Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ H/IINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
Ævar R. Kvaran
leikari — Minning
íslenzk náttúra breiðir fagnandi
faðminn á móti löngum dögum, ljósi
og lífi.
Eitt af því fegursta á jörðinni er
fólk sem lifir og starfar þannig, að
það fegrar mannlífið. Ævar R.
Kvaran var einn í þeirra hópi, hann
barðist fyrir framförum og þroska
íslenzkrar mannfélagsheildar. Æv-
ar bar blys. Hugsjón Ævars R.
Kvarans spíritisminn, með viti og
vinnuþoli vann hann mikilvægasta
málefninu í heimi. Kærleikshugur
hans og umbótaþrá skynjaði, að
„lífið er stutt en listin er löng“, list-
in sú, að hafa hugprýði til að lifa
sjálfum sér og öðrum til heilla.
Á landi okkar er þörf á mikilli
miskunnsemi og mannkærleika. Við
verðum að anda djúpt og draga að
okkur ilm vorsins, trúna á sjálft líf-
ið og trúna á samband við annan
heim, svo hugir okkar haldist hlýir
og heilbrigðir. Ævar var eitt af
göfugmennum þjóðar okkar, sem
og faðir hans séra Ragnar Kvaran,
afi hans Einar Hjörleifsson Kvaran
rithöfundur, skáld og forseti Sálar-
rannsóknafélags íslands. Ævar
Kvaran var einn í þeim glæsilega
hópi íslenzkra spíritista á öldinni
sem nú er að kveðja.
Kynni okkar Ævars Kvarans
hófust hjá miðlinum Hafsteini
Björnssyni. Vakti prúðmennska
hans og hæverska athygli mína.
Ævar var vel ættaður og fjölmennt-
aður maður, gáfaður og vitur í
umgengni. Hann var ákveðinn og
fastur í lund, mun aldrei hafa brost-
ið kjark né skort viljaþrek. Hann
mátti ekkert aumt sjá, svo að hann
ekki reyndi að bæta úr því.
Hvar sem mest var þörf á þér,
þar var bezt að vera.
Ástvinum Ævars Kvarans votta
ég dýpstu samúð.
Helgi Falur Vigfússon.
Nú er liðin rösklega hálf öld frá
því fundum okkar Ævars bar fyrst
saman, en það var á haustdögum
1942 í gömlu Iðnó. Æfingar stóðu
Fædd 22. ágúst 1908
Dáin 16. desember 1993
Fyrstu minningar mínar um Evu
ömmu tengjast komu yngri systkina
minna í þennan heim. Við urðum
sjö talsins, ég næst elst. Hún kom
með rútu frá Reykjavík til Keflavík-
ur, þar sem við bjuggum, til að léttá
undir á heimilinu, en í þá daga lágu
konur oftast á sæng heima. Þá var
koma hennar vís á haustin þegar
tekin voru slátur.
Alltaf fylgdi því tilhlökkun þegar
ömmu var von. Hún var jafnan glað-
leg og hress í bragði með brjóstsyk-
ur og súkkulaði í farteskinu, ásamt
einhvetju hlýju á hendur eða fætur.
Þannig var það alltaf, líka eftir að
barnabarnabörnin fóru að koma,
enginn mátti gleymast.
Heimilið hennar ömmu var eins
og hún sjálf, hreint og hlýlegt. Þar
var veitt af höfðinglegri rausn. Ef
litið var inn hjá ömmu, dró hún
jafnan fram úr pússi sínu eitthvað
sem hún átti, ef einhver kæmi. Þá
var betra að gera meðlætinu góð
skil, ef hún átti að vera ánægð.
Léttleiki einkenndi ömmu öðru
fremur. Hún sagði lifandi og
skemmtilega frá og stutt var í djúp-
an, smitandi hláturinn.
Þegar við Eyrún systir mín vor-
um á sjöunda og áttunda aldursári
dvöldumst við sumarlangt hjá
ömmu og afa í Básenda 10, litlum
þá yfir á leikritinu Dansinum í
Hruna eftir Indriða Einarsson.
Leikstjóri var Indriði Waage, dótt-
ursonur skáldsins. Ég var aðeins
óbreyttur „stadisti" eins og sagt er
á leikhúsmáli í þeirri sýningu. Þarna
lék Ævar unga manninn, róman-
tískan elskhuga í verkinu með mikl-
um glæsibrag, enda var hann um
þær mundir talinn einn af efnileg-
ustu yngri leikurum Leikfélags
Reykjavíkur. Hann hafði þá nokkru
áður komið fram í Herranótt hjá
Menntaskólanum í Reykjavík og
strax vakið á sér athygli fyrir fjöl-
hæfni á leiksviði, því Ævar var auk
þess að vera gæddur ágætum leik-
hæfileikum með mjög góða söng-
rödd. Hann var glæsilegur að ytra
útliti og hafði sterka nærveru á
leiksviði, sem náði mjög ríkulega
til áhorfenda. Framsýnir menn hjá
Leikfélagi Reykjavíkur veittu
frammistöðu Ævars strax athygli
og sáu brátt að þama var ungur
maður, sem mikil þörf var á í ís-
lenska leikarastétt.
Ég minnist þess nú hvað við byrj-
endumir í listinni litum upp til
Ævars og töldum hann fyrirmynd
okkar unga fólksins. Með okkur
Ævari tókust strax á fyrstu æfing-
unum vináttubönd, sem héldust
óslitin meðan báðir lifðu. Hann
hughreysti okkur og studdi á allan
hátt, gaf okkur græningjunum góð
ráð og miðlaði af reynslu sinni.
Ævar var þá orðinn lífsreyndur og
vel menntaður ungur maður. Hann
hafði m.a. lokið stúdentsprófi árið
1936, lögfræðiprófi frá Háskóla
Islands vorið 1941 og starfaði um
nokkur ár við lögfræðistörf. En
þessi fræðigrein átti ekki við Æv-
ar. Hann skildi að fullu og öllu við
lögfræðistörfin og sneri sér af heil-
um hug að leiklistinni, þótt ekki
þætti það.arðvænleg atvinna á þeim
árum. Það var vissulega mikið happ
fyrir íslenska leiklist að Ævar tók
þessa ákvörðun. Fróður maður hef-
ur sagt, að sá sem þrýsti hönd
Thalíu þéttu handtaki, sé ævilangt
bundinn henni og svo var um Ævar
R. Kvaran. I garði hennar vann
hann sitt ævistarf, sem var mikið
að vöxtum og vel af hendi leyst.
sumarbústað sem komið var fyrir
framan við húsið sem þau voru að
byggja.
Rismál og náttmál eru meðal
þess sem mér er minnisstæðast frá
þessu sólríka sumri bernskunnar.
Að vakna við ijátl ömmu frammi í
eldhúsi, afí farinn til vinnu og hún
búin að kynda upp í kofanum eins
og hún kallaði það. Fötin okkar á
ylvolgum ofni og morgunverðurinn
beið. Útvarpið var gjarnan á, amma
syngjandi með ef svo bar undir,
örugg bæði á ljóð og lag.
Þá voru kvöldin ekki síður föst
í formi. Laugun andlits og handa
helgiathöfn líkust, byijað á augum,
endað á hálsi og ekki var sama
hvernig hendur voru þvegnar. Þeg-
ar ærsl okkar systra inni í rúmi
höfðu fengið sinn tíma, færði amma
okkur mjólk og brauð á bakka.
Ekki máttu stelpuskjáturnar sofna
svangar. Eftir það var hann afi
minn á vísum stað á rúmstokknum,
Ijúfur og hlýr með allar kvöldbæn-
irnar, hveija á eftir annarri, alltaf
í sömu röð. Útskýringar fylgdu
hverri og einni - þess gætt að börn-
in skildu hvað farið var með. Síðan
sigldi hann okkur, bauð góða nótt
og ekki mátti vanhelga bænirnar
með masi á eftir. Þannig voru þess-
ar stundir kvölds og morgna, mild-
ar, hljóðar og fylgja mér æ síðan.
Amma gladdist innilega yfir
tækifærum niðja sinna til náms og
Árin liðu eitt af öðru og litlir
möguleikar voru hér á landi til að
afla sér frekari menntunar í leiklist-
arfræðum á þeim árum. Heimsstyij-
öldin síðari lokaði öllum leiðum
bæði þeirra yngri og eldri til að
kynnast leikmenningu á erlendri
grund eins og hugur svo margra
ungra leikara stóð til. Þegar styij-
öldinni lauk 1945 sköpuðust fyrst
tækifæri ti! þess að láta draum
okkar rætast. Atvikin höguðu því á
þann veg að í stríðslok 1945 héldum
við báðir til London til leiklist-
arnáms. Við innrituðumst í sama
skólann, Royal Academy of Dram-
atic Art, og stunduðum þar nám.
Auk þess var Ævar við nám í Roy-
al Academy of Music í eitt ár. Hann
var gæddur ágætri söngrödd og
taldi sig hafa fengið þar mjög góða
skólun. Við héldum áfram okkar
góða sambandi á námsárunum í
London og þar' í borg var hann sá
af löndum mínum, sem ég um-
gekkst mest á þeim tíma. Við vorum
nágrannar í hinni miklu heimsborg
og hittumst næstum daglega til
þess að ræða áhugamálin og áttum
þá margar ógleymanlegar stundir
saman, því Ævar var oft og tíðum
manna skemmtilegastur. Auk þess
fylgdist hann vel með í leikhúsheim-
inum og var víðlesinn.
Ævar fór heim frá London
nokkru á undan mér og gerðist
brátt umsvifamikill í listgrein sinni.
Stofnaði m.a. leiklistarskóla, sem
hann mun hafa rekið í nær þijá
áratugi. Þá lék hann og leikstýrði
og fékkst við ritstörf. Hann varð
með tímanum afkastamikill rithöf-
undur og liggur eftir hann fjöldi
rita og greina m.a. um dulræn
málefni, sem voru honum einkar
hugleikin. Ævar var mikill mál-
vöndunarmaður og skrifaði margar
gréinar um íslenska tungu og að
málið væri talað fagurlega með
skýrum og réttum framburði. Hann
hafði sjálfur mjög hljómfagra rödd
og naut þess að láta tunguna hljóma
skýrt og tært með litríkri framsögn.
Ævar hafði kynnt sér vel starf-
semi áhugaleikfélaga víðsvegar um
hinar dreifðu byggðir landsins og
sá brátt að nauðsyn var á að þau
mynduðu með sér bandalag og
byndust samtökum því það yrði
þeim til framdráttar og hagsbóta.
Þetta var ástæðan til þess að hann
stóð fyrir því, ásamt Lárusi Sigur-
björnssyni, þeim þekkta leikhús-
manni, að Bandalag íslenskra leik-
félaga var stofnað í byijun sjötta
starfa. En engum duldist að hún
var kona sem ekki fékk glýju í
augun frammi fyrir titlum né valdi.
Manngildið gat ekki miðast við það
eitt og sér, hvort hægt var að troða
einhveijum fræðum í mannskapinn,
og valdið erfðist oftar en ekki.
Einhveiju sinni þegar ég var
komin af barns aldri, sagði amma
mér undan og ofan af lífshlaupi
sínu. Hún hafði notið ástar og ör-
yggis í föðurgarði, allt þar til móð-
ir hennar lést frá sex börnum. Þá
var amma aðeins átta ára.
Eftir móðurmissinn var líf ömmu
meira og minna bundið við vinnu-
mennsku hér og þar, oftast með
svipmóti þrældómsins. Hún fór ekki
heldur varhluta af. erfiðleikum
kreppuáranna, þá sjálf komin með
fjölskyldu. Af frásögn ömmu varð
mér ljóst, að fyrir henni, eins og
svo mörgum af hennar kynslóð,
hafði orðatiltækið „að duga eða að
drepast" aðra og dýpri merkingu
en fyrir okkur sem fædd erum um
eða eftir miðja öldina.
Evu ömmu fylgdi myndugleiki
og festa þess sem veit hvað hann
syngur. Hún var afar smávaxin
kona en í raun var hún tröll - tröll
að andans þreki og tryggðatröll.
Það fengu allir að reyna sem áttu
hana að. Ég veit að systkini mín
öll, ekki síst hún Eyrún mín sem
þekkti ömmu hvað best, taka undir
orð þessara ljóðlína sem ég vil nú
gera að mínum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þórunn Elísabet Ingvadóttir.
Eva Sæmunds-
dóttir - Minning
áratugarins og var Ævar formaður
þess fyrstu árin. Þetta framtak
þeirra félaga hefur aldrei verið
metið að verðleikum. En Bandalag
íslenskra leikfélaga hefur blómstrað
og dafnað í áranna rás og eflt leik-
listina í landinu.
Þegar ég kom heim að námi
loknu í London árið 1948 réð Ævar
mig sem kennara við leiklistarskóla
sinn, en hann var þá all fjölmenn-
ur. Þá voru þar nær 20 manns í
leiklistarnámi og þar á meðal marg-
ir, sem síðar hafa orðið þjóðkunnir
listamenn. Ég kenndi við skóla
Ævars á árunum 1948-1960 og
var samvinna okkar við skóla hans
mjög ánægjuleg í alla staði.
Oft kom ég á heimili Ævars á
þessum árum að Bergstaðastræti
36, en það hús hefur nú verið rifið.
Þar sem það stóð er nú bilastæði
fyrir Hótel Holt. í því húsi bjó einn-
ig Sigrún móðir Ævars, og hélt hún
heimili fyrir aldraðan föður sinn.
Ég minnist þess nú, eftir öll þessi
ár, hvað mikla umhyggju og virð-
ingu Ævar sýndi móður sinni í hví-
vetna.
Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa
árið 1950 réðumst við báðir til
starfa hjá þeirri stofnun og þar
starfaði ég með honum í 26 ár.
Æfingar hófust á fyrstu verkefnum
Þjóðleikhússins í nóvember 1949
og æfð voru þijú íslensk leikrit, sem
voru síðan sýnd við vígslu leikhúss-
ins. Þar starfaði Ævar til ársins
1980, en lét af störfum og helgaði
sig eftir það ritstörfum og öðrum
hugðarefnum meðan heilsan leyfði.
Ég hef ekki handbæra tölu yfir
þau fjölmörgu hlutverk, sem Ævar
túlkaði á 30 ára leikferli á sviði
Þjóðleikhússins en hann lék jöfnum
höndum í leikritum og flestum þeim
söngleikjum sem upp voru settir.
Þá söng hann einnig í nokkrum
óperusýningum og var m.a. í Rigo-
letto, fyrstu óperunni, sem Þjóðleik-
húsið sýndi árið 1951.
Það er ekki hægt að rekja starfs-
feril Ævars R. Kvaran án þess að
minnast á mikið starf, sem hann
vann hjá Ríkisútvarpinu og ég veit
með vissu að sá fy'ölmiðill var honum
mjög kær. Þar leikstýrði hann fjölda
leikrita og lék í öðrum. Þá voru flutt
þar mörg leikrit, sem hann þýddi
og leikgerðir sem hann vann úr
skáldverkum innlendra höfunda.
Einnig var hann virtur upplesari
og flutti oft á árum áður fjölda
útvarpserinda um margvísleg mál-
efni. Ég tel að á engan sé hallað
þó sagt sé að um langt árabil hafí
Ævar verið einn af vinsælustu út-
varpsmönnum okkar.
Ævar var þríkvæntur og eignað-
ist hann sex mannvænleg börn. Að
leiðarlokum sendi ég öllum nánum
aðstandendum hans hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Far þú í friði, gamli vinur.
Blessuð sé minning þín.
Klemenz Jónsson.
t
Systir okkar og mágkona,
INGIBJÖRG SIGRÍÐUR BERGSVEINSDÓTTIR
frá Stykkishólmi,
sem lést 11. janúar á heimili sínu, Hátúni 12, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19.janúarkl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vilja minn-
ast hennar, er bent á MS-félag íslands.
Rögnvaldur Bergsveinsson, Fríða Kristjánsdóttir,
Jón Lárus Bergsveinsson, Níelsa Magnúsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og systur,
RANNVEIGAR KONRÁÐSDÓTTUR,
Hamraborg 18,
Arnar Einarsson, Jakobina Sigurbjörnsdóttir,
Þorbjörg Einarsdóttir, Jón Ólafsson,
Sigurjón Einarsson, Anna G. Sverrisdóttir,
Konráð Einarsson, Unnur Þórarinsdóttir,
Jóhann Einarsson, Ása Þorkelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
fóstursystur okkar, mágkonu og frænku,
ÖNNU KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR,
ísafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Isafjaröar og kvenna-
deildar Slysavarnafélags Islands, Isafirði. Guð blessi ykkur öll.
Daníel Sigmundsson,
Óli J. Sigmundsson, Halldóra Sigurjónsdóttir,
Ásta S. Sigmundsdóttir, Gunnar Þ. Þorsteinsson,
Júlíana Signý, Óðinn, Anna M.
og fjölskyldur þeirra.
t
Kærar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður
og afa,
EÐVALDS HINRIKSSONAR MIKSON,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði.
Jóhannes Eðvaldsson, Katherin Bradlay Eðvaldsson,
Atli Eðvaldsson, Steinunn Guðnadóttir,
Anna J. Eðvaldsdóttir, Gísli Guðmundsson
og barnabörnin hans.