Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 19 Breytingar á færslu tékka Þeir sem fyrstir , framvísa njóta for- gangs á innstæðu TÉKKAR verða framvegis bók- færðir fyrir fullt og fast á tékkareikninga þegar þeim er framvísað í bönkum og spari- sjóðum en áður hafa þeir verið bókfærðir eftir númeraröð tékkheftisins í lok hvers dags. Skiptir því meira máli en áður hvenær dags tékka er framvís- að í banka vegna þess að þeir | sem fyrstir framvísa tékka njóti forgangs á innstæðu. Samvinnunefnd banka og spari- sjóða tilkynnti um þessa breytingu í gær en hún á að taka gildi 6. desember. Nýja bókunaraðferðin er nefnd samtímabókum tékka. Núverandi bókunaraðferð, sem verið hefur við lýði í tæpa tvo áratugi, byggist á bókun tékka í tékkanúmeraröð. Öllum innleyst- um tékkum dagsins er í dagslok raðað eftir númerum tékkaeyðu- blaðanna og bókast tékki með lægsta tékkanúmeri fyrst, burtséð frá því hvenær dagsins honum hefur verið skipt í bankanum. Hefur því ekki ráðist fyrr en í lok hvers dags hvaða tékkar væru h g6ðir' Gamla kerfið í gildi - í fréttatilkynningu samvinnu- w nefndarinnar segir að þetta fyrir- komulag hafi í sumum tilvikum reynst óheppilegt þegar innstæða er ekki næg fyrir Öllum framvísuð- um tékkum dagsins. Að sögn Helga H. Steingrímssonar, sem sæti á í samvinnunefndinni, hefur lengi verið unnið að breytingum á þessu fyrirkomulagi en það reynst tæknilega erfitt. Nú hafi hins veg- ar tekist að ráða á þessu bót. Sá sem fyrstur framvísi tékka njóti forgangs á innstæðu, eins og var áður en núverandi kerfi var tekið upp fyrir 20 árum. Bankarnir leggja á það áherslu p á að í langsflestum tilvikum, það er þegar ávísað er á innstæðu eða ónotaða yfirdráttarheimild, verði j| viðskiptamenn ekki varir við breytta framkvæmd. Helgi segir jafnframt að breytingin hafi lítil ) eða engin á hrif hjá tékkareikn- ingshöfum. Þú svalar lestrarþörf dagsins Cheerios FÆÐUHRINGURINN Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu. Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að huga að samsetningu fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur sáralítið af sykri og fitu. 1 hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldri. * 1 skammtur cða 30 g. RDS: Ráðlagður dagskammtur. Cheerios - einfaldlega hollt! ÚTSALAN HAFIN GLÆSISKÓRINN GLÆSIBÆ YDDAF46.13/8lA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.