Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 39 innflutningsdeild Pósts og síma. Auður var glæsileg kona á velli svo eftir henni var tekið. Hún var ætíð grannvaxin og hnarrreist og geislaði frá henni miklum persónutöfrum. Hún var ekki allra, sem ef til vill má rekja til þess að hún kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd og sagði öllum hug sinn umbúða- laust. I vinahópi var hún ræðin og gamansöm. Hún var höfðingi heim að sækja, átti glæsilegt heimili á Flókagötu 56 sem bar henni og upp- runa hennar fagurt vitni. Auður átti fjöldamörg áhugamál sem tóku huga hennar allan og tíma. Eitt þeirra var félagsstarf í Zonta- klúbbi Reykjavíkur. I klúbbinn gekk hún árið 1960 sem fulltrúi starfsstétt- ar loftskeytamanna, fyrsta og eina konan sem gegndi því starfi um langt árabil. Komu hæfileikar hennar fljótt í ljós. Hún sinnti margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir klúbbinn, var for- maður 1965-’66, fulltrúi Zontaklúbb- anna á íslandi í Norðurlandasam- starfinu 1967-’69. Þá sat hún í ótal nefndum. Hafði hún markmið Zonta- hreyfingarinnar í hávegum. Háleit, siðræn gildi eru þar leiðarljós í öllum störfum. Auður var sönn Zontakona, sem lét sig varða hagi annarra kvenna í klúbbnum og fylgdi því eftir. Má þar nefna framtak hennar, sem margar okkar minnast, er hún bauð heim til sín nýliðum í klúbbnum til að kynna betur fyrir þeim tilgang þessarar merku hreyfingar og ekki síst til að þær gætu kynnst hvor annarri sem best. Umfram allt lýsir þetta ósér- hlífni hennar og áhuga fyrir velferð, starfi og högum yngri kynslóðarinn- ar. Hún hafði stálminni og fylgdist vel með gangi félagskvenna. Fyrir tveimur mánuðum stóð hún enn fyrir slíkri kynningarsamkomu. Gleymist þeim seint sem þar voru áhugi hennar og velvilji og ekki síst það hvernig hún hreif okkur hinar með sér og hvatti til dáða. Hún vildi veg Zontaklúbbs Reykjavíkur sem mestan og lagði sig fram af mikilli vandvirkni við hvaðeina sem henni var falið. Zontaklúbbur Reykjavíkur hefur frá árinu 1944 lagt málefnum heym- arlausra lið. Mesta stórvirkið sem klúbburinn hefur ráðist í var árið 1962 þegar komið var á fót Heyrnar- stöð í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Lögðu konur úr Zontaklúbbi Reykja- víkur stöðinni til tæki og stóðu að þjálfun starfsfólks. Til þessa þurfti að afla mikils fjár sem tókst með útsjónarsemi og dugnaði margra kvenna í klúbbnum. Er Auður mér minnisstæð þar sem hún stóð í farar- broddi Zontakvenna bæði við mót- töku erlendra ráðgjafa og fyrirlesara, sem komu til að veita aðstoð í þessum mikilvægu málum, og einnig við skipulag fjáröflunar og framkvæmd hennar. Lét hún sannarlega sinn hlut ekki eftir liggja. í veikindum sínum undanfarið minntist Auður oft á þá góðu þjón- ustu sem heimaaðhlynning krabba- meinsfélagsins veitti henni. Var hún ákaflega þakklát fyrir þá umönnun. Hún vissi að hverju stefndi en kvart- aði aldrei hversu þjáð sem hún var. Eyddi hún tali um slíkt en benti á hve þakklát hún mætti vera fyrir það góða og skemmtilega líf sem henni hafði hlotnast. Hún sagði á sinn gam- ansama hátt að hún væri forvitin að vita hvað hinum megin væri. Að leiðarlokum vil ég koma á fram- færi þakklæti frá konum í Zonta- Eríklr\kkjur Glæsileg kaftl- hlaðborð lallcgir salir og m)ög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR klúbbi Reykjavíkur fyrir margar ánægjulegar samverustundir á liðn- um árum. Auður hefur með nærveru sinni og smitandi persónuleika mótað okkur allar og haft mikil áhrif á sam- starf okkar. Við skulum vera þess minnugar að þó félagsskapur verði aldrei meira en það sem við erum hver um sig þá vega einstakir með- limir misjafnlega þungt. Því er nú mikils misst og skarðið í röðum okk- ar vandfýllt. Við kveðjum Auði Proppé með virð- 'ingu og söknuði. Vandamönnum hennar vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Aúðar Proppé. Sigriður Dagbjartsdóttir, for- maður Zontaklúbbs Reykjavíkur Fyrir tæpum 60 árum kynntust nokkrar unglingsstúlkur í Verslunar- skóla íslands og varð úr því ævilöng vinátta. Auður Proppé var ein af þeim. Við stofnuðum saumaklúbb, sem hittist einu sinni í viku í meira en 50 ár, en nokkru sjaldnar síðustu árin. Auður var mjög sterkur per- sónuleiki og var oftast í forystu bæði í vinkvennahópnum og meðal skóla- systkinanna, m.a. stóð hún ekki að baki strákunum í ræðustól. Auður fór heldur ekki troðnar slóð- ir í námi og vinnu, fór í Loftskeyta- skólann og vann eftir það á þeim vettvangi í Gufunesi og síðar á tal- sambandi við útlönd hjá Pósti og síma. Hún var í Zontaklúbbi Reykja- víkur og kvenfélaginu Hringnum og lét gott af sér leiða á báðum stöðum. Þegar litið er yfír farinn veg, ber þó hæst vináttuna, sem aldrei brást til æviloka. Við minnumst hennar með þakk- læti fyrir það. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Sigríður Gísladóttir. Nei, var mín fyrsta hugsun þegar ég las dánartilkynningu Auðar Proppé í Morgunblaðinu fímmtudag- inn 9. desember. Og ég sem var á dánardegi hennar að hugsa að nú yrði ég að fara að hringja í hana og vita hvernig hún hefði það, hvort við gætum kannski farið að hittast. Eg hafði nefnilega ekki séð hana né heyrt í henni síðan í apríl þegar við hitt- umst á sýningu í Óperunni. Þá var hún nokkuð brött miðað við erfiðan sjúkdóm og aðgerð. En nú var of seint að hafa samband, við höfðum kvaðst í síðasta sinn. Auður var minn fyrsti lærimeistari í atvinnulífinu þar sem ég vann með henni í innflutningsdeild Pósts og síma og af henni lærði ég margt sem ég bý að enn í dag. í fyrstu var hún kannski ekki allra, en við nánari kynni kom í ljós að hún var góður vinur vina sinna. Ég er því fegin að eftir að okkar samvinnu lauk, hitt- umst við yfirleitt einu sinni á ári og þá oftast heima hjá Auði í notalegu íbúðinni hennar með öllum bókunum sem heilluðu mig. Alltaf bauð Auður upp á hina ljúffengustu rétti, suma nýstárlega fyrir mér og það var ein- mitt skemmtilegast. I þeim sömu heimsóknum sagði Auður ýmsar sög- ur; frá uppvexti sínum, námi, starfi eða ferðalögum um víða veröld. Áhugamál hennar voru fjölmörg og hún var alls staðar vel að sér. En annað sem tengdi okkur saman var íslenska óperan en þar komst ég inn fyrir dyr fyrir tilstilli Auðar og átti" þar síðan hátt í tíu ára starfsferil, mjög svo ánægjuríkan, svo það er ýmislegt sem ég á Auði að þakka. Að leiðarlokum langar mig að votta aðstandendum hennar samúð mína og ég treysti því að Auði hitti ég ein- hvers staðar, einhvern tíma síðar. Guðrún O. Guðjónsdóttir. t INGIBERGUR ÁRNASON, dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsunginn fré Akraneskirkju föstudaginn 17. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið Höfða. Þórður Árnason Sigursteinn Árnason, Játmundur Árnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ALFONSSON, Reynimel 78, Reykjavík, sem lést þann 11. desember s1. á hjúkr- unardeild Borgarspítalans, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. desember kl. 15.00. Jóhanna Eliasdóttir, Elín H. Kristjánsdóttir, Ásthildur Kristjánsdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Berglind Kristjánsdóttir, Einar Jón Ólafsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HAGALÍN GUÐJÓNSSON, Vesturgötu 164, Akranesi, sem andaðist á heimili sínu 10. desember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 14.00. Þórunn Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, STEINUNN J. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Heinabergi, sem lést 7. desember sfðastliðinn, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 16. desember næstkomandi kl. 13.30. Guðrún Steingrímsdóttir, Maria Steingrímsdóttir, Brandís Steingrímsdóttir, Magga Steingrímsdóttir, Lárus Magnússon, Bogi Thorarensen. t Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, systir og mágkona, HELGA HARALDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Hörðalandi 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. des. kl. 13.30. Naguib Zaghloul, Ragnhildur G. Pálsdóttir, Haraldur Guðnason, Páll Haraldsson,- Björg Sigurðardóttir, Gunnar Haraldsson, Kristín Ógmundsdóttir og bræðrabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS STEFÁNSSONAR, Heiðvangi 16, Hafnarfirði. Björk Pétursdóttir, Kjartan Guðmundsson, Stefán Pétursson, Bryndis Jónsdóttir, Sveinn Ingi Pétursson, Hólmfríður Jónsdóttir, Hallgerður Pétursdóttir, Jón Gauti Jónsson, Helga Pétursdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför TORFHILDAR ÞORVALDSDÓTTUR, Stigahlfð41, Reykjavík. Ragnar Guðmundsson, Þorvaldur Ragnarsson, Fanney Einarsdóttir, Jakob Ragnarsson, Guðrún Birgisdóttir, Sigurrós Ragnarsdóttir, Stefán Á. Einarsson, Svandfs Ragnarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu systur okkar, GUÐMUNDUJ. JÓHANNSDÓTTUR Brekkuhvammi 1, Hafnarfirði. Systkinin. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LEIFS GUÐMUNDSSONAR bryta. Sérstakar þakkirtil heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Gisladóttir, Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson, Helga Leifsdóttir, Hafdfs Leifsdóttir, Magnús Pétursson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu KRISTÍNAR RÍKEYJAR BÚADÓTTUR frá Ferstiklu. Kristján Ólafsson, Gréta Fanney Guðlaugsdóttir, Jón Bui Guðlaugsson, Hlynur Guðlaugsson, Einar G. Guðlaugsson, Vilhjálmur Guðlaugsson, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.