Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Hlið himinsins og leikur barnsins Bækur Pétur Pétursson Karl Sigurbjömsson: Táknmál trúarinnar. Leiðsögn um tákn og myndmál kristinnar trúar og til- beiðslu. Skálholtsútgáfan 1993, 168 bls. Án tákna og ritúala væri mann- lífið stutt og vart viðbjargandi. Tákn og ritúöl eru forsenda þess að við getum tjáð okkur og skynjað verund okkar og umhverfi sem var- anleg og merkingarbær fyrirbæri. í hinum afhelgaða heimi mótmæl- enda hafa margir menntamenn frá því fyrir aldamót reynt að kgma sér upp veruleika án tákna og helgi- siða, en það hefur mistekist. Sam- vitund byggist óhjákvæmilega á þessu tvennu og samvitund er for- senda hugtakamyndunar. Hin endanlegu tákn eru trúræns eðlis. Við lifum í táknheimi kristn- innar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kristin trú kemur okkur í snertingu við mikið drama sem sameinar bæði himin og jörð og gefur okkur innsýn í sjálf okkur og sögu okkar. Með þessari bók höfum við fengið gott yfirlit, og ég vil segja kennslubók í táknmáli trúar- innar, sem ætti að vera skyldulesn- ing fyrir alla sem starfa í kirkjunni og einkum þá sem sitja í sóknar- nefndum og aðstoða við guðsþjón- ustuhald. Þeim vil ég einkum benda á kaflana um kirkjuna, „Kirkja vors Guðs er gamalt hús“, og um mess- una, „Tómar serímoníur eða tjáning trúar“. Kjarninn í þessum tákn- heimi og hjartsláttur kristinnar trú- ar er messan. Messan er, eins og höfundur tekur fram, fremur leikur en stirðnuð serímonía — eins og leikur barnsins sem á hug þess óskiptan. Þessa bók mætti vel nota sem inngangsbók í kristinni trúfræði fyrir framhaldsskóla, en framhalds- skólinn sem nú á að vera fyrir alla, hefur algerlega sniðgengið kristin fræði í áratugi þó að 99% þjóðarinn- ar játi kristna trú — hvort sem það er nú gert í hjartanu eða aðeins að nafninu til. En nafnið út af fyrir sig segir mikið og ef að er gáð þá er það upphaf alls. Að kalla sig kristinn og skíra bamið sitt er játn- ing — játning sem felur í sér ákveðna stefnu og ábyrgð. Með þessari bók skipar séra Karl Sigurbjömsson sér í fremstu röð þeirra sem skrifa um kristinfræði fyrir alþýðu nú um stundir og bæt- ir hann þar úr brýnni þörf. Um þessar mundir gefur Skálholtsút- gáfan einnig út eftir hann bókina: „Hvað tekur við þegar ég dey?“. í fyrra kom út bænabók í samantekt Karls. SJOSLYS OG MANNRAUNIR Bókmenntir Erlendur Jónsson Karl Sigurbjörnsson Bókin sem hér um ræðir er prýdd myndum til skýringa, bæði ljós- myndum og teikningum sem sr. Karl hefur einnig unnið. Ég sakna þess að ljósmyndirnar era ekki í lit. Myndin af altaristöflu Nínu Tryggvadóttur í Skálholtskirkju nýtur sín engan veginn í svart hvítu og sama er að segja um myndirnar af aitaristöflum Baltasars. Trúarleg tákn höfða til alls litrófs mannlegr- ar skynjunar og rúmlega það. Von- andi verða myndirnar í lit í næstu prentun bókarinnar sem ég spái að ekki láti bíða lengi eftir sér. Eiríkur St. Eiríksson: HEL- NAUÐ. 176 bls. Fróði. 1993. Höfundur ritar inngang fyrir þessari bók sinni og hefst hann á þessa lund: »Sjóslys við íslandsstrendur hafa því miður verið allt of algeng í áranna rás.« Aðfínnsluverð geta orð þessi varla talist. En þau eru óþörf. Og svo er um fleira í bók þessari. Höfundur skrifar ekki ólipurlega þegar hann hefur eftir öðrum. En þegar hann fjölyrðir um sjálfsagða hluti skyldi hann fara eftir orðum Tómasar sem ráðlagði vinum sín- um í Fjölni »að varast að taka mjög dauflega til orða, annars er hætt við, að nytsamasta efni verði vanrækt og fyrirlitið af góðfúsum lesara.« Níu era þættirnir í Helnauð, allir um sjóslys eða hrakninga á sjó, björgun úr sjávarháska og svo framvegis. Fátt kemur þar fram sem nýtt getur kallast. í sjóslysa- sögu Steinars J. Lúðvíkssonar er greint frá nánast hverju einasta óhappi sem varð við íslandsstrend- ur á öldinni, að minnsta kosti til ársins 1974, einnig þeim sem Ei- & 6RVLO<b6M6H> © - f>eirr> til undrunar veréa. r hLutim'ir /arljótir Eiríkur St. Eiríksson ríkur segir hér frá. Steinar aflaði allra fáanlegra heimilda, bæði munnlegra og skriflegra, og gerði atviki hveiju ýtarleg skil. Ein- hverju kann Eiríkur að hafa aukið við. En það getur varla verið mikið. Auðvitað kann að vera gagnlegt að taka sama efni upp aftur ef það er þá skoðað frá nýju sjónar- horni. Einnig er hægt að draga út tiltekna þætti og rannsaka sér- staklega, t.d. raunverulegar or- sakir sjóslysa, félagslegar afleið- ingar sjóslysa, veðurfar og sjóslys og þar fram eftir götunum. Orsak- ir sjóslysa - eins og reyndar ann- arra umferðarslysa - eru ótelj- andi. Fyrir kemur að erfítt reynist að komast að raun um hið rétta. Oftar en ekki veldur »röð tilviljana og óhappa« eins og Eiríkur orðar það varðandi strand belgíska tog- arans Pelagusar við Heimaey. Sjó- próf era haldin yfir þeim sem af komast. En þau eru enginn saka- dómur og skýringar skipbrots- manna og björgunarliðs ógjarna rengdar í þeim tilgangi að benda á sökudólg, enda tíðast um hrein óhöpp að ræða. Persónulegar og félagslegar af- leiðingar sjóslysa hljóta og að vera margvíslegar. Enginn mun þó hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka slíkt hingað til. Væri það þó verð- ugt rannsóknarefni. Engan þeirra þátta, sem hér hafa verið nefndir, tekur höfundur sérstaklega fyrir, rekur aðeins sögu, segir frá, og fer þar gengna slóð. Hver getur þá verið tilgangur- inn með samantekt og útgáfu þátta þessara? Safna í bók læsi- legu efni sem höfðar til fjölmenns hóps lesenda? Benda má á að bar- áttan við náttúruöflin er lesendum jafnan hugleikin. Hvort tveggja: slys og hetjudáðir við björgun - snertir dýpstu tilfínningar. Þó sjó- menn séu tiltölulega fámenn stétt nú orðið er þjóðin öll sjónum tengd í flestum skilningi. Hvaðeina, sem sjósókn varðar, vekur því almenn- an áhuga. Allt er efni það merki- legra en svo að við hæfí sé að gefa það út sem neins konar af- þreyingarefni. Allmargar myndir eru í bók- inni, misjafnar að gæðum, sumar að því er virðist teknar upp úr gömlum dagblöðum og lítil bókar- prýði. Þættirnir í Helnauð eru allir stuttir. Því virðist í fullmikið lagt að láta sérstaka titilsíðu fara fyrir hveijum þeirra. Það getur naum- ast þjónað öðram tilgangi en að lengja bókina um fáeinar síður. Þú svalar lestraiþörf dagsins á síðum Moggans! i i I i I l) i I I I f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.