Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Efnahags- og viðskiptanefnd afgreiðir skattafrumvarpið í dag Fulltrúar ASÍ höfnuðu því að fresta lækkun vsk á mat INGI Björn Albertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í éfnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vill að frestað verði fram á næsta ár að lækka virðisaukaskatt á matvæli svo tóm gefist til að undirbúa þessa breyt- ing^u betur. Steingrímur J. Sigfússon fulltrúi Alþýðubandalags í nefnd- inni er sama sinnis. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins höfnuðu fulltrúar Alþýðusambands íslands hugmyndum um frestun á fundi með nefndinni í gær. Búist er víð að efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis afgreiði í dag frumvarp ríkisstjómarinnar um skattabreytingar en í frumvarpinu er m.a. lagt til að virðisaukaskattur á matvæli lækki í 14% um áramót. Talsverð gagnrýni hefur komið fram á þessa breytingu undanfarið, þar á meðal frá kaúpmönnum sem telja meðal annars að allt of skammur tími sé til stefnu. Ingi Bjöm Albertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og við- skiptanefnd, sagði við Morgunblaðið að hann styddi lækkun vsk á mat- væli en teldi að fresta ætti fram- kvæmd þessarar breytingar fram á næsta ár til að undirbúa hana bet- ur. Þessari skoðun hefði hann lýst í þingræðu. Aðrir fulltrúar stjórnarmeirihlut- ans í nefndinni, sem Morgunblaðið ræddi við, segjast muni styðja þær tillögur sem komi frá ríkisstjórninni í þessum efnum enda séu þær hluti af samkomulagi við aðila vinnu- markaðar og grundvöllur kjara- samninga út næsta ár. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær leggjast fulltrúar Fram- Hermann kvaddur HERMANN — ein vinsælasta teiknimyndasaga allra tíma í Morgunblaðinu — hverfur nú af síðum blaðsins — í bili að minnsta kosti. Höfundur Hermanns hefur átt við vanheilsu að stríða og í fyrra var honum gert að ráði lækna að taka sér leyfi frá störfum. Morgunblaðið átti þá nokkrar birgðir af Hermanni sem dugað hafa fram á þennan dag en nú er því miður svo komið að Her- mann er uppurinn. Útgáfufyr- irtæki Hermanns í Bandaríkj- unum leggur hins vegar unnend- um Hermanns til staðgengil sem þar vestra nefnist Farcus og öðl- ast hefur mikla hylli. Hefur þessi myndasaga göngu sína hér í blaðinu næstu daga — undir ís- lensku heiti að sjálfsögðu — en þangað til hleypur Cosper, góð- vinur lesenda Morgunblaðsins til margra ára, í skarðið. í dag Byltir EES áfengissölu? Núverandi fyrirkomulag áfengis- sölumála stríðir gegn ákvæðum um frelsi í smásöluverslun 22 NATO haldi vöku sinni Nú kveður við nýjan tón í afstöðu Vesturlanda í garð Rússa vegna kosningasigurs þjóðernissinna 24 Safnað fyrir harnaspítala Maraþonlíkamsræktarkeppni til styrktar barnaspítala Hringsins verður 17. desember nk. 26 Leiðari________________________ Akkilesarhæll Steingríms 26 Úr verinu ► Góð þorskveiði í haust - Sparn- aður með notkun brennsluhvata - Engin vandræði vegna hval- veiða þjá Norðmönnum - Stýri- mannaskólinn hriplekur sóknarflokks og Kvennalista í nefnd- inni gegn lækkun vsk á matvæli en standa þess í stað að breytingartil- lögum, m.a. um að almenna vsk- þrepið lækki í 23%. Þessar tillögur voru kynntar fulltrúum ASÍ í gær og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins lýstu þeir afdráttarlaust þeirri skoðun að tillögurnar væru gegn þeim forsendum sem kjara- samningarnir byggðu á. Sérálit Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Alþýðubandalags, í efnahags- og viðskiptanefnd mun leggja fram sérálit. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið styðja grundvallar- ákvörðunina um að lækka virðis- aukaskatt á matvæli þótt hann lýsti ábyrgð á undirbúningi og fram- kvæmd málsins á hendur ríkis- stjórnarinnar. Hann sagðist einnig myndu flytja breytingartillögur við skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem miðuðu að því að lækkun vsk á matvæli nýttist betur sem tekju- jafnandi aðgerð. Tillögur Steingríms ganga út á að tekjuskattur fyrirtækja lækki ekki, hátekjuskattUr verði hækkaður og persónufrádráttur einnig. Þá mun Steingrímur væntanlega leggja til að gildistöku breytinganna á virðis- aukaskattinum yrði frestað til 1. mars til að undirbúa framkvæmdina betur en búvörur yrðu greiddar niður á meðan. Loks leggur hann til að virðisaukaskattur á fólksflutninga, ferðaþjónustu og bækur verði felldur niður. Steingrímur sagði að þessar tillögur hefðu í för með sér um 1.300 milljóna króna útgjöld en útgjalda- sparnaður á móti væri um 1.100 milljónir. Lítil veiði á loðnumiðum LÍTIL loðnuveiði hefur verið undanfarinn sólarhring vegna brælu á miðunum. Um 20 skip fóru á miðin eftir að fréttist af loðnugöngu út af Norð-Austurlandi um helgina en illa hefur viðrað á miðun- um. Að sögn Ómars Ólafssonar, stýrimanns á Albert GK, haml- aði veður veiðum á miðunum á þriðjudagsnótt og leituðu flestir bátanna vars í gær. Ómar sagði að töluvert virtist af loðnu á þessum slóðum og gæti afíast vel ef sæmilega viðraði. Spáð er áframhaldandi brælu á þess- um slóðum. Sjávarútvegsfrumvörpin lögð fram á Aþingi Kvóti Hagræðingar- sjóðs án endurgjalds ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þrjú stjómarfrumvörp um sjávarútvegsmál á Alþingi. Sem kunnugt er af fréttum hafa miklar deilur staðið um frumvarpið um breytingu á stjórn fiskveiða, einkum hlut smábáta í því. í frumvarpinu sem Iagt hefur verið fram er gert ráð fyrir að smábátar geti verið áfram á krókaleyfi en með fjölgun banndaga eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Hin tvö frumvörpin eru annars vegar um Þróunar- sjóð sjávarútvegsins og hinsvegar um ráðstöfun á aflaheimildum Hagræðingarsjóðs en í því frumvarpi er gert ráð fyrir að kvóta sjóðs- ins verði úthlutað án endurgjalds til þeirra sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu á kvótum sínum. Frumvarpið um breytingar á stjóm fiskveiða er að mestu óbreytt frá því að það kom upphaflega fram að undanskildum veiðum smábáta. Auk þess að geta verið áfram á krókaleyfi gefst eigendum bátanna kostur á að vera á kvóta frá 1. september 1994 og skal miða við veiðireynslu þeirra tímabilið 1. sept: ember 1991 til 31. ágúst 1993. í ákvæði til bráðabirgða í frumvarp- inu um þetta atriði kemur m.a. fram að við mat á þeirri aflareynslu skuli aðeins tekið tillit til afla en ekki frátafa eða annarra atvika. Fiski- stofa skal birta útgerðum einstakra báta bréflega hver úthlutaður kvóti þeirra hefði orðið á fískveiðiárinu 1. september 1993 til 31. ágúst 1994 ásamt forsendum fyrir þeirri úthlutun. Útgerðir skulu tilkynna Fiskistofu fyrir 1. júlí 1994 um val Myndasögur ► Jólaföndur - Verðlaunasmá- saga - Merkimiðar - Krakkar að teikna í Svíþjóð - Hemmi Gunn og Rúnni Júll syngja fyrir bömin - Hvað tákna íþróttamerkin sitt en berist slíkar tilkynningar ekki í tæka tíð skal úthluta kvóta til viðkomandi báts. Hagræðingarsjóður og Þróunarsj óður í frumvarpinu um ráðstöfun á kvóta Hagræðingarsjóðs kemur fram að við gildistöku laganna skuli honum úthlutað endurgjaldslaust til þeirra fiskiskipa sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu við úthlutun kvóta á yfirstandandi fískveiðiári. Skal Fiskistofa úthluta aflaheimild- um til þeirra skipa sem orðið hafa fyrir meiri en 9,8% skerðingu á kvóta í þorskígildum talið milli síð- asta fiskveiðiárs og þess sem nú stendur yfir þannig að skerðing umfram framangreint mark sé að fullu bætt. Frumvarp um Þróunarsjóð sjáv- arútvegsins er óbreytt frá því það var kynnt í ríkisstjóm í haust. í því er gert ráð fyrir að þróúnarsjóðs- gjald á hvert úthlutað þíg.tonn nemi 1.000 krónum, að eigendur fiski- skipa stærri en 10 tonn skuli greiða 750 kr. gjald af hveiju tonni en þó aldrei hærri upphæð en 285.000 krónur fyrir hvert skip og eigendur fasteigna sem nýttar eru til fisk- vinnslu skulu greiða sérstakt gjald til sjóðsins. Alþjóðleg sjónvarpsauglýsingakeppni Kjami málsins komst í úrslitin SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN Kjarni málsins, sem gerð var fyr- ir Morgunblaðið á síðasta ári, er komin í úrslit í flokki prent- miðlaauglýsinga í alþjóðlegri keppni sjónvarps- og bíóauglýs- inga sem heitir The New York Festivals og er nú haldin í 36. skipti. Að sögn Halls A. Baldursson- ar, framkvæmdastjóra auglýs- ingastofunnar Yddu, sem fram- leiðir auglýsinguna, vom inn- sendingar í keppnina að þessu sinni rúmlega 4.100 í mörgum flokkum en þeir eru skilgreindir eftir vömnni sem verið er að aug- lýsa. Hallur segir keppnina hafa fest sig vel í sessi og í dómnefndinni sé fagfólk úr auglýsingabransan- um víðs vegar um heim. Innsend- ingar í keppnina koma nú frá 45 löndum. Hallur segir að auglýs- ingar frá Yddu hafi nokkrum sinnum verið sendar í keppnina en þetta sé í fyrsta skipti sem íslensk auglýsing komist í úrslit, eftir því sem hann best viti. „Það er gaman að þessu. Þetta sýnir að við erum að gera hluti sem geta gengið hvar sem er,“ sagði Hallur. í hveijum flokki er keppt um gull-, silfur- og bronsverðlaun en síðan keppa gullverðlaunahafar úr öllum flokkum um sérstök alls- heijarverðlaun. Frostfilm sá um kvikmyndun auglýsingarinnar, Kristján Frið- nksson var leikstjóri og Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.