Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fHfc Þú færð góðar hugmyndir í vinnunni í dag og ert á rétt- um stað á réttum tíma. Ein- hver gefur góð ráð varðandi ij'ármálin. Naut (20. apríl - 20. maí) (0% Sumir ákveða skyndilega að fara í ferðalag. Þú færð góða hugmynd við lestur bókar eða blaðagreinar. Samlyndi ríkir hjá ástvinum. Tvíburar (21. ma( - 20. júní) Þú gengur'frá lausum end- um í vinnunni og finnur góða gjöf handa ástvini í dag. Tilboð um fjárfestingu þarfnast íhugunar. Krabbi (21. jún! - 22. júlí) H§8 Ástvinir sinna sameiginleg- um hagsmunum í dag og sumir fara út saman í kvöld. Þú gætir fundið góða jóla- gjöf í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Þótt þú verðir fyrir truflun- um og eigir erfitt með að einbeita þér miðar þér vel að settu marki í vinnunni í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Sfti Ný tómstundaiðja heillar þig í dag. Sumir fara á stefnu- mót í kvöld og skemmta sér vel. Aðrir sinna fjölskyldu- málunum. (23. sept. - 22. október) Listrænir hæfileikar njóta sín í dag hjá þeim sem vinna við jólaskreytingar. Sköpun- argleðin ar allsráðandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ^10 Þú átt annríkt í dag og þú færð fregnir af einhverjum sem þú hefur ekki heyrt frá lengi. Hugmyndir þínar fá góðar undirtektir. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) m Þú kemur vel fyrir í dag og átt auðvelt með að sýna hvað í þér býr. Sumir eru önnum kafnir við jólainn- kaupin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Forustuhæfíleikar þínir eru áberandi í dag og aðrir lað- ast að þér. í kvöld ættir þú að njóta samvista við góða vini. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ð/K Þú færð næði í dag til að finna lausn á áríðandi verk- efni og leggja drög að bættri afkomu. Félagslífíð heillar í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Liiit Þú færð tækifæri til að koma áhugamálum þínum á framfæri hjá ráðamönnum í dag. í kvöld áttu góðar stundir í vinahópi. Stjörnusþána á að lesa sem dcegradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI .nuiniintmi;H»w;iiiiuiij UÓSKA BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Millispilin í tígli gegna lykil- hlutverki í vörninni gegn þremur gröndum suðurs: Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ 9743 ♦ 83 ♦ KG108 ♦ 762 Norður ♦ ÁK6 ♦ 965 ♦ Á4 ♦ ÁDG93 llllll Suður ♦ 1052 ♦ DG2 ♦ D752 ♦ K104 Austur ♦ DG8 ♦ ÁK1074 ♦'963 ♦ 85 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 hjarta 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Úspil: hjartaátta. Austur sér um leið og blindur kemur upp að sagnha.fi á níu slagi ef hann fær einn á hjarta. Eina vonin er því að fínna makk- er feitan fýrir í tígli. Austur drepur þess vegna á hjartakóng og spilar nákvæmt tígulsexu. Ekki níunni, því hana þarf að nota síðar, og ekki þristinum til að gefa makker ekki falskar upplýsingar um litinn. Suður lætur lítinn tígul heima og nú er röðin komin að vestri að spila tfglinum rétt. Hann verður að láta tíuna! — ekki átt- una, því hún á að fara undir níuna sfðar. Sagnhafi drepur á ásinn og spilar hjarta. Austur drepur og spilar nú tígulníu. Dúkki suður, heldur austur innkomunni og spilar aftur í gegnum drottning- una. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Kínverska stúlkan Xie Jun (2.470) varði heimsmeistaratitil kvenna auðveldlega fyrir Nönu Joseliani (2.470) frá Georgíu. Einvíginu sem fór fram í Mónakó í haust lyktaði 8V2—2*/2 þeirri kín- versku í vil. Þessi staða kom upp í sjöundu skákinni. Xie Jun hafði svart og átti leik: 34. ... Hcl!! (Truflar vamar- hrókinn á gl og er miklu sterkara en 34. ... Dh4, 38. Hxg2 - Dxh3+, 36. Hh2 - Hcl+, 37. Bdl) 35. Hxcl - Dh4, 36. Bfl - Dxh3+, 37. Kgl - Rel+, 38. Kf2 - Dg3+, 39. Ke2 - Rxd3, 40. Kxd3 - Dxf3+, 41. Kc2 og Joseliani gafst upp án þess að tefla frekar. Hún kom á óvart er hún sló elstu Polgarsysturina Zsuzsu út úr áskorendakeppni kvenna en rósturnar í Georgíu höfðu slæm áhrif á undirbúning hennar og taflmennsku. Hún fann aldrei viðunandi svar við kóngind- verskri vörn heimsmeistarans og þessi skák var eitt dæmið um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.