Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 17 Liðnar aldir og líðandi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þorsteinn Gylfason: Sprek af reka. Mál og menning 1993. Þorsteinn Gylfason nefnir ljóða- þýðingar sínar Sprek af reka og skiptir þeim í tvo hluta: Frá liðnum öldum og Frá líðandi öld. Ljóðaval og ljóðamat Þorsteins er í hefðbundnara lagi þó með nokkrum undantekningum. Nútím- inn þrengir sér á köflum inn í heim hans sem að mestu er fágaður og söngvinn, rómantískur og stundum lífsþreyttur í gömlum og góðum anda. Hvað þetta varðar er fullt af ljóðum í Sprek af reka sem þeir lesendur munu fagna sem ekki vilja láta koma sér sérstaklega á óvart og gleðjast yfir því að Þorsteinn Gylfason fylgir fordæmi Helga Hálfdanarsonar sem hann tileinkar reyndar bókina. Að því ber að víkja áður en lengra er haldið að Þorsteinn vand- ar sig. Útgáfan er tvítyngd þannig að samanburður við frumtexta er auðveldur. Þorsteinn er hagur á mál og hljóm. Þýðingar hans eru margar hveijar kliðmjúkar og lýsa tíðum smekkvísi. Ekki verður vart við að hann hafi staðið í miklum eða tvísýnum átökum við þýðing- arnar. Fróðleikur um kvæðin er 40 blaðsíður og er þar að finna gagn- legar upplýsingar um skáld og ljóð. Dæmi um hófsemi og hófstill- ingu Þorsteins Gylfasonar eru mörg. Þau mætti velja af handa- hófi. Ljóð Dylans Thomas Do not go Gentle into that Good Night býr yfir innri ofsa og krafti sem leitar út. Sérstaklega verða orðin Þorsteinn Gylfason áhrifamikil í upplestri Dylans sjálfs: „Do not go gentle into that good night,/ Old age should burn and rave at close of day;/ Rage, rage against the dying of the Jight.“ Þýðing Þorsteins sem er annars ágætlega af hendi leyst er mild- ari. Fyrstu þrjú erindin verða að nægja sem sýnishom: Hægt skaltu ekki ganga í þá góðu nótt. Elli á að brenna og æða er kvölda fer. Leiftraðu af ofsa mót ljósi sem slokknar fljótt. Fyrst viturra orð í heiminum fóru hljótt, þótt kunni þeir deili á hvað dauða og myrkri ber, hægt þeir ekki ganga í þá góðu nótt. Góðir menn sem gráta sinn nauma þrótt til verka er syngju og lékju um land og ver leiftra af ofsa mót ljósi sem slokknar fljótt. í félagi við Ask Alas þýðir Þor- steinn þijú ljóð eftir eitt helsta skáld Eistland nú, Jaan Kaplinski. í Stundum sé ég svo ljóslega kveðst skáldið ekki kunna við að snúa aftur „til lifaðs lífs, slökkts loga, hugsaðrar hugsunar, kveðins kvæðis“: Ég brenn af sömu ástriðu til Atlantshafsins, til landamæranna sem eru enn að hverfa og rofna eins og vefír kóngulónna á hausti. Á leið svartra hesta, svartra hesta minning- anna sem aftur og aftur valhoppa á kvöldin út úr minningunni og steppunum, skynja vestanvindinn, færa einhvers staðar að úr fjarska ilminn af hafi og regni. Þorsteinn spreytir sig á The Hollow Men eftir Eliot og kallar ljóðaflokkinn Holmennin. Helgi Hálfdanarson valdi aftur á móti Holir menn í sinni þýðingu. Holmennin eins og fleiri þýðing- ar Þorsteins eru vitnisburður um að hann er fundvís á góðar lausnir þegar hann þýðir, ljóðið er enginn barnaleikur, flókið og hljómmikið. Það má kannski segja að Ijóðið glati nokkru af reisn sinni í þýð- ingu Þorsteins, en í heild sinni verður það aðgengilegt í þýðing- unni. Eins og Helgi og fleiri þýðendur er Þorsteinn veikur fyrir hinum þýskumælandi skóla með höfund- um á borð við Goethe og Heine, George og Rilke. En hér kemur líka Brecht við sögu svo að fjöl- breytni skortir ekki. Operutextar standa líka við hlið alvarlegri skáldskapar og lýsa með því hugð- arefnum þýðandans. Þessi bók frá Lucretiusi til Tove Ditlevsen er mjög þægilegur lestur og líka falleg að allri gerð. r r GAMLARSKVOLD A HOTELÍSLANDI Forsala aðgöngumiða hafin. Miðasala frá kl. 11-18. Miðaverð kr. 2000. tióm ilIÁNn Þú svalar lestrarþörf dagsins ' síðum Moggans! Óbreytt verö á jólabókunurn Bókaútgeferidur Umtalaðasta seviminninga bókin „Fjandanum ráðríkari en ekki hægt annað en að fyrirgefa honum.Vildi alltaf hjálpa lítilmagnanum.” Ólafur Ólafsson, landlæknir. Ármúla 23 91-67 24 00 Hann vildi ekki stöðu seðlabankastjóra. í viðtali við Agnesi Bragadóttur blaðamann á Morgunblaðinu „Það er einn staður þar sem maður hefur Matthías aldrei, og það er í vasanum." Davíð Oddsson, forsætisráðherra. I 2. SÆTI Á METSÖLUUSTA HJÁ VERSLUNUM EYMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.