Morgunblaðið - 19.01.1994, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
Lífeyiissjóður sjó-
manna kaupir 5%
hlutafjár í SR-mjöli
. Morgunblaðið/Kristinn
HALLDÓR Blöndal samgönguráöherra hélt boð fjnrir hina erlendu sérfræðinga sem staddir eru hér á
landi vegna undirbúnings Hvalíjarðarganga í Perlunni í gærkvöldi ásamt embættismönnum samgöngu-
ráðuneytis, fulltrúum frá Vegagerð ríkisins og stjórnendum Spalar hf. Á myndinni eru talið frá vinstri:
Halldór Blöndal samgönguráðherra, Timothy Hartshorn frá Union Bank of Switzerland í London og
Erlendur Magnússon frá Nomura Bank i London.
Undirbúningur vegna jarðganga undir Hvalfjörð
Hópur erlendra sérfræð-
inga í viðræðum hér á landi
HÉR á landi eru nú staddur 10
manna hópur tælfnimanna og
fjármáiasérfræðinga frá erlend-
um bönkum vegna fyrirhugaðrar
jarðgangagerðar undir Hval-
fjörð og eru mikil fundahöld
vegna verkefnisins þessa dag-
ana, að sögn Gylfa Þórðarsonar,
stj órnarformanns Spalar hf. Ver-
ið er að ganga frá fyrstu drögum
að útboðslýsingu sem ráðgert er
að fari fram í síðari hluta næsta
mánaðar.
Meðal þeirra sem taka þátt í
fundahöldunum hér á landi eru
Eriendur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri hjá Nomura Bank
Int. ásamt fulltrúa frá bankanum
sem hefur yfirumsjón með verkefn-
inu. Einnig eru hér staddir tveir
yfirmenn frá Union Bank of Switz-
erland en Nomura bankinn og sviss-
neski bankinn hafa samþykkt að
veita lán til framkvæmdanna í
Hvalfirði. Auk þess eru hér staddir
tveir fulltrúar breska ráðgjafarfyr-
irtækisins Baboek & Brown, sem
annast undirbúning íjármögnunar
eriendis ásamt samningum við
verktaka. Og loks eru í hópnum
tveir umferðarsérfræðingar frá
Bretlandi til að yfirfara tekjuáætlun
og umferðarspá vegna jarðgang-
anna og tæknimenn frá bönkunum.
Borun við Hvalfjörð lokið
í dag munu fulltrúar erlendu
bankanna eiga fund með stjómend-
um Spalar hf. á Grundartanga og
munu þeir einnig hitta bæjarstjóra
Akraness að máli. Næstkomandi
föstudag verður haldin ráðstefna
um Hvalfj arðargöng á vegum Veric-
fræðingafélags íslands og Tækni-
fræðingafélags íslands þar sem sér-
fræðingar munu IjaUa um ýmsar
hliða verkefnisins og meðal ræðu-
manna verður Erlendur Magnús-
son, framkvæmdastjóri Nomura
bankans.
Rannsóknum vegna gangagerð-
arinnar er nú að mestu lokið og
borun sem staðið hefur yfir við
Hvalíjörð um nokkurra vikna skeið
lauk í seinustu viku. Miðað er við
að framkvæmdir geti hafist næsta
sumar.
STJÓRN Lifeyrissjóðs sjómanna
samþykkti samhljóða að festa
kaup á 5% hlutafjár f SR-mjöli á
fundi í gær. Samkvæmt upplýsing-
Prófkjör Sjálf-
stæðisflokKsins
Páll stefn-
ir á 2. sæti
„ÉG HEF starfað lengi á þessum
vettvangi eða í 20 ár og vil gjarn-
an veita vissa forystu," sagði Páll
Gíslason, læknir og borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, í samtali við
Morgunblaðið. PáU sækist eftir
stuðningi í 2. sæti í prófkjöri
flokksins í lok janúar.
Fyrir síðustu borgarstjómarkosn-
ingar skipaði Páll 4. sæti listans eft-
ir uppstillingu kjömefndar. „Ég hef
færst upp eftir listanum, var í 8.
sæti, þá 6. og síðast 4. svo mér þyk-
ir ekki óeðlilegt að leita eftir stuðn-
ingi í 2. sætið," sagði Páll.
Páll kvaðst mest hafa starfað að
málefnum aldraðra. „Ég hef fullan
hug á að halda áfram að starfa að
þeim málum sem og á vettvangi
veitustofnana. Þá má ekki glejnna
því, sem nú brennur á borgarfulltrú-
um, en það er hvemig borgin geti
stuðlað að aukinni atvinnu. Það þarf
að styrkja smærri fyrirtæki, því eng-
in stórverkefni em framundan. Borg-
in hefur staðið fyrir ýmsum fram-
kvæmdum, sem ég tel rétta stefnu,
þótt hún bitni á íjárhag borgarinnar
um stundarsakir. Það er enn alvar-
legra ef íbúamir geta ekki gengið
að atvinnu vísri," sagði Páll Gíslason.
um Arna Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra, er þetta í fyrsta
skipti sem sjóðurinn ljárfestir í
hlutabréfum. Hann sagði að
stjómin hefði fyrst og fremst iitið
til þess að um góða fjárfestmgu
væri að ræða.
Ami sagði að sjóðurinn hefði feng-
ið leyfi til hlutabréfakaupa fremur
seint eða fyrir einu og hálfu ári.
Altt frá því hefðu hlutafjárkaup ver-
ið skoðuð. „Eiginlega var aðeíns
tímaspursmál hvenær fyrsta skrefið
yrði tekið. Svo hittist þannig á að
þetta mál kemur upp á svipuðum
tíma og stjómarfundur er og enginn
ágreiningur var um það innan stjóm-
arinnar að ganga í þetta mál.“
Samkvæmt lögum sjóðsins má
hann ekki eiga meira en 5% í fyrir-
tæki. Lífeyrissjóðurinn greiðir
36.250.000 kr. fyrir þennan hluta í
SR-mjöli.
Sjá frétt um SR-mjöI á bis. 16.
-----» ♦ »-----
Bílnúmer
fá að fjúka
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði
klippt númer af rúmlega 430 bð-
um síðdegis í gær vegna þess að
eigendur þeirra höfðu trassað að
færa þá til skoðunar.
Tæplega 7.600 bíleigendur á suð-
vesturhominu hafa iátið slíka skoðun
undir höfuð leggjast á lögboðnum
tíma. Næstu daga leggur lögregla
sérstaka áherslu á að klippa númer
af þessum bílum hvar sem til þeirra
næst en hvetur eigendur til að fara
með bíla sína til skoðunar hið fyrsta,
til að losna við óþægindi og auka-
kostnað.
Íslandsbankí lækkar
nafnvexti um 1,2-2%
Nafnvextirnir munu einnig verða lækkaðir hjá Landsbanka íslands
FYRIR liggur að Islandsbanki mun á næsta vaxtabreytinga-
degi, þann 21. janúar, lækka nafnvexti óverðtryggðra út-
lána um 1,2% tíl 2%. Þá liggur fyrir að nafnvextir á óverð-
tryggðum útlánum Landsbankans verða lækkaðir á föstu-
dag, en ákvörðun um hversu mikið verður ekki tekin fyrr
en í dag. Jafnframt er rætt um það innan Landsbankans
að nauðsyn beri til þess að lækka innlánsvexti bankans,
en ákvörðun þar að lútandi hefur ekki heldur verið tekin.
Örlítil lækkun verður á innlánsvöxtum eins innlánsforms
ísiandsbanka, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en
íslandsbanki lækkaði aðeins innlánsvexti undir síðustu ára-
mót.
fBfrr&troMafrifr
í dag
Aramótagetraun_________________
Dregið hefur verið í áramótaget-
raun Morgunblaðsins en þátttaka
í henni var mjög góð 19
Útlendingaskottur i Moskvu
Borgarstjóm Moskvu hyggst taka
Bandaríkjadal fyrir hverja nótt sem
ferðamaður dvelst í borginni 21
EES-somningur brotinn?
Verslunarráð og stórkaupmenn
leita álits Eftiriitsstofnunar EFTA
á vörugjaldshækkun 22
Leiöorí
Atvinnuleysið 22
Úr verínu
Myndosögur
► Eriendir sjóðir opnast með til- ► Gæludýr vikuniiar valið Sag-
komu EES - Verðmæti loðnu- au um liann Tvist - Þrautír -
afurða eykst - Skortur á fagþekk- Krakkamir feikna - Mvndasögur
ingu innan sjávarútvegsins - Tog- um Sniáfólk, Gretli og Hogna -
arar bbbhui nm loðnuskipiii Verðlaunin hans Olivers
íslandsbanki lækkar Igörvexti nú
á föstudag af víxillánum í 8,2%, eða
um 1,2%, en þeir voru áður 9,4%.
Yfirdráttarlán lækka úr 13,75% í
12%. Vextir á VISA-skiptigreiðsl-
um lækka um 2%, úr 15,95% í
13,95% og kjörvextir af almennum
skuldabréfum lækka um 1,5%, úr
9,5% í 8%.
í frétt frá íslandsbanka segir að
eftir þessa lækkun hafí nafnvextir
á almennum skuldabréfum lækkað
um 9,7% frá 1. ágúst í fyrra.
Gjaldskrá endurskoðuð
I frétt bankans segir ennfremur
að vaxtamunur íslandsbanka eftir
þessa vaxtalækkun verði innan við
2%. Þegar vaxtamunur sé orðinn
þetta lítill sé óraunhæft að búast
við að hann standi undir öllum þeim
þjónustukostnaði sem hann beri nú.
Því sé nauðsynlegt að á næstunni
verði gjaldskrá bankans endurskoð-
uð með það fyrir augum að „færa
hana nær því sem þjónustan raun-
verulega kostar".
„Eðlilegt er að við núverandi
efiiahagsástand sé hvatt til fjárfest-
inga í atviimulífinu og hamlað gegn
eyðslu," segir í frétt íslandsbanka.
„Þess vegna er taiið mikilvægt að
verðtryggð lán séu ódýrari en
óverðtryggð. Nú er því spáð að
verðbólgan verði á þessu ári 1,5-2%
að meðaltali. Sé tekið mið af lægri
tölunni, 1,5%, verða raunvextir
verðtryggðra lána um 1% lægri en
á óverðtryggðum lánum. Undanfar-
in ár hefur munurinn hins vegar
verið 2-2,5%.“
Upplag Morgunblaðs-
ins er 52.830 eintök
í SAMRÆMI við reglur Upplagseftirlits Verslunarráðs Liamlg
hefur trúnaðarmaður þess, Reynir Vignir löggiltur endurskoð-
andi, sannreynt selt upplag Morgunblaðsins í mánuðunum októb-
er-desember 1993. Að meðaitali voru seld 52.830 eintök á dag.
Á tveim tímabilum samanlagt, útgefendur, sem óska eftir stað-
festingu hlutlauss aðila á upplagi
viðkomandi blaða og rita. Morg-
unblaðið er eina dagblaðið, sem
nýtír sér þessa þjónustu nú, segir
í frétt frá Versiunarráðinu.
mánuðunum júlí-desember 1993,
voru seld að meðaitali 51.819 ein-
tök á dag. ,
Upplagseftírlit Verslunarráðs
íslands annast eftirlit fyrir þá