Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
13
Undir fallöxinni
Boðskapur íhaldsflokksins um fjölskyldugildin fellir
hvern flokksbroddinn af öðrum.
Með þessu hefur
verið litið svo á
að nú sé ætlun
Majors að leggja
f jölskyldugildin
fyrir róða vegna
þess hnekkis sem
boðskapurinn
heff ur beðið. Snúa
eigi herferðinni
inn á nýjar braut-
ir, um samfélags-
gildin.
taka afleiðingum þess og víkja.
Þingmenn og kalkúnar
Vegna atburða síðustu vikna
hafa undanfarna daga heyrst radd-
ir um að Major bæri að draga sig
í hlé. Hefði hann ekki frumkvæði
að því sjálfur yrði safnað liði gegn
honum og leiðtogakjör knúið fram.
Stjórnmálaskýrendur telja þó ólík-
legt að þingmenn íhaldsflokksins
hafi kjark til þess vegna slæmrar
stöðu flokksins. Breskt orðatiltæki
um hugleysi segir að kalkúnar voni
að jólin komi aldrei. Hefur það
verið yfirfært á þingmenn íhalds-
flokksins í umræðunni um hvort
leiðtogaskipti væru í vændum
vegna vandræða Majors og sagt
að það síðasta sem þeir biðji um
séu nýjar kosningar.
Gerry Adams bjargvættur
Majors?
Kosningar eru þó óumflýjanlegar
fyrir breska íhaldsmenn því sveitar-
stjórnakosningar fara fram í maí
og kosningar til þings Evrópu-
bandalagsins í júní. Verða þær að
einhverju leyti prófsteinn á stöðu
stjórnarinnar. Því er spáð að árið
verði Major erfitt því auk þessara
kosninga koma til framkvæmda
óvinsælar skattahækkanir sem
koma munu við pyngju breskra
þegna. Gagnrýnendur segja að
vandi Majors sé heimatilbúinn,
íhaldsmenn hafi misst fótar á svell-
inu í áróðrinum fyrir afturhvarfs-
stefnunni. Grasrótarhreyfmgin hafi
tekið stefnuna um afturhvarf til
hinna gömlu gilda, fjölskyldustefn-
una, bókstaflega en ráðherrar og
þingmenn hafi grafið undan henni
með ábyrgðarlausri hegðan. Dragi
íhaldsmenn ekki réttan lærdóm af
atburðum síðustu vikna hljóti þeir
og flokkurinn makleg málagjöld.
Eina von Majors um að halda velli
kunni því að vera sú að samningar
um framtíð Norður-írlands og lykt-
ir ofbeldisátaka þar komist í höfn.
Nánast megi segja að pólitísk fram-
tíð Majors sé í höndum leiðtoga
stjórnmálaarms hryðjuverkasam-
takanna IRA, Gerry Adams.
ÚRVALS
ÚRVALSFÓLK
BFÓLI- .
Ferðaklúbbur
allra 60 ára
og eldri
Stofnfundur ferðaklúbbsins „ÚRVALS-FÓLK“
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
sunnudaginn 16. janúar kl. 15.
„ÚRVALS-FÓLK“ er ferðaklúbbur allra
60 ára og eldri sem áhuga hafa
á ferðalögum og góðum félagsskap.
Markmiðið er að gefa klúbbfélögum kost á
skemmtilegum ferðum á hagstæðu verði.
Dagskrá:
• Starfsemi ferðaklúbbsins kynnt.
• Ferðakynning.
• Dansflokkur eldri borgara frá Dansskóla Sigvalda.
• Dans.
Allir velkomnir
^ ÚRVAL-ÚTSÝH
Júlíus Hafstein
borgarfulltrúa í 2. sætið
Yeljum kröftugan málsvara fyrir störf og
stefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi, hefur undanfarin átta ár gegnt
formennsku í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur,
umhverfismálaráði og ferðamálanefnd Reykjavíkur. Hann
hefur reynst farsæll í störfum sínum og skilað árangri.
Reykvíkingar hafa orðið vitni að gróskumiklu íþrótta- og
æskulýðsstarfi í borginni á undanfórnum árum, orðið vitni
að byltingu í umhverfismálumog séð Reykjavík þróast sem
vaxandi ferðamannaborg.
Júlíus biður sjálfstæðisfólk um stuðning
í 2. sætið á framboðslista ílokksins í
prófkjörinu 30. og 31. janúar nk.
Kosningaskrifstofan er á Suðurlandsbraut 50 (bláu húsi v/Faxafen) - Sími 681056