aftur. Vonandi veitist þeim léttara en okk- ur að gleyma þessum tima. En stundum hefur gatan leitt okkur í skemmtilegra útsýni. Þannig hefur það verið með samstarf okkar í stjórn Orlofssjóðs BHMR. Þar höf- um við haft það spennandi verkefni að auðvelda félagsmönnum okkar að njóta orlofa sinna. Þar hefur okk- ur dottið margt í hug og sumu höf- um við þegar hrundið í framkvæmd. Já, það verður ekki annað sagt en að gatan okkar og Ásthildar hafi einnig gefið okkur gleðilegt útsýni. Það er skrítið hvernig fólk, sem halda mætti að þekktist ekki neitt, kynnist náið þegar það gengur sam- an í ólíkum veðrum. Ef ætíð hefði allt gengið að óskum þá hefðum við aidrei kynnst. Það voru sviptivind- arnir — hryðjurnar og holskeflurnar í fangið sem sviptu af okkur hvers- dagsbrosinu og sparisvipnum og blönduðu okkur í eina — að vísu oft dálítið ruglingslega heild. Það er þannig sem við, samstarfs- fólk þitt úr Lágmúla 7, erum með þér komin hingað á þennan útsýnis- stað — í bland við fjölskyldu þína, vini og samferðafólk á öðrum lífs þíns leiðum. Við stöldrum hér við með þér í þessum áfanga eina skamma stund — en við erum öll svo ung eins og þú og við endumst ekki til langrar viðstöðu. Hins vegar erum við þó komin á þann aldur að við kunnum að njóta augnabliksins og þinnar afmælisgleði. Þína skál!“ Þegar forystumaður fellur frá er örðugt að tíunda störf hans. Eðli málsins samkvæmt hefur hann unnið að tíu málum fyrir hvert eitt sem tekst að hrinda í framkvæmd. Þau sem urðu að veruleika geta ef til vill veitt okkur innsýn í drauma hans um bætta aðstöðu hins almenna félags- manns. Öll þau atriði sem hér hafa flogið um hug mér sýna það brot úr draumum okkar sem tókst_að hrinda í framkvæmd og þar var Ásthildur í fylkingarbrjósti. Að leiðarlokum veit ég að allir samstarfsmenn Ásthildar á vett- vangi BHM og BHMR taka undir með mér þegar ég af alhug þakka her.nar óeigingjarna og fómfúsa samstarf. Við urðum öll fyrir áfalli við fráfall hennar sem þó heggur miklu nær fjölskyldu hennar. Jónas, börn ykkar og barnabörn og Hulda móðir Ásthildar, ykkur færi ég okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Gísli Ólafur Pétursson. t Systir mín og frænka okkar, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR áður til heimilis á Snorrabraut 34, lést á Hrafnistu 26. nóvember. Útför hefur farið fram. Guörún Björnsdóttir og frændsystkin. t Útför GUÐLAUGAR ÁRNADÓTTUR, Eskihlið 5, sem lést föstudaginn 26. nóvember sl. fer fram frá Dómkirkjunni kl. 15.00, þriðjudaginn 7. desember. Fyrir hönd bræðrabarna og annarra ættingja, Lydia Pálmarsdóttir, Helga Steinunn Hróbjartsdóttir. t Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð vegna andl- áts hjartkærrar eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR SVÖVU GUÐMUNDSDÓTTUR, er lést 13. nóvemþer sl. á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Konráð Gíslason. t RAGNHILDUR STEINDÓRSDÓTTIR, fyrrum kaupkona, andaðist að Seljahlið 28. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki Seljahlíðar góða umönnun. Diana Þ. Kristjánsdóttir, Ari G. Þórðarson, Auður Kristjánsdóttir, Jón A. Stefánsson, Birgir S. Kristjánsson, Sigríður Einarsdóttir. Öm Kjærnested afhendir Kristrúnu og Eyþári lykilinn að íbúð þeirra. I ÁLFTÁRÓS HFl Allar nánari upplýsingar ísíma: 91-641 340 V Fyrsta Permaform-húsið í fflosfellsbæ % Permaform-ibúðir seldar # Frábærar viðtökur Permaform-íbúðanna koma okkur ekki á óvart, því ódýr og hraður byggingarmáti höfðar til nútímafólks. Permaform-íbúðirnar eru afhentar fullbúnar að utan sem innan. Tilbúnar innréttingar bíða nýrra eigenda sem ekkert þurfa að gera annað en að raða í skápa og stinga kaffikönnunni í samband! Næstu Permaform-íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í júní 1994. Permaform - byggingarmáti nútímafólks! /V' /V-\ V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.