Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sígtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Akkilesarhæll Steingríms Steingrímur Hermannsson, hefur reynzt farsæll for- maður Framsóknarflokksins. Hann hefur gegnt formanns- embætti í einn og hálfan ára- tug, sem er langur tími í slíku embætti. Návígið í íslenzkum stjórnmálum er mikið, ekki sízt eftir að hlutur fjölmiðla í þjóð- málaumræðum varð jafn mik- ill og orðið er. Það er erfitt að starfa svo lengi í- því návígi og því sterka sviðsljósi, sem stjórnmálamenn bæði hér og annars staðar verða að sætta sig við. Steingrimi Hermannssyni hefur tekizt að halda flokki sínum í ríkisstjórn mestan hluta þess tíma, sem hann hefur verið formaður Fram- sóknarflokksins, sem er um- talsvert afrek. Hins vegar þarf engum að koma á óvart, þótt raddir komi fram um það innan stjórnmálaflokks að tími sé kominn til breytinga eftir svo langan __ formannsferil sama manns. í því felst enginn áfell- - isdómur yfir þeim einstaklingi, sem embættinu hefur gegnt, heldur er eðli stjórnmálanna einfaldlega slíkt, að einhver hreyfing í röðum helztu trún- aðarmanna er æskileg. Slíkar raddir eru nú komnar upp innan Framsóknarflokks- ins og þá ekki sízt innan þing- flokks Framsóknarmanna. Morgunblaðið gerði grein fyrir því í ítarlegri grein sl. sunnu- dag, að meirihluti þingflokks Framsóknarmanna teldi tíma- :bært að breyting yrði í forystu- isveit Framsóknarflokksins. Formaður flokksins og ein- stakir þingmenn hafa lagt áherzlu á það frá því um sl. ;helgi að mótmæla þessari frá- sögn Morgunblaðsins og halda því fram, að hún væri ekki á rökum reist. Halldór Ásgríms- son, varaformaður Framsókn- arflokksins, hefur jafnvel hald- ið því fram, að hér væru á ferðinni „venjulegar" aðferðir Morgunblaðsins til þess að koma af stað úlfúð innan ann- arra stjórnmálaflokka en Sjálf- stæðisflokksins! Umfjöllun Morgunblaðsins var byggð á samtölum við fjöl- marga þingmenn og trúnaðar- menn Framsóknarflokksins. Þau samtöl eru að sjálfsögðu trúnaðarmál á milli blaðsins og viðmælenda þess. Það er hins vegar ekkert nýtt, að ís- lenzkir stjórnmálamenn tali þannig undir nafnleynd við blaðamenn og mótmæli síðan opinberlega því, sem þeir hafa sagt í slíkum einkasamtölum. Blaðamenn telja sig bundna trúnaði við viðmælendur sína og geta því tæpast komið vörn- um við, þegar sá viðmælandi, sem undir nafnleynd sagði eitt, segir annað í eigin persónu fyrir framan sjónvarpsmynda- vélar. Þeir hinir sömu býsnast svo yfir vinnubrögðum blaða- manna og fjölmiðla á borð við Morgunblaðið. Við slíkri framkomu stjórn- málamanna er lítið að gera. Hún er ekki stórmannleg en hún er því miður regla fremur en undantekning meðal ís- lenzkra stjórnmálamanna og um það er bæði blaðamönnum á Morgunblaðinu og starfs- mönnum annarra fjölmiðla vel kunnugt. Þeir sem segja eitt undir nafnleynd en annað á opinberum vettvangi, þegar á þá er gengið, geta hins vegar ekki búizt við því, að sá fjöl- miðill, sem reynir þá að slíkum vinnubrögðum og raunar heig- ulshætti taki mikið mark á því, sem þeir hinir sömu segja um önnur málefni. En það er að sjálfsögðu þeirra val. í þessu tilviki eru það holl ráð til handa formanni Fram- sóknarflokksins, ef hann á annað borð vill vita hvert raun- verulegt viðhorf þingmanna og annarra helztu trúnaðarmanna flokksins er til áframhaldandi setu hans á formannsstóli, að trúa betur Morgunblaðinu en eigin þingmönnum. Það er því miður sjaldgæft í íslenzkum stjómmálum og raunar á það við um fleiri svið en stjórnmál- in, að menn séu reiðubúnir til að horfa í augu samstarfs- manna og segja þeim af hrein- skilni skoðun, sem getur verið óþægileg. Þess vegna hefur Steingrím- ur Hermannsson haldið því fram undanfarna daga, að frá- sögn Morgunblaðsins af ríkj- andi sjónarmiðum innan hans eigin flokks sé ekki rétt. Þær staðhæfingar breyta hins veg- ar engu um þann veruleika, sem við blasir innan Fram- sóknarflokksins. Þess vegna má búast við áframhaldandi gerjun innan flokksins á næstu vikum og mánuðum, þótt engu verði spáð um málalyktir. Hitt er svo annað mál, að vel má vera að opinber viðbrögð þing- manna Framsóknarflokksins síðustu daga séu vísbending um, að staða flokksformanns- ins sé þrátt fyrir allt svo sterk að þingmennirnir þori ekki að efna til uppgjörs við hann. + Stj órnarandstaðan gagnrýnir undanlátssemi í Ráðherrar segja betri kostínn valinn Atvinnuleysi í landbúnaði afleiðingin, segir Páll Pétursson STJÓRNARANDSTAÐAN gagnrýndi landbúnaðarráðherra og ríkis- stjórnina harðlega á Alþingi í gær fyrir að gefa eftir í tilboði til GATT um viðskipti með landbúnaðarvörur og falla frá kröfum um magntakmarkanir við innflutning á þessum vörum. Landbúnaðar- og viðskiptaráðherra sögðu að ríkisstjórnin hefði með þessu móti valið betri kostinn af þeim tveimur sem í boði var. Páll Pétursson, þingmaður Fram- sóknarflokks, hóf umræðuna og sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hleypa inn í landið búvörum að lág- marki 3-5% af innanlandsneyslu á heimsmarkaðsverði. Ekki færi á milli mála, að verslunarkóngarnir myndu þrýsta fast á meiri innflutning sem svaraði 3-5% af neyslunni og við- skiptaráðherra hefði heimild til að veita leyfi til slíks. Þessi innflutningur yrði örugglega verðleiðandi og raskaði öllu skipulagi. Og með síðustu ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, að falla frá magntakmörkunum á innflutningi þeirra búvara sem lúta framleiðslu- stýringu, væri mjólkurframleiðslan öll í uppnámi. „Það er líklegt að 20-30% af neysluþörfinni á kjöti verði full- nægt með innflutningi unninna kjöt- vara. íslensku atvinnulífí hefur verið greitt þungt högg og það er fyrirsjáan- legt að af þessum samningi leiðir at- vinnuleysi fjölda framleiðenda og þeirra sem vinna úr landbúnaðarvör- um eða þjóna landbúnaði," sagði Páll. Ríkir hagsmunir Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði, að þeir hagsmunir sem íslendingar hefðu af því að vera innan GATT væru miklu ríkari en svo að hægt væri að fórna þeim fyrir fyrir- vara um magntakmarkanir á innflutn- ingi búvara. Hann sagði einnig að ekki hefðu verið gerðar athugasemdir við önnur skilyrði af hálfu Islendinga eða útreikninga á þeim tollígildum sem íslendingar hefðu gert í tilboði sínu til GATT. Halldór vitnaði síðan í útreikninga Þjóðhagsstofnunár frá síðasta ári um áhrif GATT-samninga á íslenskan landbúnað ef ekki yrði fallist á magn- takmarkanir á innflutningi búvara. Þar væri markaðshlutdeild erlendra búvara í neyslu landbúnaðarvara talin verða 3-4% á fyrri hluta aðlögunar- tíma samninganna, en 5-6% í lok hans. Landbúnaðarafurða sé neytt fyrir 24 milljarða króna á ári og þessi hlut- deild svari því til 700-1.400 milljóna króna á ári. Þá telji Þjóðhagsstofnun raunverð búvara til neytenda muni lækka um 1% á ári að jafnaði á aðlög- unartímanum. Þessi lækkun sé innan markmiðs búvörusamningsins um lækkun raunverðs búvara á samnings- tímanum. Einnig telji Þjóðhagsstofn- un að verð til framleiðenda lækki um 7% á öllum aðlögunartímanum. Ef ekki komi til útflutnings á landbúnað- arvörum sé óhjákvæmilegt að störfum fækki í landbúnaði á aðlögunartíman- um um e.t.v. 2%. Halldór sagði það svo niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar, að GATT-samningsdrögin virðist ekki fela í sér verulega röskun í landbún- aði umfram það sem ella hefði orðið á næstu árum því búvörusamningur- inn stefni að meiri raunlækkun á verði landbúnaðarvara en GATT-samning- urinn leiði af sér. Tveir kostir Sighvatur Björgvinsson viðskipta- GATT-tilboði ráðherra sagði að um tvo kosti hefði verið að ræða. Annars vegar tíma- bundna heimild í 6 ár til magntak- mörkunar en í staðinn hefði orðið að auka lágmarksaðgang fyrir sömu vöru um 4-8% af innanlandsneyslu. Hins vegar að falla frá magntakmörkunum með heimild til jönfunartolla. Hann sagðist fagna þessari niðurstöðu og taldi að með henni væri endanlega búið að brjóta niður haftamúrana sem komið var upp hér á landi á tímum kreppunnar. Ragnar Arnalds, þingmaður Al- þýðubandalags, sagði vissulega hag- stætt fyrir Islendinga að viðskipta- frelsi væri aukið í heiminum og því væru GATT-samningarnir jákvæðir. Hins vegar yrðu íslendingar einnig að vera í vöm fyrir heimaframleiðsl- una og ef varnir íslensks landbúnaðar brystu væru afleiðingamar stórfellt atvinnuleysi og minnkandi þjóðartekj- ur. Söfnunardagur haldinn fyrir Spítalasjóð barnaspítala Hringsins Áheitum safnað í maraþonkeppni CALLIE McDonald hjá Líkamsræktarstöð Callíar hyggst standa fyrir maraþonkeppni til styrktar Spítalasjóði Hringsins næstkomandi föstu- dag, 17. desember. Callie sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmynd- in hefði blundað með sér lengi og nú hefði hún tækifæri til þess að láta gott af sér leiða og því ekki eftir neinu að bíða. Tekið verður á móti fjárframlögum á Rás 2. Einnig geta fyrirtæki sent starfsmenn til þátttöku í maraþon-líkamsrækt gegn áheitum. Stendur keppnin yfir frá kl. 8 til 20 í Líkamsræktarstöð Callíar. Callie sagðist eiga Landspítalan- um mikið að þakka. Lítill sonur henn- ar hefði skyndilega hætt að anda fyrir nokkrum ámm og hefði þá ver- ið lagður á barnadeild spítalans. „Sonur minn var á spítalanum í fimm vikur, ég veit að tækin sem björguðu lífi hans voru rándýr og vil gera eitt- hvað í staðinn. Ég vil hjálpa þeim sem minna mega sín. Fyrirtæki mitt gengur vel og nú get ég lagt góðu málefni Iið. Eg veit að það vantar peninga." Söfnunarféð mun renna óskipt til Spítalasjóðs Hringsins og fer söfnun- in þannig fram að fyrirtækjum er gefinn kostur á að senda fulltrúa í maraþonkeppnina. Fulltrúar fyrir- tækjanna skiptast á að púla í 12 klukkustundir samfleytt. Hvert fyrir- •tæki gefur ákveðna upphæð fyrir hveija líkamsræktarstund starfs- manna sinna og stuðlar þannig að bættri heilsu um leið og góðu mál- efni er lagt lið. Allir þátttakendur sem gefa í söfnunina geta tekið þátt í maraþoninu sem verður haldið í Líkamsrækt Callíar, JL- húsinu, Hringbraut 121. Söfnunardagurinn er skipulagður í samvinnu við Aug- lýsingastofu P&Ó og Rás 2. Hvað breytist við GATT? „Vilji veitingastaður hafa á boðstólum Roque- fort eða Gorgonzola, ít- alskar eða þýskar pyls- ur, gæsalifrarkæfu eða geitaost, verður það frjálst. En það verður dýrt, a.m.k. fyrst um , sinn.“ eftirJón Baldvin Hannibalsson Það er skammt öfganna á milli. Ef GATT ber á góma er því ýmist haldið fram að gildistaka nýrra GATT-samninga muni skilja íslensk- an landbúnað eftir sem ijúkandi rúst eða að allt haldist í sama horfinu. Hvorugt er rétt. Hin algera og skil- yrðislausa innflutningsvemd, sem ýmsar íslenskar landbúnaðarafurðir hafa notið til þessa, er að vísu afnum- in. í staðinn kemur að heimilt er að reisa skorður við ínnflutningi með háum gjöldum. Meginreglan um inn- flutningsbann sem hingað til hefur gilt, verður lögð fyrir róða. Landbún- aðarafurðir verða settar á bekk með öðrum afurðum í utanríkisviðskipt- um. En bein áhrif á íslenskan mark- að geta látið á sér standa. Sú breyting sem hinn almenni neytandi verður fyrst var við verður aukið frelsi hans til að kaupa vaming erlendis frá. Það verður meira úrval á íslenskum matvælamarkaði því að stjórnvöld munu aflétta þeim inn- flutningsbönnum sem grundvallast hafa á öðru en heilbrigðis- og örygg- issjónarmiðum. Vilji veitingastaður hafa á boðstólum Roquefort eða Gorgonzola, ítalskar eða þýskar pyls- ur, gæsalifrarkæfu eða geitaost, verður það frjálst. En það verður dýrt, a.m.k. fyrst um sinn. Það ein- kennilega kerfi hefur viðgengist að erlendir ferðamenn hafa getað flutt inn í landið matvæli til einkaneyslu, sem ekki kom til greina að selja ís- lendingum úr búð. Skv. tilboði því sem nú hefur verið kynnt fyrir öðrum Jón Baldvin Hannibalsson samningsaðilum innan GATT er opn- að fyrir innflutning en heimilt verður að leggja á hann gjöld sem geta verið himinhá. Verði þessi gjaldtöku- heimild nýtt til hins ýtrasta verður lítið úr verðsamkeppni við íslenskar afurðir, nema hvað magn sem sam- svarar 3-5% af innanlandsneyslu verður hægt að flytja inn á lægri tollum. Fyrsta skrefið er því fijáls sam- keppni á grundvelli gæða eingöngu. Ég sé því hins vegar ekkert til fyrir- stöðu og raunar æskilegt að ís- Ienskri framleiðslu sé veitt aðhald með heilbrigðri verðsamkeppni með því að ákvarða almenna tolla fyrir neðan tollígildismörk tilboðsins. GATT-samkomulagið skyldar engan til þess að leggja á hámarkstolla. í fyrri GATT-viðræðum höfum við skuldbundið okkur til þess að virða hámarkstolla, sem í vissum tilfellum voru 90%, en rauntollar voru síðan engir. Hægt ætti að vera að finna milliveg sem veitti íslenskum land- búnaði visst forskot, án þess þó að einangra hann alveg. líöfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýduflokksins — Jafnaðarmannaflokks Islands. Kreppan og signr þjóðernisöfgamanna í kosningunum í Rússlandi Þróimin á sér hliðstæður í þýska Weimar-lýðveldinu Moskvu, Lundúnum. The Daily Telegraph. ÓÐAVERÐBÓLGA, veikt lýð- ræði, sívaxandi glæpatíðni — og nú kosningasigur þjóðerni- söfgamanna. Hliðstæður Rúss- lands og Weimarlýðveldisins þýska á millistríðsárunum valda mönnum áhyggjum eftir sigur rússneska þjóðrembumannsins Vladímírs Zhírinovskíjs í þing- kosningunum á sunnudag. Flótti brast í liði Borísar Jeltsíns forseta. Segja má að hátíðarveisl- an sem vera átti í Kreml alla kosn- inganóttina hafi orðið að líkvöku. Kjörorð veislunnar, „nýársdagur í stjórnmálum Rússlands", heyrðist aðeins frá stuðningsmönnum Zhír- ínovskíjs. Sergej Krasavtsjenko, aðstoðar- skrifstofustjóri Jeltsíns, reyndi að gera lítið úr áfallinu. „Rússland er ekki Titanic nema þið viljið það,“ sagði hann og bætti við að Jeltsín væri „enginn Hindenburg" (síðasti forseti Weimarlýðveldis- ins). Eitt orð er á allra vörum í Moskvu - Weimarlýðveldið. Jegor Gajdar, leiðtogi Valkosts Rúss- lands og aðalhöfundur umbóta- stefnunnar sem er nú í hættu, sagði að Rússlandi næstu ára mætti líkja við Þýskaland í byijun fjórða áratugarins. „Efnahagsleg- ur óstöðugleiki, veikt og ófullkom- ið lýðræði, og hispursleysi skrum- ara,“ eru hliðstæður sem Gajdar nefndi. Hann hefði getað bætt við óðaverðbólgu, vaxandi glæpatíðni og goðsögninni um samsæri sigur- vegaranna (í fyrri heimsstyijöld- inni/kalda stríðinu) sem leiðir til uppgangs þjóðemisöfgamanna. Slyngur sijórnmálamaður Jeltsín hefur tryggt sér stjórnar- skrá sem veitir honum aukin völd á kostnað þingsins. En sá sigur var dýru verði keyptur fyrir um- bótasinnana. í fyrsta lagi getur Jeltsín ekki lengur sagt að hann sé eini þjóð- kjörni forystumaður Iandsins. Nýja þingið er sterkara en það gamla að því leyti að það hefur lýðræðis- legt umboð. í öðru lagi verður Zhírínovskíj hættulegri andstæðingur en Rúsl- an Khasbúlatov, forseti gamla þingsins, eða Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti, sem báðir sitja í fangelsi vegna uppreisnar- innar í október. Zhírínovskíj er snjallari stjómmálamaður og á auðveldara með að ná til fólks í sjónvarpi. Stéfna hans er loðin en ber keim af fasisma; hann boðar harðar aðgerðir til að halda uppi lögum og reglu; stefna hans einkennist af kynþáttahroka sem beinist gegn Kákasusþjóðunum, gyðingum og öðru „fólki sem er ekki rússn- eskt“; og hann stefnir að því að endurheimta landsvæði sem heyrðu undir Sovétríkin fyrrver- andi. Þótt stefna Zhírínovskíjs sé óhugnanleg höfðar hún til margra í Rússlandi. Þetta ætti ekki að koma á óvart því lífskjör almenn- ings hafa versnað til muna, fólk á erfitt með að draga fram lífíð á lágum launum og býr við mikið öryggisleysi á meðan nýríka fólkið, oft glæpamenn, aka um á glæsibif- reiðum. Hvað hefur markaðshag- kerfíð fært þessu fólki? „Zhír- ínovskíj er maður sem kemur á lögum og reglu,“ er oft viðkvæðið þegar leitað er eftir áliti rúss- neskra kjósenda. Umbótasinnar geta sjálfum sér um kennt Sagt hefur verið að Rússar þurfí Reuter Kampakátur leiðtogi VLADIMIR Zhírínovskij (t.v.) skálar við stuðningsmenn sína eftir sigurinn í þingkosningunum á sunnudag. að líta á sig sem konunga og þræla í senn. Hófsemd sé ekki fyrir þá. Hvort sem það er rétt eða ekki er ljóst að það voru mistök und- anfarinna tveggja ára sem réðu úrslitum í kosningunum. Nokkur þessara mistaka má skrifa á reikning Jeltsíns og ungra aðstoðarmanna hans sem þykja stundum hrokafullir. Þeim hefur ekki tekist að útskýra stefnu sína á máli sem almenningur skilur. Zhírínovskíj lofar á hinn bóginn herskárri stefnu í utanríkismálum, ódýru vodka og betri lífskjörum. Ennfremur má saka leiðtoga Vesturlanda um að hafa leitt erfið- leika Rússa hjá sér. Hvað varð um samvinnuna sem þeir höfðu svo mörg orð um? Ekki felst hún í við- skiptahindrunum Evrópubanda- lagsins. Hvar er fjármagnið sem átti að fylgja hagfræðifyrirlestrun- um? Ennfremur má setja spurning- armerki við hugmyndir innan Atl- antshafsbandalagsins um að veita fyrrverandi kommúnistaríkjum Mið- og Austur-Evrópu inngöngu. Skömmu eftir hrun kommún- ismans tók að bera á grunsemdum í Rússlandi, og ekki aðeins á með- al stuðningsmanna Zhírínovskíjs, um að það eina sem Vesturlönd væntu af Rússum væri ódýrt vinnuafl og hráefni og þjónkun við hagsmuni þeirra innan Sameinuðu þjóðanna. Rússar stæðu frammi fyrir nýjum Versalasamningi. I ákjósanlegri aðstöðu Paul von Hindenburg, síðasti forseti Weimarlýðveldisins, fékk aukin völd vegna neyðarástands í efnahagsmálum í september 1930 og boðaði til nýrra þingkosninga. Nasistar juku fylgi sitt verulega, fengu 18% atkvæða og höfðu ásamt kommúnistum þriðjung þingsætanna. Hindenburg hunsaði Hitler nokkrum sinnum þegar hann leitaði að kanslara en árið 1932 var fylgi nasista orðið 37%. I janúar 1933 var Hitler við völd. Hætta er á að Zhírínovskíj leiki þetta eftir og þess vegna reynir Jeltsín að öllum líkindum að gegna embættinu þar til kjörtímabilinu lýkur árið 1996. Hann kann jafn- vel að finna smugu í stjórnar- skránni til að fresta forsetakosn- URSLIT KOSNINGANNA Samkvæmt bráöabirgðatölum um þing- kosningarnar í Rússlandi á sunnudag er flokkur þjóöernisöfgamannsins Vladímírs Zhírínovskijs stærstur. Byggt á tölum úr 77 at89 héruðum Rússlands Valkostur Riisslands (Jegor Gajdar) 15% Kommúnistaflokkurinn (Gennadíj Zjúganov) 11.0% Konur Rússlands 8,7% Bænda- flokkurinn (Mikhaíl Lapshín) 8,0% JABLOKO (Grigolj Javlínskij) 7,0% togi stærsta þingflokksins getur hann beint að sér athygli almenn- ings og skapað sér virðingu og traust. Líklegt er að hann sníði hug- myndir sínar að almenningsálitinu, reyni jafnvel að fullvissa Vestur- lönd um að hann sé enginn harð- stjóri á sama tíma og hann ali á óánægju og þjóðrembu heima fyrir til að auka fylgi sitt. Aðstoðar- menn forsetans eru þegar farnir að tala um samvinnu við Zhír- ínovskíj þótt Jeltsín sé að öllum líkindum tregur til að bjóða honum ráðherraembætti og reyni að hunsa hann. Það eina sem Zhír- ínovskíj þarf að gera er að láta bera á sér, gefa loforð og gagn- rýna. Jeltsín ákveði hvað hann vill ingunum. Zhírínovskíj verður í ákjósan- legri stöðu næstu árin. Sem leið- Jeltsín stendur í þakkarskuld við Zhírínovskíj vegna eindregins stuðnings hans við stjórnarskrána. Ástæða stuðningsins er augljós. Rússar hafa nú samþykkt stjórnar- skrá sem auðveldar öfgamönnum að koma á einræði. Þróunin er mikið áhyggjuefni, en það er þó engan veginn sjálfgef- ið að sagan endurtaki sig og Rúss- land verði að einræðisríki. Jeltsín og menn hans verða þó að bregð- ast skjótt við og af meiri hug- myndaauðgi en þeir gerðu í kosn- ingabaráttunni. í fyrsta lagi verður Jeltsín að gera upp við sig hvað hann vill. Hann hefur ýmist komið fram sem leiðtogi ósveigjanlegrar umbóta- hreyfingar eða verið í hlutverki landsföðurins sem vill sætta lands- menn. Hann getur ekki verið hvort tveggja. Eftir kosningarnar voru samstarfsmenn Jeltsíns fljótir að gagnrýna hann fyrir að hafa ekki lýst yfir eindregnum stuðningi við Valkost Rússlands í kosningabar- áttunni. Ef Jeltsín hefði stutt flokkinn hefði fylgi hans líklega orðið meira en þó ekki eins mikið og margir halda. Jeltsín hefur ekki eins mik- inn sannfæringarkraft og áður. Hvað ber að gera? Umbótasinnamir geta þó sjálf- um sér um kennt því þeir skiptu sér í fjórar fylkingar sem deildu ákaft sín á milli. Ungir hagfræð- ingar eins og Jegor Gajdar og Grígoríj Javlínskíj, svo og borgar- stjórinn í Pétursborg, Anatolíj Sobtsjak, hefðu ekki átt að vera keppinautar í kosningunum. Þeir verða nú að sameinast og búa sig strax undir næstu forsetakosning- ar með því að koma sér saman um forsetaefni. Það eina sem umbótasinnarnir geta gert til að stöðva Zhír- ínovskíj er að sefa Rússa. Verkefn- ið sem bíður þeirra er gríðarlegt. Þeir verða að endurmeta umbóta- stefnuna, án þess endilega að falla frá meginatriðum hennar. Leggja verður meiri áherslu á að bæta kjör hinna verst stöddu, grípa til aðgerða til að draga úr glæpum á götunum og spillingu á meðal embættismanna. En umbótasinnarnir verða þó fyrst og fremst að skýra stefnu sína betur út fyrir almenningi. Zhírínovskíj gerði aðeins það sem Jeltsín var vanur að gera; hann fór út á götu og talaði við fólkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.