Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Audur Proppé — Minning Fædd 30. október 1921 Dáin 8. desember 1993 Ellefu ár — Helga orðin ellefu, en á þeim tíma höfðu þrjú böm heilsað, tveir sveinar og ein mær — öll and- vana. Nú var beðið í ofvæni — ótti hríslaðist um hugann, en hann reynd- ist þegar til kom ástæðulaus því að óveðursnóttina 30. október 1921 flutti svarrandi brimhljóð og fossnið- ur ungri mey velkomandaminni, nátt- úruhljóð, sem löngum síðar létu vel í eyrum hennar. Guðrún og Jón höfðu eignast dótturina Auði, sem æ síðan, meðan lifðu, áttu með henni samfylgd og sambýli. Foreldrar Auðar vom Guðrún Bjamadóttir og Jón A. Proppé. Vig- dís móðir Guðrúnar var Sigurðardótt- ir frá Sandi í Kjós, en faðir Bjami Sigurðsson frá Þemey. Þau hófu bú- skap á Hofí á Kjalamesi, en fluttust á eignaijörð sína Brimilsvelli á Snæ- fellsnesi um síðustu aldamót . For- eldrar Jóns vom Helga Jónsdóttir frá Gijóteyri í Kjós og Claus Eggert Di- etrich Proppé, þýskrar ættar, en gerðist hér á landi fýrsti bakari í Hafnarfírði. Jón, faðir Auðar, var verslunarstjóri í Ólafsvík 1903 til 1925, en fluttist að því búnu með konu og dætranum, Helgu og Auði, til Reykjavíkur, þar sem hann sinnti skrifstofustörfum æ síðan. Tvö móðursystkini Auðar vom vestra, Ólafur bóndi á Brimilsvöllúm og Lára, kona Jóns Gíslasonar póst- meistara í Ólafsvík.. Frá fimm ára aldri og þar til skólagöngu Auðar iauk var hún öll sumur hjá Lám og manni hennar í Ólafsvík og þar eins og elsta bamið á heimilinu. Þótti henni það tilbreyting frá því að vera yngst heima og ætíð tilhlökkun í að komast annað veifíð inn að Völium. Hún batt æ síðan mikla tryggð við Ólafsvík og Snæfellsnes — taldi þar sína eiginlegu heimabyggð, þótt hún yrði löngum að iáta hugarflugið nægja í þeirri sambúð. Auður lauk námi í Verslunarskól- anum 16 ára gömul. Margar bestu vinkonur hennar vom frá þeirri skóla- vem. Sumarið 1938 réðst hún til skrifstofustarfa hjá Páli Stefánssyni frá Þverá, en hann var kvæntur föð- ursystur hennar. Þaðan lá leiðin til Verslunarráðs íslands, og síðan aftur til Páls. Mjög særði það réttlætis- kennd hennar að vita konur lúta því að bera minna úr býtum en karlar fyrir sömu vinnu, þrátt fýrir sambæri- lega menntun. Auður var því ákveðin í að bijóta upp ferii sinn og sýna að hún gæti orðið samstiga við karla hvað iaun varðaði, en ekki aðeins vegna þeirra heldur réttlætisins. En hvert skyldi halda í víking? Auður orðaði við föður sinn, að hún hefði hug á að verða loftskeytamaður. Jón hreifst af þeirri ráðagerð. Hann kall- aði hana stundum blásokkuna sína, þegar honum fannst hún uppreisnar- gjöm. Hann hafði kynnst frægum kvenréttindakonum á námsámm sín- um í Höfn. Þær nefndust blaaströmp- er og samsvöraðu síðar rauðsokkum. Auður lauk loftskeytaprófí 1946 og réðst þá að Gufunesstöðunni, þar sem hún starfaði í 19 ár, ætíð í vakta- vinnu. Hana hafði nú borið þangað { sinni víking, þar sem hún var að öllu leyti ígildi karla. Og starfinu þar lýsti hún eitt sinn þannig: — Klunna- leg morsesending okkar vakti greini- lega undrun og hneykslun þeirra, sem fyrir vom. Og ekki var nema von. íslenskir loftskeytamenn af gamla skólanum voru undantekningalítið miklir fagurkerar. Menn kannast við orðið listaskrifari. Eins mætti tala um listamorsesendingu. Það er jafn erfítt að lesa úr subbulegri morse- sendingu og klóra sig fram úr lítt læsilegri rithönd. Að lesa úr fallega sendu morse líkist helst að njóta fag- urrar rithandar eða tónlistar, þegar best lætur. Morse á að syngja og hafa hrynjandi — eða eins og einn kolleganna orðaði það „Musik í loft- inu“. A'uður hafði frábæra rithönd og vafalaust hefur hún morsað af sömu snilld. Hún þreyttist á hinni langvinnu vaktavinnu í Gufunesi og réðst því 1964 sem umsjónarmaður talsam- bands við útlönd, en eftir 1962 starf- aði hún sem fulltrúi við innflutnings- deild Pósts og síma, uns hún lét af störfum sextug 1981. Eftir það var hún til aðstoðar og dægrastyttingar hluta úr degi hjá frú Sigríði Briem. Jón Proppé féll frá í ársbyijun 1948. Eftir það bjuggu mæðgumar saman og varð þeim sambýlið unaðs- bót, enda báðar einhuga í að láta ekki hversdagsamstur þvælast fyrir sér, en Guðrún lést 1952 og var Auður eftir það einbúi. Henni féll sú lukka í skaut að eignast á hæðinni fyrir neðan sig mikið vina- og vel- gerðarfólk, þar sem var Jón Ásgeirs- son tónskáld og Elísabet kona hans. Að Auður gat dvalið svo lengi heima í sinni þrautaglímu fólst fyrst og fremst í liðsemd Elísabetar. Við sem nánast stöndum Auði verðum ævin- lega þakklát þeim hjónum fýrir un- aðssemdina sem þau alla tíð veittu henni. Eftir að hafa þekkt Auði mágkonu mína í nær því 60 ár ætti ég ekki aðeins að kunna deili á henni á ytra borði, heldur líka jafnvel innviðunum. Hún var ekki kona dul, fremur furðu opinská og einlæg, en stundum óþægilega tannhvöss án mikillar ígmndunar. Hrifnæm var hún og blossaði upp í fögnuði, þegar á góma bar eitthvað sem heillaði hana. Fijáls- lyndi hennar í skoðunum duldist ekki og ætíð kvað hún fast að, ef henni fannst hallað á einhvem að ósekju. Hún var í eðli sínu mikill fagurkeri, lét helst engar leiksýningar framhjá sér fara, myndlistarsýningar né tón- listarviðburði. Vemlegur bókasafnari var Auður ekki að öðm leyti en því að viða að sér á langri ævi leikritum, gömlum sem nýjum, og var leikrita- safn hennar orðið talsvert að vöxtum. Hún kaus að kynnast framandi þjóð- um og urðu utanferðir hennar marg- ar hér í álfu sem í Asíu. Auður var vel liðtæk í félagsstarfi og munu Zontasystur ekki síst hafa kynnst því. Það var líf og sál Auðar að hafa gesti. Hún kunni allt til þess og nota- legheitum hennar sem gestgjafa var viðbmgðið. Undanfarin fjögur að- fangadagskvöld vomm við ein saman og sögðum ætíð í kveðjuskyni: „Hvar munum við dansa næstu jól?“ Undir lokin kom mér mest á óvart hvílíkur kjarkmaður Auður var jafnt á sál sem líkama. Hún tók með kaldri ró og æðruleysi vitneskjunni um ólæknandi mein, lét alla tíð, meðan á þrautagöngunni stóð, eins og hún vissi ekki af því — sótti leikhús og tónieika fram á hinstu stund og hafði gamanyrði á vör. Mér ér þakklæti í huga, þegar langri og góðri samfylgd er lokið og Auður líklega farin að morsa með hrynjandi og músik í lofti yfír Jöklinum vestra. Lúðvík Kristjánsson. I dag verður útför frænku minnar og vinkonu Auðar Proppé gerð frá Fossvogskirkju. Auður var fædd í Ólafsvík 30. október 1921, yngri dótt- ir ömmusystur minnar Guðrúnar Bjamadóttur og Jóns Proppé. Það er margs að minnast nú þegar kvatt er og litið er yfir farinn veg. Fyrstu minningamar um Auði em frá Hjarðarholti, húsj ömmu minnar Lám Bjamadóttur í Ólafsvík. Mjög kært var með þeim frænkum alla tíð og átti fæðingarstaður Auðar ávallt sterk ítök í henni. Hún sótti mikið þangað vestur og var þar jafnan aufú- sugestur. Þar sem ég dvaldi löngum hjá ömmu minni á sumrin lá það í hlutar- ins eðli að grunnur var þar lagður að áralangri vináttu okkar Auðar. Það lá ævinlega tilhlökkun og spenna í loftinu þegar von var á Auði tii Ólafsvíkur og í engu til sparað til að gera dvöl hennar sem ánægjulegasta. Síðar var það Auður sem tók á móti okkur ömmu hér í Reykjavík í litlu íbúðinni við Flókagötu. Þær urðu ófá- ar ferðimar famar til Auðar sem tók á móti okkur af þeirri gestrisni sem var henni eðlislæg. Konur þriggja kynslóða áttu góðar stundir saman og treystu bönd frændseminnar. Eftir nokkurra ára dvöl erlendis þótti mér sjálfsagt að taka upp þráð- inn aftur þó að tengiliðurinn, amma mín, væri horfínn. Auður var sérlega góð heim að sækja. Hún ræktaði frændgarðinn af alúð og voram við margar frænkumar sem nutum ánægjulegra stunda hjá henni. Hún var meistarakokkur og enginn leyfði sér að standa upp frá borðum fyrr en hann hafði örugglega fengið fylli sína og helst meira. Auður var víðlesin og víðföml. Á heimili hennar var sérstakur andblær heimsmenningarinnar. Eg fór jafnan ríkari af hennar fundi, ríkari af vitn- eskju um forfeður mína, líf þeirra og störf. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þessar minningar em mér dýrmætar, minningar sem ég mun geyma. Fyrir einu og hálfu ári greindist hjá henni sá sjúkdómur sem dró hana til dauða. Auður var ógift og bam- laus. En hún stóð ekki ein sem best kom í ljós undir lokin því að þá var hún studd dyggilega af vinum og frændfólki. Með þeirra hjálp og starfi heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins var Auði gert kleift að dvelj- ast heima á Flókagötunni nánast fram á síðustu stundu. Líkt og nafna hennar hin djúpúðga hélt Auður frænka mín virðingu sinni til dauðadags. Ég vil fyrir hönd af- komenda Láru Bjamadóttur þakka Auði fyrir samfylgdina. Megi hún- hvíla í friði. Hildur Sigurðardóttir. Skammt er síðan eg frétti af veik- indum Auðar Proppé, og nokkmm dögum síðar les eg andlátsfregnina. Þá hnykkti mér við. Hugurinn hvarflar aftur í tímann til skólaáranna. Vorið 1938 útskrifað- ist rúmlega 80 manna hópur úr Verzl- unarskóla íslands, nokkuð jafnkosta að kynjum til. Þetta var fjölmennasti árgangur skólans til þess tíma og varð ekki hrakinn úr því sæti lengi. Ekki standa allir þeir mörgu persónu- leikar jafnskýrir fyrir hugarsjónum. Gleggstir em yfírleitt sambekkingar, eins og gefur að skilja. Með skólasystur minni, Auði, er hnigin í val sá persónuleiki, sem hvað skýrastur erí minni frá námsárunum. Og ekki sló á hann miklum fölva all- an tímann síðan. Sem betur fer held- ur þessi árgangur þeim góða hætti að koma saman á fimm ára fresti og endumýja kynnin, svo að ryð gleymskunnar nær ekki að þekja all- ar minnistaugar, þótt margt sé horf- ið í ólgusjó tímans. Með hveiju ári falla nú orðið einhveijir frá úr hópn- um. í ár kvöddu tveir skólabræður á undan Auði, og munu vart eftir lifa nema 50 manns hins fjölmenna hóps, sem eg nefndi fyrr. Auður Proppé var gáfuð kona og fjölfróð, fylgdist vel með á mörgum sviðum og lét sig varða almenn mál. Hún var afbragðs vel máli farin, bæði að orðfæri og tungutaki og tal- aði hreint og beint um hlutina. Þar á ofan var hún fijálsleg í fasi og gædd kvenlegum þokka. Eg kom eitt sinn heim til hennar og sá að hún átti gott bókasafn, þ. á m. margt ljóðabóka, eldri skálda og yngri. Að Auði Proppé er mikil eftirsjá. Baldur Pálmason. Hversu skal vin kveðja og hvað tiltaka, sem munað er best vera, þá stundir gáfu til samvista á því litla leiksviði er rúmar eina mannsævi, eitt stundarbil, liðið og horfið jafn snemma og það varð til úr aðvífandi og óráðinni framtíð. Nú hefur þessi sviðsmynd breyst, því einn samleik- arinn, Auður Proppé, hefur vikið af því og stóllinn hennar er auður og þögnin hefur sest að, þar sem áður mátti heyra enduróman athafna og bækurnar hennar og blöðin liggja nú ólesin. Hljóð fjarvera Auðar vekur sökn- uð. Hún var ekki allra en heilsteypt- ur persónuleiki og hreinskiptin. Það var gott að njóta gestrisni hennar og ljúf og elskuleg var hún ávallt, svo að aldrei bar þar á skugga og því eigum við og fjölskylda okk- ar, fyrir margt að þakka og kveðjum með söknuði góðan vin. Elísabet Þorgeirsdóttir, Jón Asgeirsson. Auður Proppé er látin á 73. aldurs- ári. Hún fæddist í Ólafsvík á Snæfells- nesi 30. október 1921. Foreldrar hennar vom Guðrún Bjamadóttir frá Brimilsvöllum og Jón Proppé úr Hafnarfírði. Þegar Auður var fjögurra ára fluttist fjölskyldan suður til Reykjavíkur. Þó slitnuðu ekki tengslin við Snæfellsnesið. Sum- arland Auðar var þar á heimili móður- systur, sem hún var bundin sterkum böndum frændsemi og vináttu. Oft talaði hún um þessa sólríku daga á nesinu og þá líka hvemig höfuð- skepnumar stundum ærsluðust með feikna miklum fyrirgangi. Á hveiju sumri allt til 16 ára aldurs átti hún sitt annað heimili vestra. Hún bjó að þeim áhrifum sem þessi kynni við sveit og sjó höfðu á lífsviðhorf henn- ar. Umhverfíð lagði til fjölbreyttari þroskakosti en þau böm njóta sem alast upp í borgarsamfélagi og kynn- ast naumast öðm. Auður var bráðger, tólf ára gömul lauk hún skyldunámi sem á þeim tíma lyktaði með svonefndu fullnaðarprófi eða bamaprófi. Að ráði foreldra sinna var hún þá „send í Verslunarskólann", eins og hún komst að orði, því að löngun hennar til að stunda þar nám var hverfandi. Þó fór svo sem jafnan gerist að góð ástundun færir iðkand- anum áhuga á verkefninu að launum. Það er eftirtektarvert hve Auður bar kennumm sínum vel söguna og lýsir það því greinilega hvemig fróðleiksf- ús unglingur metur þekkingu svo sem eina af bestu ánægjulindum sem bjóð- ast. Verslunarskólanum lauk Auður 1938, en hugði þó fljótlega á frekara nám eftir reynslu af skrifstofustörf- um í nokkur ár. Enn í dag er það svo að á þeim vettvangi sitja konur og karlar ekki við sama borð. Jafn- vel með ástundun og dugnaði reynist konum þungur róður að fá störf sín metin til jafns við vinnu karla. Nú var Auður sjálfráð um hvert skyldi stefna, hún valdi loftskeyta- fræði. Haustið 1945 innrituðust 66 nemendur í loftskeytafræðinámi, að- eins tvær stúlkur vom í hópnum. Hinn 1. september 1946 fengu nem- endur skírteini um réttindi sín til starfa sem loftskeytamenn, eftir stutt en strangt nám. Auður réðst að fjarskiptastöðinni í Gufunesi þegar að námi loknu. Þar vom mikil umsvif og færðust þau óðfluga í vöxt við eflingu millilands- flugs og hraðvaxandi samskipti þjóða í milli. Þegar við tók ný tækni í fjar- skiptum í stað morse-sendinganna reyndi ekki síður á streituþol manna en áður, álagið minnkaði ekki við frekari vélvæðingu. Kom Auði þá vel að vera fljót að hugsa, skilja og bregðast rétt við. Eftir 19 ára þjónustu í Gufunesi var Auður skipuð í embætti yfir- manns talsambandsins við útlönd og sjö árum síðar tók hún við stöðu full- trúa í innflutningsdeild Pósts og síma. Þar endaði hún starfsferil sinn, jafn- oki karla eða ríflega það í hveiju starfi og launum, eins og hún hafði stefnt að frá æsku. Ætla mætti að kona á þeim starfs- vettvangi sem hér var lauslega lýst, og áður fyrr þætti talin karlmannsí- gildi, hefði verið mikil á velli og sneydd kvenlegum þokka. En því fór fjarri. Auður var fínleg, grönn og létt á fæti, silfurgrátt hárið var fal- lega greitt og klæðaburðurinn í sam- ræmi við djarflega framkomu og þokkafullt svipmót. Ljóst var að þar fór kona sem bar virðingu fyrir sam- ferðamönnum sínum og sér sjálfri. Hirðuleysi var hvergi að finna þar sem hún átti fyrir að ráða. Á heimili hennar var hver hlutur á sínum stað, margt var þar góðra muna, sumir frá æskuheimilinu og bám vott um gróna menningarhefð þar sem virðing fyrir verðmætum fer ekki halloka fyrir tildurslegri nýjungagimi. Það vom forréttindi að vera gestur hjá Auði. Það var endumæring. Ef kjarkurinn var eitthvað laskaður við komuna leið ekki á löngu þar til bjart- sýnin glæddist og allt sem máli skipti virtist auðvelt. Jafnvel eftir að mein- ið illkynjaða var búið að leggja hana í rúmið fór sú sem þetta ritar burt hressari í anda en hún kom. En auk huglægrar upplyftingar máttu gestir hennar aldrei fara án þess að þiggja veitingar að gömlum sveitasið. Mat- reiðsla var henni íþrótt og list og nutu margir vinir hennar góðs af. Það var glaðværð við borðið þegar réttanna var neytt og sjálfsagt að spjalla um mat eins og hveija aðra gleðigjafa sem menn njóta, en nokkr- ir látast ekki veita athygli — hversu mikil alúð sem lögð hefur verið við undirbúning og matseld. En fleira var rætt. Auður fylgdist vel með því sem hæst bar á sviði hverskonar lista og menningar og hafði alltaf nokkuð til málanna að leggja, hún lét skoðanir sínar hiklaust í ljós og svo gerðu líka viðmælendur hennar, enda verða umræður því fijórri sem fleiri sjónar- mið koma fram. Meðhispursleysi sínu gerði hún þeim sem hún umgekkst auðvelt að vera einlægir. Vinir henn- ar kunnu að meta þegar hún brá fyrir sig kjarnyrðum og hressilegu orðavali, stundum útlendu, sem ein- mitt hitti í mark, það vom ekki hvers- dagslegir enskufrasar heldur danskt orðfæri, ættað úr málfari heldri manna vestra, að ég held. Svo sem vænta má tók Auður þátt í margvíslegu félagslífi. Leiðir okkar lágu saman þegar mér var boðið að gerast félagi í Zontaklúbbi Reykja- víkur, þar hafði hún starfað um skeið af lífí og sál. Markmið Zontaklúbbs- ins er m.a. að efla stöðu kvenna á öllum sviðum mannfélagsins, jafnt í þróunarlöndum og hinum sem telja sig betur á vegi stödd. Alþjóðahreyf- ing Zonta átti upptök sín í Bandaríkj- unum. Þar var fyrsti klúbburinn stofnaður 1919. Þá vom karlar að koma heim úr styijöldinni sem háð var í Evrópu 1914-1918, þeir vildu láta konur þoka úr ábyrgðarstöðum og stjómunarstörfum, sem þær höfðu gegnt meðan þeir háðu hildarleikinn — senda konumar heim og setjast sjálfír aftur í stólana, en konumar snemst til varnar. Zontaklúbbar starfa nú meðal margra þjóða að menningar- og framfaramálum, allir í sameiningu og einnig að einstökum verkefnum heima fyrir. Hæfileikar Auðar nutu sín vel í zontastarfinu; alltaf tilbúin að taka að sér verkefni, glöggskyggn á kosti og galla hvers verkefnis og fljót að koma í verk því sem að kallaði. Hún var gagnorð og eyddi ekki tíma í málalengingar. Formaður ■ Zonta- klúbbs Reykjavíkur var hún 1965- 1966 og hafði þá áður setið í stjóm og verið fulltrúi Islands í sameigin- legri stjóm Zontanklúbba á Norður- löndum. Hún sagði sig úr Zonta- klúbbi Reykjavíkur þegar hún lét af embætti sem var forsenda þess að hún var valin í klúbbinn, svo sem lög klúbbanna mæla fyrir, en var boðið að gerast virktarfélagi og tók eins og áður þátt í félagsstarfinu af fullum krafti. Hún kom á vinnufund í klúbbnum 9. nóvember síðastliðinn og fór á tónleika og í leikhús litlu síðar. Þótt kraftamir væru á þrotum var andlega þrekið óbugað allt undir það síðasta. Það var dýrmætt að kynnast konu sem gædd var þvílíkum dug, ég er þakklát fyrir þau þijátíu ár sem við áttum samleið í góðum félagsskap. Vandamönnum og vinum Auðar sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Vigdís Jónsdóttir. Stórt skarð er höggvið í raðir Zon- takvenna við fráfall Auðar Proppé. Auður lést í Reykjavík að morgni hins 8. desember eftir að hafa barist við illvígan sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Okkur, sem fylgst höfðum með sjúkdómsstríði hennar undanfama mánuði, komu þessi tíð- indi ekki á óvart. Auður var fædd í Ólafsvík 30. október 1921. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla í§lands 1938 og loft- skeytaprófi 1946. Hún var fyrsta konan sem tók loftskeytapróf hér á landi. Starfaði hún lengst af við flug- þjónustuna í Gufunesi, varð síðan umsjónarmaður talsambands við út- lönd og síðast var hún fulltrúi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.