Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
37
Minning
Eggert Guðnason
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast afa okkar, Eggerts
Guðnasonar, er lést á heimili sínu
hinn 29. nóvember síðastliðinn. Lát
hans kom frekar óvænt og fyrir-
varalaust, því að afi hafði verið
heilsuhraustur alla sína tíð.
Afi var fæddur á Reyðarfirði hinn
22. júlí 1914, sonur Þorbjargar Ein-
arsdóttur og Guðna Péturssonar
kaupmanns í Holti við Reyðarfjörð.
Ólst hann þar upp þangað til upp
úr fermingaraldri, að hann fer suð-
ur til Reykjavíkur. Fyrst eftir að
þangað kom réð hann sig sem há-
seta á fiskibát. En fljótlega upp úr
því fer hann að læra til þjóns á
Hótel íslandi sem þá var. Og starf-
aði hann við það fag nánast allan
sinn starfsferil, þar á meðal á Hót-
el Borg og í Sjálfstæðishúsinu. Og
sem yfirþjónn í mörg ár í gamla
Klúbbnum við Borgartún. Einnig
var hann prófdómari við Hótel- og
veitingaskóla íslands um nokkurra
ára skeið.
Afi var kurteis og einstakt snyrti-
menni, og ævinlega vel til hafður.
Tungumálamaður var hann góður
talaði fjölmörg tungumál reip-
nandi. Eitt af áhugamálum hans
spilamennska og spilaði hann
brids af miklum krafti einkum hin
seinni ár eftir að hann lét af störf-
um.
Afi kvæntist ömmu okkar Val-
borgu Gísladóttur frá Bakkagerði
við Reyðarfjörð hinn 5. september
1936. Bjuggu þau allan sinn búskap
í Reykjavík, utan stríðárin er þau
bjuggu austur á Reyðarfirði. Eign-
uðust þau eina dóttur, Huldu Sól-
borgu, fædda 16. mars 1943. Er
hún gift Eggerti Ólafssyni vélstjóra
hjá Landhelgisgæslunni og búa þau
í Hveragerði.
Við bræðurnir ólumst upp frá
fjögurra og fimm ára aldri og fram
á unglingsár hjá afa og ömmu. Og
er margs að minnast og margt að
þakka frá þeim tíma.
Við bræðumir kveðjum afa okkar
með söknuði og þökkum honum
góða samfylgd sem mun geymast
í minningunni.
Eggert Valur Guðmundsson,
Sigurður Bjarni Guðmundsson.
Orð þín mig mildilig minni’ eg á,
kýs hjá þér kærsta með kveðju þá:
„Kom, hinn þjáði, þín mér hjá
þreytta sálin hvíld skal fá.“
Eg er þreyttur, líkn mér ljá.
(B. Halld.)
Hinsta kveðja.
Þín dóttir,
Hulda Sólborg.
MARAZZI
Flísar - úti og inni
AiFABORG f
KNARRARVOGI 4 • * 686755
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðamiiðstöðina,
símar 19800 og 13072.
t
EINAR GEORG PETERSEN
frá Kleif,
andaðist 8. desember sliðastliðinn í Dalbæ, Dalvík.
Jarðsett verður frá Stærri-Árskógskirkju föstudaginn 17. desem-
ber kl. 14.00.
Fyrir hönd fjarstaddra ættingja,
Sveinn Jönsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur,
VIÐAR SIGURÐSSON,
Hólmgarði 26,
lést 11. desember.
Jarðarförin ferfram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. desember
kl. 10.30.
Sólbjört Kristjánsdóttir,
Anna Guðrún Viðarsdóttir, Helgi Magnús Gunnarsson,
Davið Viðarsson,
Ólafur Viðarsson,
Kristbjörg Viðarsdóttir,
Ólina Sigurðardóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÓSK
SÆMUNDSDÓTTIR,
Aðalgötu 5,
Keflavfk,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn
13. desember sl.
Pétur Pétursson,
Jóhannes Gfslason, Tim Gíslason,
Hrefna Pétursdóttir, Almar Þórhallsson,
Sæmundur Pétursson, Valgerður Þorsteinsdóttir,
Fanney P. Johnsson, Sven Áke Johnsson, .
Júlíana Pétursdóttir,
Pétur G. Pétursson, Margrét Ragnarsdóttir,
Valgarður Pétursson, Olga Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR G. EYJÓLFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést að morgni 13. desember.
Jarðarförin auglýst gíðar.
Eyja Henderson,
Lárus Ó. Þorvaldsson,
Margrét Á. Þorvaldsdóttir,
Ólöf Teigland.
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
SIGURBORGAR BJÖRNSDÓTTUR,
Skúlagötu 64,
Reykjavík,
áður til heimilis á Fjólugötu 11,
Vestmannaeyjum,
sem lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 9. desember, fer fram
frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hennar, er bent á Samtök gegn astma og ofnæmi.
Ólafur Runólfsson,
Petra Ólafsdóttir, Jóhannes Kristinsson,
Ester Ólafsdóttir, Einar Bjarnason,
Birgir Ólafsson, Anna Lind Borgþórsdóttir
og barnabörn.
t
Föðursystir mín,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Akurtröðum
í Eyrarsveit,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. desember
kl. 10.30. Jarðsett verður frá Setbergi, Grundarfirði, ember kl. 14.00. laugardaginn 18. des-
Fyrir hönd aðstandenda, Gfsli Gunnarsson.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram þrettándi útdráttur húsbréfa í ■
1. flokki 1989, tíundi útdráttur í 1. flokki 1990, níundi
útdráttur í 2. flokki 1990, sjöundi útdráttur í 2. flokki
1991 og annar útdráttur í 3. flokki 1992.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1994.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði
og í Degi miðvikudaginn 15. nóvember.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
C&l HÚSN&ÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00
JOLAGJAFIR VELSLEDA- 06 MOTORH JOLAFOLKS!
Úrval af vörum frá YAMAHA og KIMPEX
MERKUR HF.
YAMAHA umboöiö, Skútuvogi 12a, sími 81 25 30.
Hjálmar frá kr. 6.373 - Kortatöskur frá kr. 2.995
Leðurhanskar og lúffur frá kr. 3.237 -
Húfur frá kr. 875 - Nýrnabelti kr. 3.714 -
Yfirbreiðslur frá kr. 4.980 og m. m. fl.