Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
Leiðangurinn í Taklamakan-eyðimörkinni í Mið-Asíu.
Skogur an vatns i
Eyðimörk dauðans
LEIÐANGUR
Breta og Kínverja
fór á úlföldum
yfir „Eyðimörk
dauðans“ í Norð-
vestur-Kína í haust
og fann aspaskóg,
en ekkert vatn.
Þetta mun vera
fyrsti leiðangur-
inn, sem hefur ver-
ið farinn um það
svæði, sem heitir
réttu nafni
Taklamakan-eyði-
mörkin.
Við töldum fyrst að þetta væri fyrir-
heitna landið,“ sagði leiðangurs-
stjórinn,“ Charles Blackmore maj-
ór. „Engu var líkara en að við
værum stödd í enskum skógi. Við höfðum
verið vatnslítil í ijóra daga og héldum
að við hefðum verið bænheyrð, en í ljós
kom að við höfðum á röngu að standa.
Við grófum og grófum í skóginum, sem
er í gömlum uppþomuðum árfarvegi,
sáum fíðrildi og köngulær, en fundum
ekkert vatn. Við gerum okkur ekki grein
fyrir því hvemig skógur fær þrifíst
þarna.“
Fimm Bretar og fjórir Kínveijar fóru
1270 km vegalengd austur yfír Taklam-
akan- eyðimörkina ásamt sex Úgúrum.
Þeir búa á þessum slóðum, tala mál skylt
tyrknesku og höfðu umsjón með 30
úlföldum, sem voru notaðir í ferðinni.
Ferðin stóð í 59 daga, hófst í september
í Markit við Silkibrautina fomu í Vestur-
Xinjiang-héraði og henni lauk í nóvem-
ber í Luobuzhuang, suðvestur af af-
skekktu kjamorkutilraunasvæði Kín-
veija í Lop Nor.
Um tíma var leiðangurinn hætt kom-
inn þegar honum tókst ekki að fínna
grunnvatn þrátt fyrir fjögurra daga
leit.„Umsjónarmaður úlfaldanna kom til
okkar og sagði að fjórir þeirra mundu
drepast þennan dag ef við fyndum ekki
vatn,“ sagði hjúkrunarkona leiðangurs-
ins, Carolyne Ellis, eftir ferðina. „Þess
vegna gáfum við þeim dálítið af vatni
okkar. Þótt það væri eins og dropi í
hafíð nægði það til þess að þeir lifðu
daginn af,“ sagði hún. Dagsskammtur
leiðangursmanna var kominn niður í að-
eins einn lítra á mann í 45 stiga hita á
celsíus þegar þeir fundu loksins nógu mik-
ið vatn til þess að endumýja birgðir sínar.
Skömmu eftir að ferðin hófst gerðu
Kínveijar tilraun með kjarnorkusprengju
í Lop Nor, í nokkurra hundmða kfló-
metra fjarlægð, en án þess að leiðangurs-
menn yrðu varir við það. „Við heyrðum
ekkert, vissum ekkert og sáum engan
blossa,“ sagði Carolyne. Leiðangurs-
menn fréttu um tilraunina mörgum dög-
um eftir að hún var gerð þegar hjálpar-
sveit þeirra í suðuijaðri Taklamakan-
eyðimerkurinnar tilkynnti þeim um hana
í talstöð.
Hjálparsveitin ók um Silkibrautina
fomu og uppþornaða árfarvegi með
matvæli og vatn handa leiðangrinum og
skildi vistirnar eftir á nokkmm stöðum
á leiðinni, en þó kom fyrir að alvarlegur
birgðaskortur gerði vart við sig.
Norður og suður af Taklamakan-eyði-
mörkinnu eru einhveijir hæstu ijallgarð-
ar heims. Því hefur verið haldið fram
að nafn hennar merki „þeir sem fara
þangað koma aldrei aftur". Hins vegar
segja leiðangursmenn að nafnið þýði í
raun og veru „land Takla“ og að með
því sé átt við foma íbúa svæðisins, en
Leiðangursstjórinn:
Blackmore majór.
Hjúkrunarkona:
Carolyne Ellis.
í daglegu tali gengur það undir nafninu
„eyðimörk dauðans".
„Við vomm heppiri með veður og ferð-
in gekk vel,“ sagði Carolyne Ellis. „Ég
held að líða muni á löngu þar til þetta
verður endurtekið.“ Eina óhappið í ferð-
inni var þegar úlfaldi hálsbrotnaði er
honum varð fótaskortur. „Úlfaldarnir
ollu mér mestum erfíðleikum," sagði
Carolyne. „Ég er ekki dýralæknir, en
þeir vom helztu fórnarlömbin."
Fyrri tilraunir til þess að fara yfír
Taklamakan-eyðimörkina hafa farið út
um þúfur. Árið 1898 fór sænski land-
könnuðurinn Sven Hedin út í auðnina í
leit að týndri borg undir eyðimerkurs-
andinum. Þegar hann hafði verið vatns-
laus í fímm daga tókst honum að skríða
að bökkum Khotanárinnar, einnar af
nokkmm ám sem hverfa í Taklimakan-
auðninni.
Aðeins Hedin og einn maður annar
úr leiðangri hans héldu lífí og gátu þakk-
að það því að þeir dmkku úlfaldablóð.
Seinna kallaði Hedin ferðina „einhveija
þá erfíðustu, sem ég tók mér á hendur
í Asíu“.
Fjómm ámm síðar reyndi brezkur
leiðangur undir stjóm Sir Aurels Steins
að fara yfír Taklamakan frá norðri til
suðurs, en neyddist til þess að snúa við
að viku liðinni. Fyrir tveimur ámm tókst
japönskum leiðangri ekki að komast yfír
eyðimörkina með því að fara úr annarri átt.
í leiðangrinum nú fundust nokkrir
bústaðir búddatrúarmanna og leifar
forns þorps. Verksummerki bentu til
þess að borað hefði verið eftir olíu á
svæðinu og í ljós hefur komið að það
er auðugt af málmum.
„Við sönnuðum að hægt er að fara
yfír eyðimörkina," sagði Blackmore leið-
angursstjóri. „Við gerðum merkar upp-
götvanir á fomum stöðum og fundum
meðal annars verkfæri úr tinnusteini,
sem eru að minnsta kosti 10.000 ára
gömul. Vatn fannst á þriggja metra
dýpi á vissum stöðum og það gerði okk-
ur kleift að halda lífi. Einnig hafa fund-
ist ummerki um gífurlegar málmauðlind-
ir, sem Kínveijar hafa mikinn áhuga á.“
Önnur könnunarferð og rækilegri er fyr-
irhuguð.