Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Selir við Jökulsárlón
TÆPLEGA tuttugu selir spóka sig þessa dagana við Jökulsárlón á Breiða-
merkursandi. Þar hafa þeir fundið síld í miklu magni, en risavaxinn fjörð-
ur liggur inn eftir lóninu. Hann var uppgötvaður með íssjá í fyrra. Selirn-
ir voru hinir forvitnilegustu og fjörugustu, þegar ljósmyndarinn birtist.
Islenskur læknir hlýtur verðlaun fyrir vísindagrein
Dregið úr dánartíöni
vegna höfuðáverka
BOGI Ásgeirsson heilaskurð-
læknir hlaut verðlaun á tíunda
alþjóðaþingi heilaskurðlækna
sem haldið var í Acapulco í Mex-
íkó í október sl. Þingið er haldið
fjórða hvert ár og eru veitt verð-
laun fyrir þá vísindagrein um
heila- eða mænuáverka sem best
þykir hverju sinni að mati alþjóð-
legrar dómnefndar. Bogi Ás-
geirsson hlaut verðlaunin ásamt
meðhöfundunum Per Olof
Grande og Carl-Henrik Nord-
ström og eru þau kostuð af
V olvo-verksmiðjunum.
Grein þremenninganna heitir „A
new therapy of post-traumatic
brain oedema based on transcapill-
ary absorption via reduction of cap-
illary hydrostatic pressure" og lýsir
nýrri meðferð við heilabjúg eftir
höfuðáverka. Meðferðin er þróuð í
samstarfi svæfingardeildar og
heilaskurðdeildar háskólasjúkra-
hússins í Lundi en læknarnir þrír
starfa allir við það sjúkrahús. Segir
Bogi að forsaga málsins sé sú að
JOHAN Jörgen Holst, utanríkis-
ráðherra Noregs, lést í Ósló að
morgni fimmtudags 13. janúar
1994.
Johan Jörgen Holst átti að baki
farsælan feril sem vísindamaður og
fyrirlesari um alþjóðastjórnmál, síð-
ar aðstoðarvarnarmálaráðherra og
aðstoðarutanríkisráðherra Noregs,
en varð vamarmálaráðherra og síð-
ast utanríkisráðherra lands síns.
Útför Johans Jörgens Holsts fer
meðal sjúklinga með alvarlega höf-
uðáverka eftir slys sé hópur sem
ekki svari þeirri meðferð við heila-
bjúg sem mest er notuð í heiminum
í dag. Auðkennist hópurinn af djúpu
meðvitundarleysi og háum þrýstingi
í heila, auk þess sem blóðflæðis-
mælingar í heila sýni að heilaæðar
fram í Ósló laugardaginn 22. janúar
1994.
Vegna andláts Johans Jörgens
Holsts, utanríkisráðherra Noregs,
mun Iiggja frammi minningarbók
fyrir alla sem votta vilja samúð
vegna fráfalls hans.
Minningarbókin mun liggja
frammi í sendiráði Noregs, Ejólu-
götu 17 í Reykjavík, nk. þriðjudag
og miðvikudag, 18. og 19. þessa
mánaðar, báða dagana frá kl.
14-16.
svara ytra áreiti ekki á eðlilegan
hátt, t.d. öndun eða breytingum á
blóðþrýstingi. Hin nýja meðferð,
sem meðal annars miðast að því
að minnka þrýstinginn í háræðum
heilans, hafi verið reynd á þessum
hópi. Þegar þrýstingur minnki í
háræðum dragist vökvi úr heila-
vefnum inn í háræðarnar og á þann
hátt minnki heilabjúgurinn. Með
nýju meðferðinni hafi dregið úr 70%
dánartíðni í 20% og þeir sem lifi
nái sér mun betur. Grein er gerð
fyrir afdrifum fyrsta sjúklingahóps-
ins sem hlaut meðferðina og hann
borinn saman við hóp sem með-
höndlaður var með hefðbundnum
læknisaðferðum víðast hvar. Þess-
ari nýju meðferð er að sögn Boga
beitt á þá sjúklinga sem hafa heila-
bjúg eftir höfuðáverka og er sam-
starf að hefjast við fjölda heila-
skurðdeilda innan Svíþjóðar um að
innleiða þessa meðferð. Einnig
kemur fram að fulltrúar erlendra
heilaskurðdeilda hafi sýnt áhuga á
að reyna meðferðina.
Minningarbók vegna and-
láts Johans Jörgens Holsts
Bráðabirgðalögin
Rétt ákvörð-
veiða þau 10 þúsund tonn af síld
sem eftir er að veiða á vertíðinni.
un hjá stjóm-
völdum
- segir Amar Sigur-
mundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslu-
stöðva
ARNAR Sigurmundsson, for-
maður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, segist ekki hafa séð að
önnur leið hafi verið út úr
ógöngum sem sjómannadeilan
var komin í en setning bráða-
birgðalaga, þótt það væru von-
brigði að ekki skyldi hafa tekist
að ganga frá málunum með
frjálsum samningum.
„Ég tel að þetta hafí verið rétt
ákvörðun hjá stjórnvöldum. Það
var búið að þaulkanna þetta og
það var ekki grundvöllur til samn-
inga. Ég kenni samtökum sjó-
manna að nokkru um hvernig kom-
ið er og að aðalkrafan um að taka
á meintu kvótamisferli hafi vikið
fyrir kröfum um stórvægilegar
breytingar á fiskveiðistjórnarlög-
unum og kröfum sem fólust í að
leggja niður frjálst fiskverð. Þetta
spillti mjög fyrir lausn deilunnar,"
sagði Arnar.
Hann sagði það fagnaðarefni að
nú gæti vertíð hafist en búast
megi við að nokkurn tíma taki að
koma öllum hjólum af stað. Sagði
hann að verkfallið hefði orsakað
mikið tekjutap hjá fólki í fisk-
vinnslunni og hefði íþyngt fyrir-
taékjum víða um land sem bæru
miklar skuldir. Sagðist hann hafa
áhggjur af því að ekki tækist að
Ekki torvelda skipti á
veiðiheimildum
„Nú verður þriggja manna
nefndin að setjast niður og ljúka
þessu fyrir 1. febrúar. Þótt tíminn
sé skammur þá held ég að stjórn-
völd vilji ekki liggja undir því að
það sé verið að fresta þessum hlut-
um. Ég tel að nú beri nauðsyn til
innan sjávarútvegsins að komast
til botns í þessu deilumáli um meint
kvótabrask. Ef ólöglegir hlutir
hafa átt sér stað þá þarf að klára
það mál með einhveijum hætt. En
við í fiskvinnslunni viljum endilega
standa við kjarasamninginn frá
1992 um hvað er heimilt og hvað
óheimilt. Við styðjum lagasetningu
núna til að treysta þann grunn en
viljum líka benda á þá hættu sem
getur falist i því ef lagasetningin
myndi miða að því að torvelda
skipti á veiðiheimildum og að sjáv-
arútvegsfyrirtæki geti látið aðra
veiða fyrir sig. Við teljum gífurlega
mikilvægt að það verði áfram eins
og verið hefur,“ sagði Amar.
Sjómenn
töluðu frá upp-
hafi iini laga-
setningu
- segir Kristján
Ragnarsson formaður
LÍÚ
KRISTJÁN Ragnarsson formað-
ur LIU, segir að deila útgerðar-
manna og sjómanna hafi verið
kominn í slíkan hnút að stjórn-
völd hafi ekki lengur getað setið
aðgerðarlaus. Það hefði verið
ábyrgðarleysi. Sagðist hann
hafa heyrt sjómenn strax á
fyrstu dögum verkfallsins tala
um að fljótlega yrðu sett lög á
deiluna.
Kristján sagði það einkar
ánægjulegt að sjá skipin fara aftur
á sjó og ekki veiti af við þær að-
stæður sem við búum við að draga
björg í bú. „Deiluefnin voru á
margan hátt sérstök og að sjálf-
sögðu æskilegra fyrir útvegsmenn
að það tækjust samningar við sjó-
menn og þess vegna lögðum við
okkur alla fram um að ljúka þess-
ari deilu með samningum," sagði
hann. „Það tókst hins vegar ekki.“
Sljórnvöld líklegri
„Þannig fór þessi deila af stað
og það er augljóst að sjómannafor-
ustan hefur talið líklegra að eiga
um þetta við stjórnvöld heldur en
að freista samninga við okkur,“
sagði Kristján. „Enda sýnist mér
strax vera komnar fram hugmynd-
ir um takmörkun á framsali sem
hindrar eðlilega þróun og eðlilegt
hagræði í greininni sem við hefðum
ekki getað fallist á. Eins og þetta
hugsanlega uppboðskerfí á afla-
heimildum. Deilan var hins vegar
komin í slíkan hnút að stjórnvöld
gátu ekki setið lengur aðgerðar-
laus. Það hefði verið ábyrgðarleysi
af þeirra hendi að beita ekki með
einhveijum hætti þeim ráðum sem
eru til staðar til að leysa þennan
Gordíonshnút sem þarna var kom-
inn upp á milli manna en eftir
stendur að ljúka þarf málinu með
samnirigum. Þetta er því bráða-
birgðalausn."
Fyrirtækið íslensk myndsýn stofnað
Morgunblaðið/Sverrir
Stofnfundur
ÍSLENSK myndsýn var stofnað formlega sl. föstudag. Borgar-
sljórinn, Markús Órn Antonsson, bauð til fundarins sem haldinn
var í Höfða. Frá vinstri: Einar Erlendsson, Ingibjörg R. Guð-
mundsdóttir, Ólafur Jónsson og borgarstjórinn, Markús Örn
Antonsson.
Reiknað með 125
millj. í beinar tekjur
STOFNFUNDUR félagsins íslenskrar myndsýnar var haldinn á
Höfða sl. föstudag. Fyrirtækið hyggst standa fyrir alþjóðlegri
ljósmyndahátíð hérlendis árið 1995, eins og fram hefur komið
í Morgunblaðinu. Segir í skýrslu Aflvaka Reykjavíkur hf. sem
gerð var um verkefnið að ef sýningin dragi 500 ferðamenn til
landsins megi gera ráð fyrir 125 milljóna beinum tekjum fyrir
ferðaiðnaðinn og þá séu óbeinar tekjur ótaldar.
Á fundinum voru samþykkt varðveita ímynd íslands, sem
drög að skipulagsskrá og þar lands óspilltrar og hreinnar nátt-
kom fram að stofnframlag næmi úru, í augum umheimsins. Mark-
fimm milljónum króna og stofnfé mið stofnunarinnar verður meðal
væri krónur 500.000. Borgar- annars að standa fyrir alþjóð-
stjóri, Markús Örn Antonsson, legri ljósmyndahátíð annað hvert
setti fundinn og þvínæst gerði ár og yerður sérstök dagskrá í
Einar Erlendsson grein fyrir því sarribandi í tengslum við 50
hlutverki hennar, þ.e. að efla og ára afmæli lýðveldisins.