Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 GOLF Hetjan frá Belfry írski kylfingurinn Christy O’Connoryngri íheimsókn hérá landi Forsetanum sagttil Hannes Guðmundsson, forseti Golfsambandsins, var kallaður á svið á Sögu til að sýna hvernig á að slá golfbolta. O’Connor virtist ánægður með sveif luna hjá forsetanum. Ballybunion er einn frægasti strandvöllur í heimi. Hér má sjá hina gríðar- lega fallegu 10. flöt. Löng hefðfyrir golfi á írlandi Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn gekkst fyrir kynningu á írskum golfvöllum á Súlnasal Hótel Sögu sl. mið- vikudagskvöld. Golfferðir hafa mjög færst í vöxt á síð- ustu árum og SL hefur reynd- ar rekið sérstakan golfklúbb með þeim farþegum sem far- ið hafa í golfferðir til útlanda með ferðaskrifstofunni. Um 250 golfklúbbar eru á ír- landi og þeir rótgrónustu eru aldargamlir. Portmamock í Dyflinni og Ballybunion í sv-hluta írlands eru án efa frægustu vell- irnir enda hafa bestu kylfingar heimsins leikið á þeim á alþjóðleg- um mótum. Aðrir nýrri koma fram eins og Mount Juliet, vettvangur Opna írska meistaramótsins sl. sumars, sem hannaður var af Jack Nicklaus. Um 39 sjávarvellir eru á ír- landi, það er golfvellir sem liggja meðfram ströndinni en sam- kvæmt upplýsingum frá Richard Mulroonay, ferðamálastjóra ír- lands eru aðeins um rúmlega eitt hundrað slíkir til í heiminum. Slík- ir vellir eru oft á tíðum erfiðari því að minna skjól er fyrir vindi og kylfingar geta þurft að glíma við mjög erfíðar aðstæður. Christy O’Connor yngri hefur eins og margir aðrir atvinnukylf- ingar starfað við að hanna golf- velli og sá nýjasti er Galville Bay sem er á vesturströndinni. Hins vegar snýst golf ekki allt- af um að leika á erfiðustu völlun- um heldur að finna völl við sitt hæfi. Það ættu allir kylfíngar að hafa í huga, þó ekki væri nema til þess að halda í góða skapið. ÞAÐ er ekki oft sem heimsfrægir kylfingar koma hingað til lands. Það gerðist þó í vikunni þegar írinn Christy O’Connor yngri kom hingað í boði Samvinnuferða Landsýnar. Hann dvaldi hér í rú- man sólarhrrngog leiðbeindi og sýndi áhugasöm- um kylfingum. Óhætt er að segja að íslendingar hafi tekið vel við sér því hátt á þrjú hundruð manns mættu á Súlnasal Hótel Sögu til að fræðast um írska golfvelli og til að sjá hinn þekkta kylfing leika listir sínar. Christy O’Connor er 45 ára að aldri og óneitanlega einn af reyndari kylfingum heims. Hann hefur verið meðal Frosti ■ keppenda á evr- FiAQQnn opska atvmnumann- skrífar atúmum í 24 ár og tvívegis verið í Ryd- er-bikarliði Evrópu gegn Bandaríkj- unum. Hljótt hefur verið um hann að undanfömu eða frá því hann sigraði í bresku meistarakeppninni (British Masters) í fyrra. Hann meiddist á hendi og lék aðeins á ellefu mótum í ár en þau hafa ekki verið færri hjá honum á ferlinum. Hann hefur hins vegar ekki setið aðgerðarlaus, því hann hann hefur hannað golfvöll á Galway Bay á írlandi auk þess sem hann skrifaði kennslubók um golf sem nýlega er komin út. Það er því fróðlegt að heyra skoðanir þessa manns sem oftlega er minnst sem hetjunnar frá Belfry. Fimm stjömu líf „Líf atvinnukylfingsins er fimm stjörnu líf, hvort sem mönnum líkar það eða ekki. Kostimir eru þeir að þú kemur til með að sjá margt og kynnast mörgu áhugaverðu fólki. Mikil ferðalög koma hins vegar nið- ur á fjölskyldulífinu, kylfingur sem keppir á atvinnumannamótunum í Evrópu ferðast rúmlega sex þúsund kílómetra með flugi og mótin hafa breyst mikið. Aðstæður hafa batnað en samkeppnin er mikið harðari," sagði O’Connor í samtali við Morg- unblaðið á miðvikudag. „Þegar ég byijaði ferilinn þá voru yfírleitt um fimm kylfingar sem höfðu raun- hæfa möguleika á sigri í mótum. Núna má segja að sjötíu kylfingar eigi möguleika fyrir hvert mót. Þeir bestu í dag eru líklega betri en þeir sem voru á toppnum fyrir tutt- ugu árum en menn verða einnig að líta á að margt hefur breyst. Til að mynda geta menn pantað sér kylfur sem eru smíðaðar fyrir hvern og einn en í gamla daga var ekki hægt að sérpanta neitt.“ Högg Itfs míns Morgunblaðið/Frosti O’Connor hefur átt velgengni að fagna í atvinnumótum í golfi án þess þó að geta talist stórstjarna í íþróttinni. Frammistaða hans í Ryd- er-keppninni fyrir fjórum árum á Belfry-vellinum í Englandi gerir það þó að verkum að nafn hans verður á spjöldum golfsögunnar um ókomna tíð. Hann sigraði Fred Co- uples í einstaklingskeppninni með frábærri spilamennsku á síðustu holunum. Kylfíngarnir voru jafnir þegar þeir komu að átjándu holunni en óhætt er að segja að annað högg Irans hafí ráðið úrslitum. O’Connor sló boltann með járnkylfu númer tvö og boltinn hafnaði rúman metra frá holunni. Couples sem var í mun >betri aðstöðu þoldi ekki álagið og hitti ekki flötina í innáskotinu. „Þetta var besta högg ævi minnar. Að vera íri og eini fulltrúi þjóðar minnar í liðinu hefði ég ekki viljað kynnast afleiðingum þess ef ég hefði hitt boltann illa. Höggið var mikils virði fyrir mig, fjölskyld- una og föðurlandið." „Þegar ljóst var að ég mundi mæta Couples þá var það áfall fyr- ir mig. Hann var númer eitt á Morgunblaðið/Frosti Christy O’Connor útskýrir fyrir íslenskum kylfíngum hversu einföld og auðveld golfsveiflan er. verja heiður föðurlandsins. Ef þú tapar þá verður þú að bera tagið með fjölskyldu þinni og þjóð. Ég hefði reyndar gefið hvað sem er, sjálfan mig meðtalinn til þess að góðvinur minn Constantin Rocca þyrfti ekki að verða fyrir þeirri reynslu sem henti hann í síðustu Ryder-keppni.“ Rocca missti stutt pútt á 17. flöt og tapaði einnig síð- ustu holunni í leik gegn Davis Love III. Góðar viðtökur Eftir rúmlega þrjátíu tíma stopp fór O’Connor og fylgdarmaður hans af landi brott á fímmtudagsmorg- unn, að eigin sögn ánægðir með ferðina og viðtökur áhorfenda í Súlnasal Hótel Sögu. Ekki er ólík- legt að golfáhugamenn hér á landi sjái meira af þessum írska snillingi næsta sumar. Hann hefur þekkst boð um að koma hingað til lands og hefur lýst yfir áhuga sínum á að leiðbeina íslenskum kylfingum. Aðaltilgangur ferðarinnar verður þó væntanlega laxveiði enda er O’Connor mikill áhugamaður um stangaveiði eins og reyndar margir aðrir atvinnumenn í þessari íþrótt. heimslistanum og ég vissi að ef ég tapaði þá hefði verið sagt að ég væri veiki hlekkurinn í liðinu og það var ekkert sem ég vildi síður. Coup- les er frábær manngerð og góður vinur minn en hann tók ósigrinum illa á sínum tíma. Ég náði svo að sigra Couples aftur ári síðar í Dun- hill-liðakeppninni á St. Andrews en tap gegn honum hefði þýtt að menn hefðu talað um sigurinn á Belfry sem afrek sem ég gæti aldrei endur- tekið,“ segir O’Connor og það læð- ist óneitanlega að manni sá grunur að líf hans væri eitthvað öðruvísi ef að Couples hefði sigrað á Belfry. Ryder-bikarinn er ekki venjulegt íþróttakeppni heldur eitthvað fyrir- bæri þar sem heiður og stolt fjöl- skyldunnar og föðurlandsins eru í veði. Sumir til í að fóma lífinu „Ryder-keppnin er einstakt golf- mót. Fólk bíður í tvö ár eftir að fylgjast með henni og keppendur bera fána sinna þjóða. Þú heyrir samlanda þína hvetja þig á vellinum og veist að sumir áhorfenda væru til í að fórna lífi sínu til þess að þér tækist vel upp og næðir að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.