Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 52
KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGIJNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Júlíus Eldur í flugeldageymslu ALLT tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út er eldur kom upp við víkur. Slökkviliðsmönnum tókst fljótlega að komast fyrir eldinn áður Fiskislóð 94 skömmu eftir hádegi í gær. Þar hafði kviknað í flugelda- en hann komst í flugeldana. geymslu Slysavarnafélagsins og lagði mikinn reyk yfir miðborg Reykja- * Samtök sjómanna fordæma setningu bráðabirgðalaga á verkfall sjómanna Mannréttíndi sjómanna afnumin með lögunum FYRSTU fiskiskipin lögðu úr höfn þegar að kvöldi föstudagsins strax og fréttir bárust af bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar á verkfall sjómanna, sem staðið hefur yfir frá því í byrjun árs og í gær voru fiskiskip í óðaönn að búa sig á sjó. Samtök sjómanna á fiskiskipum komu saman tii fundar í gærmorgun og samþykktu ályktun þar sem fordæmt er það gerræði ríkisstjórnarinnar að afnema með bráðabirgða- lögum þau sjáifsögðu mannréttindi sjómanna að geta varið kjör sín með frjálsum samningum. í ályktuninni segir ennfremur að ríkisstjórnin falli í þá gryíju sem svo margir fyrirrennarar hennar hafi fallið í á undan henni að beygja sjómenn undir bráðabirgðalög sem leysi engan vanda en' séu sniðin að þörfum forystu Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Það sé álit Sölumiðstöðin jók útflutning sinn um 2 milljarða í fyrra SALA Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á fiskafurðum á síðasta ári nam um 21 milljarði króna og hefur aldrei verið meiri í íslenzkum krónum talið. Alls voru flutt utan um 91.500 tonn af frystum afurðum og er þorskurinn þar enn mikilvægasta tegundin, enda jókst útflutning- ur á honum þrátt fyrir minnkandi aflaheimildir. Japan var mikilvæg- asti markaðurinn, en Bandaríkin sækja á á ný. Upplýsingar um framleiðslu og sölu afurða frystihúsa innan vébanda SH komu fram á fundi með verkstjór- um og framleiðendum nú í iok vik- unnar. Sölumiðstöðin seldi alls á síð- asta ári, samkvæmt bráðabirgða- tölum, afurðir fyrir um 21 milljarð króna á móti liðlega 19 milljörðum árið 1992. SH flutti út 1992 83.000 tonn af frystum afurðum og í fyrra nam sal- an 91.500 tonnum af frystum afurð- um, þar af eru um 8.5.QQ tonn frá erlendum aðilum, Mechlenburger Hohcseefischerei og rússneskum skip- um. í raun er um að ræða svipað magn af íslenskum skipum. Aukning- in hvað tegundir varðar liggur aðal- lega í úthafskarfa og öðrum afurðum fyrir Asíumarkað, svo sm síld og loðnu. Stærsti einstaki markaðurinn var Asía með um liðugan fjórðung af magninu. Næst koma Bandaríkin, aftur í öðru sæti, með um 22% og í því þriðja söluskrifstofan í Hamborg með liðlega 21%. Skrifstofan í París var með 16% og Bretland 13% magns- ins. I fyrra var Asía í fyrsta sæti og Frakkland í öðru, en Bandaríkin í því þriðja. Þorskurinn er enn mikilvæg- asta tegundin enda jóskt framleiðsla og útflutningur á honum í fyrra. Þá var nokkur aukning í sölu á síld og loðnu til Japans.en samdráttur varð í sölu á ufsa. Útgerðarfélag Akur- eyringa, Grandi og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum voru enn sem fyrr þau fyrirtæki innan SH sem stóðu að baki mestum verðmætum í útflutn- ingi samtakanna. Jón Ingvarsson, formaður stjómar SH, segir að allar horfur séu á því að dótturfyrirtæki SH erlendis muni skila góðri afkomu fyrir síðastliðið ár. sjómannasamtakanna að þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að úti- loka beri þáttöku sjómanna í kvóta- braskinu sé ekki að því stefnt í raun. Sjómenn neyðist nú sem lög- hlýðnir borgarar landsins til að standa upp úr kjaradeilu með það ömurlega hlutskipti að réttur þeirra og kjör séu engu betur tryggð en áður. Þá segir: „Þar sem samnings- réttur sjómanna hefur verið fluttur til löggjafarvaldsins beina sjó- mannasamtökin því til Alþingis ís- lendinga að sett verði lög strax og þing kemur saman, sem kveði skýrt á um lausn allra þeirra þátta, sem skildir voru eftir óleystir við setn- ingu bráðabirgðalaganna, þar með taldir allir óleystir sérveiðisamning- ar.“ Fiskiskipalotinn úr höfn Samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldu um hádegi í gær höfðu um 100 skip haldið úr höfn frá því að bundinn var endir á verk- fall sjómanna á föstudagskvöld, mest frá Vestmannaeyjum og ann- ars staðar af Suðurlandi, en lítil hreyfing var enn á skipum á Norð- urlandi og Austurlandi. Sjá á bls. 6: Ummæli forystu- manna LIU og samtaka fisk- vinnslustöðva Byrjað að ræða haust- kosningar Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa komið fram raddir innan stjórnarflokkanna um kosningar í haust í stað vors 1995, þegar reglulegar alþingiskosningar eiga að fara fram. Þessar hugmyndir hafa ekki síst komið fram innan Sjálfstæðisflokksins. Ýmsir telja nauðsynlegt að ný ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda komi að erf- iðri fjárlagagerð fyrir árið 1995. Möguleikinn á haustkosningum er talinn háður því að sá stöðugleiki sem skapast hefur í þjóðfélaginu verði viðvarandi, verðbólga verði nálægt núllinu, vextir lækki áfram og at- vinnuástand versni ekki til muna frá því sem nú er. Komi stjórnarflokk- arnir þokkalega út úr sveitarstjóma- kosningunum í vor er talið enn llk- legra að stjórnvöld boði til kosninga þegar í haust. Það sem helst þykir mæla á móti því að efnt verði til alþingiskosninga strax í haust er að árið í ár verður samdráttarár og ef um efnahagsleg- an bata verður að ræða síðar á þessu ári verði hann ekki farinn að segja til sín með áþreifanlegum hætti þeg- ar gengið yrði til kosninga. Sjá fréttaskýringu, „Haustkosn- ingar?“,' á bls. 10-11. Stálverksmiðjan í Hafnarfirði ítalimir hættavið kaupin Mestar líkur á að verksmiðjan verði seld til niðurrifs EKKERT verður af kaupum ítalska stáliðjufyrirtækisins Sider Planting Scaligera SpA á stálverksmiðjunni í Hafnarfirði en formleg stað- festing á þessu liggur nú fyrir samkvæmt upplýsing- um Lárusar Blöndal lög- fræðings fyrirtækisins hér á landi. ítalska fyrirtækið hugðist kaupa stálverksmiðjuna í sam- vinnu við Furu hf. í Garðabæ en ástæða þess að ekkert verð- ur af kaupum er sú að ekki náðust samningar við Lands- virkjun varðandi orkuafhend- ingu til verksmiðjunnar en Itölunum þótti of mikill kostn- aður fylgja því að verða við kröfum Landsvirkjunar um að setja upp búnað til að koma í veg fyrir spennuflökt frá bræðsluofni verksmiðjunnar. Var ofninn talinn hafa valdið raforkutruflunum hjá notend- um í Hafnarfirði og í hluta Breiðholts á meðan Islenska stálfélagið hf. starfrækti verk- smiðjuna. Kostnaður við úr- bætur vegna spennuflöktsins var áætlaður á bilinu 100-150 millj. kr. Nú eru mestar líkur taldar á að verksmiðjan verði seld til niðurrifs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.