Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 1

Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 1
88 SIÐUR B/C 12. tbl. 82. árg. Minnihluta- hópar í sókn BANDARÍKJAMENN hafa sett fjölda laga sem koma eiga í veg fyrir að fólki sé mismunað vegna litarháttar, kynferðis, o.s.frv. Nýjasti hópurinn sem krefst réttinda sinna er fólk sem á við offitu að stríða og nú þegar hafa dómstólar úrskurðað í að minnsta kosti tveimur slíkum málum. Hið opinbera á Rhode Island var ný- lega dæmt til að greiða konu 100.000 dali (um 7,3 milljónir ísl. kr.) í skaða- bætur fyrir að neita henni um starf, en konan vegur 145 kíló. Þá varð hið opinbera ennfremur að ráða konuna í vinnuna sem hún sótti um, sem var á sambýli fyrir þroskahefta. í hinu tilvikinu úrskurðaði hæstiréttur í Kaliforníu, að eigandi heilsubúðar gæti ekki neitað konu, sem á við of- fituvandamál að stríða, um vinnu ef offita hennar stafaði af efnaskipta- sjúkdómi. Eigandinn gæti neitað kon- unni þætti sannað að offitan væri hennar eigin sök. Fleiri gætu fljótlega bæst í sístækkandi flokk minnihluta- hópa, m.a. ófríðir. Segir lögfræðingur hjá Bandaríska borgararéttindasam- bandinu að setja verði lög hið snar- asta til að vernda ófríða gegn mismun- un. Segir hann að mismununin hefjist þegar í barnaskóla þar sem kennarar hygli börnum sakir fríðleiks. Geislamorð í HVERT sinn sem rússneski forstjór- inn settist í skrifborðsstólinn færðist hann einu skrefi nær dauðanum. Hann hafði hins vegar enga hugmynd um það og hafði ekki grun um hvað var að draga hann til dauða. Læknar forstjórans sáu hins vegar fljótt að hann hafði látist úr geislun. f ljós kom að komið hafði verið fyrir geislavirk- um hlut í stól forstjórans og var geisl- unin 1 stólnum um 20 röntgen, eða 1,5 milljón sinnum meiri en venjulegt er á skrifstofum. Talið er að keppi- nautar forstjórans, sem stýrði um- búðaframleiðslu, hafi framið geisla- morðið. Kristilegir út- nefna Herzog KRISTILEGIR demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, útnefndu gær Romans Herzogs, dómara við stjórnlagadóm- stólinn, forsetaframbjóðenda flokks- ins. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR16. JANÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fiskiskipaflotinn úr höfn STRAX eftir setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar létu fiskiskip úr höfn á miðin og um hádegisbilið í gær höfðu um eitt hundrað skip látið úr höfn samkvæmt upplýsingum Tilkynningarskyldunnar. Á myndinni sést þegar landfestar Krosseyjarinnar eru losaðar í Hafnar- fjarðarhöfn og á innfelldu myndinni sést þar sem skipveiji á Frera fer um borð. Fyrri umferð forsetakosninganna í Finnlandi fer fram í dag Vanianiiálai’áðheiTTinn dregrir Ahtisaari uppi Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ELISABETH Rehn varnarmálaráðherra Finnlands myndi sigra Martti Ahtisa- ari í annarri umferð forsetakosninganna ef marka má skoðanakönnun sem birt var á föstudagskvöld á rás 3 í finnska sjónvarpinu. Ahtisaari, sem er forsetaefni jafnaðarmanna, hefur hingað til verið sigurvegari í þeim könnun- um sem mælt hafa fylgi frambjóðenda í annarri umferð þar sem aðeins tveir frambjóðendur taka þátt. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur hann enn vinninginn í fyrri umferð kosninganna. Könnunin sýnir að 55% kjósenda myndu styðja Rehn (Sænski þjóðarflokkurinn) en 45% Ahtisaari, ef þau væru keppinautar í síðari umferðinni. Keppti Ahtisaari við Paavo Váyrynen (Miðflokkurinn) í annarri umferð fengi Ahtisaari 64% en Váyrynen 36% og í hugsanlegri baráttu Ahtisaari og Raimo II- askivi (Hægri flokkurinn) fengi Ahtisaari 52% og Ilaskivi 48%. Fylgi Rehn, sem er önnur tveggja kvenna meðal 11 frambjóðenda, hefur farið verulega vaxandi upp á síðkastið. Fylgi hennar er tvisv- ar eða þrisvar sinnum meira en fylgi Sænska þjóðarflokksins, þ.e. um 20% í fyrri umferð kosninganna. í skoðanakönnun sem birt var á föstudag var fylgi Ahtisaari 24,2%, Rehn 21,5%, Ilaskivi 20,2% og Váyrynen 16,4%. Það þykir nokkuð öruggt að Ahtisaari verði frambjóðandi í annarri umferð. Loka- slagurinn í fyrri umferðinni stendur þess vegna milli þeirra Rehn, llaskivi og Váyryn- en. Stuðningsmenn Ilaskivis hafa sakað jafn- aðarmenn um að reyna að koma Rehn að í annarri umferð kosninganna vegna þess að þeir telji að hún yrði auðveldari bráð fyrir Ahtisaari en karlmennirnir Ilaskivi og Váyr- ynen. Atkvæðagreiðslu utan kjörstaða lauk á þriðjudaginn og var þá um það bil þriðjung- ur kjósenda búinn að greiða atkvæði. Áldrei áður hafa jafn margir, þ.e. um 300.000 manns, greitt atkvæði á undan formlegum kosningadegi. Fyrri umferð forsetakosning- anna verður á sunnudaginn og síðari umferð að þrem vikum liðnum. Framtíð fyrir stafni * HEIMTIR * ÚR HELJU ÞORARINfsJ GUNNARSSON VARÐ AÐ HÆTTA Ag..SYNQlA ÞEOAR skbiitA fantas HANN HErUR QEFID ui lO RA KURi BANDA LÍ-jjN C£S£.y. SJOBASAMNIhLQINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.